Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ HÚS FYRIR STUÐNINGSMENN, VELUNNARA OG VÆNTANLEGA SÖGUBAKHJARLA LAUGARDAGINN 28. OG SUNNUDAGINN 29. FEBRÚAR Á 13. HÆÐ Í HÚSI VERSLUNARINNAR MILLI KLUKKAN 14.00 OG 17.00 BÁÐA DAGA. BARÁTTAN fyrir þingkosning- arnar, sem fram fara 14. næsta mánaðar, hófst á Spáni í gær. Samkvæmt tveimur könnunum, sem birtar voru, fara hægrimenn með sigur af hólmi í kosningunum. Kosningabaráttan hófst með því að stjórnmálaleiðtogar tóku þátt í að festa upp veggauglýsingar líkt og hefð er fyrir á Spáni. Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráð- herraefni Sósíalistaflokksins (PSOE), lýsti yfir því á fundi með stuðningsmönnum sínum í Madríd að hann væri vinstrisinni en hann ætlaði sér að starfa í þágu allra Spánverja sigraði hann í kosning- unum. Mariano Rajoy, forsætisráð- herraefni Þjóðarflokksins (PP), hóf baráttuna í heimaborg sinni, Santiago de Compostela í Galicíu, með því að gagnrýna tillögur sósí- alista sem hann sagði að stefndu „efnahagsframförum síðustu ára í voða“. Jose Maria Aznar, sem verið hefur forsætisráðherra og leiðtogi Þjóðarflokksins síðustu átta árin, verður ekki í framboði í samræmi við fyrri yfirlýsingar þar að lút- andi. Rajoy hefur um árabil verið einn helsti samstarfsmaður Azn- ars. Tvær fylgiskannanir sem birtar voru í gær gefa til kynna að Þjóð- arflokkurinn verði áfram stærsti flokkur landsins en nái ekki að halda hreinum meirihluta á þingi. Þar sitja 350 þingmenn og þarf því 176 slíka til að tryggja meirihluta. Samkvæmt könnunum fær Þjóð- arflokkurinn 166 til 172 menn kjörna. Hann hefur nú 183 fulltrúa á þingi. Sósíalistar bæta við sig og er þeim spáð 136 til 144 sætum. Þeir hafa nú 125 menn á þingi. Reynist spár þessar réttar myndi það koma í hlut Þjóð- arflokksins að freista þess að mynda meirihlutastjórn. Ýmsir kostir kæmu þá til álita þar eð nokkrir smáflokkar þjóðernissinna eiga fulltrúa á þinginu í Madríd. REUTERS Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherraefni spænska Sósíalistaflokksins, í hópi aðdáenda sinna í Madríd í gær þegar baráttan fyrir kosningarnar í næsta mánuði hófst formlega. Hægrimönnum á Spáni spáð sigri Madríd. AP. HÉRAÐSDÓMUR í Ósló hefur dæmt karlmann af afrískum upp- runa í fangelsi fyrir að hafa ein- angrað eiginkonu sína frá norsku samfélagi og er þetta í fyrsta skipti sem norskur dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að það sé refsivert að meina maka sínum að samlagast samfélaginu, að því er fram kom á fréttavef Aftenposten í gær. Maðurinn var dæmdur í alls þriggja ára fangelsi fyrir að hafa beitt fyrrverandi eiginkonu sína og börn ofbeldi í mörg ár áður en þau skildu og meinað henni að um- gangast aðra Norðmenn. Dómur- inn var óvenju þungur og helmingi þyngri en ákæruvaldið hafði óskað eftir. Niðurstaða dómstólsins þykir mjög athyglisverð vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem dæmt er í slíku máli samkvæmt 102 ára gamalli grein í hegningarlöggjöf- inni sem kveður á um að það varði allt að tveggja ára fangelsi að „bregðast skyldum sínum gagn- vart maka eða barni“ ítrekað eða með grófum hætti. Maðurinn er 48 ára og tuttugu árum eldri en eig- inkonan fyrrverandi, sem var 19 ára þegar hann sótti hana til Als- írs. Hann hefur búið í Noregi í 30 ár. Verður beitt oftar Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu að maðurinn hefði „meinað konunni að hafa samband við aðra Norðmenn … og stjórnað sam- bandi hennar við aðra“. Konan mátti ekki fara að heim- an án sérstaks leyfis eiginmanns- ins. Hún hóf norskunám að beiðni barnaverndaryfirvalda og maður- inn sótti hana alltaf þegar tím- unum lauk og bannaði henni að tala við aðra á námskeiðinu. Þá þurfti hún að vera með íslamska höfuðslæðu sem huldi hárið. Saksóknarar í Ósló segja að nið- urstaða dómstólsins verði til þess að hegningarlöggjöfinni verði oftar beitt sem lið í því að auðvelda inn- flytjendum að samlagast samfélag- inu og berjast gegn heimilisof- beldi. Dæmdur fyrir að einangra eiginkonuna SHOKO Asahara, leiðtogi japanska safnaðarins Æðsta sannleiks, var dæmdur til dauða í gær fyrir að hafa skipulagt taugagasárás í neðanjarðarlesta- kerfinu í Tókýó árið 1995 og aðra glæpi. Kostaði hún 12 manns líf- ið en Asahara var fundinn sekur um að bera ábyrgð á dauða 27 manna alls. Asahara sýndi engin svipbrigði er dómarinn sagði, að hann skyldi hengdur fyrir „viðbjóðslega glæpi“. „Asahara dreymdi um að ná völd- um í Japan með því að beita fyrir sig söfnuðinum og hann ruddi mis- kunnarlaust úr vegi öllum þeim, sem hann taldi standa í vegi fyrir sér, innan sem utan safnaðarins,“ sagði dómarinn. Asahara, sem heitir réttu nafni Chizuo Matsumoto og stofnaði söfn- uðinn Æðsta sannleik 1984, var einnig dæmdur fyrir að hafa myrt lögfræðing, sem vann gegn söfn- uðinum, og fjölskyldu hans og einn- ig nokkra safnaðarfélaga. Verjandi hans áfrýjaði dauðadómnum til hæstaréttar Japans en búist er við, að málarekstur fyrir honum geti tekið mörg ár. Æðsti sannleikur er enn við lýði en núverandi félagar í honum hafa beðist afsökunar á glæpum fyrrver- andi frammámanna hans og segjast fallast á dómsniðurstöðuna. Mörg- um Japönum finnst þó sem henging sé of væg refsing fyrir Asahara og vilja, að hann verði líflátinn upp á gamla móðinn, dreginn um götur og barinn til dauðs. Dauðadómur fyrir taugagasárás Tókýó. AFP. Shoko Asahara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.