Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 30

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 30
AKUREYRI 30 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SORPEYÐING Eyjafjarðar horfir nú til jarðarinnar Syðri- Bakka, norðan Dysness í Arn- arneshreppi, sem hugsanlegan stað fyrir sorpurðun fyrir sveit- arfélög í firðinum. Syðri-Bakki er ríkisjörð og að sögn Guð- mundar Guðlaugssonar fram- kvæmdastjóra Sorpeyðingar Eyjafjarðar verður leitað eftir leyfi landbúnaðarráðuneytisins til að gera jarðvegsrannsóknir á jörðinni. Fulltrúar Sorpeyðingar Eyja- fjarðar funduðu með hrepps- nefnd Arnarneshrepps nýlega og sagði Guðmundur að hrepps- nefndin hefði ekki lagst gegn því að svæðið yrði skoðað, þótt vissulega hafi komið upp efa- semdir. Hann sagði fljótlegt að gera jarðvegsrannsóknir á jörð- inni en ef farið yrði í enn frekari rannsóknir væri um að ræða margra mánaða vinnu. Jafnframt þyrfti að vinna skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. Guðmundur sagði þó að ekki yrði ráðist í dýr- ar og umfangsmiklar rannsóknir til viðbótar nema fyrir liggi að svæðið standi til boða undir þá starfsemi sem um er rætt. Hjördís Sigursteinsdóttir odd- viti Arnarneshrepps sagði að hreppsnefnd hefði ekki tekið af- stöðu með eða á móti, að farið yrði í jarðvegsrannsóknir á Syðri-Bakka. „Við höfum ekki myndað okkur neina skoðun á málinu á þessu stigi en vildum ekki drepa það fyrirfram.“ Hjör- dís sagði að hreppsnefnd myndi taka afstöðu til málsins kæmi fram beiðni þar að lútandi í framhaldi af þessum jarðvegs- rannsóknum. „Við teljum jafn- framt að þetta sé eina svæðið innan hreppsins sem hugsanlega gæti komið til greina.“ Hjördís sagði að á fundinum með fulltrúum Sorpeyðingar hefðu fengist svör við mörgum spurningum en þó væri mörgum spurningum ósvarað. „Við vorum m.a. að leita svara við því hvort sorpsamlagið væri að horfa til fleiri svæða og hvort leitað hafi verið til fleiri sveitarstjórna. Það eru svæði innan annarra sveitar- félaga sem ekki hefur fengist leyfi til skoða. Ekki bara í Hörg- árbyggð, heldur líka í Dalvík- urbyggð, en við fengum engin svör um hvort skoða ætti það nánar. Sorpeyðingin þarf jafn- framt að svara því og rökstyðja af hverju eingöngu sé horft til urðunar og af hverju sorp- brennsla er útilokuð.“ Sorpeyðing Eyjafjarðar leitar að svæði undir sorpurðun Ríkisjörðin Syðri-Bakki hugsanlega fyrir valinu ÞAÐ voru bæjarbúum á Akureyri nokkur viðbrigði að vakna upp í gærmorgun við alhvíta jörð. Tíð hefur verið einstök undanfarnar vikur og blóm og runnar hafa tek- ið upp á því að springa út á miðjum vetri. En það er ekki öruggt á meðan enn er rétt miður mars. Snjólítið var orðið í Hlíð- arfjalli, en þar brosa menn nú út í bæði og fagna snjókomunni. Það gerðu líka börnin á leikskólanum Iðavelli sem þustu út með snjóþot- ur og farartæki af svipuðu tagi og brunuðu niður hól sem þar er, á meðan aðrir hnoðuðu snjóbolta eða útbjuggu snjókarla og kerl- ingar. Morgunblaðið/Kristján Ánægja: Starfsmenn í Hlíðarfjalli eru ánægðir með snjóinn svo og yngsta kynslóðin. Þessir krakkar á Iðavelli kunnu vel að meta himnasendinguna. Líf og fjör í snjónum Morgunblaðið/Kristján Börnin glöð: Það var mikið líf á leikvellinum við leikskólann Iðavöll í gær og börnin hin ánægðustu. Skapadægri lýkur | Sýningu Að- alheiðar S. Eysteinsdóttur og Jóns L. Halldórssonar í Gallerí+ við Brekkugötu 35 lýkur á sunnudag kl. 18. Þetta er skúlptúrsýning sem ber nafnið Skapadægur. Þetta er fyrsta samsýning Jóns og Að- alheiðar og varð til með rými gall- erísins í huga. Á sýningunni eru bæði ný og gömul verk sem ekki hafa verið sýnd áður. Jón og Að- alheiður eru bæði fyrrverandi bæj- arlistamenn á Akureyri og hafa sett verulegan svip á listalíf bæj- arins. Sýningin er opin frá kl.14-18. TÓNLEIKAR til styrktar minningarsjóði um Þorgerði S. Eiríksdóttur verða haldnir í sal Tónlistarskólans á Ak- ureyri, Hvannavöllum 14 á mánudagskvöld, 22. mars og hefjast þeir kl. 20. Þorgerður lauk burtfarar- prófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri og var nýkomin til London í framhalds-nám er hún lést af slysförum í febr- úar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar ásamt Tónlistarskólanum og Tónlistarfélagi Akureyrar minningarsjóð, til að styrkja efnilega nemendur Tónlistar- skólans til framhaldsnáms. Eru árlegir minningartón- leikar helsti vettvangurinn til að styrkja sjóðinn, auk þess sem hann hefur tekjur af sölu minningarkorta. Að þessu sinni eru það 10 strákar sem eru í framhalds- námi við skólann sem koma fram ásamt meðleikurum úr röðum kennara við skólann. Aðgangur er ókeypis, en tekið er á móti frjálsum fram- lögum í sjóðinn. Þorgerð- artón- leikar Parakeppni | Skákfélag Akureyrar heldur sína árlega parakeppni á sunnudag, 21.mars kl. 14. Kepp- endum er þar skipað saman í pör eft- ir skákstigum og hraðskákir tefldar. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni og eru allir velkomnir.ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Þingvallastræti 14 Brekkugata 8 Gistiheimilið Gula villan á Akureyri er nú til sölu. Gistiheimilið er rekið í tveimur húsum Annað í Þingvallastræti 14, gegnt sund- lauginni, en þar er gisting fyrir 20 gesti í 10 herbergjum. Hitt í Brekkugötu 8, rétt hjá miðbænum, þar er líka gisting fyrir 20 gesti í 9 herbergjum. Húsið við Þingvallastræti er 254 fermetrar á þremur hæðum og er eldhús og snyrting á hverri hæð. Húsið í Brekkugötu er 278 fermetrar einnig á þremur hæðum með mikilli lofthæð og mjög fallegt. Saman mynda húsin góða rekstrarein- ingu sem býður upp á ýmsa möguleika hvað varðar gistiheimilis- rekstur og/eða fasta leigu. Hægt er að útbúa umsjónarmannsíbúð í báðum húsunum. Rekstur gistiheimilsins getur verið til afhend- ingar nú þegar. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni BYGGÐ Sölumenn: Björn Guðmundsson s. 462 1744 og 897 7832, Emelía Jóhannsdóttir, Jón Kr. Sólnes hrl. lg. fasteignasali. Einstakt tækifæri Gistiheimili á Akureyri Mikið endurnýjuð 4ra herbergja íbúð 127 fm að stærð. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Stigagangur mjög snyrtilegur. Áhv. 7,4 millj. 40 ára húsbr. Íbúðin er laus. (Sjá www.byggd.is) Verð 13,1 millj. Nánari upplýsingar veittar á Fasteignasölunni Byggð, sími 462 1744 eða í síma 862 2002, Emelía Jóhannsdóttir. Ráðhústorg 1, 3. hæð, Akureyri Nú er tækifærið að eignast fallega íbúð á Akureyri í hjarta bæjarins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.