Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þá fer nú nýja fótboltaliðið að komast að því „hvar Davíð keypti ölið“. Kynning á framhaldsnámi HÍ Gríðarlega fjöl- breytt framboð Kynning framhalds-náms við HáskólaÍslands fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands, á annarri hæð, þriðjudaginn 2. mars kl. 16.00 til 18.00. Morg- unblaðið ræddi við Halldór Jónsson, framkvæmda- stjóra rannsóknarsviðs HÍ, í tilefni þessa. Hvað eruð þið að kynna? „Háskóli Íslands er að kynna gríðarlega fjöl- breytt framboð framhalds- náms á meistara- og dokt- orsstigi. Við Háskólann er boðið upp á 80 mismun- andi námsleiðir í 11 deild- um. Framhaldsnám kallast almennt einu nafni það nám sem tekur við að lok- inni fyrstu prófgráðu frá háskóla og lýkur því með meistaraprófi eða doktorsprófi. Meistarapróf er stundum nefnt önnur prófgráða og doktorspróf þriðja prófgráða. Þótt allt háskólanám hvíli að nokkru leyti á rannsóknavinnu eða rannsóknaþjálfun stúdenta á þetta sérstaklega við um fram- haldsnámið þar sem höfuðáhersla er lögð á rannsóknir sem nem- endur vinna undir handleiðslu leiðbeinenda. Framhaldsnámið er því einnig nefnt rannsóknanám eða rannsóknatengt framhalds- nám.“ Hvernig fer kynningin fram? „Í Hátíðarsalnum verða kenn- arar og nemendur sem veita upp- lýsingar um það nám sem í boði er. Gestir fá þannig tækifæri til spyrja þá sem standa að og stjórna þessu námi um leið og þeir geta fengið innsýn í reynslu þeirra sem eru í framhaldsnámi. Nemendurnir munu m.a. kynna rannsóknaverkefni sín. Þá liggja frammi bæklingar um námið og ekki má gleyma Kennsluskrá framhaldsnámsins og að sjálf- sögðu er allar upplýsingar að finna á heimasíðu Háskólans.“ Er ekki hér um að ræða nám sem til þessa hefur verið ríkulega stundað erlendis? „Jú, það er rétt. Einn helsti styrkur Háskóla Íslands er ein- mitt sá að kennarar hans hafa flestir hlotið menntun sína er- lendis. En ljóst er að fjölga þarf til muna fólki með aðra og þriðju prófgráðu og ekki hafa allir tæki- færi til að stunda slíkt nám er- lendis. Það er þekkt staðreynd að ný atvinnustarfsemi byggist að mestu leyti á virkri þekkingarleit sem háskólar standa fyrir. Til að ýta enn frekar undir það er nauð- synlegt að virkja fleira ungt fólk til rannsóknastarfa á Íslandi. Uppbygging framhaldsnámsins styrkir stöðu Háskólans í sam- keppni við erlenda háskóla um starfsfólk, stúdenta og fé til rann- sókna úr alþjóðlegum sjóðum og gerir honum um leið betur kleift að rækja hlutverk sitt sem æðsta menntastofnun þjóðarinnar. Vís- indin eru alþjóðleg og þess vegna eru öflugar rannsóknir innan lands frumskilyrði þess að þróttmikið þekkingar- þjóðfélag með fjöl- breyttu atvinnu- og mannlífi geti dafnað á Íslandi. Framhaldsnám- ið við Háskóla Íslands treystir því ekki aðeins stöðu hans sem rann- sóknaháskóla, heldur örvar það framþróun íslensks þekkingar- þjóðfélags og fjölgar vel mennt- uðu fólki, sem er forsenda fyrir sterku atvinnu- og menningarlífi í landinu.“ Er aðsókn í svona nám að aukast? „Mikill vöxtur hefur verið í framhaldsnámi við Háskólann á undanförnum árum. Gildir þetta hvort tveggja um fjölda meistara- og doktorsnema og fjölbreytni námsframboðs. Frá 1999 hefur nemendum í þessu námi t.d. fjölg- að um 150%. Fyrir tíu árum stunduðu aðeins örfáir tugir framhaldsnám við Háskólann. Nú stunda um 1240 manns fram- haldsnám, þar af eru um 110 í doktorsnámi.“ Hvað getur skólakerfið lengi tekið við í slíkt framhaldsnám? „Háskóli Íslands hefur sett sér það markmið að hlutfall stúdenta í framhaldsnámi af heildarfjölda stúdenta verði um 20%. Þetta hlutfall en nú tæplega 15%. Sumir vilja ganga enn lengra en víða er- lendis er þetta hlutfall miklu hærra. Við eigum alls ekki að hafa áhyggjur af of mikilli fjölgun í þessu námi. Vel menntað fólk finnur sér og menntun sinni far- veg. Aðalatriðið er að tryggja gæði námsins. Framhaldsnám hér á landi þarf að standast þær kröfur sem gerðar eru í rannsóknaháskólum vestan hafs og austan. Á þetta leggur Háskóli Íslands höfuðáherslu. Rannsóknatengt framhalds- nám til meistara- og doktorsprófs er eitt af helstu áherslusviðunum í starfi Háskóla Íslands. Ötult uppbyggingarstarf undanfarinna áratuga hefur skilað sér í sam- felldri rannsóknahefð og skapað grundvöll til þess að stunda við skólann velflestar vísinda- og fræðigreinar samtímans. Í dag er til staðar aðstaða og fræðilegur styrkur til að stunda gróskumiklar rann- sóknir og rannsókna- tengt nám í þágu vís- inda og samfélags. Mikið starf er vissu- lega óunnið við að búa framhalds- nemendum hina ákjósanlegustu aðstöðu til námsins, en á móti kemur að við Háskólann starfar stór hópur vel menntaðra og þjálfaðra kennara og vísinda- manna. Öflugur rannsóknaháskóli er frumskilyrði þess að efla sam- keppnishæfni Íslands í vísindum, atvinnuþróun og menningu í þekkingarsamfélagi heimsins. Halldór Jónsson.  Halldór Jónsson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1962. Halldór er framkvæmdastjóri rann- sóknasviðs Háskóla Íslands. Hann lauk BA-prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands 1987 og meistaraprófi í sömu grein frá University of Essex 1994. Maki Halldórs er Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi hjá ÍTR og eiga þau tvær dætur, þær Helgu Láru og Sigrúnu Soffíu. Mikið starf er vissulega óunnið OPINBERUM kærumálum, sem vísað var til Hæstaréttar Íslands, fækkaði um helming í fyrra frá árinu á undan, samkvæmt nýrri ársskýrslu réttarins. Á meðan stóðu kærur í einkamálum nokkurn veginn í stað. Alls bárust Hæstarétti 497 ný mál á síðasta ári, þar af voru 240 áfrýj- anir einkamála, 74 áfrýjanir í opin- berum málum, 127 kærur í einkamál- um og 56 kærur í opinberum málum. Til samanburðar bárust réttinum 113 kærur í opinberum málum árið 2002. Heildarfjöldi nýrra mála það ár var 574, eða 13% fleiri en í fyrra. Segir í ársskýrslunni að fjöldi nýrra mála í fyrra sé nálægt meðaltali síð- ustu sjö ára. Þegar skoðaður er fjöldi uppkveð- inna dóma í Hæstarétti árið 2003 kemur í ljós fækkun líkt og með fjölda nýrra mála. Alls var meðferð 440 mála lokið, miðað við 489 árið 2002. Er þessi þróun skýrð með færri innkomnum opinberum málum á árinu. Af 260 munnlega fluttum málum var eitt fjölskipað, þ.e. flutt fyrir sjö dómurum, 85 mál voru flutt fyrir fimm dómurum og 174 mál fyrir þremur dómurum Hæstaréttar. Níu sinnum á árinu skiluðu dómararnir sératkvæði. Á síðasta ári bárust Hæstarétti 19 beiðnir um endurupptöku hæstarétt- ardóma og óáfrýjaðra héraðsdóma. Aðeins fjórar beiðnir voru sam- þykktar, átta var hafnað og ein felld niður. Í árslok biðu sex beiðnir af- greiðslu. Í ársskýrslunni er minnt á að heimildum til endurupptöku mála sé „almennt skorinn nokkuð þröngur stakkur“, samkvæmt lögum um með- ferð opinberra mála og einkamála. Í Hæstarétti eru níu dómarar, auk þess sem fjórir varadómarar voru kallaðir til starfa í fyrra. Aðrir starfsmenn réttarins voru 15 á árinu. Dómararnir eru Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Ingibjörg Benediktsdótt- ir, Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Pétur Kr. Hafstein. Hæstarétti Íslands bárust tæp 500 mál til úrlausnar á síðasta ári og 440 dómar voru kveðnir upp í réttinum Kærum í opinberum mál- um fækkaði um helming Í svarinu kemur sömuleiðis fram að af þessum 6.246 einstaklingum voru flestir dæmdir fyrir auðg- unarbrot eða skjalafals, eða alls 2.623. Samtals 38 voru dæmdir fyr- ir manndráp eða tilraun til mann- dráps. Alls 683 voru dæmdir fyrir fíkniefnabrot, 301 fyrir ofbeld- AF ÞEIM 6.246 einstaklingum sem hafa verið dæmdir til fangavistar hér á landi á sl. átján árum voru flestir í aldurshópnum 21 til 25 ára, þegar þeir voru dæmdir, eða alls 1.721. Næstflestir voru í aldurs- hópnum 26 til 30 ára, eða 1.300. Alls 630 voru í aldurshópnum 18 til 20 ára og 84 í aldurshópnum 15 til 17 ára. Fæstir voru í aldurs- hópnum 71 til 75 ára eða níu á þessum átján árum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari dóms- málaráðherra, Björns Bjarnasonar, við fyrirspurn Guðrúnar Ögmunds- dóttur, þingmanns Samfylking- arinnar. Svarinu var dreift á Al- þingi. Þingmaðurinn spyr einnig um kyn þeirra sem dæmdir hafa verið til fangavistar og kemur fram að af þessum 6.246 ein- staklingum séu konur 352 og karl- ar 5.894. isbrot og 229 fyrir kynferðisbrot. Þá kemur fram að dómum vegna fíkniefnabrota hafi fjölgað nokkuð á þessu tímabili, þ.e. þeir voru 35 árið 1986 en 81 árið 2003. Ef einn- ig er tekið dæmi af kynferð- isbrotum þá voru dómar í slíkum málum 8 árið 1986 og 22 árið 2003. Æ fleiri dómar fyrir fíkni- efnabrot eru kveðnir upp                      ! "#  $  $ %   #&'   (     $# )'   *+&    ,)     -    .     /%!%0/   2  2 2    1 2 2 3 3  2 1 3 3   1 1    32 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.