Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 56

Morgunblaðið - 20.03.2004, Síða 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, HILDAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Lundi, Varmahlíð, Skagafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sunnuhlíðar. Sigurpáll Árnason, Kristján Páll Sigurpálsson, Sigríður Halldórsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Kolbrún Sigurpálsdóttir, Freysteinn Sigurðsson, Sigurlaug Sigurpálsdóttir, Sigurjón P. Stefánsson, Árni Baldvin Sigurpálsson, Harpa Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega, EDDA SNORRADÓTTIR, Elisesvei 13, Sandefjord, Noregi, andaðist mánudaginn 15. mars sl. Edda verður jarðsungin frá Sandefjord þriðju- daginn 23. mars nk. kl. 13.00. Anne-Berit Pedersen, Snorri Leifsson, Arnar Snorrason, Þórunn Óskarsdóttir og fjölskyldur í Noregi og á Íslandi. Ástkær amma mín og langamma, SOLVEIG BÚADÓTTIR, lést sunnudaginn 14. mars. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Droplaugar- staða fyrir góða umönnun. Solveig Erna Jónsdóttir, Þorsteinn Högni Gunnarsson, barnabarnabarn, aðrir aðstandendur og vinir. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og lang- afi, ELÍ RÓSINKAR JÓHANNESSON húsasmíðameistari, síðast til heimilis á Álfhólsvegi 151, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni fimmtudagsins 18. mars. Gunnar Stefán Elíson, Kristín Elídóttir, Þórir Þórarinsson, Agnes Elídóttir, Málfríður Elídóttir, Víðir Þormar Guðjónsson, Kristbjörg Elídóttir, Sigurjón Guðmundsson, Steindór Jóhannes Elíson, Valgerður G. Guðgeirsdóttir, afa- og langafabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, ÞRÁINN SIGURÐSSON frá Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 18. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Þráinsdóttir, Ottar Storheim, Edda Þráinsdóttir, Bragi Þorbergsson, Ólöf Þráinsdóttir, John Allwood, Þráinn Ólafur Jensson, Sigríður Hauksdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Húnbogi Þor-leifsson fæddist á Svínhólum í Bæj- arhreppi í Lóni í Austur-Skaftafells- sýslu 28. október 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. mars síðastliðinn. For- eldrar Húnboga voru hjónin Þorleif- ur Bjarnason bóndi á Svínhólum, f. 7. október 1880, d. 21. október 1950, og Ragnhildur Guð- mundsdóttir ljósmóðir í Lóni, f. 10. desember 1879, d. 11. desem- ber 1962. Hálfsystir Húnboga, samfeðra, var Sólveig, f. 13. nóv- ember 1901, d. 8. mars 1945, gift Halldóri Árnasyni útgerðarmanni á Eskifirði, f. 11. apríl 1887, d. 16. mars 1953. Alsystkini Húnboga eru Guðrún húsmóðir í Reykjavík, f. 19. nóvember 1907, d. 26. mars 1986, gift Skúla Sigurjónssyni, f. 2. maí 1904, d. 8. febrúar 1973; Inga, f. 31. desember 1908, d. 31. júlí 2000, bjó í Vík í Lóni, maður hennar var Gunnar Sigursveins- son bóndi, f. 25. júlí 1904, d. 5. júní 1963; Gróa Halldóra, f. 9. október 1910, d. 27. júlí 1952, bjó á Eski- firði, var gift Guðna Sigurði Gestssyni sjómanni, f. 17. mars 1902, d. 10. janúar 1976; Guð- mundur fyrrverandi verkamaður á Höfn í Hornafirði, f. 8. ágúst 1915, kvæntur Hjöltu Júlíusdótt- ur, f. 13. nóvember 1918, d. 5. september 2002; og Sigurbjörg, f. son, starfsmannastjóri Íslenskra aðalverktaka hf., f. 20. október 1955, þau eru búsett í Njarðvík og eiga þrjá syni; Sólrún María fisk- iðnaðarmaður, f. 13. júlí 1958, maður hennar Skúli Ragnar Jó- hannsson verkamaður, f. 18. nóv- ember 1952, þau eru búsett í Sandgerði og eiga þrjú börn; og Ásgeir, húsasmiður og verkstæð- isformaður snjóruðningsdeildar Slökkviliðsins á Keflavíkurflug- velli, f. 18. mars 1960, kona hans Guðbjörg Ásbjörnsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Kaffitári, f. 11. nóv- ember 1962, þau eru búsett í Njarðvík og eiga þrjú börn. Fóst- urdóttir Húnboga er Hannveig Valtýsdóttir leikskólakennari, f. 4. nóvember 1945, maður hennar Páll Hlöðvesson skipatæknifræð- ingur, f. 27. mars 1945, þau eru búsett á Akureyri og eiga fjögur börn. Húnbogi ólst upp í foreldrahús- um. Um tvítugsaldur fór hann til sjós og var þá á bátum frá Horna- firði og síðan á vertíðum í Vest- mannaeyjum. Hann var svo við nám í Bændaskólanum á Hvann- eyri og lauk þaðan prófi 1943. Eft- ir það fór Húnbogi til Reykjavíkur og hóf þar nám við Iðnskólann 1947 en hann lauk húsasmíðanámi 1949 og öðlaðist síðan meistara- réttindi 1953. Húnbogi stundaði síðan húsasmíðar í Keflavík, Njarðvík og Sandgerði en einkum á Keflavíkurflugvelli hjá Íslensk- um aðalverktökum. Hann hóf störf hjá Sameinuðum verktökum 1951 og starfaði síðan hjá Íslensk- um aðalverktökum allt til ársins 1992. Húnbogi bjó í Sandgerði frá 1951 en hefur svo búið í Njarðvík- um frá 1963. Húnbogi verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 5. október 1918, bú- sett á Höfn, gift Hann- esi Erasmussyni fyrr- verandi kjötvinnslu- manni við Kaupfélag- ið á Höfn, f. 13. mars 1915. Fósturbróðir Húnboga er Ásgeir Júlíusson, f. 31. októ- ber 1926, hann býr á Svínhólum. Eiginkona Húnboga er Einarína Jóna hús- móðir, f. 27. febrúar 1923. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Ein- arsson verkstjóri í Sandgerði, f. 8. nóvember 1878, d. 26. febrúar 1963, og Guðrún Sig- ríður Jónsdóttir, f. 27. september 1889, d. 17. október 1980, ættuð úr Vestur-Skaftafellssýslu. Börn Húnboga og Einarínu eru: Ragn- hildur Margrét, skrifstofumaður hjá Rarik, f. 15. ágúst 1950, maður hennar Karl Tryggvason bílstjóri, f. 17. febrúar 1947, þau eru búsett á Blönduósi og eiga þrjú börn; Ás- laug, skrifstofumaður hjá Íslensk- um aðalverktökum hf., f. 28. sept- ember 1951, hún á einn son; Þorleifur Sigurjón, húsasmiður hjá Íslenskum aðalverktökum hf., f. 16. nóvember 1953; Guðný, skrifstofumaður hjá Reykjanesbæ, f. 11. maí 1955, búsett í Keflavík, maður hennar var Þórður Krist- inn Magnússon skipasmiður, f. 21. desember 1951, þau slitu samvist- um, þau eiga fimm börn; Halldóra, skrifstofumaður hjá Íslenskum að- alverktökum hf., f. 12. apríl 1956, maður hennar Árni Ingi Stefáns- Elsku pabbi. Þú veiktist daginn fyrir afmælið hennar mömmu og þurftir að fara á sjúkrahús. Við báðum Guð um að þú færir ekki frá okkur svo snöggt því það átti að vera brúðkaup í fjöl- skyldunni. Þú varst sterkur, það varst þú sem gerðir að gamni þínu á sjúkra- beði þínum, minntir okkur á hlaup- ársdaginn og fórst með tilheyrandi vísu þar um. Elsku pabbi, þú ólst upp í stórum systkinahópi, þú fórst að heiman í bændaskólann á Hvanneyri, þá fullur áhuga á bú- störfum, og varst þar 1941–1943. Ekki snerir þú aftur heim í sveitina þína, heldur fórstu að læra húsa- smíði í Reykjavík. Það var þá sem þú hittir unga blómarós frá Sand- gerði og féllst kylliflatur fyrir henni. Hún átti dóttur sem þú gekkst í föðurstað, þið fluttust til Sandgerðis og byggðuð ykkur hús við Uppsalaveg þar sem börnin ykkar fæddust og ólust upp. Þú, elsku pabbi, varst ósérhlífinn og vinnusamur, þurftir að vinna myrkranna á milli til þess að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Oft komum við til þín í vinnuna til þess að hitta þig og alltaf máttir þú vera að því að leggja frá þér hamar eða sög til þess að ræða við okkur stundarkorn. Þú studdir okkur með ráðum og dáð, hjálpaðir okkur við að koma þaki yfir höfuðið, sem verður seint þakkað. Elsku pabbi, þú barst þínar til- finningar ekki á torg, varst með þykkan skráp, en allir sem þekktu þig og heyrðu þig tala við lítil börn vissu hvern mann þú hafðir að geyma. HÚNBOGI ÞORLEIFSSON ✝ Björg Beinteins-dóttir fæddist í Grafardal 5. maí 1914 (15. apríl í kirkjubókum). Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Beinteinn Ein- arsson frá Stóra- Botni og Helga Pét- ursdóttir frá Drag- hálsi. Systkini Bjargar voru: Georg Pétur, Halldóra, Einar, Sigríður, Guðný, Ingibjörg og Sveinbjörn. Eru þau öll látin nema Sigríður. Björg var ógift og barnlaus en lætur eftir sig fóst- urson, Grétar Páls- son. f. 9. janúar 1959. Björg vann víða á veitingahúsum, hót- elum og heimavist- arskólum og um nokkurt skeið vann hún við saumaskap hjá fyrirtækinu Magna í Hvera- gerði. Hún var einn vetur á héraðsskól- anum að Reykholti. Jarðarför Bjargar verður gerð frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bagga eins og hún var alltaf köll- uð af vinum og vandamönnum lifði langa ævi. Hún var ekki fyrirferð- armikil enda lágvaxin og fíngerð en þeir sem kynntust henni mundu eft- ir henni því hún var sterkur per- sónuleiki og átti það til að segja skoðun sína hvassri röddu hver sem í hlut átti. Ekki eignaðist hún þó óvildarmenn, kannski var hún frek- ar tekin sem svolítið skrýtin mann- eskja en fasið og framkoman var þannig að engum duldist að hún var traust og heilsteypt og að það sem hún sagði var ekki mælt af illvilja eða framagirni heldur var hún að tjá það sem var hennar sannfæring. Hún ólst upp í stórum systkina- hópi þar sem tungumálin og leikni í meðferð þess virtist flestum þeirra sérlega í blóð borin. Eftir mörg systkinanna hafa komið út bækur, bæði ljóð og óbundið mál. Bagga sinnti ekki ljóðagerð þótt hún hefði gaman af ljóðum en hún var eftirsóttur starfskraftur og kunni samvinnu sem er svo mikil- væg á þeim stöðum sem hún valdi sem sinn starfsvettvang, í veitinga- rekstri. Árum saman vann hún í skíðaskálanum í Hveradölum, sem var þá erilsamur staður, og mátti starfsfólk leggja nótt við dag þegar straumurinn var mestur. Það var sammerkt þeim stað og öðrum slík- um á þeim árum að engin upp- þvottavél var til. Og hlaupin með hráefni í matinn sem þurfti að geyma í ýmsum kældum kompum þættu gjörsamlega óboðleg nútíma veitingastöðum. Þarna gilti að allir legðust á eitt svo gestirinir færu ánægðir og hvert hjól varð að snúast rétt. Bagga kunni vel við þennan vinnumáta og vinnuhraða og skilaði vel sínu. Hún vann á mörgum fleiri stöð- um, sumarhótelum, matstofu Nátt- úrulækningafélagsins og víðar en var líka mikið viðloðandi æskustöðv- arnar í Borgarfirðinum og vann yf- irleitt einhvern smátíma á búi for- eldra sinna hvert sumar um árabil. Seinna fór hún að vinna á Silunga- polli sem þá var heimili fyrir börn sem þurftu að dvelja fjarri heimili sínu um stundarsakir. Hún kunni vel við það umhverfi sem vera barnanna mótaði og svo fór að hún fékk að ættleiða lítinn glókoll, Grét- ar Pálsson. Þau bjuggu lengi í Hveragerði, um tíma á Draghálsi og víðar en lengst af í Reykjavík. Grét- ar lærði til matsveins og naut við námið handleiðslu fósturmóðurinnar sem hafði tröllatrú á námi og að lesa og fræðast. Grétar var síðan um nokkurra ára skeið matsveinn á millilandaskipum en heilsa hans brast svo hann varð að fara í land. Síðustu árin urðu Böggu að mörgu leyti erfið og andstæð en hún var afar seig og þrautseig og trúði stöðugt á að gæfan myndi að lokum snúast sér í hag. Hún fékk nokkur heilablóðföll sem skertu getu henn- ar og naut síðustu tvö árin aðhlynn- ingar í Sóltúni og eru starfsfólki þar sendar kærar kveðjur fyrir sérlega natna og hlýlega umönnun hennar. Þóra Elfa Björnsson. BJÖRG BEINTEINSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.