Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 57

Morgunblaðið - 20.03.2004, Page 57
Aldrei heyrðum við þig kvarta, þú varst ekki allra, sumir hræddust þig, þú talaðir hátt og margir héldu að þú værir reiður. Fólk hræddist hreinskilni þína, sum okkar erfðu þessa eiginleika. Kærar þakkir fyrir að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur. Elsku mamma, þú ert einn hlekk- urinn í keðjunni, stoð okkar og stytta. Ástarkveðja, börnin þín. Elsku afi, þá er þinn dagur að kveldi kominn. Tilfinningarnar eru blendnar, söknuður í bland við gleði yfir því að þú þurftir ekki að dvelja lengi á sjúkrahúsi, ég gat ekki hugs- að mér að sjá þig þurfa að vera öðr- um háður. Það er margt sem rennur í gegnum hugann á kveðjustund. Sumrin sem ég var hjá ykkur ömmu, alltaf keyptir þú appelsínu- kassa þegar ég kom og þegar hann var búinn gat ég farið að fara. Eitt kvöldið varst þú búinn að fá þér að- eins í glas og fórst út, ég vildi fá að koma með þér, þá sagðistu vera að fara á kvennafar. Ég var alveg stór hneyksluð en frétti svo daginn eftir að þú hefðir bara labbað til Áslaug- ar. Það eru ófáar kókflöskurnar sem þú hefur gefið barnabörnunum í gegnum tíðina,en ég held þú hafir aldrei vitað að ég drakk bara kók hjá þér. Þú varst ekki veisluglaður maður og fannst engin ástæða til að fagna afmælisdögum þínum, einum var þó vel fagnað, þegar þú varðst 75 ára fóruð þið amma með börnum og tengdabörnum út að borða og í leikhús, ég fékk að koma með og er það mér ógleymanlegt. Þér féll iðjuleysi illa og þegar þú hættir loksins að vinna haslaðir þú þér völl í eldhúsinu, það eru ófáar pönnukökurnar sem þú hefur bakað ofan í mannskapinn á sunnudags- morgnum. Í síðasta sinn sem ég talaði við þig áður en þú veiktist hringdi ég til að segja ykkur ömmu frá nafninu hans Auðuns en ég var ekkert að segja þér að seinna nafnið kæmi svo í ljós við skírnina, þér fannst algjör óþarfi að skíra börnin tveimur nöfnum hvað þá að nota þau bæði eins og við gerum. Það sem stendur þó upp úr þegar ég hugsa til ykkar ömmu í Hólagöt- una er hvað ég er heppin að vera hluti af þessari stóru fjölskyldu, samheldnin er mikil og gaman þegar við erum saman. Krakkarnir mínir eru alltaf að spyrja hvenær við get- um farið aftur á Snæfellsnes þar sem við hittumst í fyrra, þar skemmtu sér allir saman án nokkurs kynslóðabils. Elsku afi takk fyrir allt. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Katrín. Elsku afi. Mínar fyrstu minningar um þig eru þegar við systkinin komum í heimsókn norðan úr landi og þú tókst á móti okkur með opinn faðm- inn og sagðir: „Eruð þið komin elsku börnin mín, elsku hjartans gullin hans afa síns, hvað má bjóða ykk- ur?“ Þessi orð hljóma í huga mér þegar ég hugsa um þig. Hvað þú gast verið elskulegur hafði engin takmörk og alltaf þurfti maður að vera að borða. En þú hafðir líka á þér hrjúfa hlið og með þinni kraft- miklu rödd gastu talað hátt. Ég man til dæmis að mér fannst alltaf óþægilegt að fara með þér út í búð þegar ég var yngri að kaupa í mat- inn því ef þér mislíkaði þá vissu það allir í búðinni. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að ég lærði að meta þennan kost og dáðist að því hvað þú stóðst alltaf fastur á þínu og lést ekki segja þér fyrir verkum. Þið amma hafið alltaf reynst mér vel og dvaldi ég oft sumarlangt hjá ykkur þegar ég var barn og svo aft- ur í fjóra vetur meðan ég var að taka stúdentsprófið í Keflavík. Hjá ykkur fékk ég kjarngóðan íslenskan mat sem alltaf var tilbúinn á réttum tíma og pönnukökuilmurinn á sunnudagsmorgnum kl. sjö varð til þess að sjaldan var sofið frameftir þá morgna. Þú áttir góðan systkinahóp og langaði mig til að vita hvort þau væru eins og þú og dag einn fyrir fimm árum bankaði ég upp á hjá systur þinni fyrir austan og kynnti mig. Hún tók mér opnum örmum með fádæma gestrisni eins og allt þitt fólk er. Þið amma áttuð miklu barnaláni að fagna og barnabarna- börnunum fjölgar stöðugt. Dugnað- ur var þitt aðalsmerki og þú vannst erfiðisvinnu fram til 80 ára aldurs. Elsku afi, þú ert fyrirmynd okkar allra. Vonandi hittumst við aftur. Elsku amma, Guð styrki þig í missi þínum. Gyða S. Karlsdóttir. Jæja afi minn. Þá skilur leiðir í bili. Ég vil þakka þér öll þau ár sem við áttum saman, sem urðu nú ansi mörg þó svo að þú hafir verið um sextugt þegar ég fæddist. Þú varst mér alltaf fyr- irmynd um hvernig á að takast á við lífið og dugnaður þinn hefur verið mér hvatning enda varstu rétt orð- inn áttræður þegar þú hættir að vinna. Það sem ég hlakkaði alltaf mest til á jólunum var þegar þú fórst með mig í bókabúðina á Þorláksmessu og við keyptum allar teiknimyndabæk- urnar sem komu út um árið, ég náði nú alltaf að lesa þær allar uppi í rúminu þínu áður en jólin gengu í garð. Þú varst alltaf svo gjafmildur og enginn komst upp með það að koma í heimsókn án þess að fá sér eitthvað í gogginn. Við fórum svo stundum saman út í skúr og þú gafst mér litla kók í gleri og negldir nagla í gegnum tappann. Við áttum saman góðar stundir og það sem ég þakka einna mest fyrir er að hafa fengið að vera handlang- arinn þinn í smíðunum í Helguvík á sumrin og jólin, áður en ég hafði aldur til að fara upp á völl. Þar kenndir þú mér vinnusemi og dugn- að sem ég kem til með að búa að, þó svo að ég hafi ekki haldið áfram í smíðunum. Þú varst og verður alltaf mitt leið- arljós í gegnum lífið, blessuð sé minning þín. Ragnar. Þótt löngu séu liðnir hjá þeir ljúfu fögru morgnar þá birtir yfir öldungs brá er óma raddir fornar. Hver endurminning er svo hlý að yljar köldu hjarta, hver saga forn er saga ný um sólskinsdaga bjarta. (Átthagaljóð.) Ofanskráðar ljóðlínur koma í hug- ann við fréttir um andlát Húnboga Þorleifssonar eða Boga í Svínhólum, eins og við sveitungarnir í Lóni nefndum hann. Eftir langan og far- sælan ævidag auðnaðist honum að kveðja á sama hátt og hann hafði lif- að – með skjótum hætti án lang- dregins aðdraganda. Hann var þeirrar gerðar að gera allt fljótt. Milli nágrannabæjanna Reyðarár og Svínhóla í Lóni austur var mikill samgangur frá því að ég man fyrst til mín á þriðja áratug nýliðinnar aldar þótt spölurinn væri æði drjúg- ur og samgöngutækin oftast tveir jafnfljótir eða þarfasti þjónninn þeg- ar best lét. Við krakkarnir á Reyð- ará vorum ekki há í loftinu þegar við vorum sjálfkjörin í sendiferðir milli bæjanna og meira en fús til farar því sannarlega áttum við góðu að mæta hjá ljósu okkar Ragnhildi Guð- mundsdóttur móður Boga og öllu því góða fólki sem þá bjó í tvíbýli í Svín- hólum. Eins og önnur sveitabörn vorum við í hlutverki hesta- og kúasmala og stundum höfðu skepnurnar fundið upp á þeirri tilbreytingu að skreppa í heimsókn til Svínhólakúnna og -hestanna alla leið austur í Svínhóla- land, sem þýddi töluvert lengri göngu og stundum umtalsverða erf- iðleika. Við Siggi bróðir vorum hvort á sínu árinu og oftast tvö saman í þessum ferðum. Það var í einni slíkri að einhver galsi var í hestunum, þeir vildu hreint ekki skilja við vini sína sem þeir voru að heimsækja og eftir mikil hlaup austur um allt Svínhóla- land og árangurslausar tilraunir til að handsama eitthvert hrossið röltu tveir rislágir hestasmalar heim á Svínhólatún. Karlmenn voru þar að störfum við að hlaða fjárhústóft og þegar smalar höfðu skýrt frá vand- ræðum sínum og mælst til liðsinnis varð einum þeirra að orði að eig- inlega hefðu þeir nú öðru að sinna í dag en að eltast við hrossastóð! Ósköp varð nú hjartað lítið í hes- tasmölum, sem sáu fram á mikla sneypuför og óx í augum hin langa ganga heimleiðis. Þá gerist það að Bogi snarast ofan af tóftarveggnum, tekur beislin af öxlum hinna von- sviknu smalamanna og segir: „Farið þið nú bara heim í bæ krakkar mín- ir, þetta verður allt í lagi.“ Það stóðst á endum að þegar við höfðum setið góða stund í sóma og yfirlæti heima í bæ hjá ljósu, raðað í okkur góðgerðum og vorum endurnærð bæði á sál og líkama þeysti Bogi í hlað með alla hestana. Það var þá sem við Siggi bróðir tókum Boga í dýrðlingatölu og hefur hann átt þann sess í huga okkar æ síðan. Húnbogi Þorleifsson var afar heil- steypt og hreinlynd persóna, stund- um örlítið hrjúfur á ytra borðinu en undir skrápnum sló hlýtt hjarta. Í námi og starfi var hann afburðamað- ur sem lengi verður minnst. Við systkinin frá Reyðará þökkum Húnboga Þorleifssyni ógleymanlega samfylgd á æskuárum og biðjum honum allrar blessunar á nýjum brautum. Ástvinum hans sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Aðalheiður Geirsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 57 Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, TRAUSTI EYJÓLFSSON, Klettahrauni 17, Hafnarfirði, áður Miðbraut 28, Seltjarnarnesi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi mánu- daginn 15. mars, verður jarðsunginn frá Sel- tjarnarneskirkju mánudaginn 22. mars kl. 15.00. Guðrún Árnadóttir, Eyjólfur Jónsson, Selma H. Eyjólfsdóttir, Oddný Gréta Eyjólfsdóttir og frændsystkini. Systir okkar, ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Aðalstræti 47, Patreksfirði, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju í dag, laugardaginn 20. mars, kl. 14.00. Páll Jóhannesson, Friðrika Jóhannesdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, MAGNÚS GUNNARSSON, Frakkastíg 14, Reykjavík, lést á Landspítalanum föstudaginn 27. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýndan hlýhug. Hörður Magnússon, Elísabet Þorsteinsdóttir, Haraldur Magnússon, Ingibjörg Ingólfsdóttir, Gunnsteinn Gunnarsson, Agnes Engilbertsdóttir og barnabörn. ✝ Þorbjörg Jó-hannesdóttir fæddist í Litla-Laug- ardal í Tálknafirði hinn 2. nóvember 1905. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarðar 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Bjarni Friðriksson, bóndi og trésmiður, og kona hans, Guð- björg Vagnsdóttir húsmóðir. Systkini Þorbjarg- ar voru Vagn, f. 1903, Guðrún, f. 1904, Friðrik, f. 1906, Matthildur, f. 1908, Guðmundur, f. 1909, Guðjón, f. 1911, Kristján, f. 1912, og eftirlifandi systkini hennar eru Páll, f. 1915, og Friðrika, f. 1916. Þorbjörg ólst upp í Tálknafirði til 1921, þá fluttust foreldrar hennar til Patreksfjarðar. Þor- björg réðst sem vinnustúlka á heimili Ólafs Jó- hannessonar útgerð- armanns og konu hans frú Áróru Gunnarsdóttur, en árið 1930 fluttist hún til Akureyrar og vann á Hótel Gullfossi. Eftir það réðst hún til starfa á saumastofu Bern- harðs Laxdals og vann þar í 14 ár. Þorbjörg fluttist til Patreksfjarðar til að annast foreldra sína ásamt því að vinna í fiskvinnslu. Þorbjörg var ógift og barnlaus, en hélt ávallt heimili með Páli bróður sínum í Aðalstræti 47 á Patreksfirði allt til ársins 1994. Seinustu æviárin var hún vist- maður á Heilbrigðisstofnun Pat- reksfjarðar. Þorbjörg verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fegurð, bros og einlægni getur verið yfirskrift minningarorða um Þorbjörgu Jóhannesdóttur. Orð sem öll voru sönn í lífi hennar og urðu lif- andi og máttug með dagfari hennar og ljúfmennsku. Það var ætíð eitthvað töfrandi í bliki augna hennar og heillandi í skærum hlátri hennar. Ekki aðeins að hún stigi sérhvert skref lífsins með fágun og hógværð heldur líka það, að öll orð hennar og nærvera gerðu okk- ur sem nutum að betri manneskjum og þakklátari til lífsins gjafa. Obba frænka á Patró var í raun miklu meira en frænka. Hún var okk- ur í stórfjölskyldunni líka móðir og amma. Þannig var kærleikur hennar og góðvild. Þegar Obba og Palli, bróðir henn- ar, voru að koma í heimsókn norður á Akureyri, þá var ætíð hátíð. Í minn- ingunni eru þetta skemmtilegar stundir, sem lifa áfram. Og þannig var um allar heimsóknir hennar, hvar sem við bjuggum. Hún fylgdist með okkur öllum og gaf okkur líka að njóta af handverki sínu og smekkvísi. Obba bað aldrei um eitt eða neitt fyrir sig. En við þekkum öll hvernig við og aðrir báðum hana að koma og vera. Það gladdi okkur öll að mega njóta nærveru hennar, ekki síst á stórum stundum lífsins. Nálægð hennar var með þeim hætti að hún bar birtu lífsins með sér. Orð sem og hljómur raddar hennar var ætíð með mildi. Í dag þegar við kveðjum hana, þá býr þakklæti í hugum okkar allra. Hún kenndi okkur svo margt um feg- urð lífsins og gerði okkur öll að betri manneskjum. Hún hafði notið mikill- ar umhyggju á Sjúkrahúsinu á Pat- reksfirði og talaði um að hún væri ferðbúin, þegar rúmt ár vantaði upp á aldarafmæli hennar. Og við erum þess fullviss að heimkoma hennar verður björt í ríki Guðs. Systkinum hennar, Palla og Fíu, sendum við góð- ar kveðjur. Guð blessi minningu Obbu frænku. Unnur, Pálmi og fjölskylda. Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Einn er að kveðja, ljúka sinni ævi- göngu, annar að heilsa og hefja sína göngu. Eftir því sem við eldumst sjáum við á bak æ fleiri samferða- mönnum, þeirra sem mörkuðu spor í umhverfi okkar. Þannig er um móð- ursystur mína, Þorbjörgu Jóhannes- dóttur eða Obbu frænku eins og við kölluðum hana alltaf. Hún er nú kvödd á nítugasta og níunda aldurs- ári. Eftir verður einhver ljúfsár tregi þótt hægt sé að fagna því að langri vegferð sé lokið. Obba frænka var mikil hagleik- skona. Allt lék í höndum hennar, hvort heldur var matargerð, fata- saumur eða annars konar handa- vinna. Handbragðið alltaf jafn fallegt og verkin vel unnin. Ung fluttist hún til Akureyrar og bjó þar í mörg ár. Margar góðar minningar á ég frá þeim tíma. Það var alltaf jafn gaman þegar hún kom í heimsókn og þær systur voru saman. Milli Obbu og systra hennar ríkti allt- af mikill kærleikur og gleði. Á miðjum aldri fluttist Obba til Pat- reksfjarðar til að annast foreldra sína sem þá voru orðin aldurhnigin. Þetta lýsir Obbu frænku vel, alltaf var hún jafn fórnfús og gefandi. Löng og farsæl vegferð er að baki sem nú er ofin saman við sjóð minn- inga. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín frænka, Jóhanna María Pálmadóttir. ÞORBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.