Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 66
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Bbc Portugal kemur í dag, Vædderen fer í dag. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið Hraunsel er opnið alla virka daga frá kl. 9–17. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krumma- kaffi kl. 9. Félag breiðfirskra kvenna. Fundur í Breiðfirðingabúð mánudaginn 1. mars kl. 20. Börn sýna línudans. Félagsstarf SÁÁ. Fé- lagsvist og dans verður í sal I.O.G.T. að Stang- arhyl 4, Reykjavík, laugardaginn 28. febr- úar kl. 20. Dans hefst að félagsvist lokinni. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, á morgun, sunnudag, kl. 14. Kaffiveitingar. Þriðji dagur í fjögurra daga keppni. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleik- fimi karla, vefjagigt- arhópar, jóga, vatns- þjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. GA-Samtök spilafíkla, Fundarskrá: Þriðjud: Kl.18.15, Sel- tjarnarneskirkja, Sel- tjarnarnesi. Miðvikud.: Kl. 18, Digranesvegur 12, Kópavogur og Eg- ilstaðakirkja, Egils- stöðum. Fimmtud.: Kl. 20.30, Síðumúla 3–5, Reykjavík. Föstud.: Kl. 20, Víðistaðakirkja, Hafnarfjörður. Laug- ard.: Kl.10.30, Kirkja Óháða safnaðarins, Reykjavík, og Glerárkirkja, Ak- ureyri. Kl.19.15 Selja- vegur 2, Reykjavík. Neyðarsími: 698 3888 Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Oa samtökin. Átröskun / Matarfíkn / Ofát. Fundir alla daga. Upp- lýsingar á www.oa.is og síma 878 1178. Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14. Kattholt. Flóamark- aður í Kattholti, Stang- arhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 genga að Kattholti. Fífan Dalsmára 5 í Kópavogi, tart- anbrautir eru opnar al- mennu göngufólki og gönguhópum frá kl.10– 11.30 alla virka daga. Blóðbankabílinn. Ferð- ir blóðbankabílsins: sjá www.blodbankinn.is Minningarkort Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl.10–15. S. 568 8620. Bréfs. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Heilavernd. Minning- arkort fást á eft- irtöldum stöðum: í s. 588 9220 (gíró) Holts- apóteki, Vesturbæj- arapóteki, Hafnarfjarð- arapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elías- dóttur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutími í s. 552 4440 frá kl 11-15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715. Minningarkort Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar ( K.H. ), er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, 220 Hafn- arfirði s. 565 1630. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félags- ins eru afgreidd í s. 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, eru afgreidd í s. 551 7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró-og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingadeildar Landspítalans Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), s. 560 2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551 5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Hranfkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í s. 551 4156 og 864 042. Í dag er laugardagur 28. febr- úar, 59. dagur ársins 2004. Orð dagsins: Ég bið þess, minn elsk- aði, að þér vegni vel í öllum hlut- um og að þú sért heill heilsu, eins og sálu þinni vegnar vel. (3. Jh.. 2.-3.)     Halldór Blöndal, forsetiAlþingis, benti á það í umræðum á þingi fyrir stuttu um hugsanlega hækkun stíflu Laxárvirkj- unar að inngrip mannsins í náttúruna væru mikil og gætu spillt lífríki á einum stað en bætt það á öðrum. „Ég get vel sagt eins og Steingrímur J. Sigfússon: ,,Þá það ef Laxárvirkjun verður lögð niður. Þá skuluð þið bara opna gljúfrin að nýju og þá skulum við líka rífa stífl- una upp við Mývatn.“ Nú er það þannig, og má færa rök fyrir því eins og [háttvirtur þingmað- ur] veit, að þau miklu krapahlaup sem áður voru í Laxá hreinsuðu ána og gáfu henni líf, hreinsuðu hana. En þessi hlaup, þessar miklu stífl- ur við upptök Laxár, ollu því líka að það urðu mjög miklar sveiflur í vatns- borðinu að vetri til uppi í Mývatnssveit og það voru þessar sveiflur sem menn töldu skaðlegar fyrir vatnið og lífríki þess,“ sagði Halldór.     Nú getum við auðvitaðsagt eins og [hátt- virtur þingmaður] að af því við hefðum ekki farið í Laxárvirkjun í dag þá skulum við rífa niður öll þessi mannvirki, rífa stífl- una við Brúar og líka rífa stífluna uppi við Mývatn og fá gömlu krakastífl- urnar á nýjan leik. Þá komum við að enn öðru sem líka skiptir máli. Hvernig varð Mývatn til? Auðvitað með stíflu. Sú stífla var ekki úr stein- steypu heldur úr öðrum náttúrulegum efnum. Hið sama á við auðvitað um þau stöðuvötn sem við höfum að vatnið er lokað af. Það kemst ekki áleiðis. Það er ekki sírennsli.“     Nú er auðvitað hægt aðgera lítið og mikið úr því hvort, eins og [hátt- virtur þingmaður] Stein- grímur J. Sigfússon gerði, þ.e. hann hafði ekki áhyggjur af sandburði í Laxá. Hann hafði ekki áhyggjur af honum. Þó liggur nú fyrir álitsgerð um að þessi sandburður hefur skaðað lífríki árinn- ar að því talið er. Ef mað- ur t.d. leitar upplýsinga hjá Tuma Tómassyni þá er þess skemmst að minn- ast að hann lagði til að hækka stífluna við Brúar úr 7 metrum í 12 metra til þess að bæta búsvæði seiða í Laxá og lét þess jafnframt getið í sinni skýrslu að það hefði eng- in áhrif á urriðaveiðina í Efri-Laxá. Á hinn bóginn er það rétt að það kæmi þarna fallegt lón. En lífríkið heldur áfram. Náttúran breytist. Auðvitað erum við ekki að spilla lífríki. Það kem- ur lífríki í stað lífríkis. Við spillum lífríki í þeirri merkingu að lón sé á ein- um stað og ekki öðrum ef við leggjum veg, ef við byggjum hús. Við erum alltaf að spilla lífríki með því. Vegarstæðið fer yfir náttúruna og nær sér aldrei aftur. Maðurinn hefur mikil áhrif á um- hverfi sitt.“ STAKSTEINAR Lífríki kemur í lífríkis stað Víkverji skrifar... Víkverji býr einn og líkar það af-ar vel. Raunar svo vel að hann er að sumu leyti farinn að kvíða því að þegar (eða ef) hann kynnist nú á endanum einhverjum sem hann vill búa með verði hann orð- inn ófær um að miðla málum á þann hátt sem nauðsynlegt er í sambúð. Með öðrum orðum er Víkverji hræddur um að í kjölfar einbýlisins nái smámunasemin slíkum tökum á honum að fyrir rest verði það óhugsandi að þurfa að búa með annarri manneskju með allri þeirri tillitssemi sem nauðsynleg er til að slíkt gangi upp. x x x Ekki má þó skilja þessar áhyggj-ur Víkverja svo að hann sé al- mennt tillitslaus. Né heldur að hann geri ráð fyrir að þurfa sýknt og heilagt að lúffa fyrir mögu- legum sambýlismanni. Víkverji gerir sér einfaldlega grein fyrir því að sambúð krefst fórna á báða bóga. Til að sambúð gangi upp þurfa báðir aðilar að vera reiðu- búnir að fórna einhverjum af sín- um duttlungum og draga úr smá- munasemi. Víkverji hefur hins vegar lagt sig sérstaklega fram um að þróa sína smámunasemi að undanförnu ... sem í sjálfu sér er áhyggjuefni. Til að mynda leggur Víkverji sig fram um að brjóta viskustykkin saman áður en hann hengir þau upp á snúru. Með því móti er mun fljótlegra að taka þau af snúrunni og ganga frá inn í skáp, eitthvað sem ekki allir átta sig á. Þá þykir Víkverja nauðsynlegt að hafa kveikt á lampa í svefnherberginu yfir nóttina. Ekki er það þó vegna myrkfælni heldur miklu frekar vanafestu. Margt annað mætti telja upp, svo sem áherslu Vík- verja á að hafa nægilegt svefn- pláss. Víkverja líkar það svo vel að vera einn um sitt rúmstæði að strangar reglur þyrftu að gilda um svefnpláss, ef Víkverji ætlaði að fara að hefja sambúð. Helst sér Víkverji fyrir sér einhvers konar fjarstýrt rúm sem hægt væri að skilja í tvö rúm þegar kossum og kúri sleppir og svefninn tekur við. Þannig gæti rúm Víkverja og sam- býlismanns verið í einu lagi á dag- inn og framan af kvöldi en greinst í tvö aðskilin rúm með nægu plássi fyrir hvort þeirra yfir nóttina. x x x Hér hefur einungis verið tæpt ánokkrum þáttum í smámuna- semi Víkverja, sem honum þykja reyndar ekkert smáir. En það eru þessir hlutir sem fá Víkverja til að leiða hugann að því hvort ekki sé bara best að hann sleppi því að festa ráð sitt. Kannski er sambúð bara ekki fyrir alla. Víkverji ætlar í það minnsta að hugsa sig vel um áður en hann gefur eftir svo mikið sem tommu af sínu svefnplássi. Morgunblaðið/Ásdís Víkverji þarf pláss til svefns og vill síður þurfa að gefa það eftir. Þarf að gefa upp verð? HVERNIG stendur á því að þegar fíkniefni finnast sé gefið upp verð á efnunum á götunni? Er nauðsynlegt að segja frá því? Getur þetta ekki verið freisting fyrir þá sem vilja ná í skjótfenginn gróða? Finnst oft eins og verðið sé aðalatriðið en ekki nóg að nefna að efnin hafi fundist. Fullorðin kona. Nærgætni FRÉTTAMENN ættu að leggja niður ósmekklegt orðaval er þeir fjalla um eða lýsa atferli barnaníð- inga. Við búum í litlu landi þar sem allir þekkja alla. Nóg er að þolandi hafi orðið fyrir oft óbætanlegu kyn- ferðislegu áreiti svo ekki sé tíundað fyrir alþjóð á ósmekklegan hátt í fréttum og blöðum það blygðunar- sama atferli er átti sér stað og þolandi heyrir eða les. Nóg er talað um að þol- anda hafi verið gróflega misboðið eða gerandi hafi misboðið sæmd þolanda, eða að þolandi hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti. Alþjóð veit hvað átt er við og þolandi á samúð okkar allra. Er sá siðlausi og dæmdi hlýtur sinn dóm er honum gerð grein fyrir því í smáatriðum í hverju refs- ing hans er fólgin, allt er það refsiverða ákvæði skráð í dómskjöl frá beggja hálfu, er það ekki nóg fyrir þolanda að vera þar á blaði? Hlustandi. Tapað/fundið Hefur þú séð Ecco- inniskó? ATLI Már, nemandi í 4. bekk í Öskjuhlíðarskóla, varð fyrir því að týna Ecco- inniskónum sínum í viðver- unni í Vesturhlíð nú í jan- úar þegar hann byrjaði. Skórnir eru númer 37–38 og gleymdist að merkja þá. Gæti verið að barnið þitt hafi komið með þá heim til sín? Ef svo er gætuð þið þá skilað þeim til kennara í 4. bekk eða haft samband við mig. Einnig týndi hann myntugrænu handklæði merktu nafninu hans og stjörnumerki tvíburanna, sem var saumað í að fram- an fyrir u.þ.b. ári á sund- móti fatlaðra í Sundhöll Reykjavíkur. Skilvís finn- andi hafi samband við Björgu í hs. 586 2198 eða gsm 864 2198. Dýrahald Gulur kettlingur óskast ÉG óska eftir gulum kett- lingi, má vera skógar- blanda. Upplýsingar hjá Margréti í síma 694 9474. Hvítur kettlingur fæst gefins GULLFALLEGUR, snjó- hvítur kettlingur með bröndótt skott og brönd- ótta húfu og nokkra brönd- ótta bletti fæst gefins. Hann er 11 vikna og kassa- vanur. Upplýsingar í síma 898 2659. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 illmenni, 4 fall, 7 gagn- sætt, 8 líkamshlutum, 9 ádráttur, 11 sefar, 13 tölustafur, 14 vargynja, 15 þakklæti, 17 land í As- íu, 20 blóm, 22 skott, 23 hakan, 24 lagvopn, 25 tekur. LÓÐRÉTT 1 skotvopn, 2 streyma, 3 beint, 4 hrúgu, 5 nam, 6 vesælum, 10 grenjar, 12 kusk, 13 leyfi, 15 aula, 16 bælir niður, 18 auðugum, 19 smábátar, 20 sargi, 21 merki. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 skammaðir, 8 lipur, 9 gælur, 10 ker, 11 snapa, 13 aumum, 15 hagls, 18 saggi, 21 kát, 22 tolla, 23 ansar, 24 sinfónían. Lóðrétt: 2 kippa, 3 merka, 4 angra, 5 illum, 6 glás, 7 gröm, 12 pól, 14 una, 15 hóta, 16 galli, 17 skarf, 18 stafn, 19 gusta, 20 iðra. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.