Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Opið í dag frá kl. 12-16 og sunnudag frá kl. 13-16 Netsalan ehf. „Alltaf með nýjungar!“ Aðeins það besta! Knarrarvogi 4, 104 R, sími 517 0220, netsalan@itn.is Legan 251, lágþekja Legan 410, háþekja Munið Viking fellihýsin - landsins langbesta verð 695.000 með bremsum. Landsins mesta úrval af húsbílum SÝNUM Í DAG OG SUNNUDAG VINSÆLUSTU HÚSBÍLANA Á SÍÐASTA ÁRI annars eðlis en samningar við einka- aðila, það sé með öðrum orðum ekki verið að einkavæða eða fela einkaað- ilum framkvæmdina. Hins vegar sé það algengt viðhorf að sjálfseignar- stofnanir, í ljósi þess að arður sem verði til í rekstri þeirra sé ekki greiddur út, geti veitt þjónustuna með hagkvæmari hætti en til dæmis hlutafélög. Þetta segir Þór vera á misskiln- ingi byggt. Líta beri á samninga við sjálfseignarstofnanir eins og samn- inga við einkaaðila og í þeim tilvik- um þar sem tekjur sjálfseignarstofn- ana komi að mestu frá opinberum aðilum hafi þessum stofnunum óbeint verið falið að fara með al- mannafé og fara þá með eignarhald á fjármunum án þess að vera raun- verulegir eigendur. Þá segir Þór ekki hægt að færa nein rök fyrir því að sjálfseignarformið sé hagkvæm- ara en hlutafélagaformið, enda mætti þá allt eins halda því fram að ríkisstofnanir væru hagkvæmari en einkafyrirtæki. Ríkisstofnanir fái nafn með rentu Þór segir aðstæður og umhverfi margra sjálfseignarstofnana hafa breyst umtalsvert á undanförnum árum, og nefnir í því sambandi með- al annars að nýleg inngrip í rekstur sjálfseignarstofnunar SPRON hljóti að vekja ugg hjá þeim sem hafi talað fyrir sjálfseignarforminu. Segja Þá gagnrýnir hann hugmyndir um að hið opinbera setji á fót sjálfseign- arstofnanir sem séu í raun nýjar rík- isstofnanir. Þór segir að tæplega 300 sjálfs- eignarstofnanir séu starfandi hér á landi, margar hverjar með umtals- verðar eignir og umsvif. Þær starfi meðal annars að öldrunarþjónustu, heilbrigðisþjónustu, félagsmálum, skólamálum og fjármálaþjónustu. Margar njóti greiðslu frá ríkissjóði til að standa undir hluta eða bróð- urparti rekstrarins. Misskilningur um sjálfseignarstofnanir Að sögn Þórs hafa nýir markaðir opnast, til að mynda á sviði heil- brigðis- og menntamála, vegna breyttra áherslna og viðhorfa í rekstri opinberrar þjónustu. Með nýjum verkefnum hafi sjálfseignar- stofnanir sprottið upp sem samn- ingsaðilar ríkis eða sveitarfélaga og þá yfirleitt með beinum samningum án undangengis útboðs. Fyrir þessu virðist einkum tvær ástæður, annars vegar að hið opinbera telji að samn- ingar við sjálfseignarstofnanir séu megi að á einni nóttu geti sjálfseign- arstofnanir breyst í hálf-opinber fyr- irtæki. Hann nefnir einnig að eitt mikilvægasta tækið til hagræðingar á markaði séu möguleikar á sam- rekstri og ef til vill sameiningu. Í mörgum tilfellum henti sjálfseignar- formið afar illa til slíkra breytinga. Þekking fyrirtækjastjórnenda á sjálfseignarfyrirkomulaginu sé einn- ig lítil, sem geri það að verkum að þeir laðist síður að stjórnun þessara stofnana. Þetta valdi því að þær njóti síður þekkingar og reynslu úr fyr- irtækjageiranum. Þór Sigfússon segir hugsanlegt að bregðast á þrennan hátt við þeim vanda sem hann lýsir. Í fyrsta lagi sé hyggilegt fyrir sjálfseignarstofnanir að endurmeta rekstur sinn og skoða stjórnarhætti sína og rekstrarform með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafi. Í öðru lagi kunni að henta sjálfseignarstofnunum að starfa sem eignarhaldsfélög, en stofnanirnar sem þau reki verði starfræktar á hlutafélagsgrunni. Í þriðja lagi verði að hvetja til þess að nýjar ríkisstofnanir, sem stjórnvöld hyggist setja á laggirnar, fái nafn með rentu en ekki sé reynt að fegra þær með því að nefna þær sjálfseignarstofnanir þar sem það veiki þær raunverulegu sjálfseignar- stofnanir sem fyrir séu. Nefnir hann í þessu sambandi hugmyndir félags- málaráðherra um stofnun sjálfseign- arstofnunar um innflytjendamál. Sjálfseignarstofnanir gallað rekstrarform Verslunarráðið telur hlutafélagaformið hafa sýnt yfirburði sína AÐGERÐIR og nýjar hugmyndir stjórnvalda um sjálfseignarstofnanir hljóta að vekja spurningar um stöðu sjálfseignarstofnana almennt og hvort þær séu hentugt eða æskilegt form á rekstri, að því er segir í pistli Þórs Sigfússonar, framkvæmdastjóra Verslunarráðs Íslands, á vef ráðsins. Í pistlinum kemur fram að hlutafélagaformið hafi sýnt yfirburði sína gagnvart öðrum fé- lagsformum og leikreglur þess séu þekktar. Það sé því að mörgu leyti farsæl- ast að þetta form verði ráðandi við stofnun nýrra félaga á ólíkum sviðum. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur þegar skipað nefnd sem hefur það verkefni að athuga með hvaða hætti bændur geti selt afurðir sínar beint frá búunum. Guðni segist í samtali við Morgunblaðið telja stranga matvælalöggjöf nauðsyn- lega en kveðst vilja kanna hvort ekki sé hægt að auka sveigjanleika svo bændur geti selt heimagerðar land- búnaðarafurðir beint til neytenda líkt og þekkist víða í Evrópu. „Við þurfum að skapa meiri fjöl- breytni og leyfa þeirri sérþekkingu sem til er í sveitum landsins að njóta sín. Sveitafólkið er mjög vel að sér í matvælagerð og margir bændur hafa komið til mín og sýnt mér ým- islegt sem þeir eru að búa til heima fyrir sitt fólk. Áhugi hefur verið meðal bæði innlendra og erlendra aðila að fá þetta keypt, en vegna stranga reglna hefur það verið mjög erfitt. Þess vegna skipaði ég þessa nefnd í von um að það myndi liðka fyrir þessari þróun.,“ sagði Guðni. Styrkir sveitirnar „Ég sé fyrir mér að þetta styrki hlut sveitanna í þjóðfélaginu, þetta getur skapað nýja þróun og nýja menningu. Fólk sem ferðast um landið kynnist sveitafólkinu betur. En afurðirnar verða að vera fram- leiddar undir miklu öryggi. Við þekkjum það með mjólkina, hún er gerilsneydd af heilbrigðis- ástæðum og ég held að til dæmis læknarnir myndu nú ekki vilja breyta því af öryggisástæðum. Við erum mjög ströng og eigum að vera það en það þarf kannski meiri sveigjanleika,“ segir Guðni. Í nefndinni, sem skipuð var 10. febrúar sl., sitja Ingibjörg Ólöf Vil- hjálmsdóttir lögfræðingur í land- búnaðarráðuneytinu og formaður nefndar, Marteinn Njálsson formað- ur Félags ferðaþjónustubænda, Baldvin Valgarðsson fagstjóri á matvælasviði Umhverfisstofnunar, Laufey Haraldsdóttir dýralækir og kennari við Hólaskóla og Bjarni Guðmundsson prófessor við Land- búnaðarháskólannn á Hvanneyri. Ekki er tekið fram í tilkynningu um nefndarskipan hvenær nefndinni er ætlað að skila inn tillögum að úrbót- um. Henni er uppálagt að hafa hlið- sjón af reglum sem gilda um við- skipti með heimagerðar landbúnaðarvörur í nágrannalönd- unum. Kannað hvort hægt sé að leyfa sölu heimagerðra búvara Nefnd skipuð um málið í febrúar Morgunblaðið/Kristinn Frá landbúnaðarsýningu. Ráðherra landbúnaðar lætur kanna hvort hægt sé að auka sveigjanleika matvælalöggjafar svo bændur geti selt afurðir beint af búum sínum. Nefnd er nú að störfum sem fjallar um þetta. ingar bíða iðinna handa, því skipin þurfa að vera klár í slaginn þegar landfestar eru leystar. Þessi erlendi sjómaður lét það bíða að skjótast í land þegar hann vann í skipi sínu sem lá við bryggju í Reykjavíkurhöfn. ÞVÍ er ekki að heilsa að verkum sjómanna sé lokið þegar skip leggj- ast að bryggju. Þrátt fyrir að tím- inn í landi sé gjarnan notaður til hvíldar og endurnæringar er að mörgu að hyggja og ærin verkefni liggja fyrir. Viðgerðir og lagfær- Morgunblaðið/Ásdís Ekki setið auðum höndum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi starfs- mann Sölunefndar varnarliðseigna í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að fjárdrátt upp á 2,3 millj- ónir króna auk skalafals, umboðss- vika og skjalamisnotkunar. Meðal þess sem ákærði var sak- felldur fyrir var sala á tveimur flat- vögnum í eigu sölunefndarinnar. Breytti hann staðgreiðslukvittun vegna annarra viðskipta frá Sölu- nefndinni þannig að frumrit hennar sýndi sölu upp á 600 þúsund krón- ur en afrit hennar í bókhaldi sölu- nefndarinnar sýndi 6 þúsund krón- ur. Mismuninn, 594 þúsund krónur dró ákærði sér. Þá dró ákærði sér á svipaðan hátt 820 þúsund krónur með því að selja þvottavélar og ýmis tæki fyrir rúma milljón kr. og gefa kaupanda kvittun úr gömlu og útrunnu kvitt- anahefti með þeirri upphæð, en í bókhald sölunefndar fór kvittun upp á 250 þúsund krónur. Að mati héraðsdóms var aðferð ákærða við fjárdráttarbrotin talin sýna einbeittan brotavilja hans en dómurinn tók tillit til þess að ákærði hafði aldrei gerst sekur um brot gegn hegningarlögum áður. Þá sýndi hann viðleitni til að láta af hendi hagnað af hluta ólöglegra viðskipta sinna. Ákærði játaði brot sín skýlaust. Málið dæmdi Þorgeir Ingi Njáls- son héraðsdómari. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl og sækjandi Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi sýslumannsins á Keflavík- urflugvelli. Dæmdur fyrir fjárdrátt hjá Sölunefndinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.