Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 39
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 39 vöðvamassann um tæp níu kíló. Starfsmenn Pósthússins í Borg- arnesi fengu bikar og íþróttatöskur í verðlaun fyrir bestan heildar- árangur allra vinnustaða, en starfs- menn Íslandspósts á Vopnafirði fengu einnig töskur að launum fyrir 100% þátttöku. Einar Þorsteinsson, forstjóri Íslandspósts, fékk svo bik- ar og tösku í verðlaun, en hann setti sér í upphafi átaksins það persónu- lega markmið fyrir framan allan hópinn að ná af sér sjö kílóum. Hann gerði gott betur og léttist um níu kíló á tímabilinu. Efla þarf lýðheilsuna Þrátt fyrir að átakinu sé nú form- lega lokið, er því hvergi nærri lokið því nú reynir enn og aftur á hvern og einn að halda áfram á sínum for- sendum. Starfsfólkið vantaði stuðn- ing til að koma sér af stað og er nú komið á beinu brautina með að breyta lífsstílnum, sem var mark- miðið með þessu brölti öllu saman. Hvað varðar framhaldið er stefnt að skvassmóti með vorinu. Hin árlega Póstganga verður gengin 15. maí nk. auk þess sem átakinu verður fylgt eftir með markvissum hætti næsta haust, en þó með öðru sniði. „Við hjá Íslandspósti ætlum svo sannarlega ekki að láta á okkur standa í þeirri viðleitni heilbrigðisyfirvalda að reyna að efla lýðheilsu í landinu,“ segir Ingibjörg. join@mbl.is EFTIR rúmlega viku af hægðaleysi var málið komið í brennidepil. Við höfðum fengið dropa í apótekinu til að hjálpa þér að leysa vind, en oft sá maður þig rembast og rembast án þess að nokkuð gerð- ist. Ég og pabbi þinn fengum bæði í magann við að fylgjast með. Kvöld- ið sem þú varðst 4 vikna gerðist síð- an stórmerkilegur atburður. Ég hafði skroppið í vinahús og verið þar í tæpan klukkutíma þegar pabbi þinn hringdi með fréttirnar: „Hún er búin að kúka!“ Ég hoppaði hæð mína af gleði og endurtók við gest- gjafann að hún væri búin að kúka, eins og ekkert gæti verið merki- legra. Auðvitað þurfti ég síðan að fá þetta í smáatriðum og því var gert hlé á heimsókninni meðan pabbi þinn lýsti þessu. Jú, jú, allt bað- borðið var útatað og pabbi þinn var líka allur útataður. Þegar hann var síðan nýbúinn að þrífa þig og setja á þig nýja bleiu lést þú til skarar skríða á ný þannig að hann þurfti að gera allt uppá nýtt. Um leið og ég kom heim lýsti pabbi þinn þessu aftur fyrir mér í smáatriðum. Við vorum foreldrar að rifna úr stolti og hamingju. Eftirá getur maður svo sem hugsað hversu vitlaus maður sé að hoppa hæð sína af gleði yfir hægðum. En svona gerist þetta nú samt. Allt í sambandi við þig virðist svo merkilegt enda sendi ég sms skilaboð á bæði pabba og mömmu morguninn eftir með fréttirnar, hringdi í föðurömmu þína og þar sem þetta voru svo stór tíðindi var full ástæða til að senda einnig sms til vinafólks okkar í fríi á Ítalíu. Skilaboðin voru einfaldlega: Hún er búin að kúka.  DAGBÓK MÓÐUR Áhyggjur Meira á þriðjudag. ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fáðu úrslitin send í símann þinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.