Morgunblaðið - 28.02.2004, Page 32
LISTIR
32 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
GÍTARKONSERT eftir Karólínu
Eiríksdóttur hljómaði í fyrsta sinn
hérlendis á Sinfóníutónleikum í Há-
skólabíói í fyrrakvöld. Konsertinn
var frumfluttur af argentínska gít-
arleikaranum Sergio Puccini í Arg-
entínu árið 2001, en nú var það Arn-
aldur Arnarson sem var í
einleikshlutverkinu. Stjórnandi var
hinn 23 ára gamli Stefan Solyom.
Konsert Karólínu er í fjórum
þáttum og tók maður strax eftir því
hve áberandi hlutverk gítarsins var.
Í fyrsta kaflanum rétt studdi hljóm-
sveitin einleikinn með stöku inn-
skotum og heyrðist í gítarnum svo
til allan tímann. Sama má segja um
hina kaflana; hljómsveitarröddinni
var stillt í hóf og yfirgnæfði aldrei
einleikinn, ekki einu
sinni í talsvert flóknum
þriðja þættinum. Sólin
skein því á Arnald án
fyrirstöðu og naut
hann sín prýðilega.
Gítarleikur hans var
líflegur og markviss og
var verulega gaman á
að hlýða. Tónlistin var
líka athyglisverð, öll
framvinda verksins
var rökrétt og eðlileg;
maður heyrði hvergi
nokkuð sem virkaði
ofaukið, snubbótt eða
tilgerðarlegt. Mismun-
andi hljómsveitarradd-
ir pössuðu ætíð vel við gítarleikinn
og sumar hugmyndir Karólínu
komu þægilega á óvart. Sérkenni-
legar laglínur hins lýríska annars
kafla líktust t.d. engu hér á jörð og
stutt einleikskadensan í lokin, þegar
öll hin hljóðfærin voru hljóðnuð, var
furðu viðeigandi endir og tilbreyt-
ing frá flugeldasýningunni sem ein-
leikskonsertar enda venjulega á.
Þetta er þroskuð tón-
smíð og ein sú besta
sem ég hef heyrt eftir
Karólínu.
Því miður var hljóm-
sveitin ekki ævinlega
með allt sitt á hreinu;
fiðlurnar voru dálítið
loðnar í fyrsta kaflan-
um og í þriðja þætti
voru sellóleikararnir
beinlínis skrýtnir. Sök-
um þess hve hljóm-
sveitin var fámenn í
konsertinum (t.d. voru
aðeins þrír sellóleikar-
ar) var þetta óþægi-
lega áberandi.
Betri var Inngangur að Choros
eftir Villa-Lobos, en það er
skemmtileg tónsmíð sem er nokk-
urs konar forleikur að stærra verki.
Inngangurinn er fyrir gítar og
hljómsveit og var flutningur Arn-
alds og hljómsveitarinnar í senn
fjörlegur og hljómþýður. Styrk-
leikajafnvægið á milli einleikara og
allra hinna var auk þess eins og best
verður á kosið.
Eftir hlé var leikin fimmta sin-
fónía Tsjækofskís og tók rómantíkin
þá öll völd. Rómantík en ekki
væmni; túlkun Solyoms var stílhrein
og kraftmikil og féll hann aldrei í þá
gryfju að smjatta um of á unaðs-
legum melódíunum eins og um
sápuóperu væri að ræða. Nei, hér
var gengið hreint til verks, heild-
armyndin var sterk og lá við að
maður skynjaði niðurlag verksins
strax í upphafstónunum. Svona
heildræn túlkun er nútímaleg og
gæti virkað kuldaleg en það var hún
ekki hér; mismunandi litbrigði voru
skýrt mótuð og því kom hnitmiðuð,
formföst uppbyggingin aldrei niður
á nauðsynlegum smáatriðum. Helst
voru það fáeinir hnökrar, sérstak-
lega hjá ónefndum málmblásurum,
sem trufluðu.
Í það heila voru þetta góðir tón-
leikar; upp úr stendur gítarkonsert
Karólínu og er henni óskað til ham-
ingju með verk sitt.
Sól skein á gítarinn
TÓNLIST
Háskólabíó
Arnaldur Arnarson gítarleikari og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands. Stefan Solyom
stjórnaði. Inngangur að Choros eftir Villa-
Lobos; Gítarkonsert eftir Karólínu Eiríks-
dóttur og sinfónía nr. 5 eftir Tsjækofskí.
Fimmtudagur 26. febrúar.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jónas Sen
Karólína Eiríksdóttir
Á þriðja
hundrað
nema á tón-
leikum
DAGUR tónlistarskólanna er
haldinn hátíðlegur um land allt
í dag og á morgun. Á Ísafirði
verður samkvæmt hefðinni
boðið til ,,Tónlistarhátíðar æsk-
unnar“, en miðsvetrartónleikar
hafa verið haldnir í skólanum
svo lengi sem elstu menn muna.
Að þessu sinni verða þrennir
tónleikar með fjölbreyttri dag-
skrá, þar sem aðaláherslan er
lögð á að nemendur komi fram í
samleik. Tónleikar verða kl. 17 í
dag og kl. 15 og 17 á morgun,
sunnudag. Einnig verða haldn-
ir tónleikar í útibúum skólans á
Suðureyri, Flateyri, Þingeyri
og í Súðavík innan tíðar.
Fjöldi flytjenda er hátt á
þriðja hundrað og koma sumir
þeirra fram í fleiri en einu at-
riði. Á dagskránni kennir ým-
issa grasa, gömul tónlist og ný,
klassísk og poppuð, litlir hópar
og stórir. Perlukórinn og Krist-
alskórinn syngja saman ásamt
20 manna hljómsveit, Skóla-
lúðrasveitin og minni blásara-
sveit leika hressileg lög,
Strengjasveitin leikur verk eft-
ir Bach og Pachelbel, en einnig
koma þrír ungir einleikarar
fram með hljómsveitinni, 15
gítarnemendur leika saman í
hóp, blokkflautukvartettinn
kemur fram og einnig hópur
yngri tréblásara sem leika á
óvenjuleg hljóðfæri.
Á NÆSTU tónleikum í 15:15-
syrpunni á nýja sviði Borgarleik-
hússins í dag mun kvartettinn
Tímahrak halda uppi merkjum
heilagrar Sesselju og flytja eigin
tónlist.
Kvartettinn samanstendur af
tveimur slagverksleikurum, þeim
Matthíasi Hemstock og Pétri
Grétarssyni, sem leika á hefð-
bundin og rafræn slagverks-
hljóðfæri, rafgítarleikaranum
Hilmari Jenssyni og sellóleik-
aranum Sigurði Halldórssyni.
Hópurinn lék fyrst saman á Vil-
bergsdögum árið 2001 í Garðabæ.
Árið 2002 hlaut hann menningar-
borgarsjóðsstyrk til að vinna að
eigin verkum og annarra tón-
skálda, en afraksturinn af þeirri
vinnu var að hluta til fluttur á
tónleikum í Borgarleikhúsinu í
nóvember 2002. Síðastliðið haust
vann kvartettinn að tónverki með
danska tónlistarmanninum Lars
Graugaard sem byggðist á sam-
tvinnun lifandi flutnings og gagn-
virks tölvukerfis. Verkið var
frumflutt á opnunarhátíð „Bryg-
gen“, Norðvestur-Atlantshafs-
menningarmiðstöðvarinnar í
Kaupmannahöfn, í lok nóvember.
Einnig hélt kvartettinn, ásamt
höfundi verksins, námskeið og
tónleika fyrir nemendur í Esb-
jerg-konservatoríinu og deild úr
Álaborgarháskóla í Esbjerg í kjöl-
farið. Framundan er frekara sam-
starf við Lars Graugaard og til-
heyrandi tónleikahald, bæði hér á
landi og víða erlendis. Tónleik-
arnir standa í um það bil eina
klukkustund. Nemendur og eldri
borgarar greiða 500 krónur, al-
mennt verð er 1.500 krónur og
frítt er fyrir börn sem eru 12 ára
og yngri og í fylgd með full-
orðnum.
Tímahrak heldur uppi
merkjum Sesselju
Morgunblaðið/Golli
Kvartettinn Tímahrak: Hilmar, Pétur, Matthías og Sigurður.
miðasala hafin í Salnum. Söng-
skráin er fjölbreytt að vanda, ný
lög í bland við eldri og vinsæl með
þeim tónelsku bræðrum úr Skaga-
ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR, þeir
Óskar, Sigfús, Pétur og Gísli Pét-
urssynir, eru á leiðinni suður yfir
heiðar að halda tónleika á höf-
uðborgarsvæðinu. Þetta eru fyrstu
tónleikarnir með þeim í nokkurn
tíma eða frá því að Óskar skildi við
eldri bræður sína um stund og hóf
sólóferil með útgáfu geisladisks,
Aldrei einn á ferð, sem hlaut feiki-
góðar viðtökur.
Tónleikarnir verða í Salnum í
Kópavogi sunnudaginn 7. mars
næstkomandi, hefjast kl. 16 og er
firðinum, eins og segir í frétta-
tilkynningu.
Söngstjóri þeirra sem fyrr er
Stefán R. Gíslason.
Morgunblaðið/Kristján
Álftagerðis-
bræður
í Salnum
Kammerkór
í Reykholti
KAMMERKÓR Akraness held-
ur tónleika í Reykholtskirkju kl.
16.30 í dag. Kórinn var stofnað-
ur í byrjun þessa árs og eru
þetta fyrstu tónleikar kórsins,
sem skipaður er 13 söngvurum.
Á fyrri hluta tónleikanna eru
tónverk sem tileinkuð eru heil-
agri Maríu og meðal höfunda
eru Josquin des Prés, Palestr-
ina, Edvard Grieg, Sigvaldi
Kaldalóns, Hans Nyberg og
Andrew Carter. Seinni hluti
tónleikanna er tileinkaður
franskri tónlist. Flutt verður
Panis angelicus eftir César
Franck og endað á lítilli messu
eftir Gabriel Fauré, Messe
basse. Hún er samin 1881, upp-
runalega fyrir kvenraddir, en
árið 1981 útsetti Anders
Öhrwall messuna fyrir blandað-
an kór.
Stjórnandi er Sveinn Arnar
Sæmundsson, organisti við
Akraneskirkju. Meðleikari á
orgel er Jónas Þórir, organisti í
Mosfellsbæ. Hann mun, auk
þess að leika undir á orgel
Reykholtskirkju, spinna teng-
ingu frá Maríukvæðunum yfir í
frönsku tónlistina.
SAMBAND íslenskra myndlistarmanna og
Listahátíð í Reykjavík standa fyrir ráðstefnu um
Ísland sem vettvang fyrir alþjóðlega myndlist í
fjölnotarými Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhús-
inu kl. 14 á sunnudag. Yfirskrift ráðstefnunnar er
Heimslist – heimalist. Framsögumenn verða Jes-
sica Morgan, sýningarstjóri hjá Tate Modern-
safninu í London, sem stýra mun myndlistarþætt-
inum á Listahátíð 2005, Ólafur Elíasson myndlist-
armaður, Tumi Magnússon myndlistarmaður og
Elísabet Gunnarsdóttir, forstöðumaður vinnu-
stofusetursins í Dalsåsen í Noregi.
Kveikjan að ráðstefnunni er sú að um nokkurra
ára skeið hafa hugmyndir um Reykjavíkurtvíær-
ing verið ræddar innan íslensks myndlistarheims
en margir telja að með því að standa reglulega að
slíkum stórviðburði komist Ísland með afgerandi
hætti inn á hið menningarlega heimskort. Nú hef-
ur Listahátíð í Reykjavík tekið þá ákvörðun að
leggja áherslu á samtímamyndlist á Listahátíð
2005 og er undirbúningur þegar kominn á fullan
skrið. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um
áframhald, hvorki á vegum Listahátíðar né ann-
arra aðila en það veltur á því hvernig til tekst árið
2005.
Í tengslum við þessar hræringar hafa ýmsar
spurningar vaknað. Er hugsanlegt að fara fleiri
leiðir að sama marki? Hver er staða myndlist-
armanna í slíkum hræringum og hver er þáttur
sýningarstjórans? Í hvers höndum á mótun um-
ræðunnar að vera? Tekist verður á við þessar
spurningar í almennum umræðum að erindum
loknum.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill en þar
sem sætafjöldi er takmarkaður er fólk beðið um að
skrá sig fyrirfram. Skráning fer fram á skrifstofu
SÍM.
Ísland vettvangur fyr-
ir alþjóðlega myndlist
Frá sýningu Ólafs Elíassonar í Hafnarhúsinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sýningum
lýkur
Listasafn Reykjavíkur
– Ásmundarsafn
Fyrstu sýningunni í sýningaröð-
inni Píramídarnir lýkur á sunnudag.
Þar sýnir verk sín Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir. Næstur til að sýna í píra-
mídunum er Erling Klingenberg og
verður sýning hans opnuð 5. mars.
Sýningarstjóri er Hekla Dögg Jóns-
dóttir. Ásmundarsafn er opið dag-
lega frá kl. 13–16.
Safn, Laugavegi 37
Sýningum Jóns Sæmundar Auð-
arsonar, Særúnar Stefánsdóttur,
Lawrence Weiners og Adam Bar-
ker-Mills lýkur á sunnudag. Opið
miðvikudaga til föstudaga kl. 14-18,
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39
Sýning Önnu Jóa, „Tímamót“,
lýkur á sunnudag. Opið fimmtud. til
sunnud. kl. 13-17. Aðgangur ókeyp-
is.
Gallerí Kling og Bang,
Laugavegi 23.
Sýningu Magnúsar Sigurðarson-
ar, Greining hins augljósa, lýkur á
sunnudag. Opið fimmtudaga til
sunnudaga kl 14-18.
Norræna húsið
Sýningu tékknesku listakonunnar
Jönu Výborná-Turunen, Flíkur til
friðar, lýkur á sunnudag. Ókeypis
aðgangur.
Gerðuberg
Sýningin Stefnumót við safnara
lýkur á sunnudag. Opið virka daga
kl. 11-19, um helgar kl. 13-17.