Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 36
FERÐALÖG 36 LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla16.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur Að ferðast um eins og snigillinnmeð húsið sitt á bakinu eðaréttara sagt í húsbíl er þægi- legur ferðamáti að mati Sólrúnar Björnsdóttur sem hefur farið ótal ferðir um Evrópu í húsbíl ásamt manni sínum Steindóri Hálfdán- arsyni. „Í bílnum er allur búnaður og óþarfi að pakka niður fötum þegar farið er á milli staða,“ segir Sólrún. „Við höfum stuðst við kortabók sem við keyptum á bensínstöð í Þýskalandi og er frá árinu 2001. Þetta er stór bók og mikið þing og heitir Europa Camp- ing + Caravaning. Bókin kemur út árlega og þar er að finna allar helstu upplýsingar um hvar tjaldstæði eru en þau eru flokkuð eftir gæðum frá einni og upp í fimm stjörnu stæði sem er lang best. Á stæðunum er snyrti- og þvottaaðstaða, einnig eru þar verslanir og veitingastaðir. Á sumum eru jafnframt sundlaugar. Svo er gaman að vera með hjól í bílnum og taka þau fram í styttri ferðir um ná- grennið.“ Forðast hraðbrautir Sólrún segir að þau hafi farið víða um en þó verið mest á ferðinni í Þýskalandi og Austurríki. „Þar eru margar fallegar leiðir og skemmtileg tjaldstæði,“ segir hún. „Við reynum að forðast hraðbrautir og erum mest á sveitavegum. Þessir bílar fara um allt en eitt verður að hafa í huga og það eru hæðatakmarkanir sem eru sums staðar þegar ekið er undir brýr eða um jarðgöng. Þessar takmarkanir eru merktar inn á kortin en auk þess eru viðvörunarskilti sem segja tímanlega til um hámarks hæð. Bílarnir eru reyndar ekki hærri en það að þeir sleppa allsstaðar. Ég man ekki eftir að við höfum þurft að snúa frá.“ Á netfangi bílaleigu í Frankfurt sem leigir húsbíla eru upplýsingar um bíla af öllum stærðum og gerðum. Sem dæmi má nefna að bíll fyrir fjóra, tvo fullorðna og tvö börn, kostar með tryggingum, viðlegubúnaði og ótak- mörkuðum akstri í tvær vikur 1.553 evrur eða um 135.000 íslenskar krón- ur. Tjaldstæðin eru vöktuð og er verðið fyrir nóttina á bilinu 17 til 25 evrur (frá um 1.500–2.000 krónum) á þriggja stjörnu stæði. Sólrún segir að þeim hafi yfirleitt gengið vel að finna stæði. „Best er að vera kominn tím- anlega á stæðið og ef farið er um jól eða páska er rétt að panta stæði fyr- irfram,“ segir hún. Með húsið í sumarfríið  HÚSBÍLAR Sól: Oft er hægt að komast í sund á tjaldstæðunum. Rólegheit á tjaldstæðinu: Ferðalangarnir Sólrún Björnsdóttir og Björn Borg í næturstað. Netfang húsbílaleigu í Frank- furt: www.camperboerse.de sótt. Tvær ferðir verða í boði um páskana, annars vegar verður farið í tíu daga ferð til Buenos Aires og síðan í tuttugu daga ferð um Ekvador, Amasón og Galapa- gos-eyjar. Embla kynnir einnig nýjar ferðir um Evrópu meðal annars til Sik- ileyjar og Eystr- arsaltslandanna. Heimilisskipti á Netinu MIKLIR möguleikar eru á alls konar heimilisskiptum eða heimsóknum úti um allan heim. Ef um heimilisskipti er að ræða skiptist fólk á íbúðum eða húsum í ákveðinn tíma, sem samið er um, hvar sem þær eru í heiminum. Einnig er hægt að semja um að skipast á heimsóknum, fara í heim- sókn og fá fólk til baka til sín. Ýmislegt annað kemur til greina og eru dæmi um að fólk hafi skipst á íbúð og snekkju og jafnvel á sum- arbústöðum, tjaldvögnum og hús- bílum. Í mörgum tilfellum fylgir heimilisbíllinn með í íbúðaskiptum. Yfir 250.000 slík skipti eiga sér stað á hverju ári í heiminum, í það minnsta. Til að auðvelda fólki að finna rétta íbúð á réttum stað á réttum tíma hafa verið settir á fót vefir eins og ho- meexchange- .com. Þar er fólki gert kleift að setja inn lista yfir staði sem það hefur áhuga á að dvelja á og til- greina á hvaða tíma það vill koma og hversu lengi það vill dvelja þar. Þetta þarf að gera með góðum fyrirvara, enda getur tekið þónokkurn tíma, jafnvel fjóra til sex mánuði, að koma öllu heim og saman.  Sérstök kynning á ferðum Emblu verður á morgun, sunnu- daginn 29. febrúar, á skrifstofu Emblu í Ingólfsnausti, Aðalstræti 2. Kynningin stendur frá kl. 15.00–18.00.  Allar nánari upplýsingar um heimilisskipti geta farið fram á: www.homeexchange.com. Embla kynnir nýjan ferðabækling FERÐASKRIFSTOFAN Embla kynn- ir þær ferðir sem á boðstólum verða í ár í nýjum bæklingi. Af því tilefni boðar Embla til kynning- arfundar á morgun, sunnudag, frá klukkan 15–18 í Aðalstræti 2. Þar getur fólk m.a. aflað sér nánari upplýsinga um þrettán daga ferð um Japan með möguleika á fram- lengingu á Fiji-eyjum. Ferðin hefst 18. september. Jafnframt býður Embla upp á ferð í október um fög- ur og áhugaverð svæði Suður- Ameríku í menningarlegu, sögulegu og náttúrufarslegu tilliti. Ferðin spannar fjögur lönd, Perú, Bólivíu, Chile og Argentínu. Meðal annars er háborg Inkanna, Macchupicchu, heimsótt, siglt á Titikaka-vatni, far- ið um þjóðgarða Patagóníu og tangóborgin Buenos Aires heim- Fyrir fjölmörgum árum settuMargit og Carl Jensen upplítið skilti við veginn og aug- lýstu eitt herbergi til leigu. Uppfrá því hefur fólk frá öllum heimshornum streymt til þeirra. „Eftir að börnin fóru að heiman ákváðum við að leigja barna- herbergin út til ferðamanna og við vorum ekki fyrr búin að negla skiltið upp við sveitaveginn en fyrstu ferða- mennina bar að garði,“ segir Margit Jensen á meðan hún hugar að brauð- bollunum sem hún hnoðar í á hverj- um morgni. „Þetta gekk strax svo vel hjá okkur að fljótlega þurftum við að bæta við herbergjum, byrjuðum á því að breyta svínastíunni í lúxusíbúð og nú erum við komin með þrjár íbúðir fyrir tvær til þrjár fjölskyldur hver og níu herbergi sem rúma þrjá til fjóra.“ Fólk frá öllum heimshornum „Við eigum orðið stóran vinahóp gesta sem heimsækir okkur á hverju sumri. Ein konan, sem er orðin amma í dag, kom hingað fyrst lítil hnáta. Það fer ekki á milli mála að Steins- beck er barnvænn sveitabær, eins og reyndar svo margir danskir staðir, og börnin elska að elta páfuglinn, fljúga létt á trambólíninu, gefa hundum og köttum að drekka, klappa hestunum og mjólka kýrnar. Það eru þó hvorki litlar né stórar hendur sem mjólka þær 200 mjólkurkýr sem búa þarna líka, heldur afar tæknivæddur bún- aður, enda um að ræða 3000 lítra af mjólk á dag. Kýrnar eru þó iðnar við fleira en mjólkurframleiðslu því punkturinn yfir i-ið hjá bæði börnum og fullorðnum er að fá að taka á móti eða vera viðstödd kálfafæðingu. Stutt í frægar danskar strendur Smáatriðin sem sitja eftir úr fyrstu sveitagistingunni í Danmörku eru meðal annars að sitja inni í stofu og borða nýbakaða skúffuköku með blá- ókunnugu fólki, fá persónulegar leið- beiningar um svæðið og fá að vera viðstaddur kálfafæðingu. Ekki spillir svo fyrir að stutt sé í hinn sögufræga stað Skagen, eyðimerkurhólana á Kandestederne og steinsnar í nokkr- ar af frægustu ströndum Norður- Evrópu, sem liggja við þorpin Tværs- ted, Lönsdrup og Lökken.  DANMÖRK |Svínastían varð að lúxusíbúð Sveitagisting: Börn elska að dvelja á sveitabæ eins og Steinsbeck. Kálfsfæðing í sveitagistingu  Herrasetrið Steinsbeck www.stensbaek.dk Frekari upplýsingar um Skagen og nágrenni: www.toppenafdanmark.dk www.visittoppen.dk www.skagensmuseum.dk www.bondegaardsferie.dk. Það er notalegt að fá ný- bakaða skúffuköku og vera viðstödd kálfsfæð- ingu, segir Gréta Hlöð- versdóttir sem gisti á dönsku herrasetri í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.