Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 17
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 17 Ræktunardagar 249 kr. Úrvals gróðurmold 10 l 199 kr. Prímúla 20% afsláttur Vorlaukar og fræ Tilboð fimmtudag til sunnudags ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 37 95 02 /2 00 4 Verðsprengj a Nú þarf að umpotta Malasíupottar ø 34 sm 990 kr. ø 27 sm 790 kr. ø 20 sm 590 kr. ø 17 sm 399 kr. ø 14 sm 199 kr. NÝ HEIMASÍÐA Stýrimannaskól- ans í Reykjavík og Vélskólans var tekin í notkun í gær en með nýju síðunni er stjórnendum skólanna gert mögulegt að annast um síðuna sjálfir á auðveldan og aðgengilegan hátt. Það var Landssamband íslenskra útvegsmanna sem gaf skólunum nýtt vefumsjónarkerfi frá Nepal í Borgarnesi. Á síðunni birtast allar upplýsingar sem varða skólastarfið og vona stjórnendur skólanna að síðan gefi ekki aðeins nemendum allar upplýsingar sem þeir sækjast eftir, heldur einnig þeim sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi skól- anna og námsframboð þeirra með nám í huga. Það er Menntafélagið ehf. sem rekur Stýrimannaskólann og Vél- skólann, en það tók við rekstri skól- anna þann 1. ágúst sl. Skólameist- ari er Jón B. Stefánsson. Á heimasíðunni má ennfremur nálgast upplýsingar um alla nem- endur sem útskrifast hafa frá Vél- skólanum allt frá árinu 1916 og einnig eru á síðunni myndir af lang- flestum útskriftarárgöngum Vél- skólans. Slóðin á nýja vefinn er www.mennta.is. Stýrimannaskólinn og Vélskólinn Ný heimasíða opnuð Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, og Jón B. Stefánsson skólameistari við opnun heimasíðunnar. LÚÐUSTOFNINN við Ísland er í mikilli lægð og hefur lúðuafli á sókn- areiningu minnkað mikið. Frá því stofnmæling botnfiska hófst af hálfu Hafrannsóknastofnunarinnar hefur lúðu stórlega fækkað á svæðum þar sem hún var algengust og er hún nánast horfin af miðunum fyrir norðan og austan land. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar á Al- þingi. Talsverðar sveiflur voru í lúðu- veiðum á öldinni sem leið. Mestur varð lúðuaflinn árið 1907, tæp 8 þús- und tonn. Síðan 1996 hefur ársaflinn ekki náð þúsund tonnum. Á síðustu 20 árum hefur lúðuafli minnkað úr 2.054 þúsund tonnum árið 1984 niður í 640 tonn á síðasta ári 2003. Ástand lúðunnar hefur verið met- ið síðan 1985 þegar stofnmælingar botnfiska að vorlagi hófust á land- grunni Íslands, allt niður á 500 metra dýpi. Lúðan sem veiðist er að mestu ókynþroska smálúða, 30–60 sentimetra löng og á aldrinum 3–6 ára. Þessi rannsókn nær ekki til út- breiðslu kynþroska lúðu. Vísitala lúðu í stofnmælingu botnfiska 1985– 2003 féll hratt fyrri hluta tímabilsins og hefur verið í lágmarki síðan 1992. Vísitalan hækkaði lítillega árin 2002 og 2003, sem hugsanlega kann að skýrast af nýliðun. Samt sem áður er lúðustofninn enn í mikilli lægð. Sam- fara lækkun vísitölu í stofnmælingu botnfiska hefur afli lúðu á sóknar- einingu í botnvörpu og dragnót og á línu minnkað mikið. Breyting á útbreiðslu Í stofnmælingu botnfiska hefur einnig orðið vart við breytingu á út- breiðslu lúðunnar. Í upphafi rann- sóknatímabilsins veiddist lúða allt í kringum landið en var algengust fyrir vestan land. Á tímabilinu hefur lúðan svo nánast horfið fyrir norðan og austan land og mjög lítið hefur veiðst fyrir sunnan land. Einnig hef- ur henni stórlega fækkað á svæðinu þar sem hún er algengust. Lúðan sem veiðist við Ísland er að mestu ókynþroska og veiðist sem meðafli í öðrum veiðum og þá helst í botnvörpu- og dragnótaveiðum. Bein sókn í lúðuna hefur farið minnkandi með árunum og undan- farin ár hefur lúðuafli í beinni sókn verið um 20–30% af heildaraflanum. Vísitölur lúðu í stofnmælingu botnfiska og afli lúðu á sóknarein- ingu benda til þess að lúðustofninn sé í mikilli lægð og er ástandið orðið langvinnt. Hafrannsóknastofnunin hefur undanfarin ár lagt til að gripið verði til aðgerða til verndar lúðu- stofninum. Stofnunin hefur lagt til að bann sé lagt við beinni sókn í lúðu. Jafnframt er talið nauðsynlegt að grípa til róttækari ráðstafana, eins og lokun veiðisvæða eða tak- mörkun á löndun lúðu. Hafrann- sóknastofnunin leggur til að haft verði samráð við hagsmunaaðila um hvernig slíkum aðgerðum verði við komið. '()*)$%& + %          ,%%    Lúðustofninn í mikilli lægð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.