Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ● SÍÐASTA ár var tímabil sem lengi verður í minnum haft á innlendum kjötmarkaði, að mati Steinþórs Skúla- sonar forstjóra Sláturfélags Suð- urlands. Í árs- skýrslu félagsins segir hann að inni- stæðulaus nið- urboð á kjúklinga- og svínamarkaði hafi náð hámarki á síðasta ári með til- heyrandi tjóni fyrir framleiðendur þessara kjötgreina og annarra í samkeppni. „Fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hefur tapað öllu sínu og námskeiðið um hvernig ekki á að gera hlutina var mjög gagnlegt en dýrt. Tímabundnar verðlækkanir munu ganga til baka enda verða þær að byggjast á hagræðingu og lækkun kostnaðar en ekki vera í boði kröfu- hafa eftir að eigið fé er uppurið,“ segir Steinþór í ávarpi sínu. Hið jákvæða segir hann þó vera að erfiðleikar hafi gefið möguleika á upp- stokkun sem ella hefði tekið lengri tíma. Dæmi um það sé fækkun sauð- fjársláturhúsa og kjötvinnslna. Steinþór segir aðstæður árið 2004 að mörgu leyti betri. „Jafnvægi er að nást í flestum kjötgreinum og mögu- leiki á hóflegum vexti á eðlilegum rekstrarforsendum.“ Gagnlegt en dýrt námskeið að baki á kjötmarkaði Steinþór Skúlason ● ÞESS er ekki langt að bíða að er- lendir aðilar verði stærstu eigendur innlendra ríkisskuldabréfa, að mati greiningardeildar KB banka. Í hálf- fimm fréttum segir að kaup erlendra fjárfesta muni vaxa áfram á þessu ári enda hafi gífurleg velta verið á skuldabréfamarkaði síðastliðna tvo daga, eða fyrir 25 milljarða. Segir jafnframt að samkvæmt samantekt greiningardeildarinnar hafi kaup erlendra aðila á innlendum ríkisskuldabréfum árið 2003 numið um 65 milljörðum. Þar af hafi bein kaup verið um 20 milljarðar og óbein kaup í gegnum framvirka samninga verið 45 milljarðar. Þetta eru sögð um helmingi meiri kaup á íslenskum skuldabréfum en árið áður. Heildareign erlendra fjárfesta í inn- lendum skuldabréfum er að mati greiningardeildar hátt í 150 millj- arðar. „Til samanburðar nam heild- areign íslenskra lífeyrissjóða í inn- lendum ríkisskuldabréfum í lok janúar sl. um 175 milljörðum.“ 25 milljarða velta á skuldabréfamarkaði sl. tvo daga ● HAGNAÐUR Íslenskra verðbréfa- Eignastýringar hf. árið 2003 nam 0,7 milljónum króna samanborið við 0,3 milljónir árið 2002. Félagið er að nær öllu leyti í eigu Íslenskra verðbréfa hf. og sér um stýringu á öllum fjórum sjóðsdeildum verðbréfasjóða félags- ins sem og fjárfestingarsjóði þess. Hreinar rekstrartekjur félagsins námu 34,7 milljónum á síðasta ári samanborið við 7,6 milljónir króna ár- ið áður. Rekstrargjöld námu 33,8 milljónum samanborið við 7,3 millj- ónir króna árið áður. Heildareignir félagsins námu 18,4 milljónum króna en voru 5 milljónir í ársbyrjun. Eigið fé félagsins nam í lok síðasta árs 16,7 milljónum en var 5 milljónir í ársbyrjun. Fjármunir sjóða í stýringu námu 4 milljörðum króna í árslok samanborið við 1,5 milljarða í árslok 2002. ÍV-eignastýring hagn- ast um 700 þúsund Í slendingar nota verulega minna af ódýrum samheita- lyfjum en Danir og Norð- menn. Er þetta meginskýr- ingin á því að kostnaður vegna lyfjanotkunar á hvern Íslend- ing er um 46% hærri en meðaltal fyrir íbúa í hinum löndunum. Þetta eru nið- urstöður í nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um lyfjakostnað, notkun, verð og framboð lyfja á Íslandi, sem birt var í gær. Ríkisendurskoðun segir að minna framboð sé af ódýrum samheitalyfj- um hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Hlutdeild sam- heitalyfja í heildarkostnaði lyfja hér á landi minnkaði hlutfallslega frá árinu 2000, er hún var 22%, en fór í 20% árið 2003, að því er fram kemur í skýrsl- unni. Þar kemur einnig fram að hlut- fall samheitalyfja hafi verið um 35% af heildarlyfjanotkuninni, en hver skammtur frumlyfs sé að meðaltali meira en helmingi dýrari en skammt- ur samheitalyfs. Hlutfall samheita- lyfja af heildarlyfjakostnaði í Dan- mörku var 28% árið 2002. Í skýrlunni kemur einnig fram að meiri notkun á tauga- og geðlyfjum ásamt því, að kostnaður við að dreifa lyfjum og selja er meiri hér á landi en í Danmörku og Noregi, eigi sinni þátt í því að kostnaður vegna lyfjanotk- unar á hvern landsmann er meiri hér en í hinum löndunum. „Ef lyfjakostnaður hérlendis væri hlutfallslega sá sami og í Danmörku og Noregi hefði hann lækkað um 4,4 milljarða kr. árið 2003 og farið úr 14 milljörðum kr. í 9,6 milljarða kr. Ef virðisaukaskatti er sleppt er munur- inn um 3,5 milljarðar,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Fram kemur í skýrslunni að fulltrúar hins opinbera og hagsmuna- hópar sjúklinga hafi kvartað undan háu lyfjaverði hér á landi. Á sama tíma hafi talsmenn lyfjafyrirtækja gagnrýnt stjórnvöld fyrir að birta og háar fjárhæðir þegar rætt sé um lyfjakostnað. Í skýrslunni sé leitast við að greina notkun, kostnað, verð og framboð lyfja, einkum með saman- burði milli Íslands, Danmerkur og Noregs. Segja skýrsluhöfundar að megin- markmið úttektrarinnar sé að svara því hvort lyfjakostnaður hér á landi sé eðlilegur miðað við þessi samanburð- arlönd og hvernig megi hugsanlega lækka hann. Mikill verðmunur á lyfjum Í skýrslunni eru nefnd dæmi um ólíkt framboð og verð samheitalyfja á Íslandi og í samanburðarlöndunum. Þar kemur til að mynda fram að sami skammtur af blóðfitulækkandi lyfi, simvastatin, sé seldur ódýrast hér á landi sem samheitalyf á um 13 þúsund krónur án virðisaukaskatts, en bjóðist ódýrast í Danmörku og Svíþjóð sem samheitalyf á 1.500–1.600 krónur. „Hægt væri að ná fram verulegum sparnaði hér á landi ef samheitalyf væru boðin á svipuðu verði og í sam- anburðarlöndunum. Í Danmörku hef- ur söluaukning ódýrra samheitalyfja verið nefnd sem skýring á því að lyfja- kostnaður hækkaði aðeins um 4% á árinu 2003. Hér hækkaði lyfjakostn- aður um 11% á sama tíma.“ Nokkrar ástæður Ríkisendurskoðun segir að nokkr- ar ástæður séu fyrir því að hér á landi séu notuð dýrari lyf en í Danmörku og Noregi. Eftirfarandi ástæður eru nefndar: „–Verð lyfja og greiðsluþátttaka ís- lenska ríkisins miðast við verð sömu lyfja í samanburðarlöndunum en ekki verð ódýrasta lyfsins þar í hverjum flokki. –Heilbrigðisstofnanir notast lítið við lyfjalista og klínískar leiðbeining- ar sem mæla fyrir um skynsamlega og hagkvæma notkun lyfja. –Ákvarðanir lyfjaverðsnefndar um verðmyndun í heildsölu og smásölu hvetja ekki nægjanlega til markaðs- setningar ódýrari lyfja. –Innflutningur og dreifing lyfja er í mörgum tilvikum í höndum aðila sem jafnframt eru umboðsmenn lyfja- framleiðenda. –Útboð vegna lyfjakaupa heilbrigð- isstofnana hafa ekki skilað tilætluðum árangri á undanförnum árum.“ Þessu til viðbótar segir í skýrslunni að sala lyfja hér á landi virðist óhag- kvæmari en annars staðar á Norður- löndum, einkum vegna smæðar ís- lenska markaðarins. Afkoma fyrirtækja innan þessarar atvinnu- greinar bendi hins vegar ekki til þess að hagnaður þeirra sé óeðlilega mikill. Nefndar eru tvær meginástæður fyrir miklum kostnaði við heildsölu og smásölu lyfja: „–Kostnaður við að koma lyfjum á markað, m.a. skráning þeirra og merkingar á íslensku, er tiltölulega hár vegna smæðar markaðarins og lítillar veltu margra lyfja. –Apótek eru hlutfallslega fleiri á Íslandi en í hinum löndunum og rekstrarkostnaður þeirra á hverja selda einingu hærri.“ Þróunin í lyfjanotkun hér á landi er að því er fram kemur í skýrslu Rík- isendurskoðun að hluta til samskonar og í nágrannalöndunum. Aukningin sé þó meiri hér. Þannig hafi lyfjanotk- un á Íslandi verið að meðaltali 20% minni en annars staðar á Norðurlönd- unum árið 1996 en einungis 12% minni árið 2001. Meiri vöxtur í notkun hér Í þessu sambandi bendir Ríkisend- urskoðun á að lyfjanotkun aukist gjarnan með hækkandi aldri og stafi minni lyfjanotkun hér á landi m.a. af því að meðalaldur Íslendinga sé lægri en hinna þjóðanna. „Lyfjanotkun hefur vaxið árlega meira en svo að hægt sé að skýra hana með fólksfjölgun og breyttri ald- urssamsetningu landsmanna. Lyfja- notkun jókst t.d. um 18,9% á milli ár- anna 1999 og 2003. Aukningin er mismikil eftir lyfjaflokkum. Athyglis- vert er að skoða hvernig neysla tauga- og geðlyfja hefur vaxið. Árið 1990 notuðu Íslendingar mun minna af tauga- og geðlyfjum en hinar þjóð- irnar, t.d. notuðu Danir þá 60% meira af þessum lyfjum. Árið 2002 var Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um lyfjakostnað segir að stjórnvöld, lyfjafyrirtækin og læknar geti gert ým- islegt til að lækka lyfjakostnað hér á landi. Hægt sé að stuðla að því að notkun lyfja sé hófleg, að hingað séu flutt ódýrari lyf en gert er og að dregið sé úr kostn- aðarsömum kröfum við dreifingu og sölu lyfja. Í skýrslunni eru nefndir ýmsir möguleikar sem gætu að mati Ríkisendurskoðunar minnkað lyfjakostnað. Eftirfarandi eru helstu tillögur Ríkisendurskoðunar: „Breyta þarf greiðsluþátttöku sjúkratrygginga þannig að hún miðist við lægsta lyfjaverð í samanburð- arlöndunum að teknu tilliti til eðlilegrar álagningar. Útbúa þarf lyfjalista fyrir sjúkrahús og aðrar heil- brigðisstofnanir, þar sem bent er á hagstæðustu lyfja- kaup með hliðsjón af hagsmunum sjúklings og frá heilsufræðilegu sjónarmiði, og fylgjast þarf með því að ávísað sé á ódýrasta sambærilega lyfið þegar það á við. Jafnframt þarf að ýta undir að fylgt sé klínískum leið- beiningum um skynsamlega lyfjagjöf. Endurskoða þarf heimilaða álagningu bæði í heild- og smásölu þannig að hún hvetji til sölu á ódýrum lyfj- um. Gera þarf oftar samanburð á lyfjaverði á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum og leiðrétta það komi í ljós að verðmunur hafi aukist frá síðustu verðkönnun. Efla þarf hlutlausa og faglega upplýsingagjöf frá stjórnvöldum um lyfjamál til mótvægis við markaðs- setningu lyfjafyrirtækja. Endurmeta þarf hlutverk þeirra opinberu aðila sem stjórna og hafa eftirlit með lyfjamálum með það fyrir augum að færa verkefni á færri hendur. Kanna þarf í samstarfi við rekstraraðila apóteka hvort fækka megi útsölustöðum eða gera rekstur þeirra hagkvæmari á annan hátt til að draga úr kostn- aði. Skoða þarf sérstaklega hvort afnema eigi sér- kröfur sem gerðar eru til starfsemi og búnaðar apó- teka hér á landi, t.d. um húsnæði og fjölda lyfjafræðinga, og samræma þær þeim kröfum sem gerðar eru annars staðar á Norðurlöndum. Leita þarf eftir undanþágu frá kröfum um að fylgi- seðli á íslensku sé pakkað með lyfjum. Stjórnvöld þurfa að fylgjast með að fyrirkomulag við dreifingu lyfja hamli ekki auknu framboði ódýrra sam- heitalyfja. Heilbrigðisstofnanir þurfa að bjóða út lyfjakaup þeg- ar því verður við komið.“ Lyfjakostnaður á mann er 46% hærri hér en í Danmörku og Noregi Minni notkun samheita- lyfja meginskýringin Í nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar segir að mikill munur á lyfja- kostnaði hér og í ná- grannalöndunum skýr- ist fyrst og fremst af minni notkun samheita- lyfja hér. Meiri notkun tauga- og geðlyfja og meiri kostnaður við dreifingu og sölu lyfja hafa einnig áhrif. Aukinn kostnaður Frá 1990 til 2003 hækkaði lyfjakostnaður um 9,2% á ári á meðan lyfjanotkun jókst um 3,9%. Hægt að stuðla að hóflegri notkun ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.