Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 23

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 23
COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hrósaði bandarísk- um hermönnum og starfsmönnum hernámsliðsins í Írak þegar hann ávarpaði þá í Bagdad í gær í tilefni af því að ár er liðið frá því að stríðið í Írak hófst. Powell kvaðst ekki telja að stríðið í Írak hefði valdið óstöð- ugleika í heiminum og aukið hættuna á hryðjuverkum. „Þið og félagar ykkar hafið fjar- lægt skelfilega einræðisstjórn sem ógnaði eigin borgum, grannríkjun- um og öllum heiminum,“ sagði Pow- ell. Hann benti á að í mánuðinum var þess einnig minnst að sextán ár eru liðin síðan her Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, varð 5.000 Kúrdum að bana í gasárás og þrett- án ár eru liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar hófu rannsókn á meintum gereyðingarvopnum Íraka eftir Persaflóastyrjöldina árið 1991. „Við þurfum ekki að hafa áhyggj- ur af þessu lengur, nú þegar við minnumst þess að ár er liðið síðan stríðið hófst,“ sagði utanríkisráð- herrann. „Verið stolt af starfi ykk- ar.“ Blaðamenn gengu af fundi Síðar um daginn gengu arabískir blaðamenn af blaðamannafundi sem Powell hélt í Bagdad. Með þessu mótmæltu þeir drápi á tveimur íröskum fréttamönnum en talið er að þeir hafi fallið fyrir byssukúlum bandarískra hermanna. Arabískur blaðamaður stóð upp og las yfirlýsingu um leið og Powell gekk inn í sal ráðstefnuhallar í Bagd- ad. Hann sagði að ári eftir að stríðið hófst gætu Bandaríkjamenn ekki tryggt öryggi í Írak og krafðist rann- sóknar á dauða fréttamannanna. Nokkrum sekúndum síðar gengu um 20 blaðamenn af fundinum. Powell kvaðst harma mannfall meðal blaðamanna, hermanna, hjálparstarfsmanna og óbreyttra íraskra borgara. Fréttamaður við arabísku sjón- varpsstöðina Al-Arabiya lést í gær af völdum sára sem hann fékk kvöldið áður þegar bandarískir hermenn skutu á hann og myndatökumann sem lést á staðnum. Þar með hafa fimm blaðamenn beðið bana í Írak á tæpum sólarhring. Powell sagði á blaðamannafundin- um að stríðið í Írak hefði ekki kynt undir óstöðugleika og hryðjuverkum í heiminum. „Út um allan heim hafa hryðjuverkamenn gert árásir sem tengjast á engan hátt Írak.“                                                   !"#$ %   #& ' % ()# %& * ++ ,#)+& --"./+ 0*11# *. #1 2   -3" # 4 1# - " # +%  5 1 16) #7+5 "  %  # *++ 8" + 9  9 :7%*+ / &5 595*%1              !" #      ! %5):/ 1#+55 9  +):/ 5:7 9 *1;              !  "     "    "  # <"=< + 3">!3 $  $%  &  '  >"<8=+?"!@3 %& ' (   =?! >- =<  ))*+ ," -   Segir stríðið ekki hafa leitt til óstöðugleika Bagdad. AFP. Colin Powell og L. Paul Bremer á blaðamannafundi í Bagdad í gær. AP ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 23 www.mennta.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 1 6 4 5 SKRÚFUDAGUR St‡rimannaskólans í Reykjavík Vélskóla Íslands og KYNNINGARDAGUR Allir velkomnir! OPI‹ HÚS VER‹UR Í SJÓMANNASKÓLA ÍSLANDS LAUGARDAGINN 20. MARS KL. 13.00-16.30 FYRIRTÆKI ME‹ KYNNINGU:DAGSKRÁ OG †MIS AFfiREYING: Framtak, Sparisjó›ur vélstjóra, Marel, STG ísvélar, Fálkinn, Slysavarnaskólinn, Spennubreytar, Vélstjórafélag Íslands, Endurmenntun vélstjóra, Barkasu›a Gu›mundar, VIT – Vi›halds- og i›na›artækni, Fiskifréttir, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Hlerager›in, Sindri, Samskip. NEMENDAFÉLÖG SKÓLANNA Hópur úr Kvennakór Reykjavíkur flytur létt sönglög. Nemendur úr skólunum flytja tónlist. Gestir geta fari› upp í n‡uppger›an turn skólans og noti› fla›an glæsilegs úts‡nis til allra átta. Siglinga- og vélhermar ver›a á fullri fer›. Nemendur og kennarar kynna hluta af námsefni skólans. Gó›gæti og gos í bo›i nemendafélaganna. Kvenfélögin Hrönn og Ke›jan bjó›a veitingar á vægu ver›i. OLESYA Lahtionova er besti nem- andinn í sínum bekk í menntaskóla nr. 46 í Riga, höfuðborg Lettlands. Er skólinn aðeins fyrir nemendur, sem eiga rússnesku að móðurmáli. Lahtionova, sem er 15 ára gömul, óttast hins vegar, að einkunnirnar eigi eftir að breytast til hins verra því að brátt mun kennslan að mestu fara fram á lettnesku, tungumáli, sem Lahtionova er ekki sleip í. Ný lög, sem segja, að 60% kennsl- unnar í lettneskum skólum skuli fara fram á lettnesku, hafa valdið mikilli óánægju hjá rússneska minnihlut- anum í landinu og þetta vandamál hverfur ekki með inngöngu Lett- lands í Evrópusambandið, ESB, í maí. Hefur sambandið þó lagt bless- un sína yfir þessa skipan mála enda hafði það áður fengið stjórnvöld til að milda upphaflegu lagadrögin. Rússar, sem drottnuðu í Lettlandi á sovéttímanum, lögðu sig lítt eftir lettneskunni og Olesya segist ekki hafa skilið ýmis orð í lettnesku vís- indamáli, til dæmis orðið „tilpums“, sem merkir magn. Hún og bekkjar- félagar hennar segjast einfaldlega vera eins og byrjendur í stærðfræði þegar kemur að lettneskunni. Vaxandi spenna Lettneska ríkisstjórnin segir, að lögin, sem koma til framkvæmda í haust, séu í mörgu sniðin að hags- munum rússneskumælandi fólks en það er þriðjungur landsmanna, sem eru alls 2,3 milljónir. Bendir hún einnig á, að vilji fólk vera nýtir, lettneskir þegnar, verði það að sjálf- sögðu að kunna lettnesku, meðal annars til að eiga kost á góðu starfi. Lettlandsrússar eru samt ekki sáttir og hafa þeir efnt til mestu mótmæla í landinu frá því það end- urheimti sjálfstæði sitt árið 1991. Ráðgera þeir einnig mikil mótmæli 1. maí næstkomandi en þá munu Lettar fagna inngöngunni í ESB. Talsmenn mannréttindasamtaka segja, að tungumáladeilan auki þá spennu, sem fyrir var í samskiptum Letta og rússneska minnihlutans, og geti beinlínis varðað öryggishags- muni ríkisins. Saka sumir Lettar stjórnmálamenn í Rússlandi um að kynda undir enda eigi margir þeirra enn erfitt með að sætta sig við sjálf- stætt Lettland. Aðrir segjast gera sér litla rellu út af Moskvustjórninni og benda á, að hótanir hennar hafi hingað til reynst orðin tóm. Stjórnvöldum í Rússlandi er hins vegar full alvara þegar þau saka yf- irvöld í Lettlandi og Eistlandi um að brjóta mannréttindi á rússneska minnihlutanum. Hafa þau beðið mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna að kanna málið og Júrí Fedetov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði nú um miðjan mars, að „alvarlegur og langvarandi lýðræðishalli“ ríkti í þessum tveimur Eystrasaltslöndum. Sumir lettneskir Rússar telja raunar, að með nýju lögunum séu Lettar að ná fram hefndum á Rúss- um og yfirráðum þeirra áður fyrr. Fagna ESB-aðild til að komast burt „Á sovéttímanum voru Lettar sviptir réttindum sínum sem þjóð og nú eru þeir að hefna þess,“ sagði Max Dombrauskis, 17 ára gamall nemandi við menntaskóla nr. 46. „Mér finnst það þó ekki rétt, að það skuli nú bitna á börnunum.“ Lettar binda miklar vonir við að- ildina að Evrópusambandinu og það gerir líka Olesya og bekkjarfélagar hennar. Fyrir þau er ástæðan sú, að aðildin mun gera þeim auðveldara að koma sér burt. „Ég lít á lögin sem árás á rússneska tungu,“ segir hún. „Þess vegna vil ég fara.“ Eðlileg aðlögun eða hefnd? AP Um 6.000 rússneskir námsmenn efndu til mótmæla í Riga í síðasta mánuði vegna nýju lettnesku tungumálalaganna sem koma til framkvæmda í haust. Á borðanum stendur á rússnesku „Látið skólana í friði“. Lettneska tekin upp í skólum rússneska minnihlutans í Lettlandi þótt hann kunni lítið sem ekkert í málinu. Riga. AP. ANNELI Jäätteenmäki, fyrrver- andi forsætisráðherra Finnlands, var í gær sýknuð í undirrétti af ákæru um að hafa með ólöglegum hætti komist yfir og nýtt sér leynileg skjöl ríkisstjórnarinnar um Íraks- stríðið þegar hún var leiðtogi stjórn- arandstöðunnar. Aðstoðarmaður Finnlandsforseta, Martti Manninen, sem lét Jäätteen- mäki hafa skjölin, var aftur á móti fundinn sekur í gær, um að hafa rofið embættistrúnað og sektaður um sem nemur áttatíu daga launum, eða 3.600 evrur (313.000 krónur). „Úrskurður undirréttarins er mér mikill léttir,“ sagði Jäätteen- mäki í yfirlýs- ingu. „Ég vona að hér með ljúki þessu langdregna og erfiða máli.“ Hún er nú í Strassborg í Frakklandi þar sem hún hefur boðið sig fram til Evr- ópuþingsins fyrir finnska Miðju- flokkinn. Jäätteenmäki sýknuð Helsinki. AFP. Anneli Jäätteenmäki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.