Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 33
ÁRBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 33 LISTIR NEI, þetta er ekki stafsetningarvilla, - þær kalla sig Kventett. Kventett er kvintett, nánar tiltekið málmblás- arakvintett, skipaður konum. Þær eru Karen Sturlaugsson og Ásdís Þórðardóttir trompetleikarar, Lilja Valdimarsdóttir hornleikari, Vilborg Jónsdóttir básúnuleikari og Þórhild- ur Guðmundsdóttur túbuleikari. Og hvað er svona merkilegt við það að vera kvenmaður í slíkum kvintett? Jú, Kventett er eini málmblásarakv- intettinn á Íslandi eingöngu skipaður konum, - þær vita ekki um neinn ann- an á Norðurlöndunum, og annars staðar eru þeir afar fágætir. Kventett er þó ekki nýr af nálinni; hefur starfað frá 1997, og heldur tón- leika í Salnum í Kópavogi í dag kl. 16. Vilborg segir að þeim hafi þótt það koma vel út að breyta stafsetningu orðsins kvintett, til að lýsa hópnum. „Við vorum með annað nafn, sem okkur fannst ekki passa alveg við okkur, og þetta sló í gegn hjá okkur,“ segir hún. Lilja segir að fyrra nafnið hafi verið djók, og hlær: „Skvísurnar fiðluleikararnir í Sinfó vildu kalla okkur Spice Brass, þegar við vorum að byrja, og okkur fannst það fyndið.“ Allar eru þær hámenntaðir málm- blásarar, þær kenna líka á hljóðfærin sín, og þrjár þeirra eru jafnframt lúðrasveitarstjórnendur. Lilja segir að þær leiki allt frá brúðkaupstónlist til jarðarfaratónlist- ar, en að aðaláherslan sé á tónlist síð- ustu aldar, en ekki barokk, eins og margir málmblásarakvintettar sér- hæfa sig í. „Við höfum líka gaman af skemmtimúsík, svolítið djassaðri, og höfum verið að spila á alls konar árshátíðum, skemmtunum, afmælum og þess háttar, bæði íslensk lög og slagara sem koma fólki í gott skap. Við reynum að vera með mjög breiða efnisskrá.“ Á tónleikunum í salnum leika þær eingöngu tónlist sem samin er fyrir málmblásarakvintett, en ekki önnur verk útsett fyrir slíkan hóp. Kventett hefur alltaf lagt áherslu á að vera með íslenska tónlist með þeirri útlendu. Foreldrarnir fyrirstaða En hver skyldi svo vera ástæðan fyrir því að konur leika ekki saman í málmblásarakvintettum? Ein skýr- ingin er sú, að ennþá læra konur síður á málmblásturshljóðfæri en önnur hljóðfæri. Lilja segir að þegar telpur koma í fyrsta sinn í lúðrasveitina hennar, í hljóðfærakynningu, sé alltaf ein og ein sem vilji fá að spila á sem stærstan lúður. „Mér finnst það þá oft vera mömmurnar sem bremsa þær af, og vilja frekar að dæturnar læri á eitthvað lekkert og pent.“ Vilborg segir að þetta sé þó að breytast. „Við erum fyrirmynd, og ég held að við séum góð fyrirmynd. Stelpur sjá að þetta er hægt.“ En það er ekki bara það að stelp- urnar séu rétt að byrja að sækja í stærstu lúðrana. Í lúðrasveit Karenar í Reykjanesbæ er meiri hluti tromp- etleikaranna stelpur. „Það er mjög óalgengt. Þær sjá að ég spila á tromp- et, kenni og stjórna lúðrasveitinni; ég held að það hljóti að hafa sitt að segja. Við hér erum fyrsta kynslóð kvenna sem spilar á þessi hljóðfæri, en næsta kynslóð verður mun stærri,“ segir Karen. Lilja var fyrsta konan í Tón- listarskólanum í Reykjavík sem lærði á málmblásturshljóðfæri. „Í öll þau ár sem ég var í Tónlistarskólanum var ég eina stelpan í brassinu. Svo kom Vilborg á básúnuna, seinna, og þá voru einstaka stúlkur að læra á klar- inett og ein á þverflautu,“ segir Lilja og bætir því við að fátt styrki sjálfs- mynd og sjálfstraust lítilla stelpna betur en að spila á stór og voldug hljóðfæri og láta vel í sér heyra. Vil- borg tekur undir: „Það eru fyrst og fremst foreldrarnir sem hamla því að stelpur læri á málmblásturshljóðfæri og við eigum ennþá langt í land. Fiðla, píanó og flauta eru vinsælustu hljóð- færin fyrir þær. Það þykir ekki kven- legt að leika á lúðra, en samt þykir það töff.“ Lilja segir dæmi úr einum ranni: „Mamma blessunin var í stúk- unni Einingu, stjórnaði þar kór og lék oft á skemmtunum. Hún tók systur mínar sem spiluðu á önnur hljóðfæri, með sér til að skemmta á stúkufund- um, en ekki mig, af því að ömmusyst- urnar sögðu að lúður væri bara eitt- hvað sem væri notað til að spila á á Austurvelli þegar kveikt væri á jóla- trénu, - rammfalskt, - og í snjókomu! Þetta þótti ekki eins fínt.“ Fékk að spila með drengjunum Lúðrasveitamenningin stendur á gömlum merg á Íslandi, en samt segja þær Kventettskonur, að til skamms tíma hafi það eingöngu verið karlamenning, og að konum hafi ekki verið hleypt í sveitirnar. „Þegar ég var lítil, sá ég Völvu, dóttur Gísla Ferdinandssonar, spila á flautu í lúðrasveit, og það var mér stórkostleg fyrirmynd,“ bætir Lilja við. „Þegar Lúðrasveit drengja var stofnuð, var Jón Stefánsson sem var tónmennta- kennarinn minn, fenginn til að hjálpa stjórnandanum að velja tólf drengi í sveitina. Hann sótti það fast að ég fengi að vera með, og það tókst. Í dag stjórna ég þessari lúðrasveit. Nú heit- ir hún Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts, og það er fullt af stelpum í henni.“ Karen er fædd og uppalin í Boston, og hefur svipaða sögu að segja. Þar fengu stelpur að vera með, svo framarlega sem þær lékju á hljóð- færi sem vantaði í lúðrasveitirnar. „Pabbi stjórnaði lúðrasveit, og vildi leyfa mér að vera með, því ég spilaði á trompet. Hann fékk ekki leyfi til þess, af því það vantaði ekki trompetleik- ara. En það vantaði einhvern á Es- horn, og því mátti ég vera með, ef ég gæti spilað á það. Ég fór því að spila á Es-horn, til að geta verið með. En svo leið ekki nema um ár, og þá fór þetta að breytast, og ég fór aftur yfir á trompetinn.“ Þetta er því fyrsta kyn- slóð kvenna sem spilar sig í gegnum karlaveldið í lúðrasveitunum. Tón- leikar Kventettsins þeirra hefjast sem fyrr segir í Salnum kl. 16. Styrkir sjálfsmynd stelpna að spila á stóra lúðra Morgunblaðið/Sverrir Lilja Valdimarsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Þórhildur Guðmundsdóttir, Karen Sturlaugsson og Ásdís Þórðardóttir skipa Kventett. STEFÁN Boulter opnar mál- verkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16, í dag kl. 15. Einnig opnar Jan Ove Tuve sýn- ingu á þrykki í Rauðu stofunni. Stef- án kennir list sína við kitch sem hefur verið þýtt sem „listlíki“. Lærimeist- ari hans er Odd Nerdrum, bæði í Noregi og á Íslandi. Sefán stundaði einnig myndlistar nám í Arizona í Flórens og hjá prófessor Rose Shak- inowsky og Claire Gavronsky, Mon- tagnana. Flest verkanna eru ný eða nýleg. „Ég sýni 18 olíuverk frá á sl. tveimur til þremur árum. Það er ekkert eitt þema gegnumgangandi en ég held að fólk fái vissa tilfinningu af þeim öll- um. Ég vinn alltaf út frá fyr- irmyndum, en það er ekki eins og ég sé að gera „ljósmynd“ af þeim. Ég leyfi líka hinu ljóðræna að koma fram.“ Það hefur verið haft eftir Odd Nerdrum að hann telji sig ekki lista- mann, heldur kitch-málara. Hvað með þig, ert þú listamaður? „Nei, ég tel mig ekki listamann, heldur hand- verksmann. Sumir gætu haldið, sem sjá verkin mín, að þau væru myndlist, en svo er ekki. Myndlist fjallar um allt annað, hún fjallar um fyrirfram gefin gildi og krafan er sú að vera frumlegur. Myndlist á t.d. að fjalla um samtímann, að vera kaldhæðin er nauðsynlegt og þú verður að fylgja nýjustu tækni. Kitchið fjallar meira um handverkið, sem er eilíft og mun alltaf vera. Fjallar um hið unaðslega hold. Kitch-málari reynir að ná til áhorfandans og það er það sem er erfiðast, en jafnframt skemmtilegast. Listfræðingum er um megn að skilja að fólk skuli gera verk sem þessi, það þykir í hæsta máta óeðlilegt og er stimplað sem „nostalgia“. Ég hafði ekki hugmynd um hvað nostalgia var, þegar ég ákvað að verða málari sex ára gamall og hef síðan verið að þroska þessa hæfileika. En sem myndlistarmaður hefði ég átt að kasta þeim fyrir róða og gera mynd- bandsinnsetningu eða eitthvað álíka.“ Stefáni Jóhanni finnst lítið koma til þess sem er að gerast í myndlistinni í dag. „Mér finnst myndlistin í dag vera einhvers konar McDon- alds-menning. Það skiptir ekki máli hvort þú ert í Nígeríu, Argentínu eða Kína, þú sérð myndlist að vestrænni fyrirmynd. Handverkið sem fyrir var í þessum löndum er ekki nógu fínt fyrir hið vestræna menningarsnobb.“ Norðmaðurinn Jan Ove Tuve var einnig í læri hjá Odd Nerdrum og kennir sig líka við kitch. Sýningin stendur til 4. apríl. Myndlistin er McDonalds-menning Morgunblaðið/Brynjar Gauti Handverksmennirnir í Galleríi Fold, Jan Ove Tuv og Stefán Jóhann Boulter. Selfoss | „Fræðslunet Suðurlands hefur fengið góðar móttökur á Suð- urlandi og hefur það sýnt sig að það hefur mikilvægu hlutverki að gegna og stendur fyrir hlutum sem aðrir eiga ekki kost á að standa fyrir. Það er því mikilvægt að Fræðslunetið nái að þroskast og dafna þannig að starfsemin vaxi og eflist til hagsbóta fyrir alla þróun og mannlíf á Suðurlandi,“ segir Jón Hjartarson framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands sem gengst fyrir vísindaviku með fjöl- breyttri dagskrá dagana 22. – 27. mars. 75% allra þeirra sem koma að vísinda- og rannsóknarstarfi á Suðurlandi taka þátt í vísindavik- unni með einum eða öðrum hætti. Vísindavikunni lýkur með vísinda- ráðstefnu 27. mars. Hugmyndin með vísindavikunni er að kynna almenningi allt það vísinda- og rannsóknarstarf sem unnið er á Suðurlandi. Ásmundur Sverrir Pálssson starfsmaður Fræðslunets Suðurlands sem hefur unnið að undirbúningi vísindavik- unnar segir í kynningarblaði vís- indavikunnar og Sunnlenska fréttablaðsins að lögð sé áhersla á að það efni sem kynnt er sé sett fram á alþýðlegan og aðgengilegan hátt þannig að allir skilji hvað um er verið að fjalla. Ásmundur segir það vekja athygli hversu margir koma að vísinda- og rannsóknar- starfi í héraðinu og miklu skipti að Suðurland sé frá náttúrunnar hendi mikilvægt viðfangsefni. Ás- mundur nefnir rannsóknir á jarð- skjálftum, hverum, jöklafræði, eld- gosarannsóknir, rannsóknir í landbúnaði og fleiri greinum. Rannsóknirnar eigi það sameigin- legt að kjörlendi þeirra sé á Suður- landi. Fjölmargar ráðstefnur Nokkrar ráðstefnur fara fram í tenglum við vísindavikuna, Ráð- stefna Landgræðslunnar um eld- gos og gróður fer fram 24. mars í Hvoli á Hvolsvelli og sama dag stendur Rannsóknamiðstöðin í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi fyrir opnu húsi og fyrirlestrum um Suðurlandsskjálfta í húsakynnum sínum að Austurvegi 2 a á Selfossi. Fimmtudaginn 15. mars verður haldinn ársfundur Háskólaseturs- ins í Hveragerði kl 16, í fundarsal Garðyrkjuskóla ríkisins. Þar verð- ur m.a. fjallað um mengunarflokk- un vatna. Hápunktur vísindavikunnar verður ráðstefna í sal Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi þar sem fremstu vísindamenn héraðs- ins kynna viðfangsefni sín. Sam- hliða verður haldin sýning í skól- anum þar sem kynntar eru rannsóknir sem fara fram í hér- aðinu. Sýnendur eru meðal annars Landgræðslan, Fornleifafræðistof- an, Veðurstofa Íslands, Héraðs- skjalasafnið, Sunnlenska bókaút- gáfan, Veiðimálastofnun, Garðyrkjuskólinn og Landsvirkj- un. Vísindavika Fræðslunets Suðurlands haldin með fjölbreyttri dagskrá Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jón Hjartarson, framkvæmdastjóri Fræðslunets Suðurlands. Ljósi varpað á rannsóknarstörf og möguleika Hveragerði | Mikil þátttaka í Stóru upplestrarkeppninni varð til þess að Suðurlandi var skipt í þrjú svæði. Í vikunni fóru fram úrslit í vesturhluta Suðurlands. Í þeirri keppni taka þátt skólarnir á Árborgarsvæðinu, Þorlákshöfn og Hveragerði. Keppnin fór fram á Eyr- arbakka og voru tveir nemendur fulltrúar Grunnskólans í Hvera- gerði, þau Hulda Jónsdóttir og Jón Bragi Gíslason. Árangur þeirra var glæsilegur því Hulda varð í fyrsta sæti og Jón Bragi í því þriðja. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Sigurvegarar: Jón Bragi og Hulda ásamt kennurum sínum, þeim Sigríði Sigurðardóttur og Ásu Pálsdóttur, í Grunnskóla Hveragerðis. Hvergerðingar unnu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.