Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Skógfræðingafélag Íslands stofnað
Þörf til að
kynna menntun
Skógfræðingafélag Ís-lands var stofnað 12.mars sl. Hrefna Jó-
hannesdóttir er í stjórn fé-
lagsins, en aðrir í stjórn
eru Brynjar Skúlason
skógfræðingur hjá Norð-
urlandsskógum og Ólafur
E. Ólafsson skógarvörður í
Heiðmörk. Morgunblaðið
fræddist um þetta nýja fé-
lag hjá Hrefnu í vikunni
sem leið.
Hverjir eru skógfræð-
ingar?
„Skógfræðingar eru
hópur fólks sem hefur lokið
námi í skógfræði. Þetta er
samheldinn og góður hóp-
ur sem vill gera sitt besta
til þess að á Íslandi vaxi
upp fallegir skógar sem
bæði verður hægt að hafa
gagn og gaman af. Takmark okkar
sem stunda skógrækt er að rækta
skóga sem eru vel aðlagaðir bæði
íslenskri náttúru og veðurfari en í
dag er minna en 1% landsins þakið
skógi.
Hvað er stéttin stór hér á landi?
Frá upphafi hafa um fimmtíu
manns lokið gráðu í skógfræði. Í
dag starfa tæplega fjörutíu manns
við fagið vítt og breitt um landið.
Flestir starfa annaðhvort hjá
Skógrækt ríkisins eða landshluta-
bundnu skógræktarverkefnunum.
Skógrækt ríkisins var fram-
kvæmdaraðili í skógrækt hér áður
fyrr en er nú orðin þjónustustofn-
un sem sinnir rannsóknum, ráð-
gjöf og fræðslu auk umhirðu þjóð-
skóganna. Skógræktarrannsóknir
eru margar unnar í samstarfi við
aðrar náttúrufræðistofnanir, bæði
innlendar og erlendar. Skógfræð-
ingar hjá Landshlutabundnu verk-
efnunum, svo sem Norðurlands-
skógum, sjá um skipulagningu og
ráðgjöf skógræktarframkvæmda
en nú eru það fyrst og fremst
skógarbændur og áhugamanna-
félög sem sjá um skógræktarfram-
kvæmdir.“
Hvað um markmið, hlutverk og
áherslur þessa félags?
„Markmið félagsins er að efla
samheldni skógfræðinga í því
skyni að bæta aðstöðu þeirra fag-
lega og félagslega. Unnið verður
að markmiðum félagsins bæði
beint af því sjálfu en einnig með
þátttöku í Félagi íslenskra nátt-
úrufræðinga eða öðrum samtök-
um. Félagið mun leggja áherslu á
að félagsmönnum sé búin viðun-
andi starfsaðstaða, sérstaklega
þegar ný störf koma til. Félagið
mun leitast við að aðstoða þá sem
hafa áhuga á því að mennta sig í
skógfræðitengdu námi. Eitt af
fyrstu verkefnum félagsins verður
að koma upp heimasíðu með helstu
upplýsingum tengdu starfi félags-
ins.“
Hvað rak ykkur til að stofna fé-
lag?
„Þörfin til þess að kynna þessa
menntun, bæði vegna nýliðunar
innan fagsins en einnig til þess að
opna ný tækifæri fyrir þá sem hafa
þegar lokið námi. Skóg-
fræðinámið er þverfag-
legt nám þar sem ekki
er bara kennd skóg-
rækt heldur líka auð-
lindastjórnun og hag-
fræði. Skógfræðinámið er því
miklu meira en bara nám um skóg
og tré. Í nágrannalöndum okkar fá
skógfræðingar ekki síður vinnu við
ýmis stjórnunarstörf tengd nátt-
úruauðlindum öðrum en skógin-
um.“
Hvað voru stofnfélagar margir?
„Stofnfélagar voru um þrjátíu
talsins en það má búast við því að
talan félaga hækki þegar starfið
verður komið í gang. Við vonumst
að sjálfsögðu eftir því að gott og
öflugt félagsstarf fái flest okkar til
þess að vilja vera meðlimir í félag-
inu.“
Hvar læra menn skógfræði?
„Hægt er að útskrifast með allt
frá diplómu í skógtæknifræði uppí
doktorsgráðu. Frá og með haust-
inu 2004 verður boðið uppá 30 ein-
inga diplómanám í skógræktar-
tækni við Garðyrkjuskólann að
Reykjum. Landbúnaðarháskólinn
á Hvanneyri býður upp á skóg-
fræðinám til B.Sc. gráðu. Flestir
sem hafa lokið námi nú hafa út-
skrifast sem skógtæknifræðingar,
B.Sc., eða skógfræðingar, M.Sc.,
frá erlendum landbúnaðarháskól-
um og sumir hafa lokið doktors-
prófi. Einnig hafa sumir valið þá
leið að útskrifast fyrst sem líffræð-
ingar frá Háskóla Íslands og taka
síðan framhaldsnám í skógfræði
erlendis. Yfirleitt er valin ein af
þremur sérhæfingum; almenn
skógrækt og vistfræði, skógtækni-
fræði eða skóghagfræði.“
Er ekki eðlilegt að ætla að stétt-
in geti stækkað verulega á næstu
árum?
„Þar sem námið er þverfaglegt
eru skógfræðingar hæfir til ýmissa
verka. Það er því eðlilegt að ætla
að stéttin komi til með að stækka.
Ætla má að aukin umhverfisvitund
leiði af sér meiri skógrækt og land-
græðslu sem kallar á fleiri skóg-
fræðinga til starfa.
Skógrækt er sífellt að verða
mikilvægari atvinnugrein á lands-
byggðinni. Í dag hafa margir
hlutastarf af skógrækt, sérstak-
lega yfir gróðursetning-
artímann.
Útivistarskógar
verða sífellt algengari
og mikilvægari í ná-
grenni þéttbýlisstaða.
Þar skiptir miklu máli að skipu-
lagning sé í höndum hæfra ein-
staklinga. Þessir skógar gefa kjör-
in tækifæri til náttúrufræðslu til
almenning og einnig í skipulögðu
skólastarfi.
Í lokin má til gamans geta þess
að árið 1974 var fyrst reynt að
stofna fagfélag skógfræðinga á Ís-
landi. Þá voru stofnfélagar sex
talsins.“
Hrefna Jóhannesdóttir
Hrefna Jóhannesdóttir er
fædd á Sauðárkróki 9. apríl 1975
og er skógfræðingur frá Land-
búnaðarskólanum að Ási árið
2000. Hrefna hefur starfað sem
sérfræðingur á rannsóknastöð
Skógræktar ríkisins á Mógilsá
síðan haustið 2000. Hún var kos-
in formaður Skógfræðingafélags
Íslands á stofnfundi þess 12.
mars 2004. Sambýlismaður
Hrefnu er Johan W. Holst skóg-
fræðingur.
Skógfræðing-
ar eru hæfir til
ýmissa verka
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært
þrjá menn, þýskan ríkisborgara og
tvo íslenska, fyrir innflutning á alls
27 kílóum af kannabisefnum til
landsins. Í kærunni eru talin til ell-
efu skipti sem mennirnir stóðu að
innflutningi kannabisefna og er þess
krafist að ákærðu verði dæmdir til
refsingar.
Ákærðir fyrir
kannabis-
smygl
FASTEIGNAVERÐ á höfuðborg-
arsvæðinu tók kipp upp á við í
febrúarmánuði eftir að hafa staðið
í stað síðastliðna sex mánuði, sam-
kvæmt mælingum Fasteignamats
ríkisins.
Fasteignaverð í fjölbýli á höf-
uðborgarsvæðinu hækkaði þannig
um 2,3% milli janúar og febr-
úarmánuðar, en hækkunin síðustu
sex mánuði er nánast sú sama eða
2,4%.
9,1% hækkun á einu ári
Vísitala fasteignaverðs í fjölbýli
á höfuðborgarsvæðinu, sem Fast-
eignamat ríkisns reiknar út mán-
aðarlega á grundvelli kaupsamn-
inga um húsnæði, var 162,4 í
ágústmánuði á síðasta ári. Hún var
nánast óbreytt í janúar eða 162,7,
en tók kipp upp á við í febrúar og
er nú 166,4 sem er 2,3% hækkun
milli mánaða eins og fyrr sagði.
Hækkun fasteignaverðs á fyrri-
hluta síðasta árs var hins vegar
veruleg, enda er fasteignaverð á
höfuðborgarsvæðinu í febrúar í ár
að meðaltali 9,1% hærra en það
var fyrir ári síðan, í febrúarmánuði
2003. Hækkunin er rúmlega tvöfalt
meiri ef litið er eitt ár til viðbótar
aftur í tímann, því hækkun íbúða-
verðs á höfuðborgarsvæðinu að
meðaltali frá því í febrúar 2002 er
19,6%.
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu
Hækkunarkippur í febrúar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt fyrrverandi framkvæmda-
stjóra eignarhaldsfélags í Reykjavík í
2 mánaða skilorðsbundið fangelsi og
16,5 milljóna sekt fyrir brot á lögum
um virðisaukaskatt árið 2001 og lög-
um um staðgreiðslu opinberra gjalda
á árunum 2000 til 2002. Ákærði var
sakaður um að stinga rúmlega 8 millj-
ónum króna undan skatti og játaði
ákærði brot sín.
Málið dæmdi Valtýr Sigurðsson
héraðsdómari. Málið sótti Helgi
Magnús Gunnarsson fulltrúi efna-
hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.
Tveggja
mánaða
fangelsi fyrir
skattsvik
Þér er óhætt að gefa „honora“, Bjössi minn. Nú ertu alvöru hershöfðingi.
Gjafakort er…
…góð lausn að fermingargjöf
Gjafakort Kinglunnar fást á
þjónustu-borðinu á 1. hæð við
Hagkaup. Þau gilda í öllum
verslunum Kringlunnar*
og fást í fjórum verðflokkum:
10.000 kr., 5.000 kr., 2.500 kr.
og 1.000 kr.
*Gildir ekki í VÍNBÚÐINNI.