Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ GÍTARKONSERT eftir Karólínu Eiríksdóttur hljómaði í fyrsta sinn hérlendis á Sinfóníutónleikum í Há- skólabíói í fyrrakvöld. Konsertinn var frumfluttur af argentínska gít- arleikaranum Sergio Puccini í Arg- entínu árið 2001, en nú var það Arn- aldur Arnarson sem var í einleikshlutverkinu. Stjórnandi var hinn 23 ára gamli Stefan Solyom. Konsert Karólínu er í fjórum þáttum og tók maður strax eftir því hve áberandi hlutverk gítarsins var. Í fyrsta kaflanum rétt studdi hljóm- sveitin einleikinn með stöku inn- skotum og heyrðist í gítarnum svo til allan tímann. Sama má segja um hina kaflana; hljómsveitarröddinni var stillt í hóf og yfirgnæfði aldrei einleikinn, ekki einu sinni í talsvert flóknum þriðja þættinum. Sólin skein því á Arnald án fyrirstöðu og naut hann sín prýðilega. Gítarleikur hans var líflegur og markviss og var verulega gaman á að hlýða. Tónlistin var líka athyglisverð, öll framvinda verksins var rökrétt og eðlileg; maður heyrði hvergi nokkuð sem virkaði ofaukið, snubbótt eða tilgerðarlegt. Mismun- andi hljómsveitarradd- ir pössuðu ætíð vel við gítarleikinn og sumar hugmyndir Karólínu komu þægilega á óvart. Sérkenni- legar laglínur hins lýríska annars kafla líktust t.d. engu hér á jörð og stutt einleikskadensan í lokin, þegar öll hin hljóðfærin voru hljóðnuð, var furðu viðeigandi endir og tilbreyt- ing frá flugeldasýningunni sem ein- leikskonsertar enda venjulega á. Þetta er þroskuð tón- smíð og ein sú besta sem ég hef heyrt eftir Karólínu. Því miður var hljóm- sveitin ekki ævinlega með allt sitt á hreinu; fiðlurnar voru dálítið loðnar í fyrsta kaflan- um og í þriðja þætti voru sellóleikararnir beinlínis skrýtnir. Sök- um þess hve hljóm- sveitin var fámenn í konsertinum (t.d. voru aðeins þrír sellóleikar- ar) var þetta óþægi- lega áberandi. Betri var Inngangur að Choros eftir Villa-Lobos, en það er skemmtileg tónsmíð sem er nokk- urs konar forleikur að stærra verki. Inngangurinn er fyrir gítar og hljómsveit og var flutningur Arn- alds og hljómsveitarinnar í senn fjörlegur og hljómþýður. Styrk- leikajafnvægið á milli einleikara og allra hinna var auk þess eins og best verður á kosið. Eftir hlé var leikin fimmta sin- fónía Tsjækofskís og tók rómantíkin þá öll völd. Rómantík en ekki væmni; túlkun Solyoms var stílhrein og kraftmikil og féll hann aldrei í þá gryfju að smjatta um of á unaðs- legum melódíunum eins og um sápuóperu væri að ræða. Nei, hér var gengið hreint til verks, heild- armyndin var sterk og lá við að maður skynjaði niðurlag verksins strax í upphafstónunum. Svona heildræn túlkun er nútímaleg og gæti virkað kuldaleg en það var hún ekki hér; mismunandi litbrigði voru skýrt mótuð og því kom hnitmiðuð, formföst uppbyggingin aldrei niður á nauðsynlegum smáatriðum. Helst voru það fáeinir hnökrar, sérstak- lega hjá ónefndum málmblásurum, sem trufluðu. Í það heila voru þetta góðir tón- leikar; upp úr stendur gítarkonsert Karólínu og er henni óskað til ham- ingju með verk sitt. Sól skein á gítarinn TÓNLIST Háskólabíó Arnaldur Arnarson gítarleikari og Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Stefan Solyom stjórnaði. Inngangur að Choros eftir Villa- Lobos; Gítarkonsert eftir Karólínu Eiríks- dóttur og sinfónía nr. 5 eftir Tsjækofskí. Fimmtudagur 26. febrúar. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Jónas Sen Karólína Eiríksdóttir Á þriðja hundrað nema á tón- leikum DAGUR tónlistarskólanna er haldinn hátíðlegur um land allt í dag og á morgun. Á Ísafirði verður samkvæmt hefðinni boðið til ,,Tónlistarhátíðar æsk- unnar“, en miðsvetrartónleikar hafa verið haldnir í skólanum svo lengi sem elstu menn muna. Að þessu sinni verða þrennir tónleikar með fjölbreyttri dag- skrá, þar sem aðaláherslan er lögð á að nemendur komi fram í samleik. Tónleikar verða kl. 17 í dag og kl. 15 og 17 á morgun, sunnudag. Einnig verða haldn- ir tónleikar í útibúum skólans á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík innan tíðar. Fjöldi flytjenda er hátt á þriðja hundrað og koma sumir þeirra fram í fleiri en einu at- riði. Á dagskránni kennir ým- issa grasa, gömul tónlist og ný, klassísk og poppuð, litlir hópar og stórir. Perlukórinn og Krist- alskórinn syngja saman ásamt 20 manna hljómsveit, Skóla- lúðrasveitin og minni blásara- sveit leika hressileg lög, Strengjasveitin leikur verk eft- ir Bach og Pachelbel, en einnig koma þrír ungir einleikarar fram með hljómsveitinni, 15 gítarnemendur leika saman í hóp, blokkflautukvartettinn kemur fram og einnig hópur yngri tréblásara sem leika á óvenjuleg hljóðfæri. Á NÆSTU tónleikum í 15:15- syrpunni á nýja sviði Borgarleik- hússins í dag mun kvartettinn Tímahrak halda uppi merkjum heilagrar Sesselju og flytja eigin tónlist. Kvartettinn samanstendur af tveimur slagverksleikurum, þeim Matthíasi Hemstock og Pétri Grétarssyni, sem leika á hefð- bundin og rafræn slagverks- hljóðfæri, rafgítarleikaranum Hilmari Jenssyni og sellóleik- aranum Sigurði Halldórssyni. Hópurinn lék fyrst saman á Vil- bergsdögum árið 2001 í Garðabæ. Árið 2002 hlaut hann menningar- borgarsjóðsstyrk til að vinna að eigin verkum og annarra tón- skálda, en afraksturinn af þeirri vinnu var að hluta til fluttur á tónleikum í Borgarleikhúsinu í nóvember 2002. Síðastliðið haust vann kvartettinn að tónverki með danska tónlistarmanninum Lars Graugaard sem byggðist á sam- tvinnun lifandi flutnings og gagn- virks tölvukerfis. Verkið var frumflutt á opnunarhátíð „Bryg- gen“, Norðvestur-Atlantshafs- menningarmiðstöðvarinnar í Kaupmannahöfn, í lok nóvember. Einnig hélt kvartettinn, ásamt höfundi verksins, námskeið og tónleika fyrir nemendur í Esb- jerg-konservatoríinu og deild úr Álaborgarháskóla í Esbjerg í kjöl- farið. Framundan er frekara sam- starf við Lars Graugaard og til- heyrandi tónleikahald, bæði hér á landi og víða erlendis. Tónleik- arnir standa í um það bil eina klukkustund. Nemendur og eldri borgarar greiða 500 krónur, al- mennt verð er 1.500 krónur og frítt er fyrir börn sem eru 12 ára og yngri og í fylgd með full- orðnum. Tímahrak heldur uppi merkjum Sesselju Morgunblaðið/Golli Kvartettinn Tímahrak: Hilmar, Pétur, Matthías og Sigurður. miðasala hafin í Salnum. Söng- skráin er fjölbreytt að vanda, ný lög í bland við eldri og vinsæl með þeim tónelsku bræðrum úr Skaga- ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR, þeir Óskar, Sigfús, Pétur og Gísli Pét- urssynir, eru á leiðinni suður yfir heiðar að halda tónleika á höf- uðborgarsvæðinu. Þetta eru fyrstu tónleikarnir með þeim í nokkurn tíma eða frá því að Óskar skildi við eldri bræður sína um stund og hóf sólóferil með útgáfu geisladisks, Aldrei einn á ferð, sem hlaut feiki- góðar viðtökur. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 7. mars næstkomandi, hefjast kl. 16 og er firðinum, eins og segir í frétta- tilkynningu. Söngstjóri þeirra sem fyrr er Stefán R. Gíslason. Morgunblaðið/Kristján Álftagerðis- bræður í Salnum Kammerkór í Reykholti KAMMERKÓR Akraness held- ur tónleika í Reykholtskirkju kl. 16.30 í dag. Kórinn var stofnað- ur í byrjun þessa árs og eru þetta fyrstu tónleikar kórsins, sem skipaður er 13 söngvurum. Á fyrri hluta tónleikanna eru tónverk sem tileinkuð eru heil- agri Maríu og meðal höfunda eru Josquin des Prés, Palestr- ina, Edvard Grieg, Sigvaldi Kaldalóns, Hans Nyberg og Andrew Carter. Seinni hluti tónleikanna er tileinkaður franskri tónlist. Flutt verður Panis angelicus eftir César Franck og endað á lítilli messu eftir Gabriel Fauré, Messe basse. Hún er samin 1881, upp- runalega fyrir kvenraddir, en árið 1981 útsetti Anders Öhrwall messuna fyrir blandað- an kór. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson, organisti við Akraneskirkju. Meðleikari á orgel er Jónas Þórir, organisti í Mosfellsbæ. Hann mun, auk þess að leika undir á orgel Reykholtskirkju, spinna teng- ingu frá Maríukvæðunum yfir í frönsku tónlistina. SAMBAND íslenskra myndlistarmanna og Listahátíð í Reykjavík standa fyrir ráðstefnu um Ísland sem vettvang fyrir alþjóðlega myndlist í fjölnotarými Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhús- inu kl. 14 á sunnudag. Yfirskrift ráðstefnunnar er Heimslist – heimalist. Framsögumenn verða Jes- sica Morgan, sýningarstjóri hjá Tate Modern- safninu í London, sem stýra mun myndlistarþætt- inum á Listahátíð 2005, Ólafur Elíasson myndlist- armaður, Tumi Magnússon myndlistarmaður og Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður vinnu- stofusetursins í Dalsåsen í Noregi. Kveikjan að ráðstefnunni er sú að um nokkurra ára skeið hafa hugmyndir um Reykjavíkurtvíær- ing verið ræddar innan íslensks myndlistarheims en margir telja að með því að standa reglulega að slíkum stórviðburði komist Ísland með afgerandi hætti inn á hið menningarlega heimskort. Nú hef- ur Listahátíð í Reykjavík tekið þá ákvörðun að leggja áherslu á samtímamyndlist á Listahátíð 2005 og er undirbúningur þegar kominn á fullan skrið. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um áframhald, hvorki á vegum Listahátíðar né ann- arra aðila en það veltur á því hvernig til tekst árið 2005. Í tengslum við þessar hræringar hafa ýmsar spurningar vaknað. Er hugsanlegt að fara fleiri leiðir að sama marki? Hver er staða myndlist- armanna í slíkum hræringum og hver er þáttur sýningarstjórans? Í hvers höndum á mótun um- ræðunnar að vera? Tekist verður á við þessar spurningar í almennum umræðum að erindum loknum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en þar sem sætafjöldi er takmarkaður er fólk beðið um að skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram á skrifstofu SÍM. Ísland vettvangur fyr- ir alþjóðlega myndlist Frá sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu. Morgunblaðið/Einar Falur Sýningum lýkur Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn Fyrstu sýningunni í sýningaröð- inni Píramídarnir lýkur á sunnudag. Þar sýnir verk sín Ásdís Sif Gunn- arsdóttir. Næstur til að sýna í píra- mídunum er Erling Klingenberg og verður sýning hans opnuð 5. mars. Sýningarstjóri er Hekla Dögg Jóns- dóttir. Ásmundarsafn er opið dag- lega frá kl. 13–16. Safn, Laugavegi 37 Sýningum Jóns Sæmundar Auð- arsonar, Særúnar Stefánsdóttur, Lawrence Weiners og Adam Bar- ker-Mills lýkur á sunnudag. Opið miðvikudaga til föstudaga kl. 14-18, laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39 Sýning Önnu Jóa, „Tímamót“, lýkur á sunnudag. Opið fimmtud. til sunnud. kl. 13-17. Aðgangur ókeyp- is. Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23. Sýningu Magnúsar Sigurðarson- ar, Greining hins augljósa, lýkur á sunnudag. Opið fimmtudaga til sunnudaga kl 14-18. Norræna húsið Sýningu tékknesku listakonunnar Jönu Výborná-Turunen, Flíkur til friðar, lýkur á sunnudag. Ókeypis aðgangur. Gerðuberg Sýningin Stefnumót við safnara lýkur á sunnudag. Opið virka daga kl. 11-19, um helgar kl. 13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.