Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.02.2004, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. FEBRÚAR 2004 47 Í dag kveðjum við elskulegan móðurbróður okkar, Ragnar Jón Jónsson. Dauða hans bar brátt að og við ástvinir hans og samferðafólk sitjum hnípin og finnst að dagsverk- inu hafi ekki nærri verið lokið. Margt var enn ósagt og mörgu ólokið. Lífssaga Ragnars frænda okkar er falleg saga um traustan og heið- arlegan mann. Hann fæddist á Hvammeyri við Tálknafjörð hinn 30. júlí árið 1937, yngstur fjögurra barna þeirra Jóns B. Ólafssonar og Jóhönnu Jónsdóttur Steinhólm. Jón var smiður og mikill hagleiksmaður og Jóhanna hafði lokið kennaraprófi frá Flensborg. Á þessum tíma voru allar jarðir í firðinum í byggð og stutt var á milli bæja. Hvammeyri er lítil bújörð sem varð til þegar afi Ragnars og amma hófu búskap og fengu hluta af landi Lambeyrar til ábúðar. Líklega telst bærinn til kot- býla þar sem hann stendur á flat- lendi við fjallsræturnar með fjöruna steinsnar framan við bæjarhelluna. Þegar Ragnar fæddist voru til heimilis í litla bænum auk foreldra hans og þriggja eldri systkina, frændi hans Ólafur Kristinn og amma hans Kristín. Landkostir buðu ekki upp á mikinn búskap, nokkrar kindur, þrjár kýr og hæn- ur, en mikið var til af bókum og frí- merkjum sem Jón faðir hans safn- aði af kostgæfni. Sjórinn sá fyrir því að alltaf var matur á borðum, fisk- ur, selur og fugl. Þegar Ragnar var fjögurra ára gamall lést Jóhanna móðir hans frá börnunum fjórum, Halldóru 9 ára, Ólafi Bárði 7 ára, Kristínu 6 ára og Ragnari 4 ára. Var þá áformað að Halldóra og Ragnar færu suður til Reykjavíkur til móðursystra sinna með áætlunarskipinu Súðinni sem sá um fólks- og vöruflutninga í kringum landið. Einn góðviðrisdag í september kom Súðin í Tálknafjörð- inn og varpaði akkerum innan við Sveinseyraroddann þar sem ekki var þá komin höfn í fjörðinn. Jón afi okkar flutti þau Ragnar og Hall- dóru ásamt Ólafi Kristni frænda þeirra á skektunni sinni yfir í skip- ið. Illa gekk að koma Ragnari um borð þegar hann áttaði sig á að hann ætti að fara án pabba síns. Hann vildi ekki yfirgefa átthagana og grét svo mikið á skipinu að þeg- ar lagst var að bryggju í Patreks- firði, næsta áfangastað skipsins, tóku þau Halldóra og Ólafur þá ákvörðun að fara með hann í land. Í kvöldhúminu gengu þau hönd í hönd frá bryggjunni og lögðu á fjallið milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Hauströkkrið hvíldi yfir landinu, veðrið var stillt og hlýtt og sóttist þeim ferðin yfir fjall- ið vel. Þegar heim var komið, undir miðnættið, var þreyttur lítill dreng- ur háttaður ofan í rúm hjá pabba RAGNAR JÓN JÓNSSON ✝ Ragnar Jón Jóns-son fæddist á Hvammeyri í Tálknafirði 30. júlí 1937. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu á Tálknafirði 19. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar Ragn- ars voru Jóhanna Jónsdóttir Steinhólm húsmóðir og kenn- ari, f. 12. nóvember 1893, d. í maí 1941, og Jón Bjarni Ólafs- son bóndi og smiður, f. 4. júlí 1888, d. í júní 1974. Ragnar var yngstur af fjór- um systkinum. Eftir lifa Halldóra, f. 4. desember 1931, Ólafur Bárð- ur, f. 16. mars 1933, og Kristín, f. 14. maí 1935. Ragnar var með sjálfstæðan at- vinnurekstur og átti eigin jarð- vinnslutæki og verkstæði. Hann vann fyrir einstaklinga og opin- bera aðila í Tálknafirði og ná- grannasveitum. Útför Ragnars fer fram frá Tálknafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sínum í litla bænum. Í Tálknafirði bjó hann svo æ síðan og vildi hvergi annars staðar vera. Þessi saga um Ragnar frænda á Tálknafirði hefur fylgt okkur frá barnæsku. Þetta er saga um ást manns á landinu sínu og átthögum. Saga um mætan Íslending sem mun lifa sem hluti af fjölskylduminningun- um og uppruna okkar. Bæirnir í Tálknafirði hafa í áranna rás lagst í eyði einn af öðrum og íbúarnir og afkomendur þeirra flust í þéttbýlið. Þegar Jón afi okkar brá búi vegna veikinda og fluttist til Reykjavíkur byggði Ragnar sér veglegt einbýlishús í þorpinu handan við fjörðinn. Varla er þó hægt að segja að Hvamm- eyrin hafi lagst í eyði þó enginn hafi þar fasta búsetu, því Ragnar ásamt Ólafi bróður sínum hafa haldið jörð- inni við. Byggt upp og haldið við húsakosti, haldið til haga amboðum og munum fyrri tíma og ræktað skóg. Síðastliðið sumar réðust þeir bræður í að virkja lækjarsprænur sem renna niður fjallshlíðina og er nú á Hvammeyri myndarleg heim- arafstöð. Þeir bræður hafa verið einstaklega samhentir við að hlúa að og varðveita bernskuheimilið. Þarna er nú sælureitur og uppá- halds sumardvalarstaður okkar systrabarna Ragnars og fjölskyldna okkar. Ragnar keypti sér jarðvinnsluvél- ar og skapaði sér atvinnu við þær í Tálknafirði og nágrannasveitum. Hann var laghentur, þúsund þjala smiður og gerði við vélar sínar og tæki sjálfur. Hann var mikill sjálf- stæðismaður og áhugamaður um pólitík og hafði ánægju af að ræða um þjóðmálin og málefni lands- byggðarinnar. Ragnar var mikill áhugamaður um skógrækt og virk- ur félagi í Skjólskógum Vestfjarða. Á Hvammeyri og í Höfðadal hefur hann á síðustu árum verið ötull við skógrækt. Mun sú ræktun halda nafni hans á lofti um ókomin ár og bera vitni hugsjónum hans og elju við að hlúa að og rækta landið sem hann unni. Ragnar kvæntist aldrei og eign- aðist ekki börn, en við systrabörn hans höfum notið umhyggju hans og elskusemi. Honum var einstak- lega umhugað um fjölskylduna og fylgdist grannt með því sem hver og einn tók sér fyrir hendur og hvernig okkur vegnaði í lífinu. Hann gladd- ist með okkur og vildi veg okkar sem mestan og bestan. Þegar við komum vestur tók hann á móti okk- ur með útbreiddan faðminn og vildi allt fyrir okkur gera. Við og börnin okkar eigum öll ljúfar minningar úr Tálknafirðinum. Í endurminning- unni var alltaf gott veður fyrir vest- an og fjörðurinn spegilsléttur fullur af fiski sem var tilbúinn að bíta á öngul ákafra veiðimanna. Minning- ar um sjóróðra á gömlu skektunni hans afa, skak á firðinum, hæðar- merkingar á gamla eldhúsveggnum á Hvammeyri, umræður um þjóð- félagsmál og veisluborð hjá Ragnari í Miðtúninu eru nú hluti af æsku- minningum tveggja kynslóða. Ragnar talaði kjarnyrta vest- firsku og fyrir vestan vildi hann vera. Hann kom þó alltaf suður um jólin og fyrir okkur voru jólin ekki komin fyrr en Ragnar var kominn í bæinn. Hann eyddi jólahátíðinni með fjölskyldunni, en svo var hann farinn. Það lá alltaf á að fara vestur sem fyrst. Fjörðurinn og verkefnin þar kölluðu. Nú er Ragnar frændi okkar genginn á vit feðra sinna og tilvera okkar sem eftir lifum er mun fátæk- ari. Við kveðjum mætan mann með virðingu og þakklæti. Guð blessi minningu Ragnars J. Jónssonar. Jóhanna, Einar, Rannveig, Jón Helgi og fjölskyldur. Að fara „vestur“ hefur verið fast- ur liður á hverju ári hjá fjölskyld- unni. Að hitta þá bræður Óla og Ragnar vestur á Tálknafirði og upp- lifa með þeim fjölbreytt ævintýri í fegurðinni fyrir vestan hefur veitt okkur ómælda gleði og ánægju. En nú er allt breytt, ekkert verður eins og áður. Ragnar var höfðingi heim að sækja. Á keyrslunni vestur var oft talað um það í gamni hvort það biði okkar ekki örugglega hangikjöt. Og aldrei brást það að ilmurinn barst út á götu þegar við renndum í hlað. Að vera hjá Ragnari var eins og að vera á fimm stjörnu hóteli. Stjanað við okkur og ekki við annað kom- andi en ganga úr rúmi fyrir stórfjöl- skylduna. Aldrei brást það heldur að hringt væri í okkur nokkrum sinnum á leiðinni vestur og spurt hvernig gengi og hvað væri langt í okkur. Nú verða þær hringingar ekki fleiri. Börnin dýrkuðu að vera hjá þeim bræðrum enda mátti gera allt sem ekki var hættulegt. Þeir höfðu endalausan tíma og vilja til að gera allt sem þeim datt í hug. Þolinmæði og útsjónarsemi Ragnars var einstök. Hvernig hann gat spáð í hlutina tímunum saman, hvernig ætti að gera þetta eða hitt og ekki síst hvort hægt væri að nota einhverja tækni við það þannig að þetta yrði gert með sem minnstri fyrirhöfn. Stundum þótti manni nóg um eins og þegar hann fór á stærð- ar gröfu út í móa til að koma niður smá pottaplöntu. Ragnar hafði mikið yndi af skóg- rækt og er búinn að standa fyrir gróðursetningu á þúsundum plantna á Hvammeyri og í Höfða- dal. Þolinmæði hans og lagni á gröf- unum nýttist vel við það starf þar sem búið er að gera vegslóða upp og niður brattar hlíðarnar. Í fram- tíðinni á þetta eftir að verða fagur minnisvarði um verk Ragnars. Ragnar var einstaklega skapgóð- ur og glettinn. Hann var skemmti- lega stríðinn og glotti þegar hann fann að hann hafði fundið snöggan blett hjá viðkomandi. Samheldni og vinskapur þeirra bræðra var einstakur. Þó ólíkir séu þá áttu þeir svo einstaklega vel saman. Þeim þótti svo ótrúlega vænt hvorum um annan og báru svo mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Þó Óli væri fyrir sunnan töluðu þeir daglega saman og vissu ætíð allt hvor um ferðir annars. Þeir bræður er búnir að vinna mikið þrekvirki við endurbyggingu og viðhald mannvirkja á stórbýlinu Hvamm- eyri. Nú síðast komu þeir upp vatnsaflsstöð og var Ragnar búinn að grafa þvers og kruss upp og nið- ur hlíðarnar vegna vatnsöflunar. Undanfarin ár höfum við farið vetrarferðir vestur. Ein slík var fyr- irhuguð með Óla í lok febrúar og hafa börnin talið dagana þar til lagt yrði af stað. Ferðin verður farin á þeim degi sem til stóð en nú er til- gangurinn allt annar, að kveðja Ragnar í hinsta sinn. Við snöggt og ótímabært fráfall Ragnars er missir okkar allra mik- ill. Óli frændi hefur misst sinn besta vin og félaga. Við minnumst Ragnars sem höfð- ingja, glaðværs, stríðins, hugsandi framkvæmdamanns. Guð blessi góð- an dreng og gefi okkur öllum styrk í þessari miklu sorg. Jón Bjarni og Elín. Ragnar frændi á Tálknafirði er dáinn. Þessi frétt kom okkur systr- um í opna skjöldu. Þetta gat bara ekki verið. Á tímum sem þessum streyma fram minningarnar, svo hratt að þær varla staldra við held- ur virðist flæðið endalaust en alltaf verða þó fremst í minningaalbúm- inu ferðirnar til Tálknafjarðar á sumrin. Við fengum að gista hjá Ragnari og komið var fram við okk- ur eins og kóngafólk. Alltaf þegar við komum til Ragnars tók á móti okkur hangikjötsilmur út á tröppur og við fífluðumst oft með það í bíln- um á leiðinni hvort það hlökkuðu ekki allir til að fá hangikjöt. Ragnar var einn af þeim sem hægt er að nota svo mörg falleg orð um. Hann var örlátur, hjálpsamur, vinalegur, hógvær, brosmildur, glettinn, barn- góður, stríðinn og svo margt, margt fleira. Að koma til Ragnars var eig- inlega eins og að koma til afa. Hann var svo hlýr og maður fann það allt- af hvað maður var hjartanlega vel- kominn. Það var alltaf mikil eftirvænting að fara vestur á sumrin. Það fannst okkur systrunum eins og að komast inn í ævintýraheim þar sem allt var hægt og allt mátti þó að síðustu árin væri farið að fækka í systrahópnum því sumar voru farnar að vinna á sumrin. Ragnar og Óli fóru með okkur út á bát að skaka, við tíndum skeljar í fjörunni, skoðuðum náttúr- una, tíndum ber og Óli bakaði klatta handa okkur á Hvammeyri og þar fengum við líka oft að hjálpa til við að kynda upp, setja spýtur og dag- blöð í ofninn. Minningarnar um Ragnar munu aldrei gleymast og við erum ævinlega þakklátar fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber: Guð í alheimsgeimi, Guð í sjálfum þér. (Steingr. Thorsteinsson.) Elsku Óli, Dóra, amma og fjöl- skyldur, við sjáum á eftir góðum dreng en minningarnar lifa með okkur alla tíð. Ella Björg, Kristín, Hrefna Björk og Bryndís Helga. Við bræðurnir viljum minnast frænda okkar Ragnars Jónssonar með nokkrum orðum. Ragnar hefur frá því að við mun- um fyrst eftir okkur skipað sér- stakan sess í huga okkar. Hann fylgdist alltaf vel með því sem við vorum að fást við, hvort sem var í leik eða starfi. Spurði okkur út í frammistöðu okkar í körfubolta- leikjum og hvernig gengi í skól- anum. Ferðirnar vestur á Tálkna- fjörð voru ógleymanlegar fyrir borgarbörn eins og okkur bræð- urna. Að fara úr ys og þys höf- uðborgarinnar í frelsið fyrir vestan voru forréttindi. Þar kenndi Ragnar okkur báðum á traktor, í túnfæt- inum á Hvammeyrinni. Eftirminni- legustu stundirnar voru þó úti á firði að dorga á gömlu skektunni. Þegar við komum úr veiðinni blautir og kaldir höfðu þeir bræður Ragnar og Óli iðulega útbúið fyrir okkur hressingu eins og veisluföngin voru kölluð; flatkökur og hangikjöt, sætabrauð og Prince polo í eftirmat. En slíkum veitingum vorum við bræður ekki vanir, enda var fiskur á borðum hjá mömmu alla daga vik- unnar, í minningunni. Við bræðurn- ir þóttum nokkuð uppátækjasamir á æskuárunum, en Ragnar hafði á okkur sérstakt lag, og sjaldan vor- um við prúðari en hjá Ragnari fyrir vestan. Alltaf fann maður á viðmóti Ragnars að honum þótti vænt um okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Við bræður eigum hlýjar bernskuminningar um Ragnar frænda okkar á Tálknafirði og kveðjum hann með söknuði og virð- ingu. Einar Hugi og Reynar Kári. Komið er að óvæntri kveðjustund og tímabært að þakka fyrir allar ómetanlegu minningarnar sem Ragnar móðurbróðir minn gaf okk- ur. Fyrstu minningarnar ná svo langt aftur sem minnið nær því koma Ragnars til Reykjavíkur fyrir jólin var jafn nauðsynlegur þáttur í jólaundirbúningnum og koma jóla- sveinanna. Á aðfangadagskvöld var ekki beðið eftir að klukkan yrði sex heldur var beðið með óþreyju eftir því að Ragnar og Óli, bróðir hans, kæmu á heimili foreldra minna, því með komu þeirra hófst jólahaldið. Það sama má segja um sumar- tímann. Það var ekkert sumar nema farið væri vestur á Tálknafjörð til Ragnars og dvalið á Hvammeyri, æskuheimili Ragnars og systkina hans. Fyrir okkur, börnin af mal- bikinu, var ómetanlegt að komast í frelsið í sveitinni þar sem leikið var í fjörunni, drullumallað við bæjar- lækinn á milli þess sem farið var á sjó eða skroppið í Volvonum í sund- laugina eða í Pollinn. Fyrir allmörgum árum hóf Ragn- ar mikla trjárækt á Hvammeyri. Þar dugði ekkert minna en stórvirk- ar vinnuvélar til að aðstoða við gróðursetninguna, enda skógar- bóndi þar á ferð. Hann hafði lag á að smita gesti af áhuga sínum á skógrækt, úthlutaði okkur reit til gróðursetningar og nú er það fastur liður að kippa með sér nokkrum öspum þegar lagt er af stað vestur. Það var þó ekki aðeins trjárækt sem hélt honum uppteknum á Hvammeyri því síðastliðin misseri og ár hafa hamskipti orðið á þessum ævintýrastað, þar sem þeir bræður hafa staðið fyrir endurbótum bæði innan dyra og utan. Þegar líða tók að vori fór Ragnar að kanna á hvaða tíma systrabörnin og þeirra fjölskyldur væru vænt- anleg vestur. Gestakomur voru tíð- ar til þeirra bræðra yfir sumarmán- uðina og oft tók hver hópurinn við af öðrum, helgi eftir helgi, viku eftir viku. Í þessum heimsóknum upplifði maður sama spenninginn hjá börn- unum við að komast út á sjó til að veiða þorsk og ekki síður til að fá að dunda sér með þeim bræðrum, Óla og Ragnari. Gestrisni Ragnars voru engin takmörk sett og margar góðar minningar eigum við frá eldhús- borðsumræðum á kvöldin. Ragnar var stríðinn og hafði gaman af því að espa fólk upp í umræðum um málefni líðandi stundar. Oftar en ekki setti hann fram fullyrðingar sem hann hefur líklega talið í and- stöðu við skoðanir viðmælanda og þegar hann hafði fleygt fram ein- hverri staðhæfingunni eða spurn- ingunni mátti sjá kíminn svip hans. Að eiga móður- og ömmubræður eins og Ragnar og Óla er ómet- anlegur fjársjóður. Það er mikið tómarúm sem Ragnar skilur eftir sig, en minningarnar um yndislegan frænda lifa með okkur öllum. Hrefna Gunnarsdóttir. Elsku Hallmar minn. Ég trúði ekki þegar Sigga sagði okkur að þú værir dáinn. Ég man eftir því þegar þú, ég og Ragnhildur fengum okkur að HALLMAR ÓSKARSSON ✝ Hallmar Óskars-son fæddist í Reykjavík 12. des- ember 1979. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut 12. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Seljakirkju 19. janúar. borða saman. Það sem einkenndi þig var hversu blíður þú varst og hvernig þú komst fram við okkur í félag- inu. Vertu Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Hvíl í friði, elsku vin- ur. Þórey Rut Jóhannesdóttir, Björgvin Björgvinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.