Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 9 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl- mann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðs- bundið, fyrir líkamsárás á veitinga- húsi í Sandgerði. Sló hann mann í andlitið með bjórglasi sem brotnaði við höggið. Sá sem fyrir árásinni varð skarst á nefi, hlaut djúpan skurð vinstra meg- in á efri vör og smáskurð á enni. Sak- borningurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu rúmlega 340 þúsund krónur í bætur, auk máls- kostnaðar. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðs- dóms Reykjaness í málinu. Í forsend- um héraðsdóms segir, að árásin hafi verið með öllu tilefnislaus og hrotta- fengin og hefði hæglega getað leitt til stórkostlegra líkamsmeiðsla og ör- kumla. Í ljósi þess hversu háskaleg árásin var þótti ekki fært að skilorðs- binda refsingu sakborningsins í heild sinni. Í fangelsi fyrir líkamsárás INDRIÐI Þorláksson ríkisskattstjóri segir skyldur erlendra fyrirtækja sem starfa hér á landi til að greiða skatta, hinar sömu og innlendra fyrirtækja. Í yfirlýsingu frá Ríkisskattstjóra í gær segir að þessar skyldur taki m.a. til staðgreiðslu af launum erlendra starfsmanna, sem eru skattskyldir hér á landi skv. 3. gr. tekjuskattslaganna óháð því hvort launþeginn starfar hér lengur eða skemur. Erlend fyrirtæki með sama rétt og innlend „Skattyfirvöld framfylgja því að fyr- irtæki hér á landi fari að settum reglum án tillits til þess hvort innlend eða erlend fyrirtæki eiga í hlut. Skatt- yfirvöld eru bundin trúnaði um mál einstakra skattaðila innlendra sem er- lendra og tjá sig ekki um þau opinber- lega né gagnvart þriðja aðila. Erlend fyrirtæki, sem starfa hér á landi, hafa sama rétt og innlend fyrirtæki til að skattamál þeirra fái málefnalega með- ferð hjá skattyfirvöldum í samræmi við gildandi málsmeðferðarreglur. Skattaðili, sem greinir á við skatt- yfirvöld um einstök mál eða málsatriði, á þess kost að leita eftir úrskurði yf- irskattanefndar og eftir atvikum dóm- stóla um þann ágreining. Meðan hans er beðið ber þeim að fara að ákvörð- unum skattyfirvalda. Ágreiningi sem uppi er ber að beina til réttra úrskurð- araðila. Hann getur ekki verið skýring eða afsökun fyrir því að ekki sé farið að löglega gefnum fyrirmælum skattyfir- valda,“ segir í yfirlýsingu ríkisskatt- stjóra. Ríkisskattstjóri Sömu skyld- ur og hvíla á innlendum fyrirtækjum NÁNAST jafnmargir lands- menn eru fylgjandi og andvígir því að efla frekar sérsveit lög- reglunnar með því að bæta 16 sérsveitarlögreglumönnum við þá 21 sem fyrir eru, eins og til- laga Björns Bjarnasonar dóms- málaráðherra gerir ráð fyrir. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Rösklega 45% eru fylgjandi en rúmlega 43% eru andvíg og 11,5% eru hvorki fylgjandi né andvíg því að efla sérsveit lög- reglu. Gallup segir, að þegar viðhorf fólks séu skoðuð eftir bakgrunni komi í ljós að ekki sé marktækur munur á viðhorfum eftir kyni, aldri, menntun eða búsetu. Tals- verður munur sé hins vegar á viðhorfum eftir því hvaða flokk fólk segist ætla að kjósa. Rúm- lega 63% þeirra sem styðja Sjálf- stæðisflokkinn, tæplega 54% kjósenda Framsóknarflokksins, 32% stuðningsfólks Samfylking- arinnar og tæplega 29% þeirra sem styðja Vinstrihreyfinguna – grænt framboð séu fylgjandi því að efla sérsveit lögreglunnar. Álíka marg- ir fylgjandi og andvígir því að efla sérsveitina REYKJAVÍKURVEGI 66 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 565 4100 - FAX 565 2580 Borðstofusett FRANCY Petra borð 120 x 80 stækkun 2 x 30 cm og 4 stólar Francy STGR. kr. 47.700 Nýtt frá Kjóldragtir - pilsdragtir Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Flottir toppar flottir litir stærðir 36-56 Eddufelli 2, s. 557 1730 Bæjarlind 6, s. 554 7030. Opið mán–fös. frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 Laugavegi og Smáralind www.drangey.is Nytsamar fermingargjafir Seðlaveski með nafngyllingu Skartgripaskrín - „Bjútý“ box - Ferðatöskur Laugavegi 101, sími 5521260 Höfum opnað brúðarkjólaleigu Verið velkomin Opið í dag frá kl.10-17 Neðst við Dunhaga, sími 562 2230 Opið i dag kl. 10 - 14 Útsala - Lagersala 50% afsláttur Tilboðsslár kr 1000 eða 3000 ÚTSÖLULOK Síðasti dagur útsölunnar - Mikill afsláttur. Erum að taka upp glæsilega microboli, toppa og sett í sumarlitum. Hraunbæ 119 – Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 11:00 – 18:00 Opið laugardaga kl. 11:00 – 16:00 Augustsilk Augustsilk Opið í dag frá kl. 12-17 í Síðumúla 35 – 3. hæð  ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Silkipeysur, lítil númer ..kr. 1.900 Silkináttfatnaður frá .....kr. 1.900 Stutterma silkipeysur ...kr. 2.500 Langerma silkipeysur ...kr. 3.500 Silki-peysusett .............kr. 6.500 Organzadúkar .............kr. 4.000Engin kort Lægra verð Ljóðasamkeppni MENOR og HEIMA ER BEZT 2004 MENOR efnir til samkeppni í ljóðagerð í vetur í samstarfi við tímaritið HEIMA ER BEZT. Skilafrestur í keppnina er til 1. maí nk. en áætlað er að dómnefnd ljúki störfum seinni hluta maí. Þriggja manna dómnefnd mun velja 3 bestu ljóðin til verðlauna. Veitt verða vegleg bókaverðlaun. Ljóðunum á að skila inn í lokuðu umslagi, ásamt réttu nafni höfundar, heimilisfangi og símanúmeri. Umslagið skal merkt með dulnefni höfundar. Keppnin er öllum opin og ekki bundin við Norðurland. Handritum í keppnina á að skila inn til: MENOR Pósthólf 384 602 Akureyri merktum „Ljóðasamkeppni MENOR og HEIMA ER BEZT 2004“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.