Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 14

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● TOLLABANDALAG sunnanverðrar Afríku, SACU, gerir ráð fyrir að með samningi við EFTA, Fríversl- unarsamtök Evrópu, muni fást betri aðgangur að landbúnaðarmarkaði Evrópu en áður var talið. Þetta kem- ur fram í frétt blaðsins Business Day í Suður-Afríku, þar sem sagt er frá samningaviðræðum EFTA og SACU, en í SACU eru Suður-Afríka, Botsv- ana, Namibía, Svaziland og Lesotho. Ætlunin er að gengið verði frá samn- ingnum fyrir árslok. EFTA að semja við sunnanverða Afríku ● HOLLENSK-breski olíurisinn Royal Dutch/Shell hefur lækkað mat á ol- íu- og gasbirgðum sínum í jörðu í annað sinn á þremur mánuðum. Í fyrra skiptið lækkaði fyrirtækið mat sitt um 20% og leiddi það til afsagn- ar stjórnarformanns þess. Lækkun matsins nú er að sögn The Wall Street Journal mun minni en í janúar. Að sögn Financial Times neitaði nýr stjórnarformaður fyrirtækisins, Jeroen van der Veer, í fyrsta sinn í fyrradag að hann hafi vitað um hið ranga birgðamat. Mistökin nú komu í ljós þegar ut- anaðkomandi eftirlitsaðili, sem Royal Dutch/Shell réð fyrir tveimur vikum, komst að því að fyrirtækið hafði við birgðamatið notað tiltekna þrívíddarmælitækni, sem ekki er leyfð samkvæmt reglum bandaríska verðbréfaeftirlitsins. Birgðir Shell lækkaðar aftur ● TAP varð af rekstri Sæplasts hf. árið 2003 sem nam tæpum 269 milljónum króna. Árið áður skilaði reksturinn 9 milljóna króna hagnaði. Tap ársins má rekja til óreglulegra gjalda á fjórða ársfjórðungi en þá féll til mikill kostnaður af lokun verk- smiðju Sæ- plasts Norge í Norður- Noregi. Nam kostnaður vegna lok- unarinnar og niðurfærslur rekstr- arfjármuna Sæplasts Norge um 170 milljónum króna. Rekstur samstæðunnar skilaði hins vegar hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA-hagnaði) sem nam 256 milljónum og lækkaði um tæp 9% frá fyrra ári. Sala dróst sam- an hjá dótturfélögunum í Noregi og Kanada en rekstur dótturfélaga á Ís- landi, Spáni, Indlandi og í Hollandi gekk vel á árinu. Fjárfestingarfélagið Atorka var langstærst hluthafa í Sæplasti um áramót, átti 43,3% hlutafjár. Mikið tap Sæplasts af starfsemi í Noregi             ! "#$ $ % &' (') *)  LANDSFRAMLEIÐSLAN á árinu 2003 varð 806 milljarðar og óx að teknu tilliti til verðbreytinga um 4% frá fyrra ári en árið áður hafði hún dregist saman um 0,5% eftir 2,7% vöxt á árinu 2001. Síðustu fimm ár þar á undan var hagvöxturinn 4–5% á ári. Þetta er nokkuð umfram það sem flestir höfðu gert ráð fyrir en fjár- málaráðuneytið spáði 2,5% hagvexti og Seðlabankinn 2,75%. Þá spáði greiningardeild Íslandsbanka 3,1% hagvexti, greiningardeild KB banka spáði 3,25% og greiningardeild Landsbankans spáði í september í fyrra að hagvöxtur ársins yrði 4,2%. Áætlanir OECD benda til þess að á árinu 2003 hafi orðið 2% hagvöxtur í aðildarríkjunum í heild. Vöxtur landsframleiðslunnar á sl. ári var borinn uppi af 6,4% raunvexti einkaneyslu og 19% vexti fjárfesting- ar, að því er segir í Hagtíðindum Hag- stofu Íslands. Þjóðarútgjöldin hafi því vaxið langt umfram landsframleiðsl- una, eða um 8,1%, og það hafi leitt til verulegs viðskiptahalla sem nam tæp- um 45 milljörðum króna, eða 5,6% af landsframleiðslu. Mikill vöxtur fjárfestingar kemur í kjölfar mikils samdráttar tvö ár á undan. Uppsveiflan á síðasta ári var kröftugust í atvinnuvegafjárfestingu, eða 24%, og fjárfesting á vegum hins opinbera óx um 12%. Útgjöld heimila til tómstunda aukist mikið Fram kemur í Hagtíðindum að hlutfall einkaneyslu af landsfram- leiðslu hafi verið nokkru hærra en undanfarin tvö ár, eða 55,6%. Þá hafi hlutfall samneyslu verið 26,4% af landsframleiðslu og hefur það aldrei verið hærra. Samneyslan óx um 3% á árinu sem er svipað og undanfarin ár. Samsetning einkaneyslunnar er sögð hafa breyst talsvert á síðustu áratugum, m.a. hafi vægi matvæla minnkað í útgjöldum heimilanna, far- ið úr röskum 30% árið 1970 niður í tæpan fjórðung auk þess sem vægi fatnaðar hefur helmingast. Hins veg- ar hafi útgjöld til tómstundaiðju og skemmtana nær tvöfaldast og útgjöld erlendis vaxið enn meira. Þjóðartekjur uxu nokkru minna en landsframleiðslan á árinu, eða um 2,6%, vegna lakari viðskiptakjara gagnvart útlöndum. Verð á bæði út- fluttum og innfluttum vörum lækkaði á árinu, útflutningur um tæp 10%, en vöruinnflutningur um tæp 3%. Þetta er sagt skýrast að hluta af því að verð á erlendum gjaldeyri lækkaði um 6,1% frá fyrra ári. Hlutur sjávarútvegs minnkar Þegar litið er til hlutfallslegrar skiptingar landsframleiðslu eftir at- vinnugreinum kemur í ljós að hlutfall fiskveiða og fiskvinnlu hefur farið lækkandi, úr 11,6% í 9,6% landsfram- leiðslu. Hlutfall landbúnaðar er 1,4%, áls og kísiljárns 1,3% og hlutfall ann- ars iðnaðar er 8,2%. Þá hefur hlutfall byggingarstarfsemi hækkað, úr 8% í 9,5%. Hlutur verslunar- og veitinga- reksturs er 11,7%, samgangna og flutninga 7,7% og annarrar þjónustu 25,5%. Mun meiri hagvöxtur 2003 en spáð hafði verið     +))% +)))   +    ! ,  -   . -/+))% ! '/ &/ 0/ !/ / +/ +/ 1 23 3  4 &/'4 0/4 &/'4 /54 ( /&4 0/ 4 ● MARIO Monti, sem fer með sam- keppnismál í framkvæmdastjórn ESB, leggur til tekin verði ákvörðun vegna yfirburðastöðu Microsoft á hugbúnaðarsviði. Framkvæmda- stjórnin hefur um nokkurt skeið vilj- að sekta Microsoft fyrir að nýta sér yfirburðastöðu sína á markaði og staðið í viðræðum við fyrirtækið. Monti segir að Microsoft hafi sýnt mikinn samningsvilja, en samningar ekki tekist. Hann vilji því að ESB taki fordæmisgefandi ákvörðun í málum er varða hugbúnaðarrisann. Ákvörðun ESB vegna Microsoft BOGI Pálsson hefur keypt 6,6% eignarhlut í Medcare Flögu og var á aðalfundi félagsins í gær kjörinn í stjórn þess. Bogi, sem er fyrrum forstjóri P. Samúelssonar, greiddi 6 krón- ur fyrir hvern þeirra 31,5 milljón hluta sem hann keypti og nam kaupverðið því alls 189 milljónum króna. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að þetta væri verulega góður fjárfesting- arkostur, á þeirri forsendu að fyrirtækið hefði mjög sterka markaðsstöðu á heimsmælikvarða í sinni grein, á markaði sem færi mjög hratt stækkandi. Nú þegar félagið hefði verið skráð á hluta- bréfamarkaði ætti það meiri vaxtarmöguleika en áður. Hann telur að þarna sé góð blanda af sterkri stöðu á markaði, miklum vaxtarmöguleikum og góðu starfsfólki með góðan grunn. Lokaverð hlutabréfa í Medcare Flögu var 5,4 krónur á hlut í gær og nam hækkunin frá deginum áður 14,2%. Bogi Pálsson kaupir 6,6% í Medcare Flögu AÐALFUNDUR Medcare Flögu fór friðsamlega fram og engar athugasemdir voru gerðar við 1,5 millj- óna dollara (yfir 100 milljóna króna) frávik í reikn- ingum félagsins frá áætlunum þess, sem upplýst var um í afkomuviðvörun fyrir einum mánuði. Hluthöfum var á fundinum boðið upp á að gera at- hugasemdir við reikninga félagsins og bera upp fyr- irspurnir varðandi hann. Enginn fundarmanna kvaddi sér hljóðs og voru reikningarnir samþykktir sam- hljóða án athugasemda. Stjórn félagsins var sjálf- kjörin en þær breytingar urðu að Pétur Guðjónsson vék sæti sem aðalmaður og tekur Bogi Pálsson sæti hans. Aðrir stjórnarmenn eru eftir sem áður Eggert Dagbjartsson, Peter Farrell, Rögnvaldur Sæmunds- son og Sigurjón Kristjánsson. Varamenn voru kjörnir Pétur Guðjónsson og Sveinbjörn Höskuldsson. Stjórnin hefur kjörið Boga Pálsson formann stjórnar. Morgunblaðið/Árni SæbergEnginn kvaddi sér hljóðs Frá aðalfundi Medcare Flögu í gær. Engar athugasemdir við frávik KRISTINN Björnsson var kjörinn formaður stjórnar Straums fjárfestingarbanka á stjórn- arfundi sem haldinn var í framhaldi af aðal- fundi félagsins í gær. Auk hans voru kjörnir í stjórn þeir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður SH, Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans, og Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja. Magnús er varaformaður stjórnar. Þorsteinn Már og Gunnlaugur Sævar koma nýir inn í stjórn. Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri Hörpu Sjafnar og bankaráðsmaður í Íslandsbanka og Ólafur B. Thors, fráfarandi stjórnarformaður Straums, gengu úr stjórninni. Mörg spennandi verkefni Kristinn Björnsson sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög mörg spennandi verkefni væru á borði stjórnarinnar og í vinnslu hjá félaginu, sem yrðu kynnt eitt af öðru á næstu mánuðum. „Ég lít mjög björtum augum til framtíðarinnar og tel að hér sé fyr- irtæki með mjög öfluga stjórnendur og góðan hluthafahóp, sem sér gnægð verkefna sem þarf að taka afstöðu til,“ sagði Kristinn. Aðalfundur Straums fjárfestingarbanka Kristinn Björns- son kjörinn stjórnarformaður Kristinn Björnsson SAMKVÆMT lauslegri könnun sem Ólafur Nilsson endurskoðandi hjá KPMG hefur gert, og hann kynnti m.a. á ráðstefnu Verslunarráðs Ís- lands um stjórnarhætti fyrirtækja, hefur reglum Kauphallarinnar um upplýsingagjöf, m.a. um launakjör stjórnenda, verið vel tekið og íslensk fyrirtæki standa sig almennt vel í upplýsingagjöf, þótt enn megi gera betur, eins og hann orðar það. Könnun Ólafs var fólgin í samanburði á birtum upplýsingum sem varða hinar nýju reglur Kauphallar og tók til 10 af stærstu félögunum í Kauphöllinni. Slakari einkunn fyrir upplýsingar um kaupréttarsamninga Samkvæmt könnun Ólafs eru upplýs- ingar um laun og hlunnindi stjórnenda yf- irleitt nokkuð vel fram settar. Gaf Ólafur félögunum einkunn á skalan- um 0–10. Lægsta einkunn var 5 og tvö félög fengu 10. Með- aleinkunn var 7,4. Mat Ólafs á frásögn félag- anna 10 af kaupréttarsamning- um leiddi til lakari niðurstöðu. Lægsta einkunn var 2 og hæsta einkunn 10. Meðaltalið var 6,6. „Það skortir nokkuð á að nægilega greinargóðar upp- lýsingar séu í skýringum ársreikninga fé- laganna um meðferð kaupréttarsamninga og meðferðin er mjög mismunandi,“ sagði Ólafur. „Kaupréttarsamningar við æðstu stjórnendur eru þáttur í kjarasamningum þessara aðila og ætti ekki að skipta máli í hvaða formi greitt er. Raunveruleg umb- un til starfsmanna er kostnaður félaganna sem ætti að gjaldfærast.“ Ólafur Nilsson metur upplýsingagjöf um laun og kauprétt stjórnenda Skortir á upplýs- ingagjöf um kaup- réttarsamninga Ólafur Nilsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.