Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 73
KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 73
Hilmir snýr heim
(The Return of the King)
Kvikmyndun Hringadróttinssögu lýkur með
glæsibrag. Fjöldi verðlauna þegar í höfn,
þ. á m. Golden Globe, og á séns á að fá ell-
efu Óskara, sem yrði metjöfnun. (H.J.)
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó.
Hús byggt á sandi
(The House of Sand and Fog)
Fátt kemur upp í hugann sem jafnast á við
frammistöðu Bens Kingsleys í þessari mögn-
uðu frumraun hins rússneskættaða Vadims
Perelmans. (H.J.) Háskólabíó.
Hestasaga
Birtir upp skammdegið, kemur með líf og lit,
birtu, fegurð og blessaða náttúruna beint í
æðakerfið. Þorfinni tekst að samsama áhorf-
andann litla stóðinu og umhverfinu, einangra
hann um sinn frá borgaralegu amstri og
hversdagsgráma. (S.V.) Háskólabíó.
Glötuð þýðing
(Lost in Translation)
Tveir svefnvana Bandaríkjamenn á ferðalagi í
Tókýó ná saman og ná áttum í áhugaverðri
örveröld sem þeir skapa sér í framandi borg.
Í alla staði ein besta mynd ársins. (S.V.)
Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Ak.
Sá stóri
(Big Fish)
Finney fer fyrir mögnuðum leikarahópi í eft-
irminnilega hugmyndaríkri og léttgeggjaðri
paródíu frá Tim Burton. Sem hefur aldrei ver-
ið skemmtilegri. (S.V.) ½
Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Ak.
Heimur farfuglanna
(Le peuple migrateur)
Óður til lita, forma, hreyfinga og hljóða nátt-
úrunnar og sposk athugun á háttum fugla
sem eru jafnólíkir og þeir eru margir. (H.J.)
½
Háskólabíó.
Kaldaljós
Gullfalleg kvikmynd sem hefur gríðarlega
sterkan tilfinningalegan slagkraft og notast á
markvissan hátt við sjónrænar og táknrænar
lausnir við að miðla sögunni. (H.J.) Háskólabíó, Sambíóin.
Kaldbakur
(Cold Mountain)
Mikilfengleg og vönduð epík úr Þrælastríðinu
um vonir og drauma sem halda í okkur lífi á
erfiðum tímum. (S.V) ½
Sambíóin, Háskólabíó
Leitin að Nemó
(Finding Nemo)
Bullandi sköpunargleði blandast fag-
mennsku á öllum sviðum enda tilnefnd til
fjögurra Óskara. (H.J.) ½
Sambíóin, Háskólabíó.
21 gramm
(21 Grams)
Frammistaða leikaranna er frábær, enda
leikkonan Naomi Watts tilnefnd til Óskars-
verðlauna. (H.J.) ½
Regnboginn, Laugarásbíó.
Dulá
(Mystic River)
Stórvirki frá Eastwood og Sean Penn og Tim
Robbins þegar búnir að landa Golden Globe
og eru tilnefndir til Óskarsins ásamt Mörciu
Gay Harden (S.V.) ½
Háskólabíó.
Ófreskja
(Monster)
Trúverðug mynd um sorglegt og lánlaust lífs-
hlaup vændiskonunnar og fjöldamorðingjans
Aileen Wuornos í örvæntingarfullri túlkun
Charlize Theron. (H.J.) Laugarásbíó.
Gefið eftir
(Something’s Gotta Give)
Keaton og Nicholson eiga frábæran samleik í
þessari lipru og hnyttnu gamanmynd, sem
tekst fljótt og örugglega á loft og brakar af
gamansemi í fyrri hlutanum. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó.
Björn bróðir
(Brother Bear)
Náttúruvæn og holl yngstu áhorfendunum en
fullvæmin fyrir þá eldri. Góð íslensk talsetn-
ing. (S.V.) ½
Háskólabíó, Sambíóin
Síðan kom Polly (Along
Came Polly)
Stórgóður leikarahópur og glettilega vel skrif-
uð gamanatriði er aðalsmerki myndarinnar.
(H.J.) ½
Sambíóin, Laugarásbíó, Borgarbíó Ak.
BÆJARINS BESTU
Sæbjörn Valdimarsson/Skarphéðinn Guðmundsson/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
Bob Marshak
Diane Keaton er tilnefnd til Ósk-
arinn fyrir leik sinni í Gefið eftir. Hún
vann Golden Globe verðlaunin og
Jack Nicholson var líka tilnefndur.
KVIKMYNDABLAÐIÐ Variety
segir að búið sé að nefna nýju Bat-
man-kvikmyndina, sem að hluta
verður tekin upp á Íslandi. Myndin
á að heita Batman Begins, eða
Upphaf Batmans, og rekur söguna
um það hvernig Bruce Wayne
breytist í ofurhetjuna Batman sem
berst við glæpamenn í Gotham-
borg.
Mikið er fjallað um kvikmyndina
væntanlegu á spjallsíðum Netsins
og Batman-aðdáendur hafa velt
fyrir sér söguþræðinum. Myndin
hefur gengið undir nafninu Inti-
midation Game en Variety segir að
Warner Bros. kvikmyndaverið hafi
lekið nafni myndarinnar í gær.
Christopher Nolan leikstýrir
myndinni, sem verður sú fimmta í
röðinni í Batmanmyndaflokknum.
Christian Bale leikur Bruce
Wayne/Batman og Michael Caine
leikur þjón hans. Meðal annarra
leikara eru Morgan Freeman, Li-
am Neeson og Katie Holmes.
Gert er ráð fyrir að tökur hefjist
í Öræfasveit í mars.
Nýja Batman-myndin komin með nafn
Auglýsingamynd af fimmtu Bat-
man-myndinni - gerð af aðdáanda.
Upphaf Batmans
„HVERSDAGSLEIKINN getur
verið ansi margflókinn,“ segir mynda-
söguhöfundurinn Harvey Pekar við
kollega sinn Robert Crumb er hann
kynnir fyrir honum hugmynd að nýrri
myndasöguröð, er fjallaði um hans
eigin gráguggnu tilvist. Mennirnir
sem um ræðir eru báðir virtir höfund-
ar innan myndasögugeirans, list-
greinar sem dæmd er til að dúsa á
botni menningarvirðingarstigans og
veita aðeins fáum útvöldum lista-
mönnum sæmilegt lífsviðurværi. Vel-
gengni Harveys Pekars með þá
myndsögu sem hann lét verða að
veruleika, og ber þann íróníska titil
„Amerískur ljómi“, eða American
Splendor, hefur því litlu skilað í aðra
hönd, en þó veitt listamanninum tæki-
færi til að gæða tilveru sína merkingu
og tjá sig um daglegt líf þeirra sem
vinna láglaunastörf, búa í óaðlaðandi
hverfum og lifa lífi sem teljast myndi
tiltölulega ómarkvert á heimsmæli-
kvarða. Pekar hefur nefnilega sjálfur
búið alla sína hundstíð í einu af slakari
hverfum iðnaðarborgarinnar Cleve-
land í Ohio-ríki í Bandaríkjunum og
(eftir að hafa flosnað upp úr bók-
menntanámi í háskóla) unnið við
sama láglaunastarfið á skjaladeild
sjúkrahúss uppgjafahermanna um
áratuga skeið.
Það er í raun ómögulegt að flokka
kvikmyndina sem þau Shari Springer
Berman og Robert Pulcini hafa ráðist
í að gera um líf og list Harveys Pek-
ars, því hún er allt í senn, heimild-
armynd, leikin kvikmynd, myndasaga
og kvikmynd byggð á myndasögu,
þ.e.a.s. (til að flækja málin enn frekar)
sannsögulegri myndsögu. Í aðferð
sinni við að draga fram kjarnann í
verkum Pekars og gæða hversdags-
legan efniviðinn lífi flakka höfundar
myndarinnar átakalaust milli list-
forma, ræða við hinn raunverulega
Pekar um viðburði í lífi hans eða atriði
í myndinni, setja kafla úr lífi hans á
svið með framlagi frábærra leikara og
vísa stöðugt til myndasöguformsins,
hvort sem það birtist í vandlega
römmuðum sviðssetningum í múr-
steinsbrúnu borgarumhverfinu,
hugsanabólum eða innskeytingum á
römmum úr myndasögum Pekars,
sem atburðir og listrænt útlit leikna
hlutans er sótt til. Þannig verður til í
kvikmyndinni margföld samræða,
milli ólíkra aðferða til að framsetja
list og veruleika, og um það flókna
verkefni að gera ævi skil í heimild-
armynd eða dramatískri sögu. Og á
endanum virkar hin marglaga fram-
setning eiginlega eins og stækkunar-
gler sem magnar fram listrænan og
hversdagslegan heim Harveys Pek-
ars. Hinn frábæri leikari Paul Gia-
matti fer með hlutverk Pekars í
leikna hluta myndarinnar, og leysir
verkefnið örugglega af hendi, jafnvel
á meðan vökult og gráglettið augna-
ráð Pekars sjálfs hvílir á honum. Það
er unun að fylgjast með Giamatti taka
á sig yfirbragð fyrirmyndarinnar, og
skipa sér þar í hóp hinna mörgu
teiknuðu útgáfna af umræddum
manni, lítt glæsilegum og úrillum
meðaljóni sem sér ragnarök í hverju
horni.
Lífsviðhorf Pekars er kannski af-
leiðing þess að hafa horfst fullstíft í
augu við ömurleika eigin tilveru, en
hin leitandi augu hans sjá þó fleira en
bölmóð, þau sjá líka allt það sérstæða
sem leynist í hversdagsleikanum, litlu
perlurnar sem bæta upp fyrir stóru
bömmerana í lífinu. Giamatti og aðrir
leikarar, ekki síst Hope Davis sem
leikur Joyce, eiginkonu Pekars, feta
örugglega hið vandrataða einstigi
milli þess að draga fram skopulegar
hliðar persónanna, og að nálgast þær
af mannskilningi og virðingu. Þetta
gullna jafnvægi er jafnframt aðal
kvikmyndarinnar í heild, sem er bæði
bráðfyndin og hugvekjandi, snjöll og
tilgerðaraus saga um listina í lífinu og
lífið í listinni.
Hundalíf í víðsjá
Paul Giamatti og Hope Davis fara
bæði á kostum í mynd um listina í
lífinu og lífið í listinni.
AMERICAN SPLENDOR /
AMERÍSKUR LJÓMI
Háskólabíó
Leikstjórn og handrit: Shari Springer
Berman og Robert Pulcini. Kvikmynda-
taka: Terry Stacey. Klipping: Robert Pulc-
ini. Tónlist: Mark Suozzo. Aðalhlutverk:
Paul Giamatti, Hope Davis, James Ur-
baniak, Judah Friedlander, Madylin
Sweeten og; Harvey Pekar, Joyce Brab-
ner og Danielle Batone. Lengd: 101 mín.
Bandaríkin. Fine Line Features, 2003.
Heiða Jóhannsdóttir
IGBY (Kieran Culkin), miðpunkturinn í gamanmyndinni
Igby á niðurleið – Igby Goes Down – er uppreisnargjarn
17 ára strákur. Lætur sig hverfa úr snobbskólum miðvest-
urríkjanna og heldur austur í kvikuna í New York. IGBY
minnir greinilega á aðalpersónuna í bók Salingers Bjarg-
vættinum í grasinu; báðir ungir auðmannssynir í herskárri
og ruglaðri veröld fullorðinna sem er ekki eftirsóknarverð
í augum þeirra. Báðir kaldhæðnir og vilja lifa lífinu. Eftir
síendurteknar brottvísanir úr hinum ýmsu menntastofn-
unum sjá þeir enga glóru í að halda áfram geggjuninni að
reyna að þóknast þeim eldri. Igby er ekki með seðlamoð í
vasanum eins og Holden Caulfield, heldur vopnaður
kreditkorti (móður sinnar) að hætti samtímans. Þannig
búinn heldur strákurinn í leit að lífsfyllingu í New York.
Igby er engum háður
Líkt og margar forvitnilegar og óhefðbundnar myndir,
sem koma úr vesturátt, er Igby Goes Down gerð af óháð-
um kvikmyndagerðarmönnum. Sem þýðir að hún hefur
kostað smáaura og hugmyndin og þróunin er unnin af
sjálfstæðum aðilum. Ef kvikmyndaiðnaðurinn kemur inn í
gerð slíkra mynda, er það mun seinna í ferlinu, oft eftir að
þær eru komnar í sýningarhæft form.
United Artists bauðst til að dreifa Igby Goes Down eftir
að njósnarar frá þessum fyrrum risa í kvikmyndaiðnaðin-
um sáu myndina á Sundance-hátíðinni. Þeir gerðu lítið
annað en að sjá um dreifingu og kynningu, leikstjórinn og
handritshöfundurinn Burr Steers náði að klára frumraun
sína með góðra manna hjálp. Steers er enginn meðaljón,
heldur með blátt Nýja-Englandsblóð í æðum. Í frændgarði
hans má finna heimskunn nöfn eins og Gore Vidal og Jac-
queline Kennedy Onassis. Það gerði gæfumuninn að
Steers nam leiklist hjá Jeff Goldblum á sínum tíma, þau
kynni dugðu til að þessi góðkunni leikari tók að sér eitt
aðalhlutverkið og boltinn tók að rúlla.
Igby heldur
austur
Kieran Culkin, yngri bróðir Macaulay, þykir sýna ald-
eilis fínan leik í Igby á niðurleið.
saebjorn@mbl.is
HARMONIKUBALL
Fjörið verður í Ásgarði, Glæsibæ
við Álfheima, í kvöld frá kl. 22:00.
Aðgangseyrir kr. 1.200.
Harmonikufélag Reykjavíkur