Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR hún Jane Blake svaraði spurningu prestsins játandi með skjálfandi röddu, var ekki alveg ljóst hvort hún skalf af ástarþrá eða var beinlínis að deyja úr kulda. Hvorki brúðarkjóllinn né flauelssláin gátu hlíft Blake við nístandi kuldanum í brúðkaupinu en mannsefninu hennar, Miles Wakefield, leið öllu betur í sérstaklega þykkum smókingnum. Undir lokin var hann samt orðinn hálfblár á vör- unum. Þau Blake og Wakefield komu frá Essex á Englandi til sænska smábæjarins Jukkasjärvi, 200 km fyrir norðan heimskautsbaug, og þar voru þau gefin saman í ískirkju ásamt þremur öðrum pörum. Brúðkaupsnóttinni eyddu þau síð- an á hinu fræga Íshóteli í bænum. „Í Englandi eru Karíbahafseyjarnar ekki leng- ur í tísku og fræga fólkið er búið að eyðileggja Las Vegas,“ segir Wakefield en þau Blake lang- aði til að gera hjónavígsluna dálítið eft- irminnilega. Í Jukkasjärvi eru ískirkjan og Íshótelið orðin að heilmiklum iðnaði en kirkjan er 15 metra löng og er með sæti fyrir 40 manns. Er hún á mjög áberandi stað í „klaka- og snjóþorpinu“ en þar er nú einnig að finna eftirlíkingu af leikhúsi Shake- speares, Globe Theater. Presturinn, hann Jan- Erik Kuokso, prédikar á sænsku en syngur á samísku og hefur stundum túlk sér til aðstoðar. Heilagt vatn á hitaflösku Gefur hann oft saman þrjú eða fjögur pör á dag og vill ekki hafa þau fleiri svo fyrirtækið fái ekki á sig of mikinn Las Vegas-brag. Hefst gift- ingartíðin á öðrum degi jóla og stendur fram í apríl. Það kostar raunar sitt að láta gifta sig í kuld- anum, um 61.000 ísl. kr., en innifalin er gisting og ýmislegt annað, til dæmis ferð um nágrennið á skíðum eða á snjó- eða hundasleða. Kuokso skírir einnig börn í ískirkjunni og þá kemur hann með hið heilaga vatn á hitaflösku svo börnunum verði ekki meint af. Útfarir vill Kuokso hins vegar ekki annast í klakakirkjunni. AP Jane Blake og Miles Wakefield fyrir altarinu í klakakirkjunni í Jukkasjärvi. Að minnsta kosti fjórar aðrar ískirkjur er að finna í Finnlandi, Kanada og Alaska. Skjálfandi „já“ í klakakirkju Jukkasjärvi. AP. Áður en bandarísk alríkisyfir-völd frystu allar eigur Jeffr-eys Skillings, fyrrverandi yf- irframkvæmdastjóra orkusölu- fyrirtækisins Enron, afhenti hann lögfræðingum sínum 23 milljónir dollara, eða sem svarar rúmum 1,6 milljörðum króna, sem greiðslu fyrir væntanlega vörn í máli yfirvalda gegn honum vegna gjaldþrots Enron fyrir tveim árum. Að viðbættum tryggingagreiðsl- um, sem sumar koma úr sjóðum Enron, dugar þetta til að greiða laun lögfræðingaherdeildar Skillings í marga mánuði og jafnvel ár, að því er The Houston Chronicle greinir frá. „Ef til vill eru lögfræðingarnir hans bara að tryggja að glæpir borgi sig ekki,“ segir Philip Hilder, lög- maður í Houston í Texas, í viðtali við blaðið fyrr í vikunni. Hilder er fyrr- verandi alríkissaksóknari og núver- andi lögmaður nokkurra vitna í máli yfirvalda gegn Enron. „Ég er viss um að rekstur Enron-rannsóknar- hópsins alls kostar ekki svona mik- ið.“ Ákæran gegn Skilling er í 35 lið- um, og hljóðar meðal annars upp á samsæri um fjársvik, verðbréfa- svindl, lygar við skattrannsóknar- menn og innherjaviðskipti. En auk þess kann hann að verða sóttur til saka í um það bil eitt hundrað einka- málum og þá hefur bandaríska Verð- bréfa- og verslunarráðið höfðað mál á hendur honum og bandaríska þing- ið er þar að auki að rannsaka fram- ferði hans. „Svimandi upphæð“ „Milljónir er skiljanlegt. En 23 milljónir eru svimandi upphæð,“ sagði Gillian Hadfield, prófessor í lögum við Háskólann í Suður-Kali- forníu, og sérfræðingur í lögfræði- kostnaði. Hún tjáði Houston Chron- icle að þessi háa upphæð sýndi, að Skilling byggist við langri og strangri baráttu. Og dómskerfið finni leiðir til að nota hvern einasta dollara sem málsaðili sé tilbúinn til að reiða fram. Sumir verjendur telja milljónirnar 23 ekki óeðlilega upphæð í ljósi allra þeirra dómsmála sem Skilling sé flæktur í, hversu langan tíma það muni taka að ljúka öllum þessum málum, og hversu víðtækar ákær- urnar gegn honum eru. „Við fyrstu sýn virðist þetta mikið. En í ljósi þess hvað ákærurnar á hendur Skilling eru margar þarf þetta ekki að vera svo óskaplegt,“ segir Kent Schaffer, lögmaður í Houston, við blaðið. „Maður getur rétt ímyndað sér þau ógrynni af skjölum sem þetta krefst. Einhver verður að lesa þau öll, og það gerir enginn sér til skemmtunar.“ Margföld laun „draumaliðsins“ The Houston Chronicle segir lög- fræðinga ekki reka minni til að nokk- urt dómsmál hafi verið jafn um- fangsmikið og málið gegn Skilling muni verða. Verjendur Timothys McVeighs, sem dæmdur var til dauða fyrir að verða fjölda manns að bana í sprengjutilræði í Oklahóma, munu hafa haft upp um 14 milljónir dollara, eða sem svarar tæplega milljarði króna, en varnarkostnaður McVeighs var greiddur af hinu op- inbera. „Draumaliðið“ sem varði 1,6 milljarðar króna í varnarkostnað Bandaríska lögspekinga greinir á um hvort varnarkostnaður Jeffreys Skillings, fyrrverandi yfirframkvæmdastjóra Enron-stórfyrirtækisins, sé óhóflegur, og benda sumir á, að málin á hendur honum séu fjölmörg, og ein- hver þau flóknustu og umfangsmestu sem um getur í Bandaríkjunum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.