Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 51 kynntumst honum þegar við fluttum að Gufuskálum haustið 1984 – hann var þá kennari við barnaskólann á Hellissandi – og höfum haldið vinskap síðan, þó búseta hafi breytzt. Diddi kennari mun alltaf verða okkur minnisstæður. Hann setti mik- inn svip á allt félagslíf í sinni heima- sveit, undir Jökli, á meðan krafta hans naut við. Hann var kennari við barnaskólann á Hellissandi. Hann var meðlimur í Frímúrarareglunni, var ein aðaldriffjöðrin í Lionsklúbbi Hell- issands og hvatti menn þar óspart til dáða. Víst er að margur maðurinn hélt sína fyrstu ræðu fyrir hans áeggjan. Hann stóð, ásamt öðrum, að útgáfu héraðsfréttablaðs á sínum tíma. Hann var félagi í ungmenna- félaginu Aftureldingu á Hellissandi og samdi um árabil skemmtiatriði, í revíustíl, sem flutt voru á þorrablót- um þess. Hann samdi leikrit, sem leikfélag Hellissands setti á svið. Hann var kvæðaskáld og gaf út ljóða- bókina Úr höll birtunnar. Þannig minnumst við Didda kenn- ara og það er víst að lengi mætti upp telja störf hans. En hann var fyrst og fremst gefandi, hvetjandi og hlý per- sóna, sem við munum sakna. Stefán Þór Sigurðsson, Lilja Guðmundsdóttir, Aðalheiður Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir. Vegna mistaka birtist greinin að of- an með minningargreinum um Krist- inn Guðmundsson og eru hlutaðeig- andi beðnir afsökunar á mistökunum. Við vorum á leið til Reykjavíkur, stödd í Borgarnesi, þegar síminn hringdi og okkur var tilkynnt um and- lát Kristins, eða Didda eins og hann var alltaf kallaður. Eitt af því sem við höfðum ætlað að gera í Reykjavík var að fara í heimsókn til hans, þar sem við vissum að heilsu hans hafði hrakað verulega síðustu daga. Við sátum um stund þögul og ótal minningar sóttu á hugann. Svo sagði Gulli: „Og hann sem átti svo mikið ógert.“ Kannski voru þessi viðbrögð hans lýsandi fyrir þá athafnasemi sem einkenndi Didda. Við þekktum hann bara sem stórhuga athafnamann, allt frá því hann rak tískuvöruverslun á Hellissandi þar sem hann verslaði með vörur frá Kar- nabæ og fram á síðasta dag þar sem hann skildi eftir sig ófullgerðan brag fyrir þorrablótið í sveitinni. Hinn dríf- andi kraftur hans og áhugi á fram- förum kom alls staðar fram, hvort sem það var í starfi hans sem kennari, dansleikjahaldari, rithöfundur og skáld eða áhugamaður um uppbygg- ingu á Hellnum fyrr og nú. Okkur rekur ennþá minni til pláss- fundar sem haldinn var á Hellnum fyrir nokkrum árum síðan. Á þeim fundi stakk Diddi upp á því að farið yrði fram á það við Vegagerðina að lagt yrði bundið slitlag á veginn niður að Hellnum og hann tengdur veginum niður að Arnarstapa sem nýlega hafði verið lagður bundnu slitlagi. Þetta var nú aðeins of mikil bjartsýni í gamla manninum að okkar mati. En íbúarn- ir sameinuðust um að fara fram á þessa framkvæmd, og viti menn. Nú aka allir á bundna slitlaginu sem fyrst varð til í frjóum huga Didda. Þrátt fyrir mikið heilsuleysi hin síð- ari ár var Diddi alltaf að vinna að ein- hverjum verkefnum og kom sífellt á óvart með því hversu stórtækur hann var. Í fyrra lét hann til dæmis reisa á eigin kostnað minnisvarða við kirkj- una á Hellnum. Var hann til minn- ingar um ellefu einstaklinga, sem voru honum alls óskyldir, en höfðu farist í sjóslysum og ekki fengið leg í vígðri mold. Í lok athafnar við kirkj- una á Hellnum bauð hann svo öllum upp á kaffiveitingar. Örlögin haga því svo að við getum ekki fylgt þér til grafar, elsku Diddi, þar sem við verðum erlendis. Við kveðjum þig því á okkar eigin hátt, meðal annars með þessari minningar- grein og þökkum fyrir einlæga vin- áttu þína og fyrir það hversu vel þú tókst á móti okkur þegar við fluttum til Hellna fyrir níu árum síðan. Það var okkur mikils virði. Fóstursyni þínum, Ólafi Magnús- syni, og öðrum ættingjum vottum við samúð okkar. Guðrún og Guðlaugur Bergmann. Á uppvaxtarárum okkar undir Jökli þótti það alveg sjálfsagður hlut- ur að Diddi í Bárðarbúð væri formað- ur ungmennafélagsins Trausta í Breiðuvíkurhreppi. Alveg sama hvað félagið og Diddi yrðu gömul. Til þess hafði hann að bera starfs- gleði og vilja til að koma góðu til leið- ar. Hann var félagsvera með ríka ábyrgðartilfinningu og sterka þörf fyrir að rækja hana. Hagur sveitarinnar var honum jafnan efst í huga, og honum auðn- aðist að reisa henni, sveitungum sín- um og umbrotatímum ævi sinnar at- hyglisverðan minnisvarða með bók sinni „Veröld stríð og vikurnám undir Jökli“ sem kom út árið 2000. Þar eru atvinnumál sveitarinnar efst á baugi. Kristinn lagði sjálfur hönd á plóginn í þeim efnum, rak m.a. fiskverkun og verslun, búð sem Halldór Laxness gerði ódauðlega í Kristnihaldi undir Jökli. Þótt sumum kunni að finnast gildi þessarar bókar nokkuð staðbundið hygg ég að hún hafi að geyma fróðleik um og innsýn í heim sem mun orðinn meirihluta núlifandi Íslendinga furðu fjarlægur, og að þessi aldarfarslýsing Kristins eigi eftir að verða metin að verðleikum. Kristinn mun hafa haldið áfram rit- störfum af einbeitni og alúð, en því miður entist hvorki heilsa né aldur til að ljúka öðru en áðurnefndri bók. Reisulegt landslag, forn og fræg sagnaminni, harðskeyttur en gjöfull Ægir og margslungin mannleg örlög voru umgerðin um ævi Kristins Krist- jánssonar í Bárðarbúð og samferða- fólks hans á lífsleiðinni. Hafi hann þakkir fyrir að festa þann veruleika á blöð handa okkur sem eftir lifum. Systkinin frá Gröf í Breiðuvík. Diddi var frábær karl. Alveg sér- staklega. Með huga óvenju opinn. Það var nú ekki hver sem er sem hefði lát- ið landstúf af hendi undir afdrep fyrir útlenskan listamann, ábyggilega ein- hvern furðufugl. En Diddi var til í slaginn og pabbi kom sér fyrir á bakk- anum í Hleinaplássi. Þeim kom strax vel saman, enda Diddi listamaður einnig og þeir bara nokkuð líkir – svo- litlir furðufuglar báðir tveir. Krakk- arnir þekktu þá ekki almennilega í sundur lengi vel, afa Dieter og afa Gítar. Við Rothararnir skutum rótum í góðu Bárðarbúðarlandi. Gegnum tíð- ina höfum við reynt að bruna vestur eins oft og hægt var. Ef við höfðum heppnina með okkur var Diddi á staðnum og reikna mátti með skemmtilegri stund í Bárðarbúð eða á Bakka, yfir kaffibolla eða sígarettu, hljóðfæri eða glasi af misgóðu víni. Diddi var nú eiginlega bara dálítið eins og jökullinn, stundum var hann og stundum ekki. Engin leið að segja til um það fyrirfram. En hvort sem hann var eða ekki, þá fann maður fyr- ir honum. Eins og hann gæti allt eins verið inni hjá sér í Bárðarbúðinni þótt hann væri í reynd fyrir sunnan. Og þannig verður það sjálfsagt allt- af; að maður finni fyrir Didda í Hleinaplássinu þó að hann sé farinn töluvert lengra en suður til Reykja- víkur. Með þökk og virðingu. Vera Roth, Björn Roth, Karl Roth. Ég kynntist Didda á Hellissandi þar sem við kenndum saman í tvö ár við barnaskóla staðarins. Sumir sögðu að hann kenndi með gamla lag- inu en ég gat ekki séð betur en að hann væri bæði góður félagi og kenn- ari. Diddi sýndi fljótt á sér fleiri hlið- ar. Hann var mikill húmoristi og sá spaugilegu hliðarnar á mannlífinu í þorpinu. Hann var um árabil revíu- höfundur staðarins og sett á svið frumsamda leik- og gamanþætti. Diddi var gjarna kallaður til þegar halda átti með pomp og prakt árshá- tíð ungmennafélagsins. Allt fórst hon- um það vel úr hendi. Það sem heillaði mig mest í fari Didda var þekking hans á byggðarlögunum undir Jökli og virðing hans fyrir fólkinu og sögu þess. Við hjónin nutum oft leiðsagnar Didda um sögustaði. Hann leiddi okk- ur ,,malarfólkið“ inn í land Bárðar Snæfellsáss og um leyndardóma Snæfellsjökuls. Diddi kom okkur til að mynda í kynni við álfana við Laug- arvatn hjá Hellnum og frásögn hans var ætíð með listrænum brag. Það verður ógleymanlegt hvernig Diddi gat fært áheyrendum söguna með nýjum og ferskum hætti. Stundum gengu skoðanir Didda þvert á hefð- bundna söguskoðun. Diddi hafði sínar hugmyndir um hvað orðið hefði um Helgu fögru, og ég heyrði Didda tala um Írskrabrunn og líklega staðsetn- ingu hans löngu áður en hann fannst. Minnisstæð er frásögn Didda af því er hann og félagar hans voru eitt sinn á leið upp í vikurnámið í jöklinum. Það gerðist þá að skyndilega voru þeir staddir í miklu logandi báli. Þeim félögum var mjög brugðið, þar til þeir áttuðu sig á því að þeir brunnu ekki, enda var eldurinn kaldur eða hræv- arlogi og hvarf jafn skyndilega og hann hafði birst. Ég bjó einungis tvö ár á Hellis- sandi, en staðurinn heillaði mig og sjaldan hefur ár liðið án þess að við hjónin kæmum á Snæfellsnes. Hafa þá jafnan orðið fagnaðarfundir með okkur Didda. Héldum við ávallt góð- um kunningsskap. Og ekki hvað síst eftir að hann fór á eftirlaun og flutti í draumareit sinn í Bárðarbúð. Enda þótt við værum ekki á sömu torfunni hversdags voru fundir okkar góðir og ánægjulegir. Við deildum heimi ljóðs, ljóss og fegurðar. Diddi hafði lengi haft ljóðabók í smíðum og bað hann mig um að lesa handrit að bókinni og búa textann til prentunar. Það var skemmtilegt verk. Lesendur bókarinnar, Úr höll birt- unnar, munu geta staðfest að Diddi var og verður Nesskáldið staðfasta. Það kæmi ekki á óvart að einhver ljóða Didda ættu í vændum fram- haldslíf með þeim sem ljóðum unna. Diddi hélt andlegri reisn til dauða- dags. Minningin um góðan dreng mun lifa með mér og og mínum og sjálfsagt öllum þeim sem kynntust Didda í Bárðarbúð. Það er við hæfi að enda þessi minningarorð á ljóði er Diddi orti um Hellna, draumareitinn sinn. Helgra vætta heimur mín hlýja ættarbyggð. Þér sýna æska og elli ævilanga tryggð. Ég stend á þinni ströndu og stari djásnin á. Hér bylgjur hafa brotnað með boðskap sænum frá. Á hafið gjöfult glampar með gull í sínum rann. Það björg í búið færir við blessum skaparann. Ég hlusta á þína hljóma frá hamrabúans sal og fagrar fuglaraddir fram úr sumardal. Birgir Svan Símonarson, Stefanía Erlingsdóttir og börn. Við Diddi kynntumst fyrir rúmum níu árum þegar ég kom inn í fjöl- skyldu Þórðar, mannsins míns, og urðum fljótlega góðir vinir. Minnis- stæðar eru ferðir sem við fórum til Didda í Bárðarbúð. Kristleifi og Kol- beini fannst mjög gaman að koma í sveitina til Didda og kíkja aðeins í kuðungafjöruna og hlaupa um. Með- an við Þórður unnum á Búðum var samgangurinn mikill þar sem stutt var á milli og þegar suður kom hitt- umst við reglulega. Diddi kom með okkur Þórði og sonum okkar til sólar- landa vorið 2000 og var það góð ferð. Hann var menntaður kennari og kenndi á Hellissandi til margra ára. Hann orti ljóð og skrifaði leikrit og bækur um sín hugðarefni. Diddi hefur átt við heilsubrest að stríða hin síðari ár en þessi síðasti vetur var með besta móti og hann léttur og leið vel. Krist- leifi og Kolbeini finnst skrítið að Diddi sé dáinn og eru búnir að teikna mynd- ir af honum svo hann sé hjá okkur áfram. Þeim fannst líka einkennilegt að geta ekki bara hringt í hann til Guðs. Minningarnar um góðan vin eru margar og yljum við okkur við þær. Guð blessi minningu Didda. Drífa. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SVEINS PÉTURSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Rebekka Guðmundsdóttir, Pétur Sveinsson, Bjarney Friðriksdóttir, Ástríður Sveinsdóttir, Hlöðver Magnússon, Brandur Sveinsson, Khanngoen Hoisang, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Hjartkær eiginkona mín, dóttir okkar, móðir, systir, mágkona og amma, EDDA LOFTSDÓTTIR, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 26. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Ingvar Ólafsson, Margrét Guðmundsdóttir, Loftur Gunnarsson, Snorri Loftsson, Sólveig Stefánsdóttir, Júlíus Þór Loftsson, Ragnhildur Oddný Loftsdóttir. Móðir okkar, JÓNÍNA KRISTÍN SIGMUNDSDÓTTIR frá Miðvík, lést á heimili sínu, Grenimel 4, Reykjavík, 11. febrúar síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk Jónínu. Ragnheiður, Björg og aðrir aðstandendur. Elskuleg systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR, Sólheimum 16, Reykjavík, sem lést laugardaginn 21. febrúar sl., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. mars kl. 13.30. Hulda Fuller, Páll Pétursson, Sigurlaug Björnsdóttir, Anna Jóna Ragnarsdóttir og fjölskyldur. Móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR BILLICH, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 24. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 3. mars kl. 15.00. Sigurborg E. Billich, Oddi Erlingsson, Karl Erlingur Oddason, Kjartan Oddason, Móðir okkar, JÓNASÍNA BJARNADÓTTIR fyrrum húsfreyja í Grafardal, lést á dvalarheimilinu Höfða Akranesi fimmtudaginn 26. febrúar. Útför auglýst síðar. Kristján Þorsteinsson, Guðríður Sveinsdóttir, Böðvar Þorsteinsson, Ásrún Jóhannesdóttir, Bjarni Þorsteinsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Örn Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.