Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Be nid orm 35.942kr. Sama sólin - sama fríi› -en á ver›i fyrir flig! á mann miðað við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja-11ára, ferðist saman. 44.430 kr. á mann ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting í 7 nætur á Halley, 10.000 kr. bókunarafsláttur og ferðir til og frá flugvelli erlendis. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fjallar um eignarhald á fjölmiðlum í pistli sem birtur var á vefmiðlinum tikin.is í gær og segir eðlilegt að um- ræða fari fram um það efni, m.a. í ljósi þeirra miklu breytinga sem orð- ið hafa á fjölmiðlamarkaðinum. „Í þessari umræðu verður að gæta þess að taka þarf tillit til fleiri sjónarmiða en nauðsynlegt er þegar horft er til annarra markaða. Það er til að mynda ekki nóg að gæta þess að sam- keppni ríki á milli fjölmiðla og að al- menningur geti nýtt sér þá á hag- stæðu verði. Ekki skiptir minna máli að fjölmiðlarnir séu fjölbreyttir og að mismunandi skoðanir eigi greiðan aðgang að þeim. Síðast en ekki síst er mikilvægt að fjölmiðlarnir sinni eft- irlitshlutverki sínu, bæði með stjórn- málamönnunum og viðskiptalífinu,“ segir forsætisráðherra í pistlinum. Fyrirtækjamálgögn grafa und- an trúverðugleika viðskiptalífs Davíð fjallar í pistli sínum um sam- hengi frjálsra óháðra fjölmiðla ann- ars vegar og eft- irlits með markaðsráðandi fyrirtækjum hins vegar og segir þær miklu svipt- ingar sem hafa orðið í íslensku viðskiptalífi kalla mjög á að fjöl- miðlar sinni skyldum sínum af kostgæfni. Síðan segir Davíð: „Því miður hefur tilkoma fyrir- tækjamálgagna að undanförnu grafið undan trúverðugleika íslensks við- skiptalífs. Það þarf til dæmis engan sérstakan speking til að sjá hversu óheppilegt það er að viðskiptasam- steypa með umtalsverð ítök í íslensku viðskiptalífi er eigandi fjölmiðla. Hvað þá að fjölmiðlar í eigu hennar skuli vera í lykilstöðu á fjölmiðla- markaði. Fjölmörg dæmi hafa verið nefnd á opinberum vettvangi hvernig fjölmiðlar í eigu Baugs hafa ítrekað verið staðnir að því að láta hagsmuni eigenda sinna ganga fyrir hagsmun- um almennings. Nú nýverið bættist í þann haug enn eitt dæmið um vinnu- brögð á þessum fjölmiðlum, sem hlýt- ur að auka á áhyggjur manna um hæfi eigendanna til að reka fjölmiðil. Hallur Hallsson, fyrrverandi frétta- maður, birti nýlega grein í Morgun- blaðinu. Þar ræddi hann á skilmerki- legan hátt um hvernig Fréttablaðinu var beitt í pólitískum tilgangi eigenda þess. Meðal annars ræddi Hallur sér- staklega hvernig trúnaðarskjöl stjórnar Baugs bárust til ritstjóra Fréttablaðsins. Þögn forráðamanna fyrirtækisins um þetta mál og sú staðreynd að tveir af stjórnarmönn- um fyrirtækisins sögðu sig úr stjórn vegna þessa hlýtur að vekja mikla at- hygli. En það vekur einnig athygli að Fréttablaðið neitaði Halli um birt- ingu greinarinnar í blaðinu. Sú ákvörðun forsvarsmanna blaðsins sýnir, ásamt ótal öðrum dæmum, með skýrum hætti stöðu Frétta- blaðsins sem fyrirtækjamálgagns,“ segir í pistli forsætisráðherra. Davíð Oddsson forsætisráðherra fjallar um eignarhald á fjölmiðlum í pistli sem birtur er á vefritinu tikin.is Ekki nóg að gæta þess að sam- keppni ríki á milli fjölmiðla Davíð Oddsson B&L, umboðsaðili Renault á Íslandi, hefur flutt sérstaklega til landsins eitt eintak af nýjum Volkswagen Golf og mun sýna hann um leið og B&L kynnir Renault Megane. Í tilkynningu B&L segir að þetta geri fyrirtækið til þess að gefa al- menningi kost á að bera nýja Golfinn saman við Renault Megane. Í tilkynningu frá B&L segir að Hekla, sem er umboðsaðili Volkswagen á Íslandi, hyggist ekki frumsýna nýja Golfinn fyrr en eftir rúma viku og því geti almenningur tekið forskot á sæluna með því að koma upp í B&L um helgina og um leið gefast kostur á að bera hann saman við Renault Megane. Stefnt gegn VW Golf Þar kemur einnig fram að Renault hafi tekið þá stefnu allt frá frum- hönnun á Megane að honum yrði stefnt gegn VW Golf. „Volkswagen Golf er vinsæll bíll á Íslandi en við teljum að Renault Megane standist honum fyllilega snúning. Við berum mikla virðingu fyrir Volkswagen en við treystum Renault Megane jafnframt fyllilega til að standast samanburð við nýja Golfinn. Það er auðvitað viðskipta- vinurinn sem kveður upp hinn end- anlega dóm,“ er haft eftir Guðmundi Gíslasyni, markaðsstjóra B&L. Í tilkynningu B&L er bent á það að Renault Megane hafi verið valinn bíll ársins í Evrópu í fyrra og hafi hlotið góða dóma fyrir frábæra akst- urseiginleika, nýtískulega útlits- hönnun og fyrsta flokks öryggi. Þá hafi Renault jafnframt verið sölu- hæsta tegundin í Evrópu undanfarin sex ár. B&L sýna nýjan Golf um leið og Renault Megane Í fyrsta sinn sem íslenskt umboð flytur inn bíl frá keppinaut Morgunblaðið/Kristinn Nýr Renault Megane sem B&L kynnir um helgina. HEKLA segir ljóst að sá Volkswagen Golf sem B&L hafi fest kaup á og ætli að sýna sé alls ekki samanburðarhæfur við þá Volkswagen Golf-bíla sem Hekla muni bjóða hér á landi. Afar und- arlegt sé hvernig B&L kynni mál- ið, bæði með fullyrðingum við við- skiptavini Heklu, sem fyrirtækið telji að brjóti í bága við sam- keppnislög, og einnig með því að gefa út yfirlýsingar um hvenær Hekla hyggist frumsýna Volkswagen Golf. Jón Trausti Ólafssson, markaðs- stjóri Heklu, tekur þó fram að Hekla hyggist ekki kæra B&L til samkeppnisyfirvalda þrátt fyrir að B&L hafi vísvitandi gefið út rangar dagsetningar um frumsýn- ingu til að villa fyrir við- skiptavinum Heklu. Hann segir að þrátt fyrir allt sé ánægjulegt að sjá hversu mikið B&L leggi upp úr því að reyna að kynna sína bíla sem sambærilega við VW Golf. Það breyti því þó ekki að hinn eiginlegi Golf verði bara frum- sýndur einu sinni og það hjá Heklu um miðjan mars. Aðspurður um óskráðar siða- reglur á bílamarkaðinum segir Jón Trausti að hingað til hafi menn ekki gengið jafnlangt og B&L hafi gert. „Að vissu leyti finnst okkur þeir ganga heldur langt. Við myndum að minnsta kosti ekki gera þetta sjálfir með þeirra bíla. Við þökkum þeim auð- vitað þessa athygli sem þeir sýna Volkswagen en því er þó ekki að neita að við höfum orðið varir við pirring hjá viðskiptavinum okkar vegna þessa framferðis hjá B&L og raunar einnig hjá aðilum í bíl- greininni. En Golfinn er mest seldi bíll í heiminum, það er búið að framleiða hann í 23 milljónum eintaka og það er auðvitað ekki skrýtið þótt menn reyni að halda því fram að þeirra bílar séu sam- bærilegir.“ Ekki sambærilegur bíll Jón Trausti segir að Hekla muni á engan hátt reyna að stöðva sýningu B&L. „En Golfinn sem þeir sýna er „lágmarkstýpa“ og ekki sambærilegur við þá bíla sem við flytjum inn. Við tökum bíla með sérstökum búnaði sem hentar fyrir íslenskar aðstæður og bílar með þeim búnaði eru fyrst núna að koma úr framleiðslu. Við erum komnir með bíla til landsins og verðum með mikla kynningu á bílnum nú um helgina fyrir starfs- menn og umboðsmenn en sjálf kynningin verður 13. og 14. mars,“ segir Jón Trausti. Hekla segir B&L vísvitandi villa um fyrir viðskiptavinum Hyggjast ekki kæra til samkeppnisyfirvalda Nýr Volkswagen Golf sem Hekla mun kynna 13.–14 mars. FÖÐUR tíu ára drengs blöskraði svo skrif um son sinn á Netinu að hann kærði þau til lögreglu í fyrra- dag. Ellefu ára kunningi sonarins hafði skrifað lítilsvirðandi athuga- semdir um hann og lýst lífshorfum, sem voru ekki bjartar. Faðirinn segir að í þeim orðum hafi falist óbein hótun um „afhausun“. „Ég get ekki annað en tekið þetta alvarlega,“ segir faðirinn, Höskuldur Erlingsson, og taldi nauðsynlegt að kæra þessi skrif til lögreglunnar. Talaði hann við rann- sóknarlögreglumann og afhenti af- rit af skrifunum máli sínu til stuðn- ings. Höskuldur segist vera steinhissa á að ellefu ára drengur hafi hug- myndaflug til að skrifa svona ógeð- felldan texta. Hann búi ekki yfir slíkum orðaforða sjálfur. Sonur sinn sé miður sín yfir þessu og skilji ekki þessa heift. Foreldrar drengsins, sem skrifaði umræddan texta á Netið, hringdu í Höskuld í fyrrakvöld og tjáðu honum að búið væri að eyða þessu af Netinu. Hann furðar sig á því að þeir sem hýsa þessar vefsíður bera enga ábyrgð á þeim skrifum sem þar birtast. Börn yngri en 15 ára eru ekki sakhæf og verða ekki dæmd. Því er þeim ekki refsað samkvæmt refsi- löggjöfinni. Foreldrar ósakhæfs barns bera ekki refsiábyrgðina á gjörðum þess og baki barn sér bótaskyldu er það sjálft ábyrgt fyr- ir henni. Ekki er hægt að ganga á foreldra til að fá bætur greiddar. Ekki refsimeðferð Kæra Höskuldar verður því ekki tekin til refsimeðferðar hjá lög- reglunni heldur til meðferðar hjá forvarnardeild, sem hefur það verkefni að upplýsa málið. Farið verður með það sem barnavernd- armál og afhent barnaverndar- nefnd. Oft er óljóst hver ber ábyrgð á skrifum sem birtast á Netinu. Erla S. Árnadóttir, lögmaður hjá Lex lögmannsstofu, segir í grein í Morgunblaðinu í gær að höfundur efnis á Netinu, sé vitað hver hann er, beri refsi- og skaðabótaábyrgð. Sé ekki unnt að rekja efni til tiltek- ins höfundar kunni málið að vand- ast. Tilskipun Evrópusambandsins um rafræn viðskipti byggist á því að milligönguaðilar beri ekki ábyrgð svo framarlega sem þeim sé ekki kunnugt um innihald þess efnis sem þeir hýsi eða flytji. Það eigi við þá sem veiti aðgang að Netinu og einnig þá sem starfræki fréttahópa og spjallrásir. Erla seg- ir vandséð að skynsamlegt væri að setja reglur um að í öllum tilfellum væri einhver dreginn til ábyrgðar á efni eftir óþekkta einstaklinga á Netinu. Skrif ellefu ára drengs um annan dreng á Netinu kærð Forvarnardeild lögreglu falið að upplýsa málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.