Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 71
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 71 Almennur hluti 1b Þ já lf ar an ám sk ei ð ÍS Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Önnur námskeið í mars Þjálfari 1a – Almennur hluti Patreksfjörður 5. mars Skíðanámskeið fyrir fatlaða Hlíðarfjall 12. mars Þjálfari 2a – Almennur hluti Rvk. 12. mars Skíðanámskeið fyrir fatlaða Hlíðarfjall 19. mars Þjálfari 1b – Almennur hluti Neskaupstaður 26. mars Þjálfari 1a – Almennur hluti Ísafjörður (dags. ákv. síðar) Þjálfari 1b – Almennur hluti Akureyri (dags. ákv. síðar) Helgina 5. – 7. mars n.k. verður Þjálfari 1b – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er framhald af þjálfaranámskeiði 1a – almennum hluta. Námskeiðið sem er samræmt fyrir allar íþróttagreinar er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Haldið verður áfram að fjalla um þroskaferli barna, þ.e. vaxtarþroska og hreyfiþroska. Einnig er fjallað um undirstöðuatriði kennslufræði, mikilvægi rétt mataræðis, fyrstu viðbrögð við íþróttameiðslum og fleira. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1b hlýtur réttindi sem þjálfari hjá börnum 12 ára og yngri undir eftirliti yfirþjálfara. Verð á námskeiðið er kr. 8.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið andri@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 3. mars. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálparnámskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is STEFÁN Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, milliríkjadómarar í handknattleik, hafa fengið enn eins skrautfjöðrina í dómarahatt sinn. Þeir hafa fengið enn eitt vanda- sama verkefnið – það er að dæma fyrri leik þýsku liðanna Flensburg og Magdeburg í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fer á heimavelli Flensburg 13. mars næstkomandi. Þeir félagar, sem nýlega voru valdir til að dæma á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar, dæmdu á dögunum leik Ciudad Real og ungverska liðsins Fotex Vesprém í Meistaradeildinni og eins og ávallt fórst þeim verkefnið ákaflega vel úr hendi. Stefán og Gunnar dæma í Flensburg BARRY Ferguson, leikmaður Blackburn og skoska lands- liðsins, tekur upp hanskann fyrir Berti Vogts landsliðs- þjálfara, segir að það verði að gefa honum meiri tíma. „Tapið gegn Wales var auð- vitað sárt, en við hverju er að búast í raun? Við höfum mjög takmarkaðan fjölda leik- manna til að velja úr. Ég sé engan sem getur gert betur í þessu starfi þannig að ég tel rétt að gefa honum meiri tíma,“ sagði Ferguson. Ferguson styður Vogts Ég held að þeir hafi verið heið-arlegir þegar þeir svöruðu þessum spurningum og þannig upp- lifa þeir deildina. Ef við rýnum í tölfræð- ina þá sjáum við ekki marga íslenska leik- menn sem eru þar í efstu sætum í skoruðum stigum eða fráköstum. Við eigum marga þokkalega leik- menn í dag en ábyrgðin er á herðum bandarísku leikmannanna og þannig er deildarkeppnin í dag í hnotskurn,“ sagði Reynir en taldi þó að nokkrir leikmenn léku lykilhlutverk með sín- um liðum. „Pálmi Freyr Sigurgeirsson í Breiðablik og Páll Axel Vilbergsson í Grindavík eru dæmi um leikmenn sem hafa verið að skora af og til nokkuð mikið en það eru fleiri leik- menn í þessum hóp. En ekki neitt ofsalega margir. Það er ekkert launungarmál að þessi tilraun sem gerð var í vetur með launaþakið hefur leitt af sér 2–3 Bandaríkjamenn í hverju liði og þessir leikmenn eru komnir til þess að fara að mínu mati. Markmiðið var að auka gæði körfuboltans, að vissu marki hefur það tekist en fjárhagshliðin er mörg- um liðum ofviða og áhorfendasóknin er lítil. Þetta ástand getur ekki verið gott til lengri tíma litið,“ sagði Reyn- ir Kristjánsson. Falur Harðarson, leikmaður og þjálfari bikarmeistaraliðs Keflavík- ur, var ekki alveg sammála því að fá- ir góðir íslenskir leikmenn væru í deildinni í dag. „Ég get nefnt Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson úr Njarðvík, að sjálfsögðu Gunnar Ein- arsson og Fannar Ólafsson úr okkar liði, Pál Axel og Helga Jónas Guð- finnsson úr Grindavík. En vissulega láta of fáir íslenskir leikmenn að sér kveða í deildinni. Það er alveg rétt.“ Spurður um hvaða breytingar Fal- ur sæi á næstu misserum sagði bak- vörðurinn: „Ég myndi vilja sjá að lið- in væru með að hámarki tvo erlenda leikmenn, og þá á ekki að skipta máli hvort þeir eru bandarískir, með tvö- falt ríkisfang eða frá Evrópu. Hins- vegar er erfitt að koma slíkri „reglu“ á laggirnar þar sem að réttur Evr- ópubúa til þess að starfa hér á landi er til staðar í íslenskum lögum. Falur telur að þrír bandarískir leikmenn sé ekki íslenskum liðum til framdráttar. „Það eru lið á borð við KFÍ, Tindastól og Þór Þorlákshöfn sem stóla algjörlega á Bandaríkja- mennina. Tvö af þessum liðum eru að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni og takist þeim það er lík- legt að skarðið verði að fylla með þremur nýjum Bandaríkjamönnum á næstu leiktíð. Þá byrja menn aftur á byrjunarreit og hafa ekki þann grunn sem þarf að vera í hópi þeirra íslensku leikmanna sem skipa liðið. Við í Keflavík völdum okkur leik- menn fyrir veturinn sem áttu ekki að vera ávallt með +30 stig í hverjum leik. Við vildum að aðrir leikmenn liðsins myndu taka meiri ábyrgð. Það hefur tekist að mestu leyti, einn til tveir leikmenn eru að skila sínu í hverjum leik, auk þess sem Banda- ríkjamennirnir hafa verið stöðugir. Þetta er það sem ég vil sjá í framtíð- inni, að íslensku liðin verði með ís- lenska leikmenn sem láta að sér kveða. En það gerist ekki með þessu fyrirkomulagi og vonandi verða gerðar jákvæðar breytingar á næsta ársþingi,“ sagði Falur en hann telur að fækka mætti liðunum í úrvals- deild í allt að átta lið. „Það verður aldrei samstaða um fjölda útlendinga eða fjölda liða í efstu deild. En eins og deildin hefur verið í vetur hefur ótrúlega mikið fjármagn farið í erlenda leikmenn og ég held að við séum eina liðið sem er ekki búið að bæta við sig Bandaríkja- manni eða láta einhvern fara frá sér. Það er langauðveldasta lausnin að reka menn og fá aðra, en ég tel að það sé betra að vinna með það sem við erum með í höndunum og gera betur á því sviði. Leikir sumra liða hafa verið skemmtilegir, og það er oft gaman að horfa á Bandaríkja- mennina spila, en til lengri tíma litið er þetta ástand ekki gott fyrir ís- lenskan körfubolta,“ segir Falur. Morgunblaðið/Jim Smart KR-ingurinn Jesper W. Sörensen sækir að körfu Hauka, þar sem Whitney Robinson er til varnar. Falur Harðarson og Reynir Kristjánsson vilja færri erlenda leikmenn „Komnir til að fara“ Í MORGUNBLAÐINU í gær var útdráttur úr viðtali sem birtist í bandaríska blaðinu Detroit Free Press en þar var rætt við körfu- knattleiksmennina Mike Manciel og Whitney Robinson, sem leika með úrvalsdeildarliði Hauka. Þar sögðu þeir félagar að fáir góðir ís- lenskir leikmenn væru að leika í Intersportdeildinni, ábyrgðin væri á herðum bandarísku leikmannanna og aðaláherslan væri lögð á að stöðva bandaríska leikmenn úr röðum andstæðinganna. Að öðru leyti voru þeir ánægðir með dvölina hér á landi. Reynir Kristjáns- son, þjálfari Hauka, var inntur eftir viðbrögðum við ummælum læri- sveina sinna og var Reynir sammála þeim í flestum atriðum. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson  ÓLYMPÍUMEISTARINN í 5.000 m hlaupi kvenna, Rúmeninn Gabr- iela Szabo, hefur ákveðið að keppa ekki meira á þessu ári, taka sér þess í stað hvíld frá keppni og æfingum, en hún segist vera að niðurlotum komin eftir að hafa verið í fremstu röð langhlaupara í nærri tíu ár. Szabo er 28 ára gömul og hefur fá frí tekið frá hlaupabrautinni undanfarin ár. Þar með er ljóst að hún ver ekki tign sína í 5.000 m hlaupi á Ólympíu- leikunum í Aþenu í sumar.  NICK Barmby gekk í gær til liðs við enska 1. deildarliðið Nottingham Forest þar sem hann verður í láni frá Leeds næsta mánuðinn. Barmby er 30 ára gamall sóknar- og miðjumað- ur sem víða hefur komið við á ferli sínum en fyrir utan að leika með Leeds hefur hann spilað með Liver- pool, Everton, Middlesbrough og Tottenham. Forest, sem Brynjar Björn Gunnarsson leikur með, er í fallsæti 1. deildarinnar.  GARY Neville hefur í dag afplán- un á fjögurra leikja banni sínu og hann verður því ekki með Englands- meisturum Manchester United sem mæta Fulham á útivelli í ensku úr- valsdeildinni í dag. Stuðningsmenn Fulham koma líklega til að með púa á Louis Saha sem spilar gegn sínum gömlu félögum, svo framarlega sem hann nær að hrista af sér meiðsli í kálfa. Fulham vann fyrri leik liðanna á Old Trafford, 3:1.  NÁÐST hafa samningar milli ensku deildarinnar og Coca Cola um að fyrirtækið verði aðalstyrktaraðili næstu þrjú árin, frá næstu leiktíð að telja. Samningurinn nær til 1., 2. og 3. deildar enska boltans og þar með mun deildin væntanlega nefnd Coca Cola í stað Nationwide.  HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í holu- keppni í golfi stendur nú yfir. Í gær- kvöldi var leikið í 16 manna úrslitum. Keppni stóð sem hæst þegar blaðið fór í prentun en staðan var þannig að Harrington átti þrjár holur eftir tíu holur gegn Toms og Woods eina gegn Jacobson eftir sjö holur. Sig- urvegarar þessara leikja mætast í átta manna úrslitum.  LEANEY átti eina holu eftir fimm gegn Montgomerie og Huston eina eftir níu holur gegn Poulter en sig- urvegararnir mætast í næstu um- ferð.  ALLT var í járnum og jafnt hjá Perry og Clarke eftir átta holur en Kelly átti þrjár holur á Campbell eftir sex.  MICKELSON átti tvær holur eftir átta gegn DiMarco og Love eina eft- ir tvær fyrstu holurnar gegn Scott. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.