Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 59
hvað hann var alltaf ljúfur og góður
við okkur.
Þær eru annars svo margar minn-
ingarnar okkar frá Syðri-Á. Þangað
höfum við komið á hverju einasta
sumri frá fæðingu. Varið lengri og
skemmri tíma á ættaróðalinu í sam-
býli við Nonna og Öbbu. Þessum
ferðum hefur fjölgað með tímanum
og nú er einnig farið norður um
páska, á haustin og jafnvel yfir ára-
mót. Það er eitthvað svo ótrúlega
sterkt sem tengir okkur við Kleif-
arnar. Nonni á stóran hlut í því. Og
við höldum áfram að venja komur
okkar á Syðri-Á því þar verður
Nonni frændi okkar alltaf nálægur.
Senn mun bjalla kveldsins kalla,
kyssir fjallablærinn rótt.
Degi hallar, daggir falla,
dreymir alla – góða nótt.
(Jón Árnason.)
Við biðjum góðan Guð að styrkja
elsku Öbbu okkar á þessum erfiðu
tímamótum. Hugur okkar er hjá
henni.
Árni Sigurður, Signý
og Helgi Þór.
Ég var aðeins nokkurra ára gam-
all þegar ég kynntist þeim Jóni og
Öbbu á Syðri-Á. Það leið ekki á löngu
þangað til að ég var orðinn eins kon-
ar heimalningur þar á bæ, enda varla
hægt að hugsa sér betra fólk og betri
stað fyrir strákpjakk sem var að
vaxa úr grasi.
Hjónin á Syðri-Á vildu allt fyrir
mig gera og dekruðu við mig eins og
um prins væri að ræða og aldrei kom
það til að mér leiddist. Ef þau höfðu
minnsta grun um að mér leiddist þá
var fundið upp á einhverju sem
gladdi strákinn. Jón fór ófáar sleða-
ferðirnar með mig, það var kallað að
fá sér „salibunu“. Kleifarnar og lífið
á Syðri-Á bauð upp á margt
skemmtilegt enda í nógu að snúast,
vitja um silunganet, hirða um búfén-
að, leika við hundana, brasa í vél-
unum, vélsleðaferðirnar og ekki síst
byssurnar en Jón átti margar byssur
sem ég gat horft á aðdáunaraugum
langtímum saman. Allt þetta og hið
fallega umhverfi gerði það að verk-
um að Kleifarnar voru í raun paradís
á jörðu. Vélsleða- og byssuáhuga
minn á ég Jóni að þakka.
En árin líða og eftir að ég fluttist
15 ára gamall til Akureyrar fækkaði
ferðunum á Kleifarnar en þó héldum
við sambandi og í nokkur skipti kom
ég með börnin mín á Kleifarnar og
ósjaldan hef ég sagt þeim frá Jóni og
Öbbu og því sem ég upplifði á
Syðri-Á.
Það var áfall þegar ég heyrði að
Jón ætti í baráttu við erfiðan sjúk-
dóm. Einhvern veginn hélt ég sjálf-
sagt að það breyttist ekkert á Kleif-
unum og að ég gæti alltaf komið
þangað og notið hlýjunnar þar. Nú
þegar komið er að kveðjustund vil ég
þakka Jóni fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman og ég bý
enn að.
Öbbu og aðstandendum votta ég
samúð mína. Kveðja,
Sigurður Bjarnason.
Þú hvarfst sem draumsjón
fyrir dagsins brá,
dimmir skuggar fylltu huga minn.
Þessar línur úr ljóði eftir Nonna
frænda eiga vel við og lýsa því hvern-
ig okkur líður. Það er mjög erfitt að
ætla að skrifa minningargrein um
Nonna frænda, þar sem dauða hans
bar fremur brátt að og við bjugg-
umst við að hann yrði með okkur
mun lengur þrátt fyrir veikindi hans.
Það var alltaf gott og gaman að
koma á Syðri-Á til Öbbu og Nonna,
þó svo að heimsóknirnar hafi ekki
verið jafn tíðar nú og þegar við vor-
um yngri. Þá fórum við nánast á
hverjum degi út á Kleifar og vorum
þar langt fram á kvöld. Hlustuðum
við á Nonna spila á píanóið og nikk-
una á meðan Abba spilaði við okkur.
Það skipti ekki máli hvenær við kom-
um, það var alltaf nægur tími til að
leika við okkur og snúast í kringum
okkur. Það var alveg sama hvort það
var vetur eða sumar, það var alltaf
nóg við að vera á Kleifunum. Sér-
staklega var gaman á veturna þegar
Nonni fór með okkur á vélsleðann.
Margar minningar koma upp í
hugann frá þessum tíma. Til dæmis
þegar Jóna var á sleðanum með
Nonna. Sleðinn hallaði örlítið og hún
hélt að þau myndu velta. Helgi sagði
að það mætti ekki segja mömmu og
pabba frá því, af því að þá fengi hún
aldrei að fara aftur á sleðann með
Nonna. Auðvitað var hann bara að
hræða en aldrei var sagt frá þessu
því það var svo gaman að fara eina
bunu upp á Hlass.
Helgi á Nonna að þakka að kunna
að keyra snjósleða þar sem það var
hann sem leyfði honum að keyra
fyrst, ekki nema átta ára gömlum.
Það voru farnir ófáir hringirnir á
túninu við Syðri-Á líkt og enn þann
dag í dag.
Þolinmæði Nonna í okkar garð var
hreint með ólíkindum, þar sem öll sú
vitleysa sem okkur datt í hug féll æv-
inlega í góðan jarðveg. Eitt sinn kom
Helgi t.d. með fimmtán gæsarunga
og ætlaði að verða gæsabóndi. Þegar
ekki voru nema tveir eftir í lok fyrsta
dags hjá gæsabóndanum, tóku þau
hjón við búskapnum og ólu þær upp.
Helga datt líka í hug að gerast skot-
veiðimaður og eyddi Nonni löngum
tíma í að kenna honum hvernig bera
ætti sig að við veiðarnar og smíða
alls kyns vopn sem virkuðu misvel.
Það var sama hvenær komið var í
Syðri-Á, alltaf var verið að spila og
syngja. Ætli það sé ekki óhætt að
þakka Nonna fyrir það hvað við höf-
um gaman af tónlist og að við skulum
geta haldið lagi. Það eru ótalmargar
góðar minningar um Nonna frænda
sem við geymum með okkur. Viljum
við þakka honum allar stundirnar og
allt það sem hann var okkur. Við eig-
um eftir að sakna hans mjög mikið
og það verður skrítið að hafa hann
ekki hjá okkur, þar sem hann var
okkur sem afi. Þá viljum við líka
þakka Öbbu allt og vottum henni
okkar innilegustu samúð.
Jóna Björg og Helgi Reynir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 59
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
Við þökkum af alhug fyrir hlýju og vinsemd við
andlát eiginmanns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
EGGERTS SIGURMUNDSSONAR
skipstjóra,
Sílatjörn 4,
Selfossi.
Sérstakar þakkir viljum við færa Guðrúnu
Gunnarsdóttur, forstöðukonu Dagvistar aldraðra, og starfsfólki Ljós-
heima, Selfossi, fyrir góða umönnun.
Unnur Benediktsdóttir,
synir og fjölskyldur þeirra.
Hlýjar þakkir og kveðjur til allra þeirra sem
heiðruðu minningu og önnuðust elskaða eigin-
konu, móður og systur okkar,
GERÐI EBBADÓTTUR
leikskólakennara og safnvörð,
Blönduhlíð 20,
Reykjavík.
Benedikt Óskar Sveinsson,
Sveinn Rúnar Benediktsson,
Bergur Ebbi Benediktsson,
Lind Ebbadóttir,
Sigurveig Ebbadóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
SIGURPÁLS AÐALGEIRSSONAR,
Baðsvöllum 19,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til Vigdísar Ámundardóttur.
Ólafur Sigurpálsson,
Rúnar Geir Sigurpálsson,
Ingunn Sigurpálsdóttir, Fernando Sabido,
Erla Sigurpálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við
andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
VIGDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
áður Austurgötu 7,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á elli- og
hjúkrunarheimilinu Sólvangi.
Jón Vignir Karlsson, Hjördís Edda Ingvarsdóttir,
Auðunn Karlsson, Þorbjörg Símonardóttir,
Níels Karlsson, Jóhanna Pétursdóttir,
Sigurður Karlsson, Jóhanna Sigríður Ingadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs föður míns, tengdaföður, afa og lang-
afa,
STEFÁNS B. ÓLAFSSONAR,
Ólafsvegi 2,
Ólafsfirði.
Sóley Stefánsdóttir, Guðmundur Oddsson,
Stefanía Guðmundsdóttir, Þorsteinn Geirsson,
Sigrún Guðmundsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Sunna Guðmundsdóttir, Ívar Sigurjónsson
og langafabörn.
Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem
auðsýndu hlýhug og samúð við andlát og
útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður
minnar og ömmu okkar,
SVÖVU JAKOBSDÓTTUR,
Einarsnesi 32,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Land-
spítala háskólasjúkrahúss, Fossvogi.
Jón Hnefill Aðalsteinsson,
Jakob S. Jónsson, Katja Öz,
Jón Hnefill Jakobsson,
Svava Jakobsdóttir,
Anton Freyr Jakobsson,
Ásta María Jakobsdóttir.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HOLGER P. GÍSLASON
rafvirkjameistari,
lést þriðjudaginn 16. mars.
Kveðjuathöfn fer fram frá Vídalínskirkju í
Garðabæ föstudaginn 26. mars kl. 13:30.
Jarðsett verður í Vík í Mýrdal.
Gísli Holgersson, Sæmundur Holgersson,
Ida Christiansen, Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Holger Gísli Gíslason, Pétur Snær Sæmundsson,
Sigríður Dóra Gísladóttir, Guðmundur Ágúst Sæmundsson,
Erik Hermann Gíslason, Holger Páll Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.