Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 43
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 43
Kvennagolfferð til Skotlands
ÍT ferðir bjóða upp á sérstaka kvenna-
golfferð til Glasgow dagana 29. apríl til
4. maí. Gist er á hóteli í miðborg Glas-
gow og farnir 5 golfhringir frá fimmtu-
degi til mánudags. Skemmtidagskrá á
kvöldin og hægt að kíkja í búðir þegar
hlé gefst frá golfi.
Sjá nánar um golf í Skotlandi á
www.scottishgolf.com;
Fararstjórn er í höndum Ragnheiðar
Sigurðardóttur.
Áslóðum Thomas Hardy
ÞAÐ tekur ekki nema tvo og hálfan
tíma að aka frá London til Dorset þar
sem Summer Lodge-hótelið er. Hótelið
var byggt árið 1789 en
árið 1893 var það gert upp samkvæmt
hugmyndum arkitektsins og skáld-
sagnahöfundarins Thomas Hardy. Það
væri ekki úr vegi fyrir þá sem vilja
komast í sveitasæluna á Englandi að
kíkja á þennan kost, því nú er rekið lúx-
ushótel þarna í gróðursælu umhverfi.
Ekki lakara að taka með sér skáldsögu
eftir Thomas Hardy, til dæmis Far
from the Madding Crowd eða Tess of
the D’Urbervilles, og lifa sig inn í um-
hverfið, skreppa í golf, tennis eða á
hestbak í nágrenninu eða renna fyrir
silung eða ganga um í risastórum dá-
dýragarði. Margt er hægt að skoða í
nágrenninu, þar með talið hús skálds-
ins.
Sigling á Rín og Mósel
Heimsferðir bjóða upp á siglingu á án-
um Rín og Mósel 2. til 13. júlí í sumar.
Siglt er fram hjá fallegum bæjum og
þorpum en á milli þeirra teygja vínekr-
urnar sig upp hæðirnar þar sem gamlir
kastalar og hallir gnæfa yfir. Þetta er 11
daga ferð og er flogið til Frankfurt og
ekið rakleiðis til Kölnar þar sem gist er
fyrstu nóttina. Þar hefst siglingin og er
höfð stutt viðdvöl á völdum stöðum
eins og Rüdesheim og Cochem. Sigl-
ingunni lýkur í Strasbourg í Frakklandi
og þaðan er ekið til háskólabæjarins
Heidelberg þar sem dvalið er síðustu 3
dagana. Kynnisferðir eru í boði í fylgd
fararstjóra, en fararstjóri er Lilja Hilm-
arsdóttir. Siglingarleið: Köln - Bonn -
Köningswinter - Linz - Winningen -
Cochem - Koblenz - Boppard - Rudes-
heim - Worms - Spira - Strassbourg.
Hótelið sem er á slóðum Thomas Hardy í Dor-
set á Englandi.
ÍT ferðir – ÍT Golf
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Sími 588 9900,
fax 588 9901, tölvupóstfang:
golf@itferdir.is
Vefslóð:
www.itferdir.is
Hótel Summer Lodge
Country House
Evershot Dorset DT2 OJR
Sími: 0044 (0)1935 83424
Fax: 0044 (0)1935 83005
Netfang: enquiries@s-
ummerlodgehotel.co.uk
Veffang:
www.summerlodgehotel.co.uk
Nánari upplýsingar um sigl-
ingu á Rín og Mósel
Heimsferðir
Skógarhlíð 18
Sími: 595 1000
Fax: 595 1001
Netfang: victoria@heims-
ferdir.is
Veffang: www.heimsferdir.is
Hótel á slóðum Thomas Hardy.
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn
SMS tónar og tákn
Ódýrari bílaleigubílar
fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar.
(Afgr. gjöld á flugvöllum).
Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna,
minibus og rútur.
Sumarhús og íbúðir.
Norðurlönd og Mið - Evrópa.
Hótel. Heimagisting. Bændagisting.
www.fylkir.is sími 456-3745
Bílaleigubílar
Sumarhús
DANMÖRKU
Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
22
35
0
10
/2
00
3
Nýr Netsmellur
Ódýrastir til Evrópu
Verð frá 14.490 kr.