Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 17
ÚR VERINU
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 17
Ræktunardagar
249 kr.
Úrvals gróðurmold
10 l
199 kr.
Prímúla
20% afsláttur
Vorlaukar og fræ
Tilboð
fimmtudag til sunnudags
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
B
LO
2
37
95
02
/2
00
4
Verðsprengj
a Nú þarf að umpotta
Malasíupottar
ø 34 sm 990 kr.
ø 27 sm 790 kr.
ø 20 sm 590 kr.
ø 17 sm 399 kr.
ø 14 sm 199 kr.
NÝ HEIMASÍÐA Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík og Vélskólans var
tekin í notkun í gær en með nýju
síðunni er stjórnendum skólanna
gert mögulegt að annast um síðuna
sjálfir á auðveldan og aðgengilegan
hátt.
Það var Landssamband íslenskra
útvegsmanna sem gaf skólunum
nýtt vefumsjónarkerfi frá Nepal í
Borgarnesi. Á síðunni birtast allar
upplýsingar sem varða skólastarfið
og vona stjórnendur skólanna að
síðan gefi ekki aðeins nemendum
allar upplýsingar sem þeir sækjast
eftir, heldur einnig þeim sem áhuga
hafa á að kynna sér starfsemi skól-
anna og námsframboð þeirra með
nám í huga.
Það er Menntafélagið ehf. sem
rekur Stýrimannaskólann og Vél-
skólann, en það tók við rekstri skól-
anna þann 1. ágúst sl. Skólameist-
ari er Jón B. Stefánsson.
Á heimasíðunni má ennfremur
nálgast upplýsingar um alla nem-
endur sem útskrifast hafa frá Vél-
skólanum allt frá árinu 1916 og
einnig eru á síðunni myndir af lang-
flestum útskriftarárgöngum Vél-
skólans. Slóðin á nýja vefinn er
www.mennta.is.
Stýrimannaskólinn og Vélskólinn
Ný heimasíða opnuð
Friðrik Jón Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, og Jón B. Stefánsson
skólameistari við opnun heimasíðunnar.
LÚÐUSTOFNINN við Ísland er í
mikilli lægð og hefur lúðuafli á sókn-
areiningu minnkað mikið. Frá því
stofnmæling botnfiska hófst af hálfu
Hafrannsóknastofnunarinnar hefur
lúðu stórlega fækkað á svæðum þar
sem hún var algengust og er hún
nánast horfin af miðunum fyrir
norðan og austan land. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í svari
sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn
Össurar Skarphéðinssonar á Al-
þingi.
Talsverðar sveiflur voru í lúðu-
veiðum á öldinni sem leið. Mestur
varð lúðuaflinn árið 1907, tæp 8 þús-
und tonn. Síðan 1996 hefur ársaflinn
ekki náð þúsund tonnum. Á síðustu
20 árum hefur lúðuafli minnkað úr
2.054 þúsund tonnum árið 1984 niður
í 640 tonn á síðasta ári 2003.
Ástand lúðunnar hefur verið met-
ið síðan 1985 þegar stofnmælingar
botnfiska að vorlagi hófust á land-
grunni Íslands, allt niður á 500
metra dýpi. Lúðan sem veiðist er að
mestu ókynþroska smálúða, 30–60
sentimetra löng og á aldrinum 3–6
ára. Þessi rannsókn nær ekki til út-
breiðslu kynþroska lúðu. Vísitala
lúðu í stofnmælingu botnfiska 1985–
2003 féll hratt fyrri hluta tímabilsins
og hefur verið í lágmarki síðan 1992.
Vísitalan hækkaði lítillega árin 2002
og 2003, sem hugsanlega kann að
skýrast af nýliðun. Samt sem áður er
lúðustofninn enn í mikilli lægð. Sam-
fara lækkun vísitölu í stofnmælingu
botnfiska hefur afli lúðu á sóknar-
einingu í botnvörpu og dragnót og á
línu minnkað mikið.
Breyting á útbreiðslu
Í stofnmælingu botnfiska hefur
einnig orðið vart við breytingu á út-
breiðslu lúðunnar. Í upphafi rann-
sóknatímabilsins veiddist lúða allt í
kringum landið en var algengust
fyrir vestan land. Á tímabilinu hefur
lúðan svo nánast horfið fyrir norðan
og austan land og mjög lítið hefur
veiðst fyrir sunnan land. Einnig hef-
ur henni stórlega fækkað á svæðinu
þar sem hún er algengust.
Lúðan sem veiðist við Ísland er að
mestu ókynþroska og veiðist sem
meðafli í öðrum veiðum og þá helst í
botnvörpu- og dragnótaveiðum.
Bein sókn í lúðuna hefur farið
minnkandi með árunum og undan-
farin ár hefur lúðuafli í beinni sókn
verið um 20–30% af heildaraflanum.
Vísitölur lúðu í stofnmælingu
botnfiska og afli lúðu á sóknarein-
ingu benda til þess að lúðustofninn
sé í mikilli lægð og er ástandið orðið
langvinnt. Hafrannsóknastofnunin
hefur undanfarin ár lagt til að gripið
verði til aðgerða til verndar lúðu-
stofninum. Stofnunin hefur lagt til
að bann sé lagt við beinni sókn í
lúðu. Jafnframt er talið nauðsynlegt
að grípa til róttækari ráðstafana,
eins og lokun veiðisvæða eða tak-
mörkun á löndun lúðu. Hafrann-
sóknastofnunin leggur til að haft
verði samráð við hagsmunaaðila um
hvernig slíkum aðgerðum verði við
komið.
'()*)$%&
+
%
,%%
Lúðustofninn
í mikilli lægð