Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ J oe er mjög hress miðað við aldur en hann fæddist 25. ágúst 1901. „Ég hef það ágætt en ég fæ bara ekki nógu mikið nautakjöt að borða. Það er samt óskiljanlegt því nóg er til af því vegna þess að þeir eiga í erfiðleikum með að selja það. En ég bæti mér það upp með því að fara heim vikulega og þá eldar Ethel, kona Munda, kjöt fyrir mig.“ Guðný fæddist 1899 og varð hún 105 ára 19. febrúar síðastliðinn. Hún var nokkuð ern framyfir afmæl- ið en hrakaði mikið eftir það og and- aðist á Betel síðastliðið þriðjudags- kvöld. Á árum áður var hún virk í félags- og atvinnulífinu í Winnipeg og starfaði lengi hjá Eatons-stórversl- uninni. Eiginmaður Guðnýjar var dr. Björn Péturson, prófessor við land- búnaðardeild Manitobaháskóla í Winnipeg, en hann lést á Betel 1984. Þau voru barnlaus. Foreldrar Guðnýjar og Joe fluttu frá Íslandi til Kanada í lok 19. aldar. Guðmundur Markússon Jónsson fæddist í Fagradal í Vopnafjarð- arhreppi 1860 en flutti til Kanada 1888. Ingibjörg Sigríður Finnsdóttir fæddist á Kaldárbakka í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu 1860. Hún missti móður sína þegar hún var tveggja ára og flutti til Kanada 1891. Árið eftir giftist hún Guðmundi og settust þau að í Árnesi, þar sem þau nefndu bæinn sinn Fagurhól. Guðmundur lést af slysförum 1910, aðeins fimmtugur að aldri, en Ingibjörg dó 1951. Synirnir Svein- björn, Einar Ólafur (Óli) og Finnur urðu 92 ára, 96 ára og 101 árs í sömu röð. Joe og Emilia Ingibjörg Mark- ússon, dóttir Sigurrósar og Alberts Sigursteinssonar í Geysisbyggð, eignuðust þrjú börn, Guðmund Ingi- berg (Munda), Albert og Sigurrós Guðrúnu, sem öll búa í Gimli, en barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin 22. Emilia fæddist 28. ágúst 1907 og dó 5. júní 2001. Óli fæddist 1895 og barðist með Kan- adamönnum í fyrri heimsstyrjöldinni en Joe fylgdist með úr fjarlægð. „Ég var of ungur til að fara í herinn.“ „Áreynslan eflir mann og langlífið er tilkomið vegna vinnusemi,“ segir Joe en Guðný þakkaði góðu íslensku kaffi sinn háa aldur. Eins og bræður hans gekk Joe til allra verka á Fagurhóli en var líka fiskimaður á Winnipeg- vatni. „Ég byrjaði að fiska 12 ára, hjálpaði fyrst Hrólfi og Jónsa bróður hans í Árnesi áður en ég fór að gera út sjálfur,“ segir hann á lýtalausri ís- lensku, sem börnin hans hafa haldið rækt við. „Ég var lengst af fiskimað- ur en í seinni tíð hafði ég líka land og farmaði. Mér hefur alltaf þótt skemmtilegast að vinna fyrir sjálfan mig frekar en fyrir aðra en veiði- skapurinn á ísnum var oft erfiður. Við vorum ekki með snjóbíla í þá daga heldur fjóra hunda til að draga sleðana og síðan hesta. Snjóbílarnir komu ekki fyrr en ég var hættur að fiska. Ég hef sennilega aldrei vitað af því þótt ég væri í hættu staddur en ég var þó einu sinni hætt kominn. Eftir að við vorum búnir að draga netin hélt ég á sleðanum til að líta eftir fiski, en vinnumaður minn fór á skautum beint heim. Það var enginn snjór á ísnum og ísinn var alveg glær. Ég sat hinn rólegasti á sleðanum. Allt í einu fór fyrsti hundurinn á kaf í vatnið og ég henti mér af sleðanum en lenti samt á brúninni á eftir hund- unum og sleðanum. Ég náði að koma mér aftur upp á ísinn en blotnaði upp í klof. Það var frekar kalt. Já. Frekar kalt. Fyrsta árið sem ég var að fiska var ég tvo mánuði norður í vatni. Mér líkaði betur að fiska hérna því þá var ég alltaf heima. Það hentaði mér líka betur að vera bóndi því þá var ég kyrr heima. Mér líkaði það betur en að fara í burtu.“ Joe og Emilia bjuggu fyrst með Ingibjörgu en 1940 keyptu þau sitt eigið land við hliðina og voru með búskap þar til 1981 þeg- ar þau fluttu til Gimli. Hann segir að búskapurinn hafi verið hefðbundið basl en eitt sinn hafi grillt í gróða. „Einu sinni fengum við sérfróða konu til að leita að vatni á jörðinni. Hún gekk um allan blettinn fyrir langan, langan tíma þar til hún stoppaði loks þar sem hún hélt að væri vatn. Við grófum um 20 fet nið- ur og þá kom bullandi vatn upp. Brunnurinn fylltist en það var ólykt af vatninu og olíuslikja á toppnum. Því var ómögulegt að drekka það en við urðum að brúka það. Tvær mílur í burtu benti hún á annan stað og þar endurtók sagan sig. En við fengum hvorki gott vatn né góða olíu og það hefur aldrei verið gáð að því hvort þarna sé góð olía. En áður en brunn- urinn kom þurftum við að sækja vatnið í Winnipegvatn, um tvær míl- ur í austur.“ Bíllinn og eigandinn í góðu standi Í bílskúrnum sínum geymir Joe forláta Pontiacbifreið árgerð 1959. Þegar hann var 100 ára var mynd af bílnum skönnuð á afmælistertuna og því má segja að fjölskyldan hafi borð- að bílinn en minningin um ferðir í honum lifir. En bíllinn er í góðu standi og sömu sögu er að segja af eigandanum, sem fer reyndar allra sinna ferða í hjólastól. „Ég hef stund- um verið veikur en ekki neitt stór- kostlega,“ segir hann og bætir við að hann verði samt að taka töflur reglu- lega vegna hjartans. „Ég fæ ekki að fara framhjá konunni á hæðinni nema fá fyrst pillur, en ég þarf svo sem ekki neitt nema meira nauta- kjöt.“ Morgunblaðið/Steinþór Guðbjarts Jóhannes Ólafur Markússon eða Joe er í hópi elstu Kanadamanna af íslenskum uppruna en hann verður 103 ára í sumar. Guðný Pet- erson, systir hans, varð 105 ára fyrir skömmu en hún lést í vikunni og fer útför hennar fram í Gimli í dag. Þrír bræður þeirra létust í hárri elli en tvær systur þeirra dóu í bernsku. Steinþór Guðbjartsson fékk sér te með Joe og börnum hans á Betel, dvalarheimili aldr- aðra í Gimli í Manitoba, og forvitnaðist um langlífið í fjölskyldunni og fleira. „Langlífið er tilkomið vegna vinnusemi“ steg@mbl.is Fjölskyldan á Betel. Joe og Guðný eru í hjólastólum en fyrir aftan eru Janet Markusson, Albert faðir hennar, Guðmundur Ingiberg (Mundi), Ethel kona hans, Sigurrós Guðrún og Robert maður hennar. Morgunblaðið/Steinþór ÚR VESTURHEIMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.