Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásta SylvíaBjörnsdóttir fæddist á Sauðár- króki 7. janúar 1971. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki miðvikudag- inn 3. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Oddný Finnboga- dóttir bókasafns- fræðingur f. 11. nóv- ember 1948, og og Björn Friðrik Björnsson fram- haldsskólakennari, f. 4. febrúar 1941. Systur Ástu Sylvíu eru Emma Sigríður skóg- fræðingur, f. 18. október 1968, gift Iain D. Richardson, kerfis- verkfræðingi og Alma Emilía Björnsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, f. 4. júní 1978. Börn Emmu og Iains eru Alexander Douglas, Andrew Björn og Fiona Sylvía og dóttir Ölmu Emilíu er Sylvía Eir. Ásta Sylvía giftist unnusta sín- um, Kristjáni Erni Jóhannessyni geislafræðingi, 13. desember 2003. Ásta Sylvía ólst upp á Sauðárkróki og var þar við nám og störf til ársins 1993. Árið 1989- 1990 var hún AFS- skiptinemi í Taí- landi, en að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki 1993 hóf hún nám í Tækniháskóla Ís- lands og lauk BSc. í geislafræði í janúar 1997. Að námi loknu starfaði hún á rönt- gendeild Landspítala-Háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut til ársins 1999 er hún varð að hætta vegna veikinda. Ásta Sylvía starfaði í nefndum á vegum Fé- lags geislafræðinga og var félagi í Skagfirsku söngsveitinni í Reykjavík meðan heilsa leyfði. Útför Ástu Sylvíu verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Ásta. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig þegar framtíðin ætti að vera í faðmi þér, en huggun harmi gegn er að nú hefur þú fengið hvíld frá þrautum þínum. Þú varst dýrmæt gjöf, alltaf mikið sólskinsbarn, glaðleg og félagslynd, lífleg og hugmyndarík. Þú lýstir upp tilveru okkar og líf þitt var fullt af æv- intýrum og fyrirheitum. Ársdvöl þín í Taílandi þroskaði þig mikið og auðg- aði því hugur þinn var opinn og frjór. Víðsýni og fordómaleysi einkenndu þig og þú lærðir að taka ekki öllu sem sjálfgefnu og þakka það sem var. Líf þitt var innihaldsríkt og þú áttir mörg áhugamál, hestamennsku, ljósmynd- un, íþróttir og söng. Þú varst hrif- næm og hreifst aðra með þér enda vinmörg og trygg þínum vinum. Þú kynntist Kristjáni á námsárun- um og að námi loknu fóruð þið að búa í eigin íbúð í Eskihlíðinni. Þú ljómaðir af hamingju, brúðkaup á dagskrá og von á barni. Engan gat grunað hvað undir lá og gjörbylti lífi þínu og okkar allra í ágúst 1999. Fársjúk greindist þú með brjóstakrabbamein, engin von um lækningu og meðgangan gat ekki orðið lengri. Höggið var gríðar- legt en þú reist upp sterkari en nokkru sinni fyrr. Skaplyndi þitt, já- kvæðni og brosið bjarta voru þitt sterkasta vopn gegn þessum þung- bæru örlögum. Barist skyldi með hetjulund, lífsgleði og lífsvilja á með- an stætt væri. Með ótrúlegum dugn- aði og seiglu fórst þú í gegnum lyfja- meðferðir, geislameðferðir og tvo uppskurði en í haust var ljóst að fátt var til ráða. Þú varst öllum þeim sem vildu styðja þig þakklát og kunnir vel þá list að gefa og þiggja. Þrátt fyrir bakslög og vonbrigði hélstu alltaf reisn þinni, veittir okkur gleði, uppörvun og styrk allt til loka. Þú talaðir um það sem framundan var af ótrúlegri yfirvegun og bentir á í haust að við værum búin að fá lengri tíma en búist var við í upphafi, tíma sem við öll reyndum að nýta sem best. Þú trúðir að tekið yrði vel á móti þér og hafðir meiri áhyggjur af okkur sem eftir yrðum.Þannig varst þú, hugsandi um aðra allt til loka, en dýr- mætar minningar um þig munu styrkja okkur. Þú tókst á við þá sorg að geta ekki eignast eigið barn með því að veita allri þinni móðurást til systrabarna þinna. Þú elskaðir þau af öllu hjarta og lagðir mikla rækt við þau. Alex- ander og Andrew áttu margar ynd- isstundir með þér þar sem þú last fyr- ir þá og lékst við þá og litlu Sylvíurnar sem fæddust í sumar voru þér mikill gleðigjafi. Þú ljómaðir þegar þú hélst þeim í faðmi þínum og hjá þér fundu þær ást og vellíðan. Þau hafa öll misst mikið að fá ekki leiðsögn þína í lífinu. Nú þegar þú hefur kvatt og við sitj- um eftir í nístandi sorginni og tóminu rifjast upp orð Kahlil Gibran „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín“. Elsku Ásta, við þökkum þér allt sem þú varst okkur og við biðjum Guð að blessa þig. Hvíl í friði. Mamma og pabbi. Elsku Ásta mín, Eftir samfellda baráttu í 4½ ár er síðustu orrustunni lokið og þú færð loksins hvíld eftir langt og strangt stríð. Þegar ég lít til baka yfir þetta tíma- bil, þar sem meðferðir og aukaverk- anir stjórnuðu lífi okkar, virðist allt í einu ekki svo langt síðan við vorum að slá okkur upp saman eftir jólaprófin fyrir rúmum 9 árum, bekkjarsystrum þínum til mikillar skemmtunar. Og allt þar til í ágúst 1999 virtist allt ætla að ganga eins og best verður á kosið, við kláruðum námið okkar, vorum komin í vinnu og eigið hús- næði, barn á leiðinni og gifting áætluð sumarið eftir. En þá var tilverunni kippt undan fótum okkar. Þú greind- ist með illvígan sjúkdóm, meðgöng- una varð að stöðva og í stað ham- ingjuríks fjölskyldulífs upphófst baráttan við Krabba kóng, eins og þú kallaðir sjúkdóminn gjarnan. En í gegnum allt þetta ferli, sama hverju gekk á, sýndir þú ótrúlegan styrk, reisn og æðruleysi. Oftar en ekki hafðir þú meiri áhyggjur af okk- ur sem næst þér stóðum en af sjálfri þér, sem þó þurftir að ganga í gegn- um allar meðferðirnar. Vissulega voru margar góðar stundir sem við áttum á þessari leið. Ferðalög til Amsterdam, Glasgow, Vestfjarðaferðin með fjölskyldunni, fjöldi samverustunda tvö saman eða í góðra vina hópi og að sjálfsögðu brúð- kaupsdagurinn okkar 13. desember sl., sama dag og Pavarotti gifti sig, eru meðal þeirra fjölmörgu stunda sem ég á til að ylja mér við á þessum erfiðu tímum. En eftir stendur hjá mér þakklæti fyrir þann tíma sem þú varst hluti af lífi mínu, því þó ekki væri það nærri eins lengi og ég hefði óskað, þá voru það forréttindi að fá þó þessi rúmu 9 ár. Þó ár og fjarlægð skilji okkur að og engin geti komið í þinn stað mun samt minningin þín lifa á meðan lifi ég, á meðan lifi ég. Og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Ég elska þig Ásta Sylvía og mun varðveita minningu þína þar til við hittumst aftur. Hvíl í friði ástin mín. Þinn, Kristján Örn. Það duldist engum þegar Kristján Örn frændi minn kynnti okkur fyrir unnustu sinni Ástu Sylvíu að þar fór samstætt par. Bæði voru á sama aldri og í sama námi en það var einmitt þar sem þau kynntust. Af þeim geislaði hamingja og gleði. Þau útskrifuðust síðan sem geislafræðingar á svipuð- um tíma og hófu störf við fag sitt. Ásta reyndist við nánari kynni afar viðfelldin og í reynd hvers manns hugljúfi. Hún átti auðvelt með að kynnast fólki og þar sem fjölskyldan hittist varð hún oft miðpunktur sem hélt uppi fjörugum samræðum um menn og málefni. Það var sumarið 1999 sem fjöl- skyldan kom einu sinni sem oftar saman. Tilefnið var 4 ára afmæli Em- ilíu Rúnar dóttur Önnu Margrétar og Brands í Galtalindinni. Af Ástu og Kristjáni geislaði hamingjan á þess- um sólríka júlídegi. Við vissum ekki þá hve fljótt drægi ský fyrir sólu hjá þeim og reyndar okkur öllum. Það kom sem reiðarslag þegar við fréttum aðeins mánuði seinna að Ásta hefði greinst með krabbamein og bar- áttan framundan yrði hörð ef takast ætti að vinna bug á vágestinum. Þá baráttu tók Ásta upp af einstöku hug- rekki og var rækilega studd af Krist- jáni sínum sem stóð alla tíð sem klett- ur við hlið hennar í þessari erfiðu baráttu. Það er aðdáunarvert hve þau sýndu mikið æðruleysi og samstöðu á þessum tíma. Þegar fjölskyldan kom saman og Ásta hafði heilsu til að vera með var ekki bilbug á henni að finna. Hún varð alltaf miðpunktur samræðna og gleði. Sérstaklega er mér minnisstætt hve vel hún bar sig þegar fjölskyldan kom saman eins og venjan er í laufa- brauðsgerð á Rauðalæknum fyrir jól- in í hitteðfyrra. Hennar var því sárt saknað um síðustu jól en þá leyfðu kraftar hennar ekki að vera með. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Það er huggun harmi gegn að vita að góður guð al- faðir tekur á móti Ástu en eigi að síð- ur er söknuður vina og ástvina mikill. Megi góður guð styrkja okkur á þess- ari kveðjustund. Kæri Kristján Örn, ég og fjöl- skylda mín vottum þér, foreldrum Ástu, systrum, Þóru systur minni og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Kristjana Emilía Kristjánsdóttir Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Elsku Ásta. Nú hefur þú fengið hvíld og náð frá þeim þrautum sem lagðar voru á þig síðustu árin. Þú tókst á þínum örlögum á alveg einstakan hátt, þú sást alltaf jákvæðu hliðarnar og reyndir að gera gott úr hlutunum. Þú varst alltaf þakklát fyr- ir það sem aðrir gerðu fyrir þig, þú kunnir bæði að þiggja og veita. Þú hafðir þann eiginleika að vera alltaf hugsa um aðra, hafðir alltaf áhuga á því sem var að gerast hjá öðrum, sama hversu léttvægt það var miðað við það sem þú sjálf varst að ganga í gegnum. Frá fyrstu tíð varstu sólargeisli sem skein skært, þú varst glaðleg og brosmild og margir löðuðust að þér. Þú varst metnaðarfull, þú lagðir mik- inn metnað í það sem þú tókst þér fyr- ir hendur bæði hvað varðaði störf og áhugamál. Þú hafðir mikla ánægju af félagslífi og þú eignaðist marga vini, en þú áttir alltaf líka tíma fyrir okkur. Þú varst alltaf tilbúin að bralla ein- hver prakkarastrik þegar færi gafst og kringum þig ríkti oft gleði og kát- ína. Auðvitað körpuðum við stundum þegar við vorum yngri en oftast var gott samkomuleg á milli okkar og eft- ir því sem við urðum eldri áttum við margar mjög góðar stundir saman. Þú vildir vera besta frænka þegar við fórum að eignast börn og það varstu svo sannarlega þrátt fyrir mik- il veikindi. Þú elskaðir börnin okkar eins og þau væru þín eigin börn. Þeg- ar Lala (Andrew) verður næst á ferð- inni mun hann ekki fá að sitja með Pó (Ástu) við að horfa á Stubbastund og tvær litlar nöfnur þínar fá ekki að senda þér fleiri bros eða sitja í fang- inu hjá þér. Tveir litlir strákar fá ekki að fara með þig í bæjarferðir til að sýna þér hvað þeim þykir spennandi eða fara með bækur og dót upp í rúm til þín fyrir spjall og Lokasögur. Samband okkar systranna var náið og við áttum svo ótal margar góðar stundir saman í gegnum árin og það erum við svo sannarlega þakklátar fyrir. Missir okkar er mikill og við sitjum eftir í tóminu. Við kveðjum þig nú með sorg í hjarta, megi Guð vera með þér. Elsku mamma, pabbi og Kristján, megi Guð gefa ykkur styrk. Alma og Emma. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Í dag fylgjum við til hinstu hvílu vinkonu okkar Ástu Sylvíu Björns- dóttur. Ástu kynntumst við hjónin 1994 þegar hún og Kristján fóru að vera saman. Við fyrstu kynni fundum við að Ásta var ákaflega þroskuð og vel gefin og við nánari kynni kom í ljós hvað hún var vel að sér á mörgum sviðum. Hún kom manni endalaust á óvart. Hún söng, talaði tælensku, vann að kjaramálum fyrir sitt félag og einnig sáum við hana á leiksviði, í að- alhlutverki, á árshátíð Landspítalans. Í byrjun sumars 1999 var margt skemmtilegt á döfinni hjá Ástu og Kristjáni. Stórar stundir framundan og mikil hamingja. Það var gríðarlegt áfall þegar Ásta veiktist síðsumars og mikið baráttuskeið hófst. Það var í senn sárt og lærdómsríkt að fylgjast með baráttu hennar. Hún kom svo miklu í verk með lífsviljann að vopni, umvafin stuðningi og kærleika fjöl- skyldunnar. Oft höfum við spurt okkur hvernig Ásta gat sýnt svo mikið hugrekki, svo mikið æðruleysi og þessa jákvæðni. Jafnoft er þeirri spurningu ósvarað. Aðdáun okkar á Ástu Sylvíu og henn- ar nánustu er mikil og djúpstæð. Ásta hafði ríka samkennd með náunganum og fylgdist t.d. vel með heilsufarinu þegar yngsta dóttirin var á leiðinni í heiminn. Hún kom m.a. færandi hendi með krem og blóm, þó var hún svo veik sjálf. Þetta bar stór- mennsku hennar vitni. Ásta var trún- aðarvinur og guðmóðir yngstu dóttur okkar. Við teljum okkur vita að um- hyggja hennar fyrir okkur breytist ekki þrátt fyrir ný heimkynni. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Ástu Sylvíu Björns- dóttur, hennar er sárt saknað. Kristján, Oddný, Björn, Emma og Alma. Við biðjum góðan Guð að hjálpa ykkur á þessum erfiðu tímum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Björg og Orri. Kveðja frá starfsfólki röntgendeildar Landspítala við Hringbraut Í dag er til grafar borin Ásta Sylvía Björnsdóttir geislafræðingur. Enn einu sinni erum við harkalega minnt á að dvölin okkar hér er ekki löng og á margan hátt tilviljunar- kennd. Ásta Sylvía kom fyrst til okkar á röntgendeild Landspítalans við Hringbraut sem nemi í geislafræði og valdi síðar röntgendeildina sem starfsvettvang. Ásta var lífsglöð ung kona sem bauð af sér góðan þokka. Hún var góður samstarfsmaður og hafði mik- inn metnað fyrir starfi sínu og starfs- vettvangi. Hún var hlý persóna, um- vafin fjölskyldukærleika og stolt af sínum uppruna á Sauðárkróki og minntist oft á fjölskylduna sem hún dvaldi hjá í eitt ár sem skiptinemi. Við fylgdumst með þegar hún og Kristján voru að rugla saman reytum og síðar að stofna sitt heimili í Eskihlíðinni full af framtíðardraumum og bjartsýni. Ásta veiktist skyndilega á miðjum vinnudegi á verslunarmannahelgi fyr- ir tæpum fimm árum. Fyrstu rann- sóknir bentu til alvarlegra veikinda og þetta var síðasti vinnudagur Ástu. Fyrir unga konu í Ástu sporum var þetta mikið áfall. Veikindin kostuðu strax fórnir og hafa verið löng og hörð en Ásta hefur sýnt okkur alla sína sterkustu eiginleika, ótrúlegan styrk, baráttugleði og skapgerðarfestu, sem við samstarfsfólk hennar dáðum hana fyrir. Hver samverustund gat verið okkur eins og að kveðja í hinsta sinn en Ásta Sylvía hélt sínu striki. Í dag erum við hljóð og minnumst hennar með virðingu. Við sendum Kristjáni, foreldrum Ástu, og systkinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólafur Kjartansson. Starfsfélagi okkar Ásta Sylvía Björnsdóttir geislafræðingur lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks hinn 3. mars síðastliðinn. Hún greindist með krabbamein í byrjun ágúst árið 1999. Frá þeim tíma höfum við fylgst með hetjulegri baráttu hennar og dáðst að stuðningi Kristjáns eigin- manns hennar, ættingja og vina. Ásta Sylvía þráði lífið og barðist fyrir því. Hún var sterk, dugleg og ákveðin í að sigra í þessari baráttu. Kjarkurinn var óbilandi og alltaf var stutt í brosið. Kæri Kristján, ættingjar og vinir. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og viljum með þess- um ljóðlínum þakka Ástu Sylvíu fyrir samfylgdina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Geislafræðingar á röntgen- deild LSH við Hringbraut. Elsku Ásta mín. Mig langaði til að kveðja þig með nokkrum orðum þar sem ég hef ekki möguleika á því að fylgja þér. Ég er glöð yfir því að við gátum hist, við röntgenstelpurnar, áður en þú fórst í jólafrí norður til foreldra þinna og ég dáðist af því hversu já- kvæð og glöð þú varst þrátt fyrir veikindi þín. Þú ert hörkutól og sýnir okkur hinum með þínum styrk að smávægilegir hlutir sem eru truflandi í hversdagsleikanum eru ekkert til að hafa áhyggjur af, bara hlutir sem við leysum frá degi til dags. Ég er í raun glöð yfir að baráttu þinni er lokið eftir langan og strangan sjúkdómsferil, þó að það sé sárt að sjá þig fara, og að þú fáir að hvílast og njóta þín á þeim góða stað þar sem þú ert núna. Þú hefur sett mark þitt í líf mitt og þær stundir sem við höfum haft saman bæði í gegnum geisla- fræðinganámið og þær fáu en góðu stundir eftir það. Ég veit að við munum öll sakna þín alveg óskaplega mikið og ég mun aldrei gleyma þér. Megi guð gefa elsku Kristjáni, for- eldrum, systrum og þeirra fjölskyld- um styrk í sorginni. Hvíl í friði. Eva Sigurðardóttir, Sönderborg, Danmörku. Þá hefur Ásta loksins fengið hvíld- ina eftir langa og mjög erfiða sjúk- dómsbaráttu sl. ár. Það var sama hvað hún gekk í gegnum í sínum veikindum, alltaf var hún jákvæð og baráttuviljinn ólýsan- legur. Ásta talaði mjög opinskátt um veikindi sín, það gerði henni gott. En mikið hef ég oft hugsað hversu lífið ÁSTA SYLVÍA BJÖRNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.