Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MARGIR telja að Alþingi Ís- lendinga sé æðsta valdastofnun landsins. Frá árinu 1904 hefur ríkt þingræði á Íslandi. Með þingræði er átt við það að meirihluti Alþingis geti vikið ríkisstjórn til hliðar. En menn vara sig ekki á gagnvirkni þessarar reglu. Hún virkar þannig að sér- hver ríkisstjórn verð- ur að tryggja sér meirihluta á Alþingi. Ráðherrar eru valdir úr hópi þingmanna og sitja á Alþingi og hafa þar atkvæð- isrétt. Ráðherraembættin eru að líkum mjög eftirsótt og með því að gefa þingmönnum meirihlutans von um að hreppa einhvern tíma ráðherrastöðu og með flokksaga, snúast valdahlutföllin við. Rík- isstjórnin stýrir Alþingi. Hún er ekki lengur þingbundin stjórn, heldur höfum við fengið stjórn- bundið þing í raun. Ríkisstjórn Ís- lands er orðin æðsta valdastofnun landsins. Ríkisvaldið er ekki leng- ur þrískipt á milli löggjafar-, fram- kvæmdar- og dómsvalds, eins og stjórnarskráin mælir fyrir heldur einungis tvískipt, á milli fram- kvæmdarvalds og dómsvalds. Auk þess skipar framkvæmdarvaldið dómara og lætur stundum setja afturvirk lög, en þau vega að áhrifum dómstóla. Síðan efri deild Alþingis var lögð niður árið 1991 er ríkisstjórn Íslands að meira eða minna leyti að taka við hlutverki neðri deildar Alþingis. Frumvörp eru fyrst lögð fram í ríkisstjórn og oftar en ekki berast þær fréttir að frumvörp um hitt og þetta hafi verið samþykkt einróma á fundi ríkisstjórnarinnar. Vegna meirihluta ríkisstjórn- arinnar á Alþingi jafngildir þetta oft því að málið sé komið í gegn sem lög frá Alþingi. Samþykki Al- þingis sé aðeins formsatriði, enda oft samþykkt þar með leifturhraða og afbrigðilegri meðferð. Þegar spurt er hvers vegna svo mikill hraði sé hafður á þinglegri meðferð að þingmenn hafa ekki tíma til að kynna sér efni frum- varpsins er svarið stundum þetta. „Frumvarpið var svo vel undirbúið af fram- kvæmdarvaldinu“ eða „Allir þingflokkar voru búnir að sam- þykkja það fyr- irfram“. Semsagt þingmönnum og al- menningi kemur málið lítið við. Al- þingi skal háð í heyranda hljóði. Í nútíma þjóðfélagi þýðir þetta ein- faldlega „með milligöngu fjöl- miðla“ Ríkisvaldið rekur stærsta fjölmiðil landsins. Sé frumvörp- unum flýtt og/eða afgreidd í bak- herbergjum flokkanna fer umræð- an fram hjá almenningi, sem er óþinglegt. Oftar en ekki semja þrýstihópar við ríkisstjórn eða jafnvel einn ráðherra um nýja löggjöf á Al- þingi. Alvarlegasta málið er þó að framkvæmdarvaldið telur sig einn- ig vera stjórnarskrárgjafann. Samkvæmt nýlegri yfirlýsingu forsætisráðherra er hann tilbúinn að standa að breytingu á stjórn- arskránni. Formenn annarra stjórnmálaflokka, sem allir sitja á Alþingi, hafa tekið undir þetta. Formaður Frjálslynda flokksins hefur jafnframt lýst því yfir að stjórnarskránni verði ekki breytt nema tekið verði tillit til sjón- armiða hans flokks. Með öðrum orðum, framkvæmd- arvaldið ætlar sjálft að semja þær reglur sem eiga að takmarka vald þess. Allir sjá að þetta er algjör þversögn. Landsmenn sjálfir eiga að setja sér stjórnarskrá, sem er æðri ríkisvaldinu og á að tak- marka vald þess til að skerða það sem mönnum er helgast og stjórn- skipunarlög eru sett til að vernda fyrst og fremst: Mannréttindin. Nú er stjórnarskrá okkar þann- ig að henni verður ekki breytt nema með samþykki Alþingis í tví- gang með kosningum á milli. Al- þingi ætti að sjá sóma sinn í því að leyfa kjósendum sjálfum að koma að samningu nýrrar stjórnarskrár án afskipta ríkisvaldsins, í fyrstu umferð, með því að koma á fót stjórnlagaþingi, sem semdi frum- varp að nýjum stjórnskip- unarlögum. Dæmigerður þver- skurður Íslendinga með fagfólki veljist á þetta þing eða ráðstefnu, sem semur þar frumvarp að nýrri stjórnarskrá, sem síðan verður lagt fyrir Alþingi, sem gæti breytt frumvarpinu. Þessi aðferð tryggir það að aðrir en alþingismenn gætu einnig haft skoðun á málinu. Í dag er ekkert sem kemur í veg fyrir að breytingum á stjórnarskránni verði hraðað í gegn um Alþingi með afbrigðilegri flýtimeðferð, þótt það sé auðvitað í hróplegu ósamræmi við anda íslensks rétt- ar. Geri Alþingi hins vegar of mikl- ar breytingar á stjórnarskrár- frumvarpinu hefur forseti lýðveld- isins möguleika á að vísa því til þjóðaratkvæðagreiðslu skv. 26. gr. núverandi stjórnarskrár. Alræði framkvæmdarvaldsins Jóhann J. Ólafsson skrifar um stjórnkerfið ’Landsmenn sjálfir eiga að setja sér stjórn- arskrá sem er æðri ríkisvaldinu…‘ Jóhann J. Ólafsson Höfundur er stórkaupmaður. Þ egar Bandaríkjamenn og Bretar réðust inn í Írak með stuðningi Íslendinga og fleiri þjóða var það gert með þeim rökum að Írakar ættu afar hættuleg vopn og það væri nauðsynlegt fyrir okkur að ná þessum vopnum af stjórnvöldum í Írak áður en þau beittu þeim gegn Vesturlöndum eða nágranna- ríkjum sínum. Þegar stríðið hófst beið maður þess milli vonar og ótta að örvæntingarfullur forseti Íraks beitti þessum vopnum gegn óvinum sínum. Til þess kom ekki, sem í sjálfu sér hlaut að vekja nokkra undrun því hvenær grípur grimmur þjóðarleiðtogi til vopna ef ekki þegar á hann er ráðist? Þrátt fyrir mikla leit í tæplega eitt ár hefur ekkert af þeim ger- eyðingarvopnum sem voru ástæða stríðsins fundist. Sá sem stjórnað hefur leitinni fyrir hönd Samein- uðu þjóðanna hefur nú lýst því yf- ir að hann telji engar líkur á að slík vopn finnist og telur að þau hafi ekki verið í landinu þegar stríðið hófst. Þeir hafa án efa verið margir sem vonuðu áður en stríðið hófst að Saddam Hussein ætti ekki þessi hættulegu vopn. Sú von var ekki einvörðungu byggð á ósk- hyggju því vitað var að vopnaeft- irlit eftir fyrri Flóabardaga hafði skilað verulegum árangri. Þar að auki voru Bandaríkjamenn búnir að fylgjast vel með Írak í mörg ár og höfðu haldið uppi reglulegum loftárásum á landið um árabil. Það er hins vegar ekki víst að þeir sem ákváðu að hefja stríð í Írak fagni því að þar skuli ekki vera nein gereyðingarvopn því það kann að hafa alvarlegar póli- tískar afleiðingar í för með sér. Það er jú alvarlegt mál að fara í stríð og enn alvarlegra að hefja stríð á röngum forsendum. Stuðningsmenn stríðsins í Írak hafa breytt málflutningi sínum og tala nú um að nauðsynlegt hafi verið að fjarlægja harðstjórann Saddam Hussein úr valdastóli. Hann hafi framið mörg mannrétt- indabrot og ofsótt eigin þjóð. Það er auðvitað erfitt fyrir þá sem andsnúnir voru stríði í Írak að mótmæla þessum rökum. En þá má ekki gleyma því að samkvæmt alþjóðlegum lögum er aðeins leyfi- legt að hefja stríð gegn annarri þjóð ef hún á gereyðingarvopn og talin er hætta á að þau verði not- uð. Lög Sameinuðu þjóðanna heimila ekki að harðstjórar séu fjarlægðir af valdastólum vegna þess eins að þeir séu harðstjórar. Ef við hins vegar samþykkjum þessa nýju skilgreiningu á ástæð- um Íraksstríðsins verður ekki undan því vikist að taka víðar til hendinni í heiminum. Þar liggur beinast við að ráðast inn í Norður- Kóreu og raunar má furðulegt heita að það skuli ekki hafa verið gert fyrir löngu. Norður-Kóreu er stjórnað af harðstjóra sem brýtur mannréttindi dag hvern. Nýlega var greint frá því að gerðar væru tilraunir á pólitískum andstæð- ingum stjórnvalda í landinu með því að drepa þá með gasi. Teknar eru kvikmyndir af fólkinu meðan það er myrt. BBC sagði fyrst frá þessum til- raunum, en fréttin byggist á fjór- um bréfmiðum sem smyglað var frá N-Kóreu. Áætlað hefur verið, að innan veggja gúlagsins í Norð- ur-Kóreu sé að finna um 200.000 manns. Í yfirlýsingu frá Kang Byong Sop, 57 ára verkfræðingi frá N-Kóreu, segir að hann hafi verið yfirrafmagnsverkfræðingur í efnaframleiðslumiðstöðinni og þess vegna hafi hann haft aðgang að henni allri vegna viðgerða. Segir hann, að tvisvar í mánuði hafi verið komið með fanga, sem hurfu inn í byggingu, sem stóð nokkuð frá meginsamstæðunni. Einu sinni, er hann var að vinna þar að viðgerðum, sá hann inn í klefa, sem minnti á stóra frysti- geymslu. „Ég sá mannshendur krafsa í kringlótt glerið í stálhurðinni,“ er haft eftir Kang. Í N-Kóreu er rekin efnahags- stefna sem hefur gjörsamlega mistekist að tryggja þjóðinni næg matvæli. Þúsundir manna deyja úr hungri og þannig hefur ástand- ið verið í mörg ár. Að auki er talið sannað að N-Kóreumenn eigi ger- eyðingarvopn og séu hugsanlega búnir að koma sér upp kjarn- orkuvopnum. Þeir hafa þar að auki ógnað nágrannaþjóðum sín- um. Það er því flest sem bendir til þess að það sé hægt að ráðast inn í landið á grundvelli samþykkta Sameinuðu þjóðanna. En hvers vegna horfa þjóðir heims aðgerðarlausar á þessar hörmungar? Hvers vegna er það látið viðgangast að harðstjóri brjóti mannréttindi á þjóð sinni, drepi pólitíska andstæðinga á við- bjóðslegan hátt og reki efnahags- stefnu sem hefur afleiðingar sem líkja má við móðuharðindi af mannavöldum? Ein af ástæðunum er sú að stjórnvöld í N-Kóreu eiga að öllum líkindum kjarnorkuvopn. Hvaða þjóð er tilbúin til að taka þá áhættu að ráðast á land sem á kjarnorkuvopn, ekki síst þegar þjóðhöfðinginn er kannski á mörkum þess að vera með fullu viti? Þá skiptir einnig máli að þjóðir heims eiga lítilla hagsmuna að gæta í N-Kóreu. Þar er engin olía. Þar er bara fátækt fólk sem deyr úr hungri. Þjáningar í N-Kóreu Nýlega var greint frá því að gerðar væru tilraunir á pólitískum andstæð- ingum stjórnvalda í landinu með því að drepa þá með gasi. Teknar eru kvik- myndir af fólkinu meðan það er myrt. Í N-Kóreu er rekin efnahagsstefna sem hefur gjörsamlega mistekist að tryggja þjóðinni næg matvæli. Þúsundir manna deyja úr hungri og þannig hefur ástandið verið í mörg ár. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÍSLAND og Nýja-Sjáland eiga það sameiginlegt að vera ein- angruð eyríki með svipuð vestræn menningarviðhorf og lífsgildi, bæði gædd mikilli, en þó ólíkri, náttúrufegurð. Þetta hefði sjálfsagt leitt til samvinnu og vinsam- legra samskipta með tilheyrandi ferða- mennsku í báðar átt- ir, ef svo stæði ekki á, að fjarlægð milli tveggja staða á hnett- inum verður ekki meiri en milli okkar í Norður-Atlantshafi og þeirra í Suður- Kyrrahafinu. Að vera andfætlingar er einmitt þetta. Og er nema von að menn sæju það sem svo, að grundvöllur samskipta eða við- skipta væri næsta lítill ef nokkur? Enda sló merkur hagfræðingur því fram, að Ísland og Nýja-Sjáland væru hið augljósa dæmi um tvö lönd sem ekki gætu efnt til frí- verslunar sín á milli. Sá áhugi, sem virðist hafa verið, var ekki gagn- kvæmur en kom frá framámönnum okkar í sauðfjárrækt um þann mikla fyrirmyndarbúskap, sem Nýsjálendingar reka á því sviði. En það er nú svo, að hnattlega og fjarlægðir eru ekki varanlegar stærðir heldur mjög afstæðar á tímum byltinga í samgöngum og samskiptum þotu- og tölvuald- arinnar. Hin síðari ár hefur það skeð, að íslensk útrásarfyrirtæki, einkum Hampiðjan og Marel, hafa haslað sér völl sem meiriháttar seljendur á veiðarfærum og rafeindabúnaði til fiskverkunar í nýsjálenskum sjávarútvegi. Reyndar rekur Hampiðjan netaverkstæði í útgerð- arbænum Nelson undir stjórn Ís- lendinga. Íslensk fjármálaþjónusta á sviði sjávarútvegs á erindi til Nýja-Sjálands og þeirra fyrirtæki og okkar samtök í sjávarútvegi eiga eign- arhlut í stórútgerð í St.Johns á Nýfundna- landi. Utanríkisþjón- ustan hefur hug á að efla þarna tengsl okk- ar og hefur Eiður Guðnason, sendiherra okkar við Nýja- Sjáland, eftir nýlega heimsókn þangað, gert tillögur um að efla ræðismannsstörf þar, sem utanríkisráðu- neytið fylgir eftir. Reyndar má líta svo á, að það gæti gegnt hagsmunum okkar vel, að aðilar í sjávarútvegi efndu til farar á þessar slóðir til að ýta undir þessi tengsl og samvinnu og gefa samskiptum við Ísland hærra ris. Fisveiðistjórnun Nýsjálendinga er sama eðlis og hér á landi og byggir á ákvörðunum um heildarafla og framseljanlegum veiðikvótum. Nýsjálendingar og Íslendingar eiga það sameiginlegt að stunda ferðamennsku um heiminn af kappi nokkru. Einhver byrjun mun vera á ferðalögum hingað frá Ástr- alíu en það hefur hins vegar ekki orðið með skipulegum hætti hvað snertir Nýsjálendinga, sem að sjálfsögðu koma þó hingað sem ferðamenn. Í nýlegri för minni til Nýja-Sjálands var ánægjulegt að heyra, að gaman þykir að kynnast Íslandi í viðskiptaferðum. Að- stoðað verður við að koma ferða- mannaupplýsingum um Ísland á framfæri og vonandi verður hægt að sjá hópa þeirra hér, en á þeirri leið gætum við líka boðið upp á skoðanir í nágrannalöndunum. Þá þykir mér ekki ólíklegt að öðrum þyki það jafn ánægjulegt og mín var raunin, að njóta fegurðar þesa margbreytilega lands, sem margir hafa séð í síðustu kvikmyndinni um Hringadrottinssögu. Nýja- Sjáland er vissulega mjög sér- stætt, fjarlægt eyríki. Venjulega er spurt um Íslend- inga búsetta í fjarlægum löndum. Ég hef það eftir athafnamanninum Sigurgeir Péturssyni, sem þar er búsettur, að á Nýja-Sjálandi séu nær 30 Íslendingar. Hvað sjálfan mig snerti var það óvenjulega við þessa för, að ég náði tengslum við marga fjarskylda ættingja en það eru afkomendur langömmusystur minnar, sem settist að í Dunedin á Suðureyjunni seint á 19. öld. Þó ekki hafi verið mikil tengsl við þessar ágætismanneskjur urðu þarna hinir mestu fagnaðarfundir svo sem aldavinir væru. Það má gleðja fólk af Ráðagerðisætt að allt er þetta frændfólk okkar til mesta sóma. Þarna á suðurhveli jarðar er hásumarið í febrúar og var alveg mátulega hlýtt fyrir mig. Vissulega sátu eftir góðar minningar úr þess- ari ferð. Ekki verður varist þeirri hugsun, að þrátt fyrir að setið sé í sitt hvorum heimshlutanum geta þessar þjóðir væntanlega átt aukið samstarf með meiri gagnkvæmum kynnum. Ísland og Nýja- Sjáland Einar Benediktsson skrifar um samskipti Íslands og Nýja Sjá- lands ’Nýja-Sjáland er vissu-lega mjög sérstætt, fjarlægt eyríki.‘ Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.