Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 35

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 35
HEIMILI FYRIR LANGVEIK BÖRN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 35 V elferðarsjóður barna á Íslandi mun í dag af- henda Landspítala – há- skólasjúkrahúsi heim- ilið Rjóður til reksturs. Þetta nýja heimili fyrir langveik börn er í húsi númer 7 við Kópavogs- braut, þar sem áður var Kópavogs- hæli. Í Rjóðri verður pláss fyrir tíu börn sem dvelja þar 3–4 vikur í senn. Að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna á Íslandi og fyrrverandi heil- brigðisráðherra, eru um 50 börn hér á landi í þörf fyrir þjónustu af því tagi sem veitt verður í Rjóðri. Kári Stefánsson, stjórnarmaður í Velferð- arsjóðnum og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, benti á að í ljósi fjölda barnanna og stærðar heimilis- ins ætti hvert barn að geta dvalið þar 2–3 mánuði á ári. Í Rjóðri munu börnin njóta umönnunar, hvíldar og endurhæfingar. Rjóður til hvíldar Ingibjörg telur staðsetningu heimilisins mjög ákjósanlega. Í næsta nágrenni er góð aðstaða til endurhæfingar, bæði sundlaug og sjúkraþjálfunaraðstaða. Húsnæðið er í eigu hins opinbera, en Velferð- arsjóðurinn greiðir fyrir innréttingu á húsnæðinu og útbúnað á aðstöð- unni. „Velferðarsjóðurinn leggur 60 milljónir í þetta verkefni. Einnig ber- ast gjafir til kaupa á búnaði fyrir 15 milljónir,“ sagði Ingibjörg. Þar eru stærstir Landssamband íslenskra útvegsmanna, sem lagði til 10 millj- ónir, og Svölurnar, félag flugfreyja, sem munu afhenda gjöf sína við opn- un heimilisins, að sögn Ingibjargar. Hún segir að rekstur Rjóðurs verði í tengslum við Barnaspítala Hrings- ins. „Hér verður sólarhringsvistun. Það er búið að ráða Guðrúnu Ragn- ars sem hjúkrunardeildarstjóra og hún hefur ráðið starfsfólk með sér. Stöðugildin eru á annan tuginn.“ Að sögn Kára fóru þau Ingibjörg á fund ríkisstjórnarinnar og sögðust reiðubúin að leggja til stofnkostnað heimilisins ef ríkið vildi annast rekst- urinn. „Þau tóku óskaplega vel í þetta, al- veg frá upphafi,“ segir Kári. Sam- komulag milli heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis, Velferðarsjóðs barna á Íslandi og Landspítala- háskólasjúkrahúss var síðan und- irritað 9. febrúar 2003. Nafnið Rjóður mun vera að tillögu Kára. „Ég stakk upp á nafninu Rjóðri vegna þess að húsið sem faðir minn ólst upp í á Djúpavogi hét Rjóður. Mér fannst reyndar nafnið á húsinu benda til þess að íbúar Djúpa- vogs, jafnvel fyrir tíma föður míns, hafi haft svolitla tilhneigingu til að ýkja. En við ætlum að gera þetta að rjóðri þar sem langveik börn og fjöl- skyldur þeirra njóta hvíldar.“ Mikil þörf fyrir heimilið Kári segir að stuttu eftir að Ingi- björg minntist á þetta verkefni hafi leitað til sín formaður félagsins Ein- stakra barna. Það er félag aðstand- enda barna sem þjást af sjaldgæfum sjúkdómum og þarfnast mikillar umönnunar og eftirlits. Formað- urinn benti Kára á að það vantaði sárlega aðstöðu þar sem langveik börn og aðstandendur þeirra ættu athvarf. „Hér verður hægt að taka á móti börnum sem þurfa á mikilli að- stoð að halda. Ekki aðeins endurhæf- ingu heldur einnig aðhlynningu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt fyr- ir börnin heldur algjör nauðsyn fyrir fjölskyldur þeirra.“ Kári segir það algengara en svo að menn jafnvel vilji minnast á það að fjölskyldur leysist upp vegna álags- ins sem fylgir því að hlúa að mjög veiku barni allar stundir sólahrings- ins, alla daga vikunnar. „Það er ósanngjarnt ef samfélagið gerir ekki eitthvað til að gera þessum fjöl- skyldum lífið þolanlegra, og auðveldi þeim að geta búið saman. Hug- myndin með þessu heimili er einnig að veita fjölskyldum mikið veikra barna það frí sem þær þurfa á að halda til að safna kröftum.“ Gert er ráð fyrir því að foreldrar geti gist hjá börnum sínum fyrstu næturnar í Rjóðri. Eins munu þeir geta verið hjá þeim á daginn eins og þeir vilja. „Á mörgum heimilum langveikra barna er það þannig að hjónin þurfa að sofa til skiptis,“ segir Ingibjörg. Kári bendir á að sum börnin þurfi svo mikla og stöðuga umönnun að álagið á fjölskyldur þeirra sé ómennskt. „Sem stendur er engin aðstaða til að veita þessu fólki lið, önnur en að leggja börnin inn á bráðadeildir sjúkrahúsa. Við búum í samfélagi sem einhverra hluta vegna hefur, að því er mér finnst, heykst á því að sinna þeim sem helst skyldi. Börnunum. Hér er hærri slysatíðni á börnum, styttra skólaár og minni að- staða til afþreyingar á sumrin en í flestum löndum sem við miðum okk- ur gjarnan við. Við þurfum að hlúa betur að börnum og gera samfélagið barnvænna. Minnka muninn á atlæti barna sem koma frá ríkum fjöl- skyldum og fátækum. Við þurfum að bæta skólana okkar og bæta heil- brigðisþjónustu við börn. Sinna þeim börnum sem eiga við geðrænan vanda og hegðunarvandamál að stríða miklu betur en við gerum í dag.“Velferðarsjóður barna á Íslandi var stofnaður 22. janúar 2000 í þeim tilgangi að hlúa að hagsmunamálum barna hér á landi. Íslensk erfða- greining lagði fram stofnframlag sjóðsins, 150.000 hluti í DeCode Genetics Inc., þá að verðmæti um 500 milljónir króna. Sjóðurinn hefur síðan ávaxtast vel og er nú um 600 milljónir króna þrátt fyrir há fram- lög úr sjóðnum, að sögn Kára. „Sjóð- urinn hefur verið að styrkja alls kon- ar málefni á undanförnum árum. Við höfum farið með ströndum að mestu leyti en verið að borga út yfir 50 milljónir króna á ári. Það var Ingi- björg sem af útsjónarsemi sinni sá þetta [Rjóður] sem spennandi verk- efni fyrir sjóðinn; það væri mikil þörf á aðstöðu fyrir langveik börn. Eitt það síðasta sem hún vann að sem heilbrigðisráðherra voru einmitt málefni langveikra barna.“ Ingibjörg benti á að framlag Ís- lenskrar erfðagreiningar til sjóðsins væri það stærsta sem íslenskt fyr- irtæki hefði lagt til velferðarþjónust- unnar. „Þetta var frábært framtak og sést best af því að í fyrra voru veittir meira en þrjátíu styrkir til góðra málefna í þágu barna. Mér sýnist að í ár munum við leggja fram milli 90 og 100 milljónir til málefna barna,“ segir Ingibjörg. Kári segir stefnu sjóðsins vera þá að ganga ekki á höfuðstólinn. „Við höfum ekki gert það og sjóðurinn hefur verið að aukast þrátt fyrir framlögin.“ Ingibjörg sagðist vilja hvetja fleiri til að leggja sjóðnum lið. Í landinu væru ágætlega stæð fyr- irtæki og aflögufær. „Það er mik- ilvægt að þessi fyrirtæki komi inn í samfélagsþjónustuna. Þau hafa feng- ið fordæmi frá Íslenskri erfðagrein- ingu.“ Kári vildi leggja áherslu á að Ingibjörg Pálmadóttir hefði komið að málefnum Velferðarsjóðsins frá upphafi. Þegar að því kom að setja sjóðinn á fót brýndi hún menn til dáða, sem heilbriðgisráðherra. Síðar hafi hún unnið að málefnum sjóðsins sem framkvæmdastjóri hans. Ingibjörg telur einnig einkar dýr- mætt hve margir hafi lagt Velferð- arsjóðnum lið með vinnuframlagi í sjálfboðavinnu. „Við erum með fag- ráð og stjórn. Þeir sem sitja í fagráð- inu mæta á fundi einu sinni til tvisvar í mánuði og vinna úr öllum umsókn- um sem okkur berast. Það koma 100 umsóknir á ári um styrki til stórra og smærri mála. Umsóknum hefur fjölgað eftir því sem sjóðurinn hefur eflst. Fagráðið gerir síðan tillögur til stjórnarinnar um úthlutanir. Við reynum að vinna þetta eins faglega og okkur er unnt.“ Sjóðstjórnin er skipuð Bjarna Ár- mannssyni, forstjóra Íslandsbanka, sem er stjórnarformaður, Kára Stef- ánssyni, forstjóra Íslenskrar erfða- greiningar, og Sólveigu Guðmunds- dóttur, yfirlögfræðingi í heilbrigðisráðneytinu. Í fagráðinu sitja Guðrún Helgadóttir, fyrrver- andi alþingismaður, Rósa Guðbjarts- dóttir, framkvæmdastjóri Styrkt- arfélags krabbameinssjúkra barna, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræð- ingur, Þórólfur Þórlindsson, prófess- or, Grétar Gunnarsson, guð- fræðinemi, og Elín Þorgeirsdóttir, félagsfræðingur. Samneyslan og skattarnir Kári bendir á að Velferðarsjóð- urinn hafi orðið til á sama tíma og há- vær krafa sé í samfélaginu um skattalækkanir, þótt þörfin fyrir samneyslu hafi ekkert minnkað. Hann segir að þótt vel stæðu fólki hafi fjölgað hér á landi, sé hér einnig töluvert af fólki sem eigi minna og þurfi á aðstoð að halda. „Við eigum ekki að sætta okkur við það í íslensku samfélagi að börn hafi ekki þau tækifæri sem nauðsyn- leg eru til þess að hæfileikar þeirra fái notið sín til fulls. Ef fjármagnið kemur ekki í gegnum skattpeninga eða ríkið verðum við að sjá til þess að þeir sem eiga eitthvað aflögu, ein- staklingar og fyrirtæki, leggi af mörkum til þess að gera þetta betra samfélag.“ En hvernig stendur á að verið er að opna stofnun á borð við Rjóður á tímum sparnaðar í heilbrigðisþjón- ustu? „Það er verið að bregðast við þörf,“ segir Kári. Hann telur að það væri skringilegur sparnaður að hlúa ekki að þessum fjölskyldum. „Því ef þær gefast upp þá lenda þessi börn alfarið á höndum hins opinbera og þá fer þetta fyrst að verða mjög dýrt! Það sem við gerum hér er að skapa aðstöðu sem eykur líkurnar á því að fjölskyldurnar geti haldið áfram að búa saman.“ Þau Kári og Ingibjörg eru sam- mála um að stofnun á borð við Rjóð- ur spari þjóðfélaginu ómælt fé. Hún auðveldi foreldrum veikra barna að sinna þeim betur og gefi þeim einnig svigrúm til að sinna heilbrigðum börnum sínum. Það geti dregið úr líkum á því að börnin lendi í vand- ræðum. Aðkallandi verkefni sem bíða Velferðarsjóðsins bíða mörg verk- efni. Eitt þeirra snýr að aðhlynningu barna með geðræn vandamál. „Okk- ur langar til að setja saman stórt verkefni á því sviði. En til þess að geta það þurfum við að fá fleiri að. Okkur langar að nota þetta tækifæri til þess að reyna að særa þá í ís- lensku samfélagi, sem eiga eitthvað afgangs, að vinna með okkur að því að byggja upp aðstöðu fyrir börn með geðræn vandamál,“ segir Kári. Hann segir að verkefnið sé ekki full- mótað, meðal annars vegna þess að Velferðarsjóðurinn vill fá fleiri til liðs og gefa þeim kost á að móta verk- efnið endanlega. „Það er mikil þörf á þessu sviði, sem ekki er búið að mæta. Að hlúa að börnum sem eiga við geðræn vandamál að stríða, eða að hlúa að þeirri starfsemi sem tekur á geðrænum vanda barna. Eins starfsemi sem miðar að því að við- halda geðheilbrigði barna.“ Meðal þess sem Velferðarsjóð- urinn hefur stutt er verkefnið „Vin- átta“. Það felst í því að fá nema úr háskólum og framhaldsskólum til að sinna börnum á grunnskólaaldri. Vera þeim fyrirmyndir eða leiðbein- endur. „Það er fullt af börnum í okk- ar samfélagi sem vantar fullorð- insfyrirmyndir,“ segir Kári. Hann nefnir til dæmis börn frá heimilum þar sem er eitt foreldri og börn inn- flytjenda sem eiga erfitt með að veita börnum sínum þá fyrirmynd sem hjálpar þeim að laga sig að íslensku samfélagi. Annað verkefni, „Víðátta“, fólst í að gefa skólum tæki til fjarkennslu. Nú hafa sjö grunnskólar víða um land fengið myndfundabúnað að gjöf frá sjóðnum. Sjóðurinn hefur einnig lagt af mörkum til Mæðrastyrks- nefndar og fleiri góðra málefna. Áskorun til annarra Kári sagði það skoðun margra að verðmætasköpun í íslensku sam- félagi megi þakka m.a. því að hér sé frjáls markaður og einstaklings- framtakið fái að njóta sín tiltölulega óheft. „Hluti af því umhverfi sem ein- staklingsframtakið þarf til að geta unnið vel er umhverfi þar sem ekki eru mjög miklir skattar. Menn lækka skattana til að bæta þetta umhverfi, svo einstaklingsframtakið njóti sín betur. Því fylgja skyldur. Ein- staklingar og fyrirtæki, sem eru af- lögufær, verða að leggja af mörkum til að þess að þetta gangi upp. Ef við sinnum ekki samneyslunni koma upp vandamál í samfélaginu sem valda því að við getum ekki haldið áfram að búa til verðmæti á þann hátt sem við viljum. Þetta er ekki einungis spurn- ing um mannúðarstefnu, heldur einnig að skapa samfélag þar sem við getum skapað verðmæti.“ Bætt úr brýnni þörf Morgunblaðið/Ásdís Kári Stefánsson og Ingibjörg Pálmadóttir í húsnæði Rjóðurs, nýs heimilis fyrir langveik börn, sem stofnað var fyrir tilstilli Velferðarsjóðs barna á Íslandi. Rjóður, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn, verður opnað í Kópa- vogi í dag. Velferðar- sjóður barna á Íslandi leggur til stofnkostn- að en heilbrigðisráðu- neytið rekstrarfé. Guðni Einarsson ræddi við Ingibjörgu Pálmadóttur fram- kvæmdastjóra og Kára Stefánsson, stjórnarmann í Vel- ferðarsjóði barna á Íslandi. gudni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.