Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristinn GesturKristjánsson, Diddi í Bárðarbúð, fæddist 17. júlí 1924 í Bárðarbúð á Helln- um. Hann lést á hartadeild Landspít- alans 4. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristján Sigurjón Brandsson, útvegsbóndi í Bárð- arbúð á Hellnum, og Kristjana Þorvarðar- dóttir húsfreyja, frá Bjarnabúð á Arnar- stapa. Systkini Krist- ins voru Sigurbjörg Fjóla Farrell, búsett í Bandaríkjunum, Leifur Kristjánsson, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, d. 2000, og Kristín Lilja Kristjánsdóttir, bú- sett á Ökrum á Hellnum, d. 1988. Fóstursonur Kristins er Ólafur Magnússon, verslunarmaður í Borgarnesi. Diddi ólst upp í Bárð- arbúð, við sjóróðra og búskap, en hóf snemma afskipti af félags- og framfaramálum í sinni sveit, Breiðavíkurhreppi. Hann starfaði meðal annars í Málfundafélagi Breiðavíkurhrepps, var ritstjóri sveitarblaðsins Neista, formaður Ungmennafélagsins Trausta, auk þátttöku í leikfélaginu, kórstarfi, íþróttastarfi og margskonar baráttu- málum sveitarinnar; vegamálum, hafnar- málum, vatnsveit- umálum, svo lengi mætti telja. Hann var síðasti kennar- inn sem starfaði við skólahverfi Breiða- víkurhrepps. Diddi stofnsetti verslun á Hellnum og síðar fiskverkun. Verslun- arstörfum hélt hann áfram, eftir að hann flutti frá Hellnum inn á Hellissand, hóf þar einnig störf að sveitarstjórnarmálum og varð sveitarstjóri, en gerðist síðan kennari við grunnskóla Hellis- sands. Líkt og í sínu gamla sveitar- félagi tók Diddi þátt í félagslífi og leikstarfi á Hellissandi af fullum áhuga. Diddi var meðlimur Frí- múrarareglunnar á Íslandi, hann stundaði alla tíð ritstörf; leikrita- skrif og ljóðagerð, og gaf út ljóða- bókina „Úr höll birtunnar“, 1996, og heimildaritið „Veröld stríð og vikurnám undir Jökli“, 2000. Kristinn Gestur Kristjánsson verður jarðsunginn frá Hellna- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hann var mér allt í senn faðir, móð- ir, systir, bróðir – fjölskylda. Á ellefta ári strauk ég til hans, þar sem hann bjó með foreldrum sínum. Hann var fimmtán árum eldri og lenti óumbeðið í þeirri aðstöðu að sjá um dreng sem fannst hann hvergi annars staðar geta átt heima. Ég var barn og fannst að enginn vildi hafa mig, enginn tæki málstað minn eða héldi með mér, nema Diddi. Sem vonlegt var leist foreldrum hans ekki sérlega vel á að bæta barni á heimilið en það var mín gæfa að þau gáfust fljótlega upp á að koma mér burt – til þeirra fáu sem hugsanlega höfðu eitthvað með krakkann að gera. Síðan er liðin meir en hálf öld. Lengst af bjuggum við Diddi undir sama þaki en vorum í daglegu síma- sambandi aðra daga. Það er auðvitað sérkennilegt að hafa átt fjölskyldu þar sem einn mað- ur gegnir öllum hlutverkunum en það gerði Diddi af þeirri óeigingiri, um- hyggju og hlýju sem fáum mönnum er gefin. Samfylgd hans varð mér ómetanleg. Að leiðarlokum er þarf- laust að orðlengja um of. Söknuður og djúpstætt þakklæti – þessi fáu orð lýsa hugsunum mínum og tilfinning- um á þessum tímamótum. Ólafur Magnússon. Hellnarinn Diddi í Bárðarbúð, kær vinur og mikið valmenni, hefur kvatt þetta jarðlíf. Hann var sannkallaður Jöklari, en þó fyrst og fremst Helln- ari. Plássið undir Jökli á Hellisvöllum var honum unaðsreitur. Þar er Jök- ullinn fallegastur á að líta og náttúran stórbrotin hvert sem litið er og sagan drýpur af hverju strái. Þá sögu þekkti Diddi í Bárðarbúð manna best og vildi að henni yrði gert hátt undir höfði. Kristinn Gestur Kristjánsson, eða Diddi í Bárðarbúð, eins og hann var jafnan nefndur, fæddist í Bárðarbúð á Hellnum, sem kennd er við frægustu persónu sem sögur fara af á utan- verðu Snæfellsnesi, Bárð Snæfellsás. Bárðarsaga var Didda enda hugleikin og í kennsluritgerð sem hann skrifaði við Kennaraháskóla Íslands árið 1982, tengdi hann hana landnámi Íra á utanverðu Snæfellsnesi og vitna ýmsar minjar um búsetu Íra á þess- um slóðum, Írski brunnur o.fl. Faðir Didda, Kristján Brandsson, útvegsbóndi í Bárðarbúð, gerði fyrst út opinn bát frá Hellnum, en eignaðist síðan vélbátinn Sæbjörgu SH 64 og byggði sér fiskhús í Hellnafjöru, sem fyrir nokkrum árum var endurbyggt á skemmtilegan hátt af afkomendum hans og hýsir nú vinsælt kaffihús, Fjöruhúsið, sem æ fleiri Íslendingar eru nú að kynnast. Á unglingsárum var Diddi háseti á útvegi föður síns og sextán ára gamall gerðist hann vetr- armaður hjá séra Kjartani Kjartans- syni, sem þá hafði nýlega hætt prests- skap á Staðastað í Staðarsveit og flutt að Gíslabæ á Hellnum. Þar kynntist hann þessum sérstæða uppfinninga- manni sem Laxness fann fyrirmynd í við persónusköpun á Jóni prímus í Kristnihaldinu undir Jökli. Diddi í Bárðarbúð sá ekki hlutverk sitt sem ungur maður fólgið í því að ganga inn í hefðbundin störf sinnar sveitar til margra alda. Hans hug- sjónir voru að nýi tíminn héldi innreið sína að Hellnum og að byggja upp ný atvinnutækifæri á staðnum og láta þannig gott af sér leiða. Þannig lýsti hann þessari lífssýn sinni: „Ég hafði á yngri árum sett mér allt önnur mark- mið en að fást við hin hefðbundnu störf genginna kynslóða við hinar frumstæðustu aðstæður, sjá aldrei ár- angur erfiðis síns. Þykjast vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt en finna sig þó grotna niður í viðjum van- ans með falskt og frosið bros á vörum. Við hvern á maður skyldum að sinna ef ekki fyrst og fremst við sjálfan sig og sína nánustu? Ég finn ekkert drengilegt við það að bregðast svo sjálfum sér að vansi og volæði hljótist af. Það er kannski nægilegt að fá huggulega grafskrift: „Hann var trúr og dyggur sinni samtíð og brást aldrei hinni þegnlegu skyldu gagnvart sveit sinni, varðveitti arf forfeðranna, fet- aði í fótspor þeirra fram að sínum lokadegi.““ Diddi hélt ávallt á lofti arfi forfeðra sinna, en hann vildi gera sína heimabyggð byggilega til framtíðar. Fyrsta sjálfstæða framkvæmd hans á Hellnum var að stofnsetja verslun. Árið 1946 fékk hann verslunarleyfi hjá sýslumanninum í Stykkishólmi og opnaði verslun í herbergi í Bárðar- búðarhúsinu, þá fyrstu og einu sem þar hefur verið starfrækt. „Verslun Kristins Kristjánssonar“ var síðan rekin meðan kaupmaðurinn bjó á staðnum, eða allt til ársins 1967, en í nokkur ár þar á eftir var hún opin sem sumarverslun. Hellnar voru um aldir ein mesta verstöðin undir Jökli og þar varð þétt- býlismyndun á öldum áður, hver þurrabúðin við aðra. Þegar Diddi var að alast upp var sjósókn með svipuðu sniði og tíðkast hafði um langt skeið. Afkoma batnaði þó verulega með til- komu vélbátanna og bættra hafnar- skilyrða. Sjómennirnir háðu harða baráttu við Ægi og þegar í land var komið beið þeirra aðgerð og frágang- ur afla eftir allt erfiðið. Þetta fannst Didda ekki nútímavinnubrögð og árið 1949 hóf hann fiskverkun á Hellnum og vildi þannig létta undir með sjó- mönnum. Hann keypti fiskinn af þeim á bryggjunni sem þá var nýmæli og mæltist vel fyrir. Auk þess að stunda saltverkun fór hann einnig út í skreið- arverkun. Allt var þetta byggt á bjartsýninni einni saman og trúnni á að Hellnarar stæðu saman og í þeim efnum hafði Diddi yfir engu að kvarta. Fyrstu árin hafði Diddi að- stöðu í steinhúsi í Hellnafjöru, sem nú er því miður horfið. Aukin umsvif urðu til þess að að hann byggði 200 fermetra fiskverkunarhús á Bjargs- flöt árið 1960. Vatnsleysi, erfiðar sam- göngur o.fl. gerði reksturinn erfiðan, en með þrautseigju náði hann rekstr- inum í jafnvægi og framtíðin virtist björt, en þegar skreiðarmarkaðurinn hrundi var séð fyrir endann á þessum kafla í lífi Didda. Með betri sam- göngum var einnig kippt grundvelli undan verslunarrekstri á Hellnum. Atvinnurekstri Didda var því lokið ár- ið 1968. Auk atvinnurekstrar á Helln- um í rúm tuttugu ár tók hann þátt í ýmsum félagsstörfum síns sveitarfé- lags. Ungur að árum varð hann rit- stjóri Neista, blaðs Málfundafélags Breiðuvíkurhrepps. Hann sat í hreppsnefnd Breiðuvíkurhrepps frá 1954 til 1968, er hann flutti úr hreppn- um. Var formaður skólanefndar hreppsins og var síðasti kennarinn við skólann í félagsheimilinu Snæfelli á Arnarstapa 1962–1965, er skólahald var lagt niður í hreppnum og flutt í heimavistarskóla í Laugagerði í Eyja- hreppi. Diddi var skáld og rithöfund- ur. Hann orti ljóð og kom ljóðabók hans, „Höll birtunnar“, út árið 1996. Einnig skrifaði hann sögur og leik- þætti, og voru sumir þeirra settir upp fyrir vestan. Síðustu misserin vann hann við leikritun í Bárðarbúð. Fræðimaður góður var hann að upp- lagi og beindist það aðallega að hans heimasveit og mannlífinu undir Jökli. Árið 2000 gaf hann út bókina „Veröld stríð og vikurnám undir Jökli“, sem er skemmtileg blanda endurminninga og sögulegra þátta úr Breiðuvíkur- hreppi og varðveitist þar mikill fróð- leikur sem hann hefur bjargað frá glatkistunni. Það var að vonum mikið fagnaðar- efni fyrir Didda að skáld og listamenn sóttu mjög á hans slóðir og tókust góð kynni með honum og mörgum góðum listamönnum. Gestabækur hans vitna um að þeir hafa gjarnan viljað ganga á hans fund þegar þeir heimsóttu Hellnar. Kjarval var honum hugstæð- ur og tókst með þeim góð vinátta, en meistarinn dvaldist oft langdvölum undir Jökli við að mála. Þar urðu til mörg meistaraverk og má þar til dæmis nefna myndina „Gaman er að lifa“, af Hellnastrákunum í fjörunni. Eitt sinn fluttu þeir feðgar, Kristján og Diddi, mikið safn málverka ofan á fiskikös á bátnum Sæbjörgu frá Drit- vík til Hellna. Stilltu þeir málverkun- um síðan upp fyrir ofan Ásgríms- brunn í Hellnafjöru. Kjarval fór í fiskhús Kristjáns til að hafa fataskipti og kom síðan út í sínu fínasta pússi og opnaði málverkasýningu fyrir Helln- ara. Bauð þeim feðgum eitt málverk sem greiðslu fyrir flutninginn, en þeim fannst þeir ekki hafa unnið fyrir slíkri greiðslu, og seldust öll málverk- in upp á nokkrum mínútum þegar sýning á þeim var opnuð í Lista- mannaskálanum veturinn eftir. Skömmu síðar fengu Hellnarar síma og þá fannst meistaranum símastaur- arnir vera búnir að eyðileggja fyrir sér landið. Þegar Halldór Laxness var að skrifa bókina Kristnihald undir Jökli gerðist hann tíður gestur í Verslun Kristins Kristjánssonar og var þar jafnan boðið kók og prins póló. Spurði skáldið ýmissa spurninga um prest- inn á Staðastað og ýmsa mannlífs- hætti þar undir Jökli. Þegar Kristni- haldið kom út skildi Diddi hvaðan þjóðarréttir og Jón prímus voru ætt- aðir. Fjölmargar sögur sagði Diddi af eftirminnilegum kynnum af skáldum og listamönnum sem heimsóttu Hellna, en mestu unaðsstundir hans voru að leysa lífsgátuna með Gunnari Dal, sem um skeið bjó á Arnarstapa. Mikil vinátta tókst með Didda og Ólafi Benediktssyni, verslunarstjóra og kennara á Arnarfelli á Arnastapa. Ólafur hafði alið upp dótturson sinn, Ólaf Magnússon, sem síðar varð úti- bússtjóri Kaupfélags Borgfirðinga á Hellissandi og síðar verslunarmaður félagsins í Borgarnesi. Einn góðviðr- isdag árið 1951, þegar Óli var ellefu ára gamall og afi hans látinn, bankaði hann uppá hjá Didda í Bárðarbúð og kvaðst vilja vera. Uppfrá þeirri stundu átti Diddi fósturson og Óli föð- ur. Þegar hnignun varð í atvinnulífi Hellna fluttist Diddi árið 1968 norð- anvert við Jökulinn, á Hellissand. Þar tók hann að sér annasamt starf húv- arðar félagsheimilisins Rastar, varð síðan sveitarstjóri og kennari við grunnskólann frá 1975 til 1995, er hann fluttist í Dalsel 15 í Reykjavík. Bárðarbúð á Hellnum var alltaf sá staður þar sem Didda leið best. Þegar farfuglarnir fóru að hugsa sér til hreyfings var hugur Didda kominn í Bárðarbúð. Þar dvaldist hann ævin- lega sumarlangt þegar aðstæður leyfðu. Hann átti þar sínar unaðs- stundir og jafnan var gestkvæmt þar um sumartímann. Hin síðari ár er heilsu hans tók að hraka, hafði hann öryggi af nágranna sínum og systur- dóttur, Ólínu á Ökrum, og einnig gat hann stólað mjög á hana Sveinu, sem varð eiginlega hans einkahjúkrunar- fræðingur á staðnum, og lét sér ein- staklega annt um alla hans velferð. Jafnan galt fóstursonurinn Óli upp- eldið ríkulega og var ávallt til reiðu þega á þurfti að halda. Um hverja helgi var hann mættur til elda- mennsku, viðhalds húsakynna eða annarra snúninga sem þurfti við og svo til þess félagsskapar sem Didda var kærastur. Að koma á heimili þeirra í Bárðarbúð var ávallt tilhlökk- unarefni og aðdáunarvert var að upp- lifa hvað þeir þekktu þarfir hvor ann- ars án málalenginga. Það er mín von og vissa að Óla takist að halda áfram uppi menningarbrag Bárðarbúðar. Það var mér sérstök ánægja síðast- liðið vor þegar farfuglarnir fóru að setjast að undir Jökli að Diddi hringdi í mig og tjáði mér að hann færi ekki vestur fyrr en ég væri búinn að fagna fimmtugsafmæli mínu þann 6. júní síðastliðinn. Þar mætti minn góði fé- lagi og flutti mér dýra drápu svo víða vöknuðu hvarmar. Þar komu fram væntingar hans um að Hellnar mættu aftur fá sína fyrri reisn. Hans heit- ustu óskir voru að á Hellnum mætti rísa upp blómleg byggð, sem hann sjálfur forðum daga hafði lagt allt sitt í að byggja upp. Þegar farfuglarnir héldu til síns heima síðastliðið haust ákvað Diddi að dvelja áfram um stund í Bárðarbúð. Ákveðið hafði verið að vígja Menningarmiðstöðina á Helln- um þann 25. október 2003 og vildi hann ekki missa af þeirri stund, enda varð sú stund honum mjög dýrmæt. Hann hafði hitt spákonu sem kom til Hellna og hún hafði sagt honum að hann færi fljótt að vinna að uppsetn- ingu sögulegra þátta um byggðina undir Jökli og við það var hugur hans bundinn síðustu misserin. Hann sá fyrir að tími hans styttist og síðustu stundirnar vildi hann nýta á þeim stað sem gáfu honum bestu stundirnar. Það hefur verið mér mjög mikil- vægt að fá að kynnast þessum ein- staka manni. Hann reyndist mér síð- ustu árin nánast sem faðir, slík voru hollráð hans og umhyggja. Fjölskylda mín hefur þegar sett Didda á þann stall sem eitt það besta sem henni hef- ur verið gefið. Didda í Bárðarbúð mun ávallt verða minnst sem einstaks manns. Hvíl í friði minn kæri. Þorsteinn Jónsson. Kristinn Gestur Kristjánsson, eða Diddi í Bárðarbúð, eins og minn gamli vinur og frændi var jafnan kallaður, hefur lokið jarðvist sinni. Að því hlaut að koma að maðurinn með ljáinn hefði betur, en gamli Jöklarinn barðist hetjulegri baráttu við erfið og lang- varandi veikindi og síðasta herbragð- ið reyndist vel – að flytjast á ný vestur á ástsælar heimaslóðir. Ég var svo lánsamur að hitta hann í síðasta sinn rétt fyrir jólin, sem hann hélt á heimili sínu í Bárðarbúð. Diddi var ótrúlega hress og kátur, sagðist ganga í end- urnýjun lífdaganna þar vestra með góðra manna hjálp. Ekki síst uppeld- issonar síns, eða öllu frekar bróður, Ólafs Magnússonar, og hjúkrunar- konu sem búsett er á Hellnum. Með Didda er gengin sú kynslóð Hellnara sem maður ólst upp með í bernsku og var viðloðandi plássið sitt til hinstu stundar. Hann er einnig sú persóna sem er manni minnisstæðust frá þeim vorbjörtu dögum undir Jökli. Hann var víðsýnn, hrífandi persónu- leiki, ávallt í góðu skapi með þennan létta og smitandi hlátur sem ein- kenndi þau systkinin, hann og Krist- ínu á Ökrum. Menn voru almennt ekkert yfirmáta bjartsýnir, minnir mig, en Diddi var alltaf jákvæður og hvatti unga menn til góðra verka. Það viðhorf reyndist haldgott veganesti sem nýttist vel á lífsleiðinni. Diddi var þeirrar gerðar sem er hverju byggðarlagi lífsspursmál til að þreyja þorrann og góuna. Í verald- legum skilningi sem framkvæmda- maður sem rak verslun og fiskverkun í áratugi. Þegar litið er til baka, blasir við hvílík lyftistöng þessi athafnasemi var afskekktu, fornfrægu fiskiplássi þar sem sjórinn hefur löngum verið eftirsótt og lífsnauðsynlegt búsílag. Í því sem öðru var Óli honum jafnan hin kampakáta, harðduglega hjálpar- hella. Ekki var hlutur Didda síðri á andlega og félagslega sviðinu því bæði var hann gæddur góðum lista- mannsgáfum og frá unglingsárum líf- ið og sálin í öllu félags- og menningar- lífi í Breiðuvíkurhrepp. Sjálfsagt hefðu þær nýst afbragðs vel í fjöl- menni, hvað sem því líður var hann heimahögunum ómissandi lífsakkeri. Það var sama hvað stóð til, alls staðar var Diddi innsti koppur í búri eða til hans leitað eftir ráðum og hvatningu. Hann var lengi formaður Ungmenna- félagsins Trausta og fulltrúi þess, og stóð sem slíkur fyrir fjölda skemmt- ana, stórra sem smárra, gerði lífið lit- ríkara og skemmtilegra á útkjálkan- um á meðan hans naut við. Samdi sögur, leikrit, ljóð og jafnvel söng- leiki. Breytti innansveitarskemmtun- um í eftirminnilegar gleðistundir því bæði var hann upplesari, leikari og leikstjóri af guðs náð og ótrúlega naskur á að finna góð leikaraefni og skemmtikrafta í fámenninu. Jólatrés- skemmtanirnar í litla samkomuhús- inu á Stapa eru ógleymanlegar. Jóla- tréð var skreytt með nýreyttu, ilmandi krækiberjalyngi sem bland- aðist angan af eplum og appelsínum – úr Diddabúð að sjálfsögðu. Þetta er hin eina, óviðjafnanlega jólalykt. Og hver skyldi hafa farið með hlutverk jólasveinsins annar en Kaupmaður- inn? Diddi var drifkraftur Málfunda- félagsins og ritstýrði blaði þess, Neista, af miklum dugnaði á meðan það kom út, hátt á annan áratug, um og eftir miðja síðustu öld. Efninu smalaði hugsjónamaðurinn saman, pikkaði á ritvél, fjölritaði og dreifði um hreppinn og til áskrifenda. Þau gleymast ekki, öll tunglskins- björtu vetrarkvöldin fyrir hálfri öld þegar Diddi birtist á fund föður míns með níðþunga ritvélina í fanginu og stofan í Skjaldartröð ilmaði af kalki- pappírnum og áslátturinn hljómaði taktfast undir fjörugum samræðum þeirra frændanna. Andinn tókst á flug langt út yfir stofuveggina, snævi- þakið Hellnaplássið, dimmbláan sjó og hvítan jökul. Maður varð að hafa sig allan við að týnast ekki úr lestinni. Didda var falin barnakennsla í Breiðuvíkurhrepp á öndverðum sjö- unda áratugnum, fyrst í afleysingum, síðar sem farkennari sveitarinnar og hvarf alfarið til þeirra starfa er hann flutti á Sand. Diddi gegndi fjölda trúnaðarstafa fyrir sveitunga sína, sat um árabil í hreppsnefnd og sýslu- nefnd. Gaf út ljóðabók og minninga- bókina Veröld stríð og vikurnám und- ir Jökli, og var með annað bindi hennar í vinnslu, enda mikill áhuga- maður um sögu héraðsins og reyndi jafnan að hafa það sem sannara reyndist. Hann var fréttaritari Morg- unblaðsins og Ríkisútvarpsins og skrifaði ævintýri sem flutt voru í ljós- vakamiðlum.Diddi unni kirkjunni sinni á Hellnum, sat í safnaðarnefnd og var í áratugi í kirkjukórnum. Stórt skarð er hoggið í raðir gömlu Hellnaranna, litríkur og ógleyman- legur persónuleiki kvaddur. Við Skjaldartraðarsystkinin sendum kærum frænda hinstu kveðjur og þökkum ómetanlegar samverustund- ir. Okkar hlýjustu samúðarkveðjur til þín, Óli minn, og annarra ástvina og frænda. Guð blessi minningu góðs drengs. Sæbjörn Valdimarsson. Diddi kennari, eins og við höfum alltaf kallað hann, er látinn og send- um við aðstandendum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við KRISTINN GESTUR KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.