Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 20.03.2004, Qupperneq 71
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2004 71 Sögugöngur og útivist á Kirkju- bæjarklaustri á páskum Í dymb- ilviku og á páskum verður á Kirkju- bæjarklaustri dagskrá sem nefnist „Sigur lífsins“ og samanstendur af sögugöngum og útivist á söguslóð- um og helgihaldi. Rifjaðir verða upp atburðir Skaftáreldanna 1783. Dagskráin hefst á skírdagskvöld með messu Bryndísar Möllu Elí- dóttur sóknarprests í Minning- arkapellu sr. Jóns Steingrímssonar. Á föstudeginum langa fjallar Einar Sigurbjörnsson prófessor um sr. Jón Steingrímsson og lesið verður úr Eldriti hans og Sögum frá Skaft- áreldi eftir Jón Trausta. Farið verð- ur að Holti á Síðu, skyggnst yfir Skaftáreldahraunið einnig verður gengið frá Hunkubökkum um brúnir Klausturheiðar. Þá verður farið framhjá Systrastapa og austur í gamla kirkjugarðinn á Klaustri. Á laugardeginum verður hópferð suð- ur Landbrot, gegnum Meðallandið, með hraunjaðrinum upp með Kúða- fljóti og að Klaustri. Á leiðinni verð- ur litið inn í „Eldgamla“ fjósið á bænum Hnausum, rifjuð upp örlaga- saga Meðallandsins o.fl. Dagskránni lýkur með göngu á páskadags- morgun frá Kirkjubæjarklaustri að hátíðarmessu á Prestsbakka. Skráning og nánari upplýsingar á netfanginu: kbstofa@simnet.is. Dagskráin er á vegum Kirkjubæj- arstofu, í samvinnu við Guð- fræðideild Háskólans, sóknarnefnd og sóknarprest Prestsbakkasóknar. Shanti Desai kennir jóga hjá Guð- jóni Bergmann Shanti Desai mun verða á Íslandi og kenna jóga dag- ana 26., 27. og 28. mars n.k. í Jóga hjá Guðjóni Bergmann í Ármúla 38, 3. hæð. Shanti Desai er með mast- erspróf í efnafræði og kennir jóga, einnig hefur hann gefið út bækur um jóga. Jafnt byrjendur sem og lengra komnir geta notið kennslu hans. Allir fyrrverandi nemendur Shanti fá 10% afslátt Á föstudag verður farið yfir helstu æfingar, tal- að um ávinning af líkamsæfingum o.fl. kl. 14–18. Á laugardag kl. 9–12 verður farið yfir helstu hugmynd- irnar sem snúa að heilbrigðu mat- aræði og líferni. Kl. 13–17 verður fjallað um hreinsanir og föstur og kl. 19–22 mun Nayana, eiginkona Shanti kenna meðhöndlun og mat- reiðslu á indversku hráefni og kryddum. Á sunnudag kl. 9–12 verð- ur kennd jógaheimspeki og hug- leiðsla. Skráning og nánari upplýsingar má finna á www.gbergmann.is. Á NÆSTUNNI Líknar- og vinafélagið Bergmál hefur opið hús á morgun, sunnu- daginn 21. mars, kl. 16, í húsi Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17, 2. hæð. Gestur fundarins verður Karl Matthíasson. Drífa og Sólveig Thoroddsen leika á fiðlu og hörpu. Gunnar Guðmundsson leikur á harmoniku. Á MORGUN ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 40 52 03 /2 00 4 Nokia 3310 Einfaldur, ódýr og mjög góður sími. Verð 9.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda i N á t t ú r u p e r l a v i ð E l l i ð a v a t n Sýning á nýbyggingum JB við Fellahvarf Íbúðir-sérhæðir- raðhús Opið laugardag og sunnudag frá kl 13-16 JB Byggingafélag býður þér að koma að skoða sýningarhús sitt að Fellahvarfi í Kópavogi. Starfsmenn Fasteignasölunnar Kletts taka á móti þér SKEIFAN 11 REYKJAVÍK SÍMI 534 5400 FAX 534 4009 SKYNDIHJÁLPARNÁMSKEIÐ og sýnikennsla í fyrstu hjálp var haldið í húsnæði Félagsstarfs aldraðra í Borgarnesi sl. föstudag. Þátttaka var góð og voru yfir 50 eldri borgarar viðstaddir. Margrét Magnúsdóttir sá um kennsluna sem var í boði Rauða kross-deildar Borgarfjarðar. Á nám- skeiðinu var m.a. fjallað um áföll, meðhöndlun brunasára, hjartahnoð, kynntur gátlisti um hættur sem leynast á heimilum o.fl. og voru þátt- takendur á því að námskeiðið hefði verið hið gagnlegasta. Morgunblaðið/Guðrún Vala Margrét Magnúsdóttir leiðbeinir á skyndihjálparnámskeiði. Eldri borgarar á skyndihjálparnámskeiði Borgarnesi. Morgunblaðið. FYRIR nokkru gerðu eigendur Dýrheima, sem eru umboðsaðilar Royal Canin-hundafóðurs á Ís- landi, stuðningssamning við Björgunarhundasveit Íslands. Styrkurinn felur m.a. í sér að Royal Canin og Dýrheimar út- vega eigendum útkallshunda sveitarinnar útivistargalla sem notast á æfingum. Gallarnir voru afhentir 14. mars sl. í nýju aðsetri Dýrheima í Bæjarlind 3, þar sem meðlim- um björgunarsveitarinnar var boðið upp á veitingar eftir fjöl- menna snjóflóðaæfingu í Bláfjöll- um. Útkallshundar (fullþjálfaðir snjóflóða- eða víðavangsleitar- hundar) sveitarinnar eru 11 tals- ins og eru staðsettir á Suðvest- urlandi, Vestjörðum og Norðurlandi. Jóhann Halldórsson og Soffía Kwaszenko, eigendur Dýrheima, afhentu útkallsmönnum björgun- arsveitarinnar gallana. Björgunarhundasveit Íslands fær styrk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.