Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Mývatnssveit | Landsvirkjun boð- aði nýlega til fundar á Sel Hóteli, Skútustöðum vegna blaðaskrifa sem verið hafa að undanförnu um greinar í frumvarpi til laga til breytingar á lögum um verndun Laxár og Mý- vatns. Fulltrúar Landsvirkjunar kynntu á fundinum hugmyndir fyr- irtækisins og forsendur sem lagðar eru til grundvallar ósk um bætt rekstrarskilyrði við Laxárvirkjun. Fundinn sátu 30 til 40 Mývetningar og 4 fulltrúar Landsvirkjunar. Bjarni Bjarnason kynnti meðal annars rekstrarafkomu Laxárstöðva sem skila minnstum arði allra stöðva fyrirtækisins. Árið 2002 var rekstr- arhagnaður til dæmis aðeins um 10 mkr. Bjarni Már Júlíusson sýndi stutta en athyglisverða kvikmynd af sandskriði á árbotni Laxár og lýsti erfiðleikum þeim sem reksturinn stendur frammi fyrir á vetrum. Hug- rún Gunnarsdóttir fjallaði um um- hverfismat. Fram fóru upplýsandi og vinsam- leg skoðanaskipti, einkum varðandi sandburð í Kráká og Laxá svo og hugsanlega stíflugerð við inntak Laxárstöðvar. Fulltrúar Landsvirkj- unar lögðu áherslu á vilja sinn til að fá að rannsaka Laxá/Kráká með til- liti til sandburðar og töldu ekki ástæðu til að óttast það þó rannsókn- ir væru gerðar. Landeigendur ættu alltaf síðasta orðið varðandi leyfi til stíflugerðar. Það var áréttað á fund- inum að virkjunaraðilinn hefði alls engin áform um stækkun stöðvar- innar. Hér væri einvörðungu verið að ræða um að tryggja öruggan rekstur hennar og vilja til samvinnu við landeigendur um rannsóknir á ánni. Farvegi breyta um ár Hugmyndir um að verjast sand- burði Krákár eru ekki nýjar hér um slóðir. Fyrir einum 70 til 80 árum ræddu bændur þann möguleika að veita Kráká úr farvegi sínum, yfir í Grænavatn, en þaðan áfram í Mý- vatn. Tilgangurinn var sá að verja Framengjar fyrir miklum sandburði árinnar. Þetta varð aldrei nema hug- mynd. Þá orti Þura í Garði: Allt er í framför í framfaralöndum farvegi breyta um ár. Kráká sem áður sullaði á söndum skal send í hvínandi gjár. Þetta er allt gert fyrir Þórólf og Gauta svo þeir geti búið skár. Þórólfur Sigurðsson bjó þá í Bald- ursheimi en Jón Gauti á Gautlönd- um. Sandburður Krákár er einnig á dagskrá í sögu Kráku tröllskessu, en saga hennar er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar 1. bindi. Það er því ljóst að fleiri hafa hugsað og rætt um sandburð og varnaraðgerðir gegn vágesti þessum heldur en Alþingis- menn. Morgunblaðið/BFH Laxá og Kráká: 30–40 manns sátu fund um Laxárvirkjun þar sem stíflugerð og sandburður voru ofarlega á baugi. Skoðanaskipti um Laxá Kópasker | Börnin á Kópaskeri fóru snemma á fætur á bolludaginn, þau hittust við skólann kl. 5. Ekki var það þó skóladagurinn sem hófst svo snemma, heldur var tilgangurinn að fara í húsin í þorp- inu og „bolla“ sem flesta og fá rjómabollur að launum. Þessi skemmtilegi siður hefur verið við lýði hér á Kópaskeri í marga ára- tugi. Sumir húsráðendur bjóða þeim upp á bollur strax að lokinni hýð- ingu en algengara er að börnin sæki bollurnar um miðjan daginn. Til að vera gjaldgeng í leiðang- urinn þurfa þau að vera komin í 4. bekk þ.e. níu ára, en þau elstu sem fara eru yfirleitt í 7. bekk. Foreldrar barnanna og aðrir sem hafa viljandi hús sín opin þessa nótt setja gjarnan upp gildrur, fela sig eða hrekkja þau á saklausan hátt þegar þau ryðjast inn í húsin en alltaf gleyma einhverjir að læsa og fá þá kannski þessa óboðnu gesti inn að rúmi til sín og hrökkva upp af værum svefni við gauraganginn. Bæjarbúar bollaðir í morgunsárið Bolludagur: Krakkarnir á Kópaskeri lögðu mikið á sig til að fá rjómabollu. Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Hafnarfjörður | Þessa dagana standa yfir flutningar á Byggða- safni Hafnarfjarðar í nýja aðstöðu safnsins, en til stendur að sýn- ingarsalur hússins verði nú til húsa í gamla pakkhúsinu við Vesturgötu 8, en geymslulager Byggða- safnsins verður aðskil- inn frá pakkhúsinu og fær húsnæði í Hring- hellu, þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar. Byggðasafn Hafn- arfjarðar er minja- og ljósmyndasafn sem rekið er af og í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna, skrásetja, varð- veita, forverja og rannsaka minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Björn Pét- ursson, bæjarminjavörður Hafn- arfjarðar, stýrir Byggðasafninu og heldur utan um þá flutninga sem nú eiga sér stað. Í safninu má líta alls kyns gamla hluti; strokka, skilvindur, gamla tannlæknastóla, húsbúnað og fleira. Auk þess má þar sjá hluta af sögu atvinnulífs Hafnarfjarðar, en heimilistækin frá Rafha, Raftækjaverksmiðju Hafnarfjarðar, voru eitt sinn til á næstum hverju heimili hér á landi. Á veggnum má lesa söguna af kon- unni sem sagaði lambalærið alltaf í tvennt þegar hún eldaði það og þegar dóttir hennar, sem hafði hermt siðinn eftir henni á fullorð- insárum enda væri það nú svona sem móðir hennar eldaði alltaf lambalærið, spurði móður sína hvers vegna þetta annars væri, þá sagði móðirin sem svo: „Já, annars hefði lærið ekki komist inn í ofn- inn á Rafha-eldavélinni minni.“ Í safninu eru einnig tveir bílar, annars vegar gamall líkbíll, tutt- ugu og fjögur hestöfl, sem að sögn bæjarminjavarðar var kappnóg fyrir rólega ferð líkbílsins, enda engin þörf á hasar í erindagjörð- um hans. Hins vegar er gamall brunabíll, eldrauður og fagur og hefur svo sannarlega gert sitt gagn í gegnum tíðina. Þar má einnig sjá gamlan seglbát, sem geymir minningar um útgerð- artímabil liðinna tíma. Björn segir merkilegt að breyt- ingar séu farnar að gerast svo hratt að nú séu munir frá sjöunda og áttunda áratugnum farnir að flokkast undir minjar, enda séu tækniframfarirnar slíkar. „Til dæmis ef þú sýnir barni gamlan skífusíma í dag, þá veit það hrein- lega ekki hvernig á að nota hann,“ segir Björn. Hingað til hafa tvær sýningar gengið í Smiðjunni, sýningarsal Byggðasafnsins, hvert ár auk sýn- inganna í Sívertsenhúsinu og Sig- gubæ, þar sem sjá má annars veg- ar híbýli yfirstéttarfjölskyldu og hins vegar lífsskilyrði verka- mannafjölskyldu á öndverðri 20. öld. Þannig hefur alltaf verið föst sýning þar sem saga Hafn- arfjarðar er rakin í munum og sögum og hins vegar sýning sem skipt er um einu sinni á ári. „Síð- ast vorum við með sýningu um hvalveiðar á 20. öld, en þar voru meðal annars spiluð hvalahljóð og hvalskíði til sýnis auk fleiri skemmtilegra muna,“ segir Björn og bætir við að í nýja húsnæðinu verði í raun rými fyrir þrjár sýn- ingar. Þar verður einnig ein barnasýning uppi á lofti, með barnamunum. Helsta annmarkann á nýja húsnæðinu segir Björn vera að þar er lægra til lofts en í hús- næðinu sem safnið yfirgefur nú. „Þannig getur hvorugur bíllinn komist fyrir í nýja safnhúsinu og við verðum að fella niður seglið á bátnum. Þetta setur okkur vissar skorður, en knýr okkur til að að- laga og breyta sýningum, sem er á vissan hátt mjög gott. Svo má ekki gleyma því að gamla pakkhúsið er frá nítjándu öld og því mikilvægur hluti af sögu Hafnarfjarðar og þannig í raun safngripur í sjálfu sér,“ segir Björn að lokum. Byggðasafn Hafnarfjarðar flytur í gamla pakkhúsið við Vesturgötu 8 Sagan sögð í mun- um og myndum Morgunblaðið/Þorkell Heilbrigðisgeiri fyrri alda: Tannlæknastóll frá síðustu öld þætti nokkuð ókræsilegur ísetu nú á dögum, þrátt fyrir að vera ýmsum kostum búinn. Morgunblaðið/Sverrir Björn Pétursson, bæjarminjavörður og Karl Rúnar Þórsson samstarfs- maður hans á Byggðasafni Hafnarfjarðar standa í ströngu við flutninga. Fyrsta íslenska stóriðjan: Forláta eldavélar frá Rafha, sem á sínum tíma var einn stærsti at- vinnuveitandi Hafnarfjarðar. Morgunblaðið/Þorkell Kópavogur | Ný skólastefna var samþykkt samhljóða af bæjarstjórn Kópavogsbæjar á dögunum, en að mótun hennar hafa komið fulltrúar þeirra hópa sem hagsmuna eiga að gæta, auk þess sem bæjarbúum hef- ur verið gefinn kostur á að koma að mótunarvinnunni. Meðal þeirra aðaláherslna sem settar eru fram í stefnunni eru áherslur á árangur einstakra nem- enda og að kennsluhættir miðist við að sérhver nemandi fái kennslu við hæfi og þá ögrun í námi sem honum er nauðsynleg til að ná hámarksárangri. Einnig er lögð á það áhersla að kennsluhættir skól- anna taki mið af ólíkum uppruna nemenda og komi á móts við þarfir drengja og stúlkna. Þá er áhersla lögð á símenntun starfs- fólks og vellíðan og góðan starfsanda í skólum, bæði meðal kennara og nemenda.Samskipti og samstarf við foreldra og íþrótta- og tómstunda- félög, vaxandi nýting upplýs- ingatækni og öflugt forvarnarstarf eru einnig meðal aðaláherslna í nýju skólastefnunni. Um leið og Ármann Kr. Ólafsson, formaður skólanefndar, þakkaði þeim sem komu að vinnu við skóla- stefnuna sagðist hann gera ráð fyrir því að stefnan verði endurskoðuð í upphafi hvers kjörtímabils. Bæj- arbæjarfulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu ánægju sína með heildstæða stefnu í málefnum grunnskóla Kópa- vogs, og lögðu um leið áherslu á að stefnunni yrði hrint í framkvæmd með markvissum hætti.    Ný skólastefna Kópavogs samþykkt Ekki matsskyld | Skipulagsstofnun hefur ákveðið að Reykjanesbraut í Hafnarfirði, bráðabirgðalausn skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þetta kemur fram á fréttavef Hafn- arfjarðar, www.hafnarfjordur.is. Í úrskurðinum segir m.a. að með fyrirhuguðum breytingum á gatna- mótum muni umferðaröryggi aukast frá því sem nú er. Þó sé ljóst að mannvirkin muni ekki anna jafn mikilli umferð og upphaflega var gert ráð fyrir. Skipulagsstofnun tel- ur framkvæmdina munu hafa minni áhrif á umhverfið í för með sér en gert var ráð fyrir í upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.