Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 70
ÍÞRÓTTIR 70 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bikarúrslitaleikur í dag kl. 16:30 Framarar hittast fyrir leikinn LAUGARDALSHÖLL SUNNUDAGUR 29. FEB. FRAM-KA Dagskrá í Íþróttahúsi Fram, laugardaginn 28. febrúar. Kl. 14:00 Húsið opnar, Framarar koma saman, skemmta sér og öðrum, hitað upp fyrir leikinn. Bolir, fánar og fleira tilheyrandi. Andlitsmálun og föndur fyrir börnin. Léttar veitingar fyrir alla aldurshópa. SS-pylsur og gos. Kl. 15:30 Ef vel viðrar verður marserað niður í Laugardalshöll, annars verður boðið upp á rútuferðir í höllina. Stuðningsmenn Fram koma sér fyrir vestanmegin í stúkunni, allir í bláu. Áfram Fram Úrslitaleikir í skólamóti HSÍ, ÍBR og 10/11 Kl. 11:00 Álftamýrarskóli-Fossvogsskóli drengir Kl. 11:45 Álftamýrarskóli-Grandaskóli stúlkur SS-BIKARÚRSLIT YNGRI-FLOKKAR 3. FL. KARLA KL. 15:30 FRAM – FJÖLNIR UFL. KVENNA KL. 17:30 FRAM – GRÓTTA 2. FL. KARLA KL. 19:30 FRAM - KA MÆTUM OG HVETJUM UNGA FÓLKIÐ OKKAR TIL SIGURS. Handknattleiksdeild FRAM ÚRSLIT ALLS eru fimmtán íslenskir frjáls- íþróttamenn skráðir til leiks á Opna danska meistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í dag og á morgun. Líklega hafa aldrei fleiri Íslendingar tekið þátt í mótinu en nú, sex konur og átta karlar, en mótið er haldið í Sví- þjóð annað árið í röð þar sem að- staða til frjálsíþrótta innanhúss er bágborin í Danmörku. Íslandsmethafinn í langstökki kvenna, Sunna Gestsdóttir, UMSS, er skráð til leiks í þremur greinum, 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og lang- stökki. Aðrar sem keppa eru Sigur- björg Ólafsdóttir, Breiðabliki, Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, Rakel Ingólfsdóttir, FH, Fanney Tryggva- dóttir, ÍR, og Vala Flosadóttir, Breiðabliki. Þarna gefst Völu líkast til síðasti kostur á að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið innan- húss sem fram fer eftir hálfan mán- uð í Búdapest. Vala þarf að stökkva 4,35 metra til þess að komast á HM. Einnig keppir í stangarstökki 16 ára gömul íslensk stúlka sem býr í Malmö, Þóra Bjartmarz, úr Breiða- bliki. Hún stökk 3,35m fyrir mánuði síðan og jafnaði þar með met Fann- eyjar. Þjálfarinn Þóru er Stanislav Szczyrba, sem þjálfaði Völu árum saman. Íslandsmethafinn í 800 m hlaupi, Björn Margeirsson FH, slær ekki slöku við þessa daga og hyggst reyna að bæta vikugamalt met sitt í greininni. Aðrir sem verða á ferð- inni eru Sigurkarl Gústafsson, UM- SB, Magnús Valgeir Gíslason, Breiðabliki, Stefán Már Ágústsson, UMSS, Ólafur Margeirsson, Breiða- bliki. Sigurbjörn Árni Arngríms- son, UMSS, Kári Steinn Karlsson, UMSS, Sverrir Guðmundsson, ÍR. Þórey Edda keppir í Frakklandi Það er því ljóst að fram undan er átakamikil helgi hjá íslenskum frjálsíþróttamönnum því auk ofan- greindra keppa Silja Úlfardóttir, Íslandsmethafi í 200 m hlaupi úr FH, og Einar Karl Hjartarson, há- stökkvari úr ÍR, á háskólamótum í Bandaríkjunum. Þórey Edda Elísdóttir, stangar- stökkvari úr FH, spreytir sig á sterku móti, sem fer fram í Lievin í Frakklandi. Íslenskir frjálsíþróttamenn á fullri ferð í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Frakklandi AGANEFND KKÍ vísaði kærum á hendur Gunnari Einarssyni, leik- manni Keflavíkur, og JaJa Bey, leikmanni KFÍ, frá á fundi sínum í vikunni, en úrskurðirnir voru birtir í gær. Þeim félögum var vísað af leikvelli sl. laugardag þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni í Keflavík. Að mati aganefndar var ekki ástæða til þess að úrskurða leik- mennina í leikbann þar sem að dómari leiksins tiltók í kærunni að dómurinn hafi verið of strangur og tekur dómarinn það fram að hann hafi gert mistök með því að vísa leikmönnunum af leikvelli. Tæknivilla hefði átt að duga í umræddu tilviki og því sé ekki ástæða til þess að setja leikmennina í leikbann. Martinez í fjögurra leikja bann Þá tók aganefnd fyrir kæru á hendur Julian Martinez, þjálfara drengjaflokks Þórs á Akureyri, og tveggja leikmanna Þórs, vegna at- vika sem komu upp í leik Hauka og Þórs í drengjaflokki sl. laugardag. Julian Martinez, sem tvívegis áður hefur verið úrskurðaður í leikbann af aganefnd í vetur, var gert að sæta fjögurra leikja banni í öllum flokkum. Hann tekur bannið út í fjölliðamóti 11. flokks karla um næstu helgi. Martinez er einnig í leikbanni í leik Þórs og Vals í 1. deild karla á morgun, en það er síð- ari leikurinn í tveggja leikja banni sem hann var dæmdur í 3. febrúar sl. Bjarni Árnason, sem áður hafði verið úrskurðaður í eins leiks bann í meistaraflokki, var dæmdur í tveggja leikja bann í drengjaflokki og Friðjón Helgason var úrskurð- aður í eins leiks bann í drengja- flokki. Á fundi aganefndar var Sigurður Magnússon, leikmaður Keflavíkur b, úrskurðaður í eins leiks bann, en hann var rekinn af leikvelli í leik Keflavíkur b og ÍA sl. laugardag. Þá var Böðvar Björnsson, leik- maður 10. flokks ÍA, úrskurðaður í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik ÍA og Breiða- bliks sl. sunnudag. Tveimur kærum vísað frá HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll, SS- bikarinn: KONUR: Haukar - ÍBV.............................13 KARLAR: Fram - KA ..........................16.30 Sunnudagur: 1. deild karla, RE/MAX-deildin: Akureyri: Þór A. - Breiðablik....................16 Bikarkeppni yngri flokka í Laugardals- höll, SS-bikarinn: 4. flokkur karla: Afturelding - Valur ...12.30 4. flokkur kvenna: Grótta - HK.................14 3. flokkur karla: Fjölnir - Fram ...........15.30 Unglingaf. kvenna: Fram - Grótta.......17.30 2. flokkur karla: Fram - KA..................19.30 Skólamót Úrslitaleikir í skólamóti HSÍ fara fram í Laugardalshöllinni á morgun, sunnudag. Dómarar á öllum leikjunum eru Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson, milli- ríkjadómarar. 3.-4. sæti: Strákar: Breiðholtsskóli - Seljaskóli .....9.30 Stelpur: Selásskóli - Melaskóli.............10.15 Úrslitaleikir: Strákar: Fossvogss. - Álftamýraskóli ......11 Stelpur: Álftamýras. - Grandaskóli .....11.45 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Selfoss: Selfoss - Fjölnir ............................16 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - ÍR .........................17.15 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Hveragerði: Hamar - KR .....................19.15 Njarðvík: UMFN - KFÍ........................19.15 Seljaskóli: ÍR - UMFG..........................19.15 Smárinn: Breiðablik - Tindastóll .........19.15 Stykkishólmur: Snæfell - Haukar........19.15 KNATTSPYRNA Laugardagur: Deildabikarkeppni Efri deild, A-riðill: Egilshöll: Fylkir - KA ................................15 Reykjavíkurmót kvenna, efri deild: Egilshöll ÍBV - Valur .................................17 Sunnudagur: Deildabikarkeppni karla Efri deild, B-riðill: Egilshöll: Stjarnan - Þróttur R.................18 Efri deild, A-riðill: Egilshöll: Víkingur R. - KR.......................20 Reykjaneshöllin: Grindavík - Njarðvík....20 Reykjavíkurmót kvenna, efri deild: Egilshöll: Valur - ÍBV ................................14 Egilshöll: Breiðablik - KR.........................16 Norðurlandsmótið, Powerademótið: Boginn: Þór - KS ...................................15.15 Boginn: Hvöt - Tindastóll .....................17.15 UM HELGINA KÖRFUKNATTLEIKUR UMFG – Hamar 106:97 Grindavík, úrvalsdeildin, Intersportdeild in, föstudagur 27. febrúar 2004. Gangur leiksins: 23:27, 49:46, 76:65, 106:97. Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 27, Jac- kie Rogers 25, Páll Axel Vilbergsson 21, Steinar Arason 14, Jóhann B. Ólafsson 11, Þorleifur Ólafsson 5, Guðmundur Bragason 2, Örvar Kristjánsson 1. Fráköst: 25 í vörn – 14 í sókn. Stig Hamars: Lárus Jónsson 20, Marvin Valdimarsson 19, Faheem Nelson 16, Chris Dade 15, Adrian Owens 13, Svavar P. Pálsson 11, Hallgrímur Brynjólfsson 3. Fráköst: 29 í vörn – 14 í sókn. Villur: Grindavík 17 – Hamar 21. Dómarar: Björgvin Rúnarsson og Guð- mundur Stefán Maríasson Staðan: Snæfell 20 17 3 1715:1603 34 Grindavík 20 16 4 1812:1712 32 Keflavík 20 14 6 1965:1750 28 Njarðvík 20 12 8 1803:1708 24 Haukar 20 12 8 1604:1579 24 Tindastóll 20 11 9 1853:1768 22 KR 20 10 10 1826:1771 20 Hamar 20 9 11 1681:1729 18 ÍR 20 6 14 1734:1812 12 KFÍ 20 5 15 1817:2050 10 Breiðablik 20 4 16 1640:1768 8 Þór Þorl. 20 4 16 1659:1859 8 1. deild karla: Skallagrímur – Stjarnan ...................79:69 Þór A. – Valur....................................65:79 Staðan: Skallagrímur 17 16 1 1575:1320 32 Valur 17 14 3 1486:1342 28 Fjölnir 16 13 3 1473:1193 26 Ármann/Þróttur 17 10 7 1422:1338 20 Þór A. 17 7 10 1423:1492 14 Stjarnan 18 7 11 1398:1382 14 Höttur 18 6 12 1263:1404 12 ÍS 17 6 11 1283:1436 12 Selfoss 16 3 13 1277:1433 6 ÍG 17 3 14 1243:1503 6 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Washington – Chicago ......................95:87 Dallas 115 San Antonio ...................115:91 Sacramento – LA Lakers..............103:101 KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla Efri deild, B-riðill: Valur – Keflavík .................................. 0:2 – Hörður Sveinsson 2. ÍA - FH.................................................. 4:1 Reynir Leósson 10., Kári Steinn Reyn- isson 50., sjálfsmark 58., Julian Johnsson 73 – Allan Borgvardt 87. ÍBV – Fram .......................................... 1:1 Bjarnólfur Lárusson úr víti – Ingvar Ólafsson úr víti. Staðan: ÍA 2 2 0 0 9:3 6 ÍBV 2 1 1 0 6:3 4 Keflavík 2 1 1 0 4:2 4 Valur 2 1 0 1 3:2 3 Þróttur R. 1 0 1 0 2:2 1 Fram 2 0 1 1 3:6 1 Stjarnan 1 0 0 1 2:5 0 FH 2 0 0 2 1:7 0 Eins og fram hefur komið hefurVeigar Páll gert munnlegt sam- komulag við Stabæk um að ganga til liðs við félagið. Veigar skrifaði hins vegar undir persónulegan samning við KR-inga í janúar. Honum fylgdi ekki KSÍ-samningur sem gerir það að verkum að málið er komið í tölu- verða flækju. „Ég hef engin gögn í höndunum um þetta tiltekna mál en almennt séð þá er þetta þannig að allir leikmenn sem eru samningsbundnir á Íslandi og eru skráðir sem slíkir hjá knatt- spyrnusambandinu verða að gera samninginn á staðalformi KSÍ. Slíku staðalformi geta síðan fylgt ýmiss konar viðaukasamningar sem verða að vera skráðir til að hafa gildi innan okkar hreyfingar á staðalformið. Þetta er almenna reglan. Ef þessu er ekki framfylgt á þennan hátt og staðalformið er ekki til staðar þá er viðkomandi leikmaður ekki skráður samningsbundinn innan okkar vé- banda,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, við Morg- unblaðið. Geir segir að honum sýnist svo að hvorki staða KR né Veigars sé góð í þessu máli. „Þessi staða er alls ekki auðveld, hvorki fyrir leikmanninn né félagið og er ekki þægileg ef upp kemur deila á milli félaganna. Þá er þetta orðið milliríkjamál og kemur ekki til kasta KSÍ eða norska knatt- spyrnusambandsins heldur Alþjóða knattspyrnusambandsins. Ég vona nú hins vegar að ekki komi til þess að Alþjóða knatt- spyrnusambandið fái þetta mál upp á sitt borð. Farsælasta lausnin er að félögin ræði saman og finni lausn og ég trúi ekki öðru en að þau geri það,“ segir Geir. KR-ingar: „Bíðum eftir viðbrögðum frá Stabæk“ Jónas Kristinsson, formaður KR- sports, rekstrarfélags meistara- flokks KR, sagði við Morgunblaðið í gær að KR-ingar biðu eftir viðbrögð- um Stabæk. KR-ingar eru ekki til- búnir að skrifa undir félagaskiptin nema þeir fái greiðslu fyrir Veigar. „Það kom fyrirspurn frá Stabæk til okkar á miðvikudaginn þar sem það óskaði eftir viðræðum við okkur varðandi Veigar. Við svöruðum um hæl þar sem við sögðumst reiðubún- ir til viðræðna eins og alltaf þegar leikmenn eru seldir á milli landa. Við bíðum eftir viðbrögðum forráða- manna Stabæk og ég er bjartsýnn á að málið fái farsælan endi,“ sagði Jónas. Jónas segir að Veigar hafi skrifað undir launasamning við KR í janúar en það hafi dregist að ganga frá svo- kölluðum KSÍ-samningi. „Leikmaðurinn er með góðum ásetningi búinn að semja við KR, sem þýðir að hann hefur enga heim- ild til að fara eitthvað annað. Ég efast um að Stabæk hafi gert sér grein fyrir því að hann var búinn skrifa undir samning við KR og nú er forráðamanna Stabæk að ákveða hver næstu skref verða í málinu. Við gerum kröfu á að fá greiðslu fyrir Veigar en ef við gefum okkur það að Norðmennirnir neiti því þá munum við að sjálfsögðu leita okkar réttar,“ sagði Jónas. Staða Veigars og KR ekki góð GEIR Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Ís- lands, segir að KR og Stabæk verði að leysa málin sín á milli varð- andi væntanleg félagaskipti Veigars Páls Gunnarssonar úr KR í Sta- bæk. Takist það ekki er hætt við að Alþjóða knattspyrnusambandið verði að grípa inn í. Grindvíkingar lögðu Hamars-menn 106:97 í fremur til- komulitlum leik í úrvalsdeildinni í körfu í gærkvöldi. Grindvíkingar eru í öðru sæti sem fyrr og Ham- arsmenn í því áttunda og geta ekki farið neðar, en hefðu getað komist að hlið KR-inga með sigri í gær. Gestirnir byrjuðu ágætlega og voru yfir í fyrsta leikhluta en síðan náðu heimamenn ágætum tökum á leiknum þó munurinn yrði aldrei mikill, það vantaði alltaf að hrista gestina af sér. Eftir að hafa náð forustunni og hafa þriggja stiga forskot í leikhléi má segja að heimamenn hafi gert það sem til þurfti í síðari hálfleik, ekkert meira. Liðið náði ágætri forystu með fínum rispum, gestirnir náðu að minnka muninn en þá kom önnur rispa heimamanna og þannig gekk þetta þar til yfir lauk. „Það var eiginlega eins og hvor- ugt liðið hefði að miklu að keppa, en stigin eru góð,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grinda- víkur, eftir leikinn. Nokkrar troðslur frá Darrel og Rogers lífguðu upp á leikinn og eins má segja að Steinar Arason hafi komið sterkur af varamanna- bekknum hjá Grindvíkingum eins og Jóhann Ólafsson. Þrátt fyrir að skora aðeins tvö stig og vera með slaka nýtingu í skotum tók Guð- mundur Bragason átta fráköst og átti tíu stoðsendingar. Tvær umferðir eru nú eftir í deildinni og línur teknar að skýr- ast verulega. Enn er þó nokkur barátta framundan um nákvæma sætaröðun. Einstaka rispur dugðu Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.