Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 53

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 53 ✝ Nikulás KlásenAndrés Jensson fæddist í Sviðnum á Breiðafirði 18. apríl 1935. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík fimmtu- daginn 11. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Jens Elías Nikulásson bóndi í Sviðnum og Svefn- eyjum, f. í Hvallátr- um 21. maí 1899, d. 18. október 1973, og Dagbjört Hannesína Andrésdóttir, f. í Stykkishólmi 29. september 1897, d. 8. júní 1996, bústýra hans. Bræður Nikulásar sammæðra eru Ragnar Hannesson, f. 5. júlí 1915, d. 13. maí 1980 og Magnús B.G. Guðmundsson, f. 11. ágúst 1920. Nikulás kvæntist 29. desember 1956 fyrri konu sinni Jóhönnu Margréti Þórarinsdóttur, f. 8. Eftirlifandi eiginkona Nikulás- ar er Aðalheiður Lilja Sigurðar- dóttir, f. í Reykjavík 11. apríl 1941. Þau gengu í hjónaband 23. mars 1973. Foreldrar hennar voru Sigurður Gíslason verk- stjóri í Reykjavík, f. 23. apríl 1905, d. 22. september 1958, og Kristín Unnur Þórðardóttir hús- freyja í Reykjavík, f. 20. júní 1913, d. 7. apríl 1990. Dóttir Nikulásar og Aðalheiðar er Dag- björt Kristín, f. 13. janúar 1977, í sambúð með Markus Nordahl, f. 14. október 1974, dóttir þeirra er Liv Elisabeth, f. 4. apríl 2002. Fyrir átti Aðalheiður Sigrúnu El- ísabetu Gunnarsdóttur, Kristján Valbý Gunnarsson og Unnar Valbý Gunnarsson. Nikulás var búfræðingur frá Hvanneyri. Stundaði búskap í Sviðnum til ársins 1956 og Svefneyjum frá 1957 til 1979 að hann fluttist til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni. Þar starfaði Nikulás aðallega við iðnaðarstörf. Síðustu tvö árin dvaldi hann á Íslandi. Útför Nikulásar verður gerð frá Flateyjarkirkju á Breiðafirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. ágúst 1934, d. 8. nóv- ember 1969. Foreldr- ar hennar voru Þór- arinn Ólafur Vilhjálmsson, f. 6. ágúst 1904, d. 5. nóv- ember 1988 og Guð- rún Jónasína Georgsdóttir, f. 26. júlí 1908, d. 21. apríl 1963. Synir þeirra eru 1) Jens Ragnar, f. 10. júní 1955, í sam- búð með Louise Gust- avsson, f. 9. maí 1947. 2) Kristinn Eyberg Nikulásson, f. 31. des- ember 1957, kvæntur Guðlaugu Höllu Birgisdóttur, f. 21. október 1959, dóttir þeirra, Jóhanna, f. 20. ágúst 1998, d. sama dag. 3) Þórhallur, f. 7. maí 1965. Dóttir hans er Hólmfríður Lára, f. 23. mars 1993. Jóhanna átti fyrir Jakob Guðnason og Jónínu Ragn- arsdóttur. Elsku hjartans Nilli minn. Þakka þér fyrir þessi 34 ár sem við höfum brotist í gegnum í blíðu og stríðu með öll börnin okkar. Þú varst alltaf svo laginn við að leysa úr öllum erfiðleikum sem á vegi okkar urðu. Nú veit ég ekki hvernig ég kemst af án þín en tíminn verður að leiða það í ljós. Nú ert þú laus úr þessu erfiða stríði við þennan sjúkdóm sem tók þig frá okkur. Þakka þér fyrir allt sem þú varst mér. Blessuð sé minning þín. Þín eiginkona Aðalheiður L. Sigurðardóttir. Elsku pabbi minn. Nú er þú farinn og ég mun sakna þín svo mikið og allra þinna góðu ráða. Ég þakka þér allan þann stuðn- ing sem þú veittir mér þegar eitt- hvað bjátaði á hjá mér. Við þig gat ég rætt um allt milli himins og jarðar. En þrátt fyrir að þú sert ekki leng- ur með okkur í þessu lífi þá lifir þú áfram í minningum og hjörtu okkar mömmu. Guð geymi þig og varðveiti elsku pabbi. Þín dóttir Dagbjört Kristín Nikulásdóttir. Það var haustið 1968 sem ég tengdist Nikulási þeim böndum sem haldið hafa síðan, en þá kynntist ég stjúpdóttur hans, Jónínu. Frásagnir hennar færðu mig nær verðandi tengdafólki mínu. Ég áttaði mig á að Vestureyjar á Breiðafirði voru nafli alheimsins og Sviðnur fegurstar allra eyja. Fjölskyldan í Svefneyjum bjó áður í Sviðnum þar til íbúðarhúsið brann síðla sumars 1956. Það var svo á gamlársdag 1968 sem fundum okkar Nikulásar bar fyrst saman. Hann heilsaði með bros á vör, bauð til sætis og þar með hófst spjallið. Það var mikil lífsreynsla og skemmtileg að kynnast lífinu í Breiðafjarðareyjum á þessum árum. Hitta fyrir fólkið sem hafði lifað og starfað á svæðinu, alist upp við fjölbreytt störf, land- búnað eins og hann gerðist erfiðast- ur, ýmsan hlunnindabúskap og sjáv- arútveg. Þetta var sá heimur sem Nikulás ólst upp í. Hann var laginn við vélar, fór vel með bát og þekkti siglingaleiðir um innanverðan Breiðafjörð sem lófa sinn. Með árunum skynjaði ég betur þá útþrá sem innra með Nikulási bjó. Hann velti vöngum yfir möguleikum byggðarinnar, eflingu atvinnulífs, samgöngu- og fræðslumála. Á þeim tíma var ekki til staðar sá einhugur og meðbyr sem nauðsynlegur var til viðreisnar í anda hugmynda hans. Fjölskyldan flutti búferlum til Sví- þjóðar 1979. Áfram var spjallað þó lengra væri á milli. Nú var framleiðsla í verk- smiðju umræðuefnið. Ég sá hann þá fyrir mér á austurloftinu í Svefneyj- um horfandi út um gluggann, fylgj- ast með þangsláttumönnum við störf, margir menn í vinnu, mikið umleikis, hann að stýra stóru búi. Síðan Nikulás flutti heim aftur fyrir tveimur árum höfum við átt margar ánægjulegar samverustund- ir og spjall um lífið og tilveruna. Fjöl- skyldan og hennar hagir, heilsufar og viðfangsefni barnanna, varð æ oftar umræðuefnið. Síðast áttum við spjall fyrir þrem- ur vikum með kaffi í bolla og syk- urmola í skál. Báðum var ljóst að við yrðum að nota þetta tækifæri vel. Spjallinu er lokið. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir sam- fylgdina. Finnur Jónsson. Minn kæri vinur Nikulás Jensson er fallinn frá eftir skamma en snarpa baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Hann stóð þó keikur í stafni til hinstu stundar og stýrði fleyi sínu óhrædd- ur og æðrulaus á vit örlaganna. Nikulás var einn af þessum mönn- um sem standa þeim sem þeim kynntust ávallt ljóslifandi fyrir sjón- um. Hann var bæði eyjajarl og heimsborgari í senn, glæsilegur á velli, greindur vel og hafsjór af fróð- leik um allt sem tengdist eyjalífi í blíðu og stríðu. Upp í huga minn koma minningar frá fjölmörgum heimsóknum í Svefneyjar og síðar Sviðnur á liðnum áratugum, fyrst til hans og Lillýar en seinna til Kidda og Höllu, Jonnýar og Finns. Margt kom þar borgarbarninu á óvart í leik og starfi, mat og menningu og í sam- félagi nútímans eru það forréttindi að hafa átt slíkan vin. Síðasti fundur okkar Nilla er mér einkar minnisstæður en hann heim- sótti mig á vinnustað fyrir nokkru. Báðir vissum við að skammt var til leiksloka og mál voru rædd í trúnaði af hreinskilni og heiðarleika. Það glampaði á tár í augum þegar við kvöddumst. Ástúð vina áfram dafnar ei þó renna sköpum megi. Eyjajarl til hinstu hafnar heldur sínu dýra fleyi. Við Kristrún sendum Lillý, börn- um þeirra og allri hinni stóru fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan vin lifir. Erlendur S. Baldursson. Lukkan er að lenda. Í stafni stend- ur slánalegur strákur. Hann stekkur uppá bryggjuna og tekur á móti um leið og lendir. ,,Sælir,“ segir Nilli, kveðja hans jafnan sú sama til þeirra sem fyrir eru. Hann var snemma í förum með pabba sínum. Nilli í Sviðnum, þremur árum eldri en ég, kolsvartur á brún og brá, skrokkurinn langur, andlitið búldu- leitt, ófeiminn, höfðingjadjarfur, frakkur, hlæjandi við hverjum sem er og við hverju sem uppá kemur, augun pírast mjög af hlátrinum í þessu búlduleita hörundsdökka and- liti. Einbirni, sagður dekraður. Æskumynd mín af Nilla í Sviðnum. „Alinn upp við slark, útilegur skútuhark“ ... Nei, ekki það, en hann var snemma í förum með pabba sínum og vandist ýmsum uppákomum. Vart af barnsaldri þegar hann var sjálfur farinn að fara með bátinn, orðinn helstu leiðum kunnur, næmur bæði á vélina og stjórann. Þeir voru ekki aðeins í förum í bú- skaparsýslinu. Jens hafði frá unga aldri farið þvers og kruss um fjörð- inn beinlínis til að kynna sér leiðir. Þeir fluttu vörur á ströndina fyrir Kaupfélag Flateyjar í forföllum Kon- ráðs. Oft hefur verið sukksamt í ferð- um þeim, köld vist í Lukkunni, tafir og bið vegna sjávarfalla, gist á ýms- um bæjum. Lukkan tók ekki farm á við Konráð né fór leiðir á sama tíma og hann, en hafði það hinsvegar framyfir, að komast styttri og grynnri leiðir. Jens lóðsaði flutningadalla um innanverðan fjörðinn, m.a. fyrir verslunina í Hólminum, sem sótti sláturfé á norðurströndina eða þá líffé vegna fjárskiptanna. Í þetta voru notaðir vertíðarbátar (30–50 tonna skip). Nilla varð nokk- uð um þegar pabbi hans vék því að honum hvort hann treysti sér að lóðsa annan bátinn til Flateyjar. Staddir þá á Firði með tvo dalla, höfðu tekið fé í annan fullan svo hann var búinn til farar suðurum, en hinn báturinn þurfti að fara víðar og taka fé til viðbótar. Nilla þótti við hæfi að bera sig mannalega og gerði þetta þó smeyk- ur væri, strákur um fermingu. Ferðalög á sjó og meðferð véla var vissulega hans svið fremur en flestra annarra. Um fermingu var hann einnig, er hann var sendur á Lukku til Flat- eyjar og lenti í hrakningi á heimleið. Fólkið var við heyskap í Suðurlönd- um og þangað sneri hann stafni frá Breiðasundi. Sunnanhviða snörp olli meiriháttar veltingi og skandían nýja tók að lemja svo sem barið væri járn á steðja. Piltur drap á í skyndi. – Góð ráð dýr. – Flatrek í veltingi. – Rífur upp mastrið, leysir seglið, – vel af sér vikið –. Lensar á seglinu, sleppur í var við Strákana í Sviðnum, leggst þar fyrir drekann. Heyskap- arfólkið sá til hans. Engin fjarskipti, engin ráð til hjálpar. Piltur tekur fram verkfærin, rífur heddið af vél- inni. Aðskotahlutur á stimplinum al- veg í klessu, hann vissi þetta. Setur saman aftur, setur í gang, keyrir vél- ina. Tíminn sem í þetta fór? ,,Í hverju horni hvíslað var á kvöldin“, stórar fréttir. ,,Allar hryssur… hófu piss af kæti“. Nilli í Sviðnum hringtrúlofað- ur, sautján ára. Þau hófu búskapinn í Sviðnum. Bæjarbruni. Sviðnur sem býli svöruðu kröfu tímans. Umrót þjóðfélags. Nýir möguleikar í Svefn- eyjum, stækkandi velta, vonir, und- irbygging aukinna umsvifa. Á þeim árum varð nokkuð aukin samvinna með Inneyingum. Inn í hana féllu kartöflurækt þeirra Svefneyinga, heyflutningar og fjár- flutningarnir síklassískir. Farsæll þeirra spilaði stóra rullu á þessum árum. Fyrri hluti búskaparára þeirra í Svefneyjum voru veltiár á grunni gömlu búskaparhefðanna í nýrri mótun. Áfram veltur tímans hjól. Hefðirn- ar úreldast. Aðrir möguleikar kann- aðir. Fjarri fór að það væru saman- tekin ráð að fara til Flateyjar. Þó fór svo að þar lentum við á sama tíma. Einskonar tilraun til að halda í byggðina á nýjum nótum. Í Flatey kynntust Nikulás og Aðalheiður. Nýr búskapur í Svefneyjum. Ný um- svif í nýjum greinum. Svefneyingar lentu í forystu við að móta búgreinina nýju, þangskurð- inn. Honum var flotað í formi verk- takastarfsemi með allstórum eining- um. Íslenski kapítalisminn hefur ekki reynst deifðum byggðum, nýtingu lands eða smáum verkefnum vel. Enn leitaði fjölskyldan í Svefneyj- um nýrra möguleika. Hún hvarf öll til Svíþjóðar 1979. Heim kominn kvaðst Nikulás vera orðinn mikill Svíi í sér og hefði eins viljað enda æf- ina þar. En nú er hann allur hér á Fróni og fær að eigin ósk leg í helg- um reit æsku sinnar. Menn með hæfileika Nikulásar veljast til trúnaðar og félagsmála- starfa, jafnvel þar í byggð sem mannvalið er meira en var í okkar aðþrengdu sveit á okkar manndóms- árum, hafi þau nokkurntíma verið nokkur. Hann var í hreppsnefnd og oddviti hennar síðustu árin áður en hann hvarf úr landi. Ýmsu fleiru, m.a. skólanefnd hreppsins og skólanefnd Reykhólaskóla meðan þar var verið að reyna að forma framhaldsnámið fyrir sýsluna. Þá var enn gamla hreppaskipanin. Í okkar vanda með fræðslumálin velti hann mikið fyrir sér möguleik- um á fjarkennslu og hafði ákveðnar meiningar um þá tækni í fram- kvæmd, þó hún væri nánast ekki til eða a.m.k. óþekkt hér þá. Nú er þetta raunveruleikinn. Hann var þannig tæknilega hugsandi nokkuð á undan sinni samtíð er kannski ekki öllum hollt. Jákvætt eða neikvætt eftir því hvað ýmsum þykir. Nikulás var kannski ekki fæddur beint til að standa í venjulegu íslensku búskap- arpuði. ,,Fardrengur góður“ hefði e.t.v. fortíðin sagt. ,,Einnar ferðar minnast má“, að lokum. Febrúar 1968. Við lögðum upp frá Flatey, þrjú á Kára. Ég, Nilli, Svana. Ferðin gerð í mína þágu að sækja fé í Hróaldsey. Alvöru vetr- arhörkur þessara ára ríkjandi. Spáin að vísu ekki góð, en logn á og átti að notast áðuren versnaði. Þegar nálg- aðist Hróaldsey var nokkur lagnað- arís og krapaður sjór, þetta vildi stífla kælivatnsinntakið og ég var stöðugt að með mótorlampa, að þíða úr því. Við það brask tókst mér að bræða lóðningu úr smurtanknum svo eftir það var ég stöðugt niðri undir vél með lekabyttu til að ausa smurn- ingu upp á tankinn aftur. Nilli við stýrið. Fénu náðum við, en í því móti rak hann á veðrið. Norðaustaná- hlaup af hörðustu gerð. Allur ís far- inn af okkar leið með það sama, við hleyptum útmeð löndum í skjóli af þeim, það var í lagi allt að ystu mörk- um Svefneyja. Þar kom Konráð til móts við okkur og okkur var borgið. Þeir höfðu verið í ferð, ekki haft er- indi sem erfiði og fóru til móts við okkur til öryggis. Nilli sagði svo frá að hann hefði verið ákveðinn í að fara ekki lengra en í Svefneyjar. Hefði ég viljað flana Flateyjarsundið hefði hann tekið af mér ráðin. ,,Kapp er best með forsjá“ er sagt. Hæfileika- maður er hér kvaddur. Tvö ár eru síðan krabbameinið greindist. Örlög- um sínum tók hann yfirvegaður, raunsær, æðrulaus. Fjölskyldu Nikulásar óska ég gæfu í minningu hans. Jóhannes Geir Gíslason. Rennur dagur, roða slær á rastarblómin lómurinn þá lækkar róminn líkt og skynji helgidóminn Í Breiðafirði barr mitt óx og bernskuhlynur halda þangað vildi ég vinur veröld þegar þessi hrynur Dætur Ránar daðra þar við dökka hleina heyri ég líka eina og eina elska segjast þessa steina Þegar á göngu þreyttur verð og þjakar elli feginn legg ég vanga að velli víst á ég sæti í Helgarfelli. (Á.P.J.) Margrét, Lísa, Ilmur og Sverrir. Vinur og frændi er farinn. Þessi brottför er ekki afturkræf eins og þegar hann fluttist til Svíþjóðar með Lillý konu sinni og yngri börnunum. Þráðurinn verður ekki tekinn upp að nýju. Eftir sitja ættingjar og vinir með sorg í hjarta og minningar um góðan mann og skemmtilegan fé- laga. Ég kynntist Nilla þegar ég dvaldi í mörg sumur í sveit hjá „afa“ og „ömmu“, Nilla og Hönnu, í Svefneyj- um. Sumrin í Svefneyjum hafa alltaf verið mér uppspretta góðra minn- inga því það voru forréttindi að fá að kynnast því mannlífi sem þar var. Ekki var síðra þegar „Svefneyjafólk- ið“ kom í kaupstaðinn á haustin með dún og skinn og dvaldi hjá okkur í nokkrar vikur. Þá var mér ljúft að fara úr rúmi svo svefnpláss væri fyr- ir þessa vini foreldra minna sem fóstruðu mig á sumrin. Ég áttaði mig ekki á hvað Nilli var í raun ungur bóndi í Svefneyjum, þegar ég var þar sem barn og ung- lingur, fyrr en fyrir nokkrum árum, þegar við tókum upp þráðinn að nýju eftir langt hlé. Nilli og Lillý þá flutt heim aftur eftir margra ára útivist og hann orðinn veikur. Hann var orðinn svo lífsreyndur og vitur eftir að hafa gengið í gegn um skóla lífsins. Við hittumst gjarnan á kaffihúsi meðan hann var enn nægilega hress, ræddum landsins gögn og nauðsynj- ar, sögðum hvort öðru frá hvað á dagana hafði drifið og rifjuðum upp minningar um menn og atburði frá fyrri tíð. Nilli sýndi mér einnig skriftir sínar og kveðskap og ég dáð- ist að hversu hagmæltur og orðhag- ur hann var. Í fallegum kvæðum hans mátti stundum greina trega eft- ir því sem var eða hefði getað orðið og í skrifum hans eru varðveittar ómetanlegar heimildir um lífið í eyj- unum á fyrri hluta liðinnar aldar. Að berjast fyrir lífi sínu við ólækn- andi sjúkdóm er ójafn leikur, en reynsla sem við eigum mörg eftir standa frammi fyrir, þó síðar verði. Nilli frændi, þessi lífsglaði maður, stóð allt of snemma frammi fyrir þessum örlögum sínum. Hann lagði fljótt drög að því hvernig hann ætlaði að takast á við sína lokabaráttu og gerði það af miklu hugrekki og æðru- leysi með stuðningi Lillýjar og barna sinna. Ég þakka góðum vini ógleyman- legar samverustundir og sendi Lillý, börnum, tengdabörnum og barna- börnunum innilegar samúðarkveðj- ur. Ingibjörg Þórhallsdóttir. NIKULÁS K.A. JENSSON  Fleiri minningargreinar um Nikulás Klásen Andrés Jensson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.