Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 52

Morgunblaðið - 20.03.2004, Side 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR umræða hefur verið á síðustu vikum um stöðu samkyn- hneigðra innan samfélags og kirkju. Rétt er að rifja upp, að ís- lensk stjórnvöld hafa unnið farsæl- lega að réttarbótum sem varða lagalega og félagslega stöðu sam- kynhneigðra og fjöl- skyldna þeirra. Má þar nefna lögin um staðfesta samvist (nr. 87/1996) sem sam- þykkt voru frá Al- þingi nær samhljóða og í framhaldi af þeim var samþykkt ákvæði um rétt samkyn- hneigðra í staðfestri samvist til að stjú- pætt-leiða börn maka síns. Á síðastliðnum vetri var flutt á Alþingi þingsályktunartillaga (128. löggjafarþingi, 132 mál) um að ríkisstjórnin skipaði nefnd til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks. Þar er lögð áhersla á að gerður verði samanburður á rétt- arstöðu sambúenda í óvígðri sam- búð tveggja af gagnstæðu kyni annars vegar og óstaðfestri sambúð tveggja af sama kyni hins vegar. Ljóst er að þar hallar á hina síð- arnefndu. Í Starfsskýrslu Samtak- anna ’78 (2003) segir: ,,Með þings- ályktunartillögu Alþingis er brotið blað því að takist að veita samkyn- hneigðum sambúendum, sem ekki hafa staðfest samvist, heildstæða réttarbót hefur Ísland tekið forystu á Norðurlöndum í þessum málum.“ Allt eru þetta mikilvægir áfangar til að jafna stöðu samkynhneigðra í íslensku samfélagi. Á sama tíma og lögin um stað- festa samvist voru samþykkt á Al- þingi tók þjóðkirkjan málefni sam- kynhneigðra til umfjöllunar á Kirkju- þingi. Í framhaldi af því var fjallað um mál- efni samkynhneigðra á kirkjuþingum og prestastefnum 1997 og 1998 og á kirkjuþingi 1998 var lögð fram til- laga til þingsályktunar um fræðsluátak á veg- um íslensku þjóðkirkj- unnar um málefni sam- kynhneigðra. Kirkjuþing samþykkti að vísa málinu til fræðsludeildar og athuga mögu- leika á því að fá starfsmann í verk- ið. Ekkert hefur gerst á vettvangi þjóðkirkjunnar til samræmis þess- um samþykktum og óhætt að segja að umræða um málefni samkyn- hneigðra hafi farið afar hljótt þar á bæ. Afstaða þjóðkirkjunnar snertir marga einstaklinga Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að málefni samkynheigðra snerta fjölda Íslendinga, þar á meðal fjölda trúaðra – bæði lesbía, homma og fjölskyldur þeirra, sem er ærinn fjöldi. Bent hefur verið á – með einfaldri tölfræði – að sam- kynhneigðir og þeirra allra, allra nánustu eru u.þ.b. 25% Íslendinga. Því má ljóst vera að áfangar sem náðst hafa í réttarbótum fyrir sam- kynhneigða, eru ávinningar sem snerta einnig stóran hóp fólks sem stendur þeim að baki. Fræðslustarf foreldra og aðstandenda Foreldrar og aðstandendur sam- kynhneigðra hafa starfað samfellt frá árinu 2000 og í þessum hópi eru margir kristnir foreldrar. Markmið okkar er m.a. að vinna að fræðslu og efla umræðu í samfélaginu. Við höfum staðið fyrir opnum fræðslu- fundum og fjallað m.a. um samkyn- hneigð og kirkju. Má þar nefna fræðslufund 2001 „Samkynhneigð og biðjandi boðandi og þjónandi kirkja“ og málþing um „Samkyn- hneigð, trú og siðfræði“ 2002. Framsöguerindi hafa m.a. verið í höndum fræðimanna á sviði fé- lagsfræði, guðfræði og þroskasál- fræði. Það er ásetningur og metn- aður foreldra og aðstandenda að vanda til þeirrar umræðu sem efnt er til. Farsælt samstarf – málefnaleg umræða Það hefur lengi verið áhugamál for- eldra samkynhneigðra að kalla eftir ábyrgri afstöðu þjóðkirkjunnar um þessi mál. Á sl. hausti voru Samtök foreldra og aðstandenda, FAS, formlega stofnuð. Ákveðið var, að eitt fyrsta verk FAS yrði að leita eftir samstarfi við Prestafélag Ís- lands með það að markmiði að koma á málefnalegri umræðu um samkynhneigð, trú og kirkju. Stjórn Prestafélagsins tók þessari beiðni afar vel og hefur samstarf allt verið til fyrirmyndar. Þar mæt- ist fólk með opinn huga og vilja til að hlusta hvert á annað í hrein- skiptri og málefnalegri umræðu. Afraksturinn er málþing sem hald- ið var í febrúar sl. þar sem flutt voru erindi af fræðimönnum á sviði guðfræði, bæði ritskýringa, túlk- unarfræði og siðfræði. Þar áttu samkynhneigðir og foreldrar þeirra sína frummælendur og einnig þjóð- kirkjan. Málþingið hefur fengið af- ar góðar viðtökur og rétt að nefna að samstarfinu er haldið áfram. Það er mikilvægt að prestar láti sig málið varða Það er ástæða til að undirstrika, að sú umræða sem hafin er um sam- kynhneigð, trú og kirkju, er ekki tilkomin frá hópi presta, sem nefndir eru ,,jábræður“ í laug- ardagsgrein Geirs Waage í Morg- unblaðinu, heldur af frumkvæði FAS. Við völdum að tala við stjórn Prestafélagsins og töldum þann vettvang hafa sterka skírskotun til fjölda einstaklinga sem hafa valið að þjóna samfélaginu í nafni trúar og kirkju. Okkar leiðarljós er að koma af stað umræðu um þetta við- kvæma málefni. Rétt er að benda á að allir prestar þjóðkirkjunnar áttu aðgang að málþinginu „Hvar stönd- um við?“ sem haldið var í síðasta mánuði. Næsta skref er annað málþing. Þar verður fallað um hjúskap- arstöðu samkynhneigðra – stað- festa samvist og hjúskap/vígslu. Það málþing verður opið öllum prestum eins og hið fyrra. Þar verður málefnið krufið út frá guð- fræðilegum forsendum og leitað raka út frá biblíulegum skýringum, túlkunarfræði og siðfræði og ekki síður út frá veruleika lifandi fólks sem málið snýr að. Ég hvet presta sérstaklega til að taka þátt og láta sig málið varða. Það þarf að kom- ast á hreint fyrir hverja þjóð- kirkjan er. Rétt er að hafa í huga að við eig- um alla möguleika á því að íslenskt samfélag taki forystu í málefnum samkynhneigðra og hefur íslenska þjóðkirkjan þar miklu hlutverki að gegna meðal systurkirkna á Norð- urlöndum. Lokaorð Foreldrar og aðstandendur sam- kynhneigðra horfa fram á veginn. Vestræn samfélög eru um margt mótuð af kristnum gildum og við- horfum. Mikilvægt er að taka til umræðu ýmislegt sem staðið hefur í aldir ósnert og kanna hvort það fær staðist, í ljósi upplýstrar þekk- ingar og faglegrar rökræðu. Rétt er að hafa í huga að íslenska þjóð- kirkjan er ekki óumbreytanlegt fyrirbæri heldur hlýtur hún að mótast og þróast í takt við sam- félag og menningu. Það er staðföst ákvörðun okkar sem eigum sam- kynhneigða ástvini að taka þátt í þeirri umræðu og leggja okkar lóð á vogarskálina. Fyrir hverja er þjóðkirkjan? Harpa Njáls skrifar um málefni samkynhneigðra ’Foreldrar og aðstand-endur samkynhneigðra horfa fram á veginn.‘ Höfundur er félagsfræðingur og formaður FAS. Harpa Njáls HINN 8. janúar árið 1998 varð ég fyrir því óláni að þurfa að eiga við- skipti við sýslumannsembættið í Reykjavík. Ég reyndist hæstbjóð- andi í eignina Dals- mynni á Kjalarnesi, sem þegar til kom taldist ,,lóð úr Dals- mynni á Kjalarnesi ca. 8 ha., íbúðarhús, fjós, fjárhús, vothúsgryfja, hlaða, haughús og ali- fuglahús“. Átta ha. voru allt ræktaða land- ið og svæðið niður að sjó. Afsal fékk ég 22. maí. Í því sagði eftir að áhvílandi lán höfðu verið tíunduð: „Öll veðréttindi svo og önn- ur óbein eignaréttindi yfir eigninni falla niður.“ Áður en ég bauð eignina til sölu bárust mér tilboð í hana. Ég glapt- ist til að taka einu þeirra. Þegar kom að gerð kaupsamnings þurfti nýtt veðbókarvottorð. Þá var komin ný klásúla neðanmáls á það: „Lóðin var hluti ættaróðalsins“. Lögmaður minn mótmælti þessu munnlega og skriflega en engin svör fengust frá sýslumanni, engin skýring á hvernig þessi klásúla var til komin og engin gögn að baki hennar. Í áratugi hefur búskapur í Dals- mynni ekki uppfyllt kröfur sem gerðar eru til óðalsjarða og marg- þinglýst lánum sem ekki er heimilt að veðsetja óðalsjarðir fyrir. Land- búnaðarráðuneytið hefur eftirlits- skylduna en Sýslumannsembættið þinglýsir eftir sínum smekk. Að ósk kaupanda var fallist á að setja í kaupsamning að ég skyldi fá óðals- kvöðina útmáða, sem virtist eiga að verða auðvelt. Reyndin varð önnur þrátt fyrir skýr ákvæði jarðalaga. Þegar til kom sat á jörðinni fólk sem ekki vildi þaðan fara og út- burðarheimild þurfti til þess að koma því í burt. Skömmu eftir síð- asta gjalddaga kaup- anda Dalsmynnis fóru lögmanni mínum, sem gerði kaupsamninginn, að berast kvartanir um meinta galla á eign- inni. Þar gætti mikillar hugkvæmni. Loks kom bréfmiði ódagsettur og óundirskrifaður í pósthólf lög- mannsins með fjölbreyttum kvört- unum, ekkert verðlagt. Kröfum vegna vanskila rigndi yf- ir mig. Í fyrstu þótti mér vissast að borga, þar sem ég var enn þing- lýstur eigandi. M.a. greiddi ég upp lánið, sem olli því að ég bauð í eign- ina, en það var allt löngu gjaldfallið. Þann 25. januar 2000 stefndi lög- maður minn kaupandanum. Frestur á frest ofan var veittur og loksins þann 22. desember fékkst úrskurð- ur héraðsdóms, sem ég gat ekki sætt mig við, svo ég lét áfrýja mál- inu til Hæstaréttar. Til þess fékk ég lögmann frá virtri lögmannsstofu. Enn voru veittir frestir og loksins þann 21. nóvember 2001 var málinu vísað frá. Í dómsorði sagði: „Þegar allt framangreint er virt eru slíkir annmarkar á reifun málsins að óhjákvæmilegt er að vísa því í heild frá héraðsdómi.“ Minn skilningur er sá að þetta hafi verið dómur um vinnu lög- mannsins, en ekki málið sjálft. Lögmaðurinn taldi að nú yrði að fá óðalsklásúlunni aflétt, en það var reyndar það sem ég hefði viljað byrja á. Engin plögg um hvernig klásúlan var tilkomin fundust hjá sýslu- manni. Eftir margar hringingar og heimsóknir í ráðuneytið og sýslu- mannsembættið varð það nið- urstaðan að ég yrði að skrifa bréf, sem allir niðjar mínir átján ára og eldri yrðu að undirrita, þar sem óskað væri eftir að óðalskvöðinni yrði létt af Dalsmynni. Þetta urðu 20 undirskriftir. Sumar varð að fá erlendis frá. Bréfið átti svo að af- henda formanni jarðanefndar Kjal- arness og Kjósarsýslu. Formaðurinn tók erindinu ljúf- mannlega, þegar honum var fært bréfið, hann sagðist hringja strax í fulltrúa í landbúnaðarráðuneytinu, sem ætti að geta afgreitt málið næsta dag. Þegar þess var vitjað sagði fulltrúinn að búið væri að skipta um nefndarformann og vísaði þangað með erindið. Þegar þar var komið kannaðist „ nýi“ formaðurinn ekki við tilnefninguna, en benti á þann þriðja, sem líklega hefði með málið að gera. Þegar til hans kom taldi hann þetta tómt rugl, búið væri að sameina Kjalarneshrepp og Reykjavík, því væri þar engin jarðanefnd. Borgarráð ætti að af- greiða málið. Enn varð að fara af stað og eftir að réttur aðili fannst gekk vel að fá málið afgreitt þar. Næst varð enn að fara í landbún- aðarráðuneytið til þess að fá loka- afgreiðslu. Þar varð allt stopp. Loks fékk ég viðtal við sjálfan ráð- herrann. Hann kvaddi til sín aðstoð- armann sinn, ráðuneytisstjórann og fulltrúann sem ég hafði lengst verið að fást við. Samkundunni lauk með því að úrskurðað var að ég hefði mátt vita að aðaleigandi jarð- arinnar, sá sem átti úthagann, yrði líka að óska eftir að óðalskvöðinni yrði aflétt. Þar með hófst leikurinn á ný. Ekki vissi eigandinn að hann væri óðalseigandi og tók þessu ekkert vel. En með aðstoð lögmanns fékkst hann að lokum til þess að ganga frá þeim gögnum, sem til þurfti. Það var svo loks í byrjun júlí 2002 að mér barst bréf undirritað af ráð- herra þar sem óðalskvöðinni var létt af Dalsmynni. Sjö mánuðir höfðu farið í það. Nú vildi lögmaður minn leita sátta um greiðslur við liðið í Dals- mynni, en bíða með að stefna sýslu- manninum. Eftir fjölbreyttar uppá- komur náði hann sátt, að kalla, 16. mars 2003. Kaupsamningi hafði aldrei verið þinglýst, en kröfum mér óviðkomandi var þinglýst á eignina. Byggt var íbúðarhús á landinu sem ég var þinglýstur eig- andi að, án minnar vitundar, og hundaræktin blómstraði þessi 5 ár í Dalsmynni. Væntanlega eru ætt- artölur hundanna í stíl við undir- skrift á skjali sem nafn mitt var falsað á, í Búnaðarbankanum. Nú er liðið ár síðan lögmaðurinn gekk frá sáttinni, hann ætlaði þá strax að höfða mál gegn sýslumann- inum í Reykjavík vegna mistaka við þinglýsingar, að ég segi ekki afglöp. Í fyrstu sagðist hann vera að semja greinargerð en síðustu mánuði hefir hann gætt þess að ég næði ekki í sig og ekki svarað bréfum. Síðast sá ég hann stjórna aðalfundi SpKef. Ekki tókst mér að ná tali af honum þar. Ég er búinn að fá nóg af þessu og ætla að spara mér að láta lögmann- inn vanreifa fleiri mál fyrir mig. Ég ákæri þá alla Ólafur Björnsson skrifar um viðskipti við sýslumanns- embættið í Reykjavík ’… engin svör fengustfrá sýslumanni, engin skýring á hvernig þessi klásúla var til komin og engin gögn að baki hennar. ‘ Ólafur Björnsson Höfundur er fyrrverandi útgerðarmaður í Keflavík. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Ást og umhyggja Barnavörur www.chicco.com Klapparstíg 44 Sími 562 3614 Páskaeggjamót Verð 495 og 895 • 5 stærðir Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.