Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 45 meðal Íraka og Phil Zabriskie, blaðamað- ur Time, bætti um betur á fundi vestra nýlega, hann er nýkominn úr tíu vikna dvöl í Írak og segist aldrei áður hafa heimsótt stað þar sem jafn mikil reiði ríkti. Á Zabriskie þó langan feril að baki, var m.a. við störf í Víetnam á sínum tíma. Zabriskie segir Íraka reiða af því að þeim hafi verið haldið niðri um áratuga- skeið (af Saddam). Þeir séu reiðir af því að einræðisherrann, sem þeir óttuðust svo mjög, barðist ekki til hinsta blóð- dropa eins og hann hafi sagst ætla að gera. Og þeir séu reiðir vegna þess að bandarískir hermenn geri alls ekki nógu mikið til að tryggja öryggi óbreyttra borgara. Verst er að svo virðist sem þeir spá- dómar hafi ræst, að innrás í Írak myndi draga athygli manna frá hinu raunveru- lega hnattræna stríði gegn hryðjuverk- um, sem Bandaríkjamenn réðust í eftir árásirnar á New York og Washington 11. september. Juan Cole, prófessor í sögu Mið-Austurlanda við Michigan-háskóla, telur að talibönum í Afganistan vaxi nú aftur ásmegin og að Írak sogi til sín alltof mikið af þeim fjármunum, sem ætlaðir eru til hryðjuverkastríðsins. Hann segir (sjá www.juancole.com) Írak senn hafa kostað 250 milljarða Bandaríkjadala, á sama tíma hafi verið eytt 1,3 milljörðum í Afganistan. Þó sé Osama bin Laden í fel- um í Afganistan, ekki Írak. Allt er þetta til marks um að á þeim degi, þegar eitt ár er liðið frá innrásinni í Írak, er allsendis óvíst hvort árangur sé raunverulega að nást í hryðjuverkastr- íðinu og staðan í Írak er sannarlega erfið, fjöldi fallinna síðustu vikur talar sínu máli. Og nú er „terrorinn“ kominn til Evr- ópu, svo um munar. Sundrungin milli ríkja, sem áður voru traustir bandamenn, veikir stöðuna; bandalagið sem Bandaríkjamenn komu á fót eftir hryðjuverkin 11. september er í reynd veikara en það var. Hryðjuverkið á Spáni gæti þó orðið til þess að öll Evrópa sameinaðist á ný (skiptist ekki lengur í hina „gömlu“ og „nýju“ Evrópu), nýta þarf þann samhljóm sem myndaðist í kjölfar voðaverkanna í Madríd til að snúa bökum saman, byggja brýr. Og hvort sem menn voru hlynntir árás á Írak fyrir ári eður ei þurfa allir að taka höndum saman um að leysa það verkefni, sem þar blasir við: fela heimamönnum stjórn mála, tryggja öryggi borgaranna og vinna að uppbyggingu. Það hljóta allir mannvinir að vera sammála um. es Magazine fyrir viku. En hvað ef svo er ekki? spyr Ignatieff síðan. Hvað þá? Kenneth Pollack var á sínum tíma tals- maður þess að Bandaríkjamenn hrektu Saddam Hussein frá völdum í Írak. Hann viðurkennir nú að mat bandarísku leyni- þjónustunnar á gereyðingarvopnabúri Íraka hafi reynst rangt. Ekki alrangt, valdhafar í Washington hafi hins vegar ýkt nokkuð hættuna sem af Saddam staf- aði. Verra sé að Bandaríkjastjórn hafi eng- an veginn haft nægilega góðar áætlanir fyrirliggjandi um hvernig taka bæri á málum í Írak eftir að sigur væri í höfn í stríðinu sjálfu. Staðan núna sé ekki endilega eins slæm og af er látið en þó sé ljóst að til beggja vona geti brugðið. Pollack segir vaxandi óþreyju gæta sannfært umbjóðendur sína, , um að rétt væri að fylkja liði eldinu. nu semsé álíta að Bandaríkin pa úlfur, úlfur, eins og Michael rðar það í The New York Tim- amanna drungin milli ríkja, ur voru traustir menn, veikir stöð- ndalagið sem íkjamenn komu á r hryðjuverkin 11. ber er í reynd veik- það var. ‘ Höfundur er blaðamaður. Reuters iðsaflann í Írak óvænt heim í nóvember í fyrra. Með stjórnarskiptunum á a vegna hernámsins í Írak og gangs hryðjuverkastríðsins gætir í Evrópu. bent sé á raunveruleg vandamál eða hvern- ig hlutirnir mættu betur fara. Engar ham- farir í rekstri fyrirtækja hafa orðið þrátt fyrir miklar breytingar á eignarhaldi á síð- ustu árum. Oft hafa böndin borist að Eim- skipafélaginu í umræðu um umbreytingar í sjávarútvegi. Sú tilraun sem Eimskipa- félagið gerði með stofnun Brims skilaði ekki tilætluðum árangri. Spurningin var því sú hvort félagið ætti því að hella sér af auknum krafti í rekstur sjávarútvegsfyr- irtækis eða láta öðrum í greininni það eftir, sem varð niðurstaðan. Við sölu fyrirtæk- isins losnaði mikið fé sem þá er laust til annarra verka eða niðurgreiðslu skulda. Þetta gleyma menn að nefna. Markmið eig- endanna er auðvitað það að fjármunum sé í heild sem best varið og skili sem mestri arðsemi og hæfustu aðilar stýri verkefnum á hverju sviði. Á því byggist árangur mark- aðshagkerfis, ekki með því að forðast að taka á verkefnunum. Það væri uppbyggilegra ef fram kæmi rökstuðningur um hvernig eignir félaga geta skilað meiri arði í óbreyttri mynd en „brytjaðar sundur“. Það gleymist yfirleitt að koma með lausnir þegar umkvartanir eru viðhafðar. Formið fær meiri athygli en innihaldið. Allir vilja hagvöxt og framfarir en færri þora að takast á við breytingarnar sem þó eru nauðsynleg forsenda þess. milli fyrirtækis og stjórnarmanna en ekki endilega fyrirtækis og eigenda. Markmiðið er að auka skilvirkni í stjórnun og aðhald. Verslunarráð bendir jafnframt á að það sé mjög mikilvægt að viðskiptalífið hafi frum- kvæði um þróun slíks verklags en ekki stjórnvöld. Engar hamfarir, engin dæmi Í umvöndunum undanfarið hefur mörg- um verið tíðrætt um hlutverk hinna ýmsu aðila og einstök viðskipti sem teljast óæski- leg. Bent hefur verið á að umræða um bankanna miðast gjarnan við úrelt viðmið, eins og t.d. að einskorða hlutverk þeirra við lánastarfsemi. Fjármálastarfsemi í dag er mun flóknari en það. Þó eru bankarnir ekki hafnir yfir gagnrýni. Erlendis hefur verka- skipting og hlutverk mótast á löngum tíma. Í Bandaríkjunum hefur hindrunum sem miðuðust við þessi gömlu viðmið verið rutt úr vegi. Hér á hinum unga markaði hafa bankar tekið visst frumkvæði í ýmsum málum er lúta að umbreytingum fyr- irtækja. Hvort það fyrirkomulag verði til langframa skal ósagt látið en bankarnir hafa sjálfir mestra hagsmuna að gæta varðandi fyrirkomulag þessara mála. Félagsmálaráðherra og Morgunblaðið vekja athygli á því sem þeir telja óeðlileg viðskipti og hlutverk aðila og félög séu brytjuð í sundur með mikilli skuldsetningu. Þessi dramatíska lýsing á annars venjuleg- um athöfnum í frjálsu og lifandi viðskipta- lífi er byggð á sleggjudómum án þess að í víðara samhengi. Þá er Versl- ands nú að kynna afrakstur tjórnarhætti í hlutafélögum. Í s kemur fram að málum er mis- ttað eftir löndum. Vestanhafs er st vald stjórnenda og þátt- igenda sem er til umfjöllunar. r sýna að frumkvæði að stærri m hlutafélaga vestanhafs hafi í m tilfellum komið frá stjórn- ganna, ekki eigendum. Virkni hluthafa sé því lítið og margir tak til að virkja stærri hluthafa, éfasjóði til virkari þátttöku í lutafélaga. u hafa víða verið kynntar leið- glur um stjórnarhætti í hluta- Verslunarráð hefur nú kynnt ur fyrir Ísland. Slíkar reglur eru eyti til þess fallnar að auka trú- a fyrirtækja og gera skil á milli og stjórnarmanna skarpari. Í al- ræðu gætir þó misskilnings um k þessara reglna er, en í flestum megininntakið að skerpa skil á gið með stífari reglum? ar hamfarir í fyrirtækja hafa rátt fyrir miklar ngar á eignarhaldi á u árum. ‘ Höfundur er hagfræðingur og sjálfstætt starfandi ráðgjafi og situr í nýkjörinni stjórn Eimskipafélags Íslands ehf. Þ að vakti að vonum at- hygli þegar forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsti því yf- ir sl. mánudag að hann hygðist taka virkari þátt í umræðum um þjóðfélagsmál yrði hann endurkjörinn í júní næst- komandi. Yfirlýsingin er ekki síst umhugsunarverð í ljósi þess að þegar Ólafur var fyrst kjörinn í embættið hafði hann í nærfellt aldarfjórðung verið í hópi um- deildustu stjórnmálamanna þjóð- arinnar og því ljóst frá upphafi að öll þátttaka hans sem forseta í opinberum skoðanaskiptum væri viðkvæmari en ella. Þá er einnig rétt að hafa í huga, að frá því Ólafur tók við embætti hafa um- mæli hans í ýmsum tilvikum orð- ið tilefni pólitískra deilna og því eðlilegt að spyrja hvort hann sé raunverulega að boða nokkra stefnubreytingu. Hvað sem því líður má öllum vera ljóst að með virkari þátttöku forsetans í um- ræðum um ágreiningsmál á vett- vangi þjóðmálanna munu emb- ættið og sá sem því gegnir dragast í auknum mæli inn í póli- tísk átök líðandi stundar. Full ástæða er til að spyrja hvort sú þróun sé æskileg og í samræmi við tilgang embættisins og þær hefðir sem um það hafa skapast. Verður þar hver að svara fyrir sig. Neikvæð umræða og skotleyfi á embættið? Ólafur Ragnar hefur nefnt í þessu samhengi, að sér þætti óeðlilegt að forsetinn gæti ekki svarað fyrir sig þegar hann yrði fyrir gagnrýni. Ekki væri eðlilegt að í samfélaginu væri í gangi lát- laust einhver neikvæð umræða og gagnrýni og einhverjir ein- staklingar virtust vera komnir með skotleyfi á forsetaembættið en hann svaraði aldrei fyrir sig. Ég er ekki viss um að allir upplifi þessar umræður með jafn sterkum hætti og Ólafur Ragnar. Á undanförnum árum hafa um- ræður um forsetann og forseta- embættið sem slíkt fyrst og fremst verið af tvennum toga, annars vegar viðbrögð við um- mælum forsetans sjálfs og hins vegar almennar umræður um embættið og stjórnskipulega stöðu þess. Eins og kunnugt er hafa ýmsir talið óhjákvæmilegt að svara for- setanum þegar hann hefur að eig- in frumkvæði blandað sér í um- ræður um þjóðfélagsmál. Slík viðbrögð ættu í sjálfu sér ekki að koma neinum á óvart. Þegar for- setinn tjáir sig um pólitísk álita- efni svo sem fjárveitingar til vegamála, gagnagrunn á heil- brigðissviði, Evrópumál eða fá- tækt í samfélaginu má hann auð- vitað vænta þess að einhverjir aðrir hafi skoðanir á ummælum hans. Á sama hátt má jafnan vænta þess að af og til komi upp al- mennar umræður um hlutverk forsetaembættisins, verkefni þess og valdsvið með sama hætti og um önnur embætti og stofnanir samfélagsins. Vandséð er að slík- ar umræður gefi sérstakt tilefni til þess að forsetinn blandi sér í auknum mæli í þjóðfélags- umræður í landinu. Valdsvið forsetans ekki ákveðið í forsetakosningum Í fjölmiðlaviðtölum hefur Ólaf- ur Ragnar sagt að hann hafi í hyggju að ræða hlutverk og stöðu forsetaembættisins í aðdraganda forsetakosninganna í sumar. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga. Frambjóðendur til emb- ættis forseta hafa jafnan látið í ljós sjónarmið í þessum efnum, ýmist að eigin frumkvæði eða að- spurðir. Þessi yfirlýsing Ólafs hefur hins vegar ranglega gefið ýmsum fjölmiðlamönnum og álits- gjöfum í umræðuþáttum tilefni til að álykta sem svo að forsetakosn- ingarnar snúist um þessa þætti, þ.e. hlutverk forsetans og stöðu embættisins í stjórnskipun lands- ins. Það er auðvitað misskiln- ingur. Forsetakosningar, fari þær á annað borð fram, gefa kjós- endum vissulega tækifæri til að velja á milli ólíkra einstaklinga, sem kunna að nálgast viðfangs- efni embættisins hver með sínum persónulega hætti. Hlutverki embættisins og valdsviði þess verður hins vegar ekki breytt nema með breytingum á stjórn- arskrá landsins. Slíkar breyt- ingar eru því viðfangsefni stjórn- arskrárgjafans, Alþingis, sem þarf að fjalla um málið og sam- þykkja breytingarnar með þeim hætti sem kveðið er á um í stjórnarskránni. Til þess þarf samþykki tveggja löggjafarþinga og skulu almennar alþingiskosn- ingar fara fram þegar að lokinni afgreiðslu málsins á hinu fyrra þingi. Það er því ekki verkefni forsetans eða kjósenda í forseta- kosningum að breyta stjórn- skipulegri stöðu embættisins heldur viðfangsefni alþing- ismanna og kjósenda í alþing- iskosningum að taka afstöðu til slíkra álitamála. Forsætisráðherra hefur nýlega reifað hugmyndir um að þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem varða æðstu stjórn ríkisins verði tekin til endurskoðunar á næstu árum með það að markmiði að færa þau til nútímalegra horfs og taka af tvímæli um álitamál, þar sem þau kunna að vera fyrir hendi. Talsmenn allra flokka á þingi hafa tekið undir þessar hugmyndir þótt skoðanir séu sjálfsagt skiptar um útfærslu ein- stakra atriða. Það á eftir að koma í ljós hvernig þau mál þróast. Ljóst er að um þessa þætti verð- ur fjallað í opinberri umræðu með ýmsum hætti á næstu miss- erum en niðurstaðan mun ekki ráðast í forsetakosningum í sum- ar. Embætti for- seta og um- ræður um þjóðfélagsmál Eftir Birgi Ármannsson ’ Með virkari þátt-töku forsetans í um- ræðum um ágrein- ingsmál á vettvangi þjóðmálanna munu embættið og sá sem því gegnir dragast í auknum mæli inn í pólitísk átök líðandi stundar. ‘ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.