Morgunblaðið - 20.03.2004, Blaðsíða 63
EINNIG var haldin keppni fyrir
þá sem keppa í dansi með grunn-
aðferð. Alls voru skráð 114 pör til
keppni auk þess sem 62 pör úr hópi
byrjenda sýndu dans. Keppnin hófst
á keppni í yngstu flokkunum auk
þess sem sýningarhóparnir döns-
uðu. Síðan fór fram innmars með
fánahyllingu. Í setningarathöfninni
var höfð stutt minningarathöfn um
Jón Stefni Hilmarsson sem var
margfaldur Íslandsmeistari seniora
í samkvæmisdansi en hann lést 2.
mars.
Það voru fjórir aldurshópar sem
kepptu til Íslandsmeistaratitils í 10
dönsum en elsti hópurinn, hópur
seniora, keppti í hvorri greininni
fyrir sig.
Yngsti hópurinn sem keppti var
hópurinn unglingar I (12–13 ára).
Þau kepptu í 8 dönsum en döns-
unum fjölgar í 10 í næsta aldurs-
flokki fyrir ofan. Það var einungis
eitt par sem keppti í þessum flokki.
Það voru þau Magnús Arnar Kjart-
ansson og Ragna Björk Bernburg
frá Dansíþróttafélagi Kópavogs.
Þau eru bæði mjög efnilegir dans-
arar og dönsuðu vel. Í standard-
dönsunum eru þau með góða yf-
irferð og mjög mjúk. Mér fannst
þau stundum vera með haldið held-
ur hátt og það mest áberandi í vín-
arvalsi. Það er alltaf miður að hafa
ekki fleiri en eitt par í keppni. Þau
dönsuðu að vísu með eldri hópi en
þau vantaði samkeppnina. Vonandi
fjölgar í þessum hópi áður en langt
um líður.
Næsti hópur var hópur unglinga
II (14–15 ára). Þar voru skráð til
keppni átta pör. Í fyrsta sæti voru
þau Eyþór Smári Þórbjörnsson og
Hanna Rún Óladóttir frá Dans-
íþróttafélaginu Hvönn. Þau byrjuðu
að dansa saman á síðastliðnu ári og
virðast ætla að gera góða hluti. Mér
finnst þau reyndar vera sterkari í
standard-dönsunum. Þau hafa yfir-
vegaða áferð og ná að vinna vel
saman. Í suður-amerísku dönsunum
fannst mér þau vera búin að bæta
sig frá því að ég sá þau síðast. Ey-
þór þarf að klára betur hendur og
línur til þess að vera sterkari á gólf-
inu. Í öðru sæti voru þau Aðalsteinn
Kjartansson og Edda Guðrún Gísla-
dóttir frá Dansdeild ÍR. Öfugt við
sigurvegarana þá eru suður-amer-
ísku dansarnir þeirra sterkari grein.
Mér finnst vanta meiri samvinnu
hjá þeim í standard-dönsunum og
það myndast stundum of mikið bil á
milli þeirra. Í suður-amerísku döns-
unum hefur Aðalsteinn sér til tekna
að hann er með þeim stærstu á gólf-
inu og þroskaðastur í líkamsburði.
Þau mættu ákveðin til leiks og
sýndu meiri stjórn á dansinum en
þau hafa gert áður. Í þriðja sæti
höfnuðu Haukur Freyr Hafsteins-
son og Denise Margrét Yaghi frá
Dansíþróttafélaginu Hvönn. Þau
eru bæði mjög góðir dansarar. Þau
hafa bætt dansstöðuna í standard-
dönsunum frá því á síðasta móti.
Þau eru bæði lífleg á gólfinu og er
mikið „show“ í Hauki.
Nú var veittur í fyrsta sinn bikar
í flokki Unglinga II sem núverandi
heimsmeistarar atvinnumanna í 10
dönsum, þau Adam Reeve og Karen
Björk Björgvinsdóttir, gáfu. Þetta
er farandbikar sem keppt verður
um áfram.
Hópur ungmenna (16–18 ára)
keppti næst. Þar mættu til leiks
fjögur pör. Íslandsmeistarar í þess-
um flokki voru þau Jónatan Arnar
Örlygsson og Hólmfríður Björns-
dóttir frá Dansíþróttafélaginu Gull-
toppi. Mér fannst þau mjög örugg í
þessari keppni og dansa létt. Mér
finnst stundum að þau mættu gefa
sér meiri tíma til þess að klára línur
og hreyfingar betur og þá sérstak-
lega í suður-amerísku dönsunum. Í
öðru sæti voru þau Þorleifur Ein-
arsson og Ásta Bjarnadóttir frá
Dansdeild ÍR. Mér fannst þau
dansa suður-amerísku dansana
mjög vel eins og á síðasta móti
en það var eins og það vantaði
smá neista hjá þeim. Standard-
dansana dönsuðu þau ekki eins
vel og þá og fannst mér Þorleif-
ur fara svolítið í gamla farið
með danshaldið.
Í þriðja sæti voru þau
Björn Einar Björnsson
og Sóley Emilsdóttir
frá Dansíþróttafélaginu Hvönn.
Standard-dansarnir eru þeirra
sterkari grein. Björn Einar þarf að
klára vinduna í gegnum líkamann
betur með höfðinu og passa að opna
stöðuna ekki of mikið í „promen-
ade“-stöðu. Í suður-amerísku döns-
unum er Björn Einar mjög herra-
legur og sýnir mjög hreinar línur og
hreyfingar en þar vantar þau aðeins
uppá til að ná hinum pörunum sem
voru fyrir ofan þau.
Næstelsti hópurinn er flokkur
fullorðinna (19–35 ára). Í þeim
flokki geta ungmenni einnig keppt.
Það fór svo að þau tóku öll þátt í
þeirri keppni og við bætt-
ist eitt par, þau Ísak
Halldórsson Nguyen og
Helga Dögg Helgadóttir.
Þau fóru með sigur af hólmi.
Þau eru elst í hópnum og með
mikla reynslu að baki. Þau sýndu
mestan þroska í hreyfingum og
vinna vel saman. Þau hafa að
undanförnu dansað ýmist ein á
keppnum hér heima eða með
eitt par á móti sér. Því er ég
viss um að það hefur verið
skemmtilegt fyrir þau að
fá yngri pörin til keppni
á móti þeim og það
verið þeim hvatning á
gólfinu. Röðun hinna
paranna var síðan
eins og í þeirra
flokki.
Elsti flokkurinn
kallast seniorar
(35 ára og
eldri). Þar var
keppt í hvorri greininni fyrir sig. Í
standard-dönsum keppti eitt par,
þau Jón Eiríksson og Ragnhildur
Sandholt frá Dansíþróttafélaginu
Gulltoppi. Þau dönsuðu ein á gólfinu
og var þetta því meira danssýning
hjá þeim en keppni. Þau dönsuðu
ljómandi vel og eru greinilega í
góðu formi. Í suður-amerískum
dönsum bættust við tvö pör. Það
voru þau Haukur J. Eiríksson og
Lizy Steinsdóttir frá Dansíþrótta-
félagi Hafnarfjarðar og Eggert
Claessen og Sigrún Kjartansdóttir
frá Dansdeild ÍR. Sigurvegarar
voru þau Haukur og Lizy. Mér
fannst þau dansa betur en í síðustu
keppni og voru hreyfingar Hauks
mýkri og léttari en áður. Í öðru sæti
höfnuðu Eggert og Sigrún. Þau
dönsuðu af mikilli innlifun og sýndu
meira öryggi en þau hafa gert áður.
Það voru síðan Jón og Ragnhildur
sem enduðu í þriðja sæti í þessum
hópi. Þau skiluðu sínum dansi vel en
þau leggja meiri áherslu á standard-
dansana.
Mótið, sem fór fram um síðast-
liðna helgi, fór vel og hnökralaust
fram. Dómarar voru fimm og það
voru þau Wendy Herbert Riber frá
Noregi, Charles Flood frá Englandi,
Peter Grimm frá Þýskalandi, Gord-
an Darskovic frá Svíþjóð og Richard
Wiennecke frá Danmörku.
Vel heppnað dansmót í Höllinni
DANS
Laugardalshöll
ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í
10 DÖNSUM 2004
Íslandsmótið í 10 dönsum með frjálsri að-
ferð fór fram sunndaginn 14. mars sl. Í
samkvæmisdönsum er keppt í tveimur
greinum, þ.e. suður-amerískum dönsum
og standard-dönsum, og eru fimm dansar
í hvorri grein. Í keppni í 10 dönsum er
lagður saman árangur í þeim báðum.
Kara Arngrímsdóttir
Ísak og Helga Dögg, Íslandsmeistarar fullorðinna. Jónatan Arnar og Hólmfríður, Íslandsmeistarar ungmenna.Magnús og Ragna, Íslandsmeistarar unglinga I.
Eyþór og Hanna Rún, Íslandsmeistarar unglinga II.
Íslandsmeistarar
seniora í stand-
arddönsum.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Jó
n
Sv
av
ar
ss
on
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 63