Morgunblaðið - 03.04.2004, Qupperneq 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 15
Lögbýli á Suðurlandi
Til sölu jörð sem er ca 150 hektarar.
Á jörðinni er gott 125 fm íbúðarhús, fjós, hlaða,
vélageymsla, hesthús o.fl.
Jörðin er mjög grasgefin og girðingar eru góðar.
Upplýsingar í símum 896 1606 og 557 7060.
neysla Íslendinga hins vegar orðin
18% meiri en Dana og 45% meiri en
Norðmanna.“
4,4 milljarða
lægri kostnaður
Í skýrslunni segir að kostnaður
vegna lyfja hafi hækkað mikið á und-
anförnum árum. Kostnaðurinn nam
14 milljörðum króna á árinu 2003 og
þar af var hlutur ríkisins 9,4 milljarð-
ar. Segir í skýrslunni að frá 1990 til
2003 hafi lyfjakostnaður hækkað að
meðaltali um 9,2% á ári á meðan lyfja-
notkun hafi aukist um 3,9% á ári.
Skýringin liggi m.a. í almennum verð-
lagshækkunum, tilkomu nýrra og
dýrari lyfja og aukinni notkun þeirra
lyfja sem fyrir voru á markaði.
Fram kemur í skýrslu Ríkisendur-
skoðunar að á árinu 2003 hafi hver Ís-
lendingur greitt að meðaltali 48.115
krónur fyrir lyf á meðan hver Dani
hafi greitt 31.612 krónur og hver
Norðmaður 34.237 krónur. Munurinn
sé hins vegar meiri þegar tekið sé til-
lit til þess að lyfjanotkun hafi að með-
altali verið um 7% meiri í Danmörku
og Noregi en hér á landi árið 2003. Því
sé ljóst að kostnaður við hvern lyfja-
skammt hafi að meðaltali verið um
50% hærri hér en í þessum löndum.
Segir Ríkisendurskoðun að ef lyfja-
kostnaður hvers Íslendings hefði ver-
ið sambærilegur og í Danmörku og
Noregi árið 2003, hefði lyfjakostnað-
ur landsmanna verið um 4,4 milljörð-
um króna lægri. Um 51% af þessum
mismun segir í skýrslunni að stafi af
hærri álagningu í heildsölu og smá-
sölu lyfja hér á landi en í hinum lönd-
unum. Um 49% af muninum komi
hins vegar fram í hærra innkaups-
verði lyfja sem flutt séu inn til lands-
ins eða framleidd séu hérlendis.
Minni samkeppni
í framleiðslu
Tvö fyrirtæki á Íslandi, Delta og
Omega Pharma, sem bæði eru í eigu
Pharmaco, framleiða samheitalyf til
sölu á innanlandsmarkaði og til út-
flutnings. Samþjöppun hefur orðið á
þessum markaði með samruna fyrir-
tækja og er innlend lyfjaframleiðsla
öll á einni hendi.
„Það hefur verið á það bent að
meiri samþjöppun hafi dregið úr sam-
keppni og fækkað samheitalyfjum
sem eru á markaði hér,“ segir í
skýrslunni. „Þannig var Delta með
418 lyf á lyfjaskrá í júní 2000 en hafði
fækkað þeim niður í 171 í janúar 2004.
Omega Pharma var með 239 lyf á
skrá en fækkaði þeim í 170. Pharmaco
hf. keypti einnig NM Pharma sem
flutt hafði inn 109 samheitalyf í júní
2000, en lyf frá fyrirtækinu voru 75 í
janúar 2004. Að hluta til má skýra
þessa fækkun með því að áframhald-
andi framleiðsla hefði kallað á nýjar
fjárfestingar sem ekki hafi þótt hag-
kvæmar. Hins vegar er því ekki að
neita að fækkun sjálfstæðra lyfja-
framleiðenda er talin hafa dregið úr
samkeppni á markaði.“
Færri íbúar
á hvert apótek
Ríkisendurskoðun víkur að því að
tvær keðjur apóteka séu nú með 80–
85% af smásölumarkaði lyfja hér á
landi, þ.e. Lyf & heilsa, annars vegar,
og Lyfja, hins vegar. Apótekum hafi
fjölgað úr 44 árið 1996 í 66 eftir að lyf-
sala var gefin frjáls. Fjöldi íbúa að
baki hverju apóteki sé nú um 4.400,
sem sé mun minna en annars staðar á
Norðurlöndunum. Fjölgun apóteka á
Íslandi hafi einkum verið rakin til
aukinnar samkeppni á lyfsölumark-
aði, sem m.a. hafi falist í baráttu um
markaðshlutdeild. Þessi fjölgun segir
Ríkisendurskoðun að takmarki
möguleika til hagræðingar í dreifingu
og smásölu lyfja.
INGI Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lyfju, tekur undir það að ein
ástæðan fyrir 46% hærri lyfjakostn-
aði hér á landi en
í Danmörku og
Noregi sé ónóg
samkeppni og
minna framboð af
samheitalyfjum,
sem þýði að
meira sé notað
hér af dýrari lyfj-
um.
„Það mætti vera meira framboð af
samheitalyfjum en er í dag. Fram-
leiðendum samheitalyfja hefur farið
fækkandi og framboðið er minna en
var áður.“
Hvað varðar hærri kostnað hér-
lendis, bæði í heildsölu og smásölu,
segir Ingi það rétt að kostnaðurinn
sé hærri enda sé hlutfallslega dýr-
ara að dreifa lyfjum á Íslandi heldur
en í Danmörku og Noregi. „Landið
er mun fámennara og strjálbýlla en
t.d. Danmörk. Auk þess eru tæplega
20 þúsund íbúar á bak við hvert apó-
tek í Danmörku. Það er það mesta
sem gerist í Evrópu. Í Noregi eru
eitthvað um 10 þúsund íbúar á bak
við hvert apótek en hér eru um 4.400
manns að baki hverju apóteki. Þessu
er erfitt að breyta hér á landi ef við
ætlum að halda uppi þjónustu t.d. á
landsbyggðinni. Ekki förum við að
fækka apótekum þar.“
Ingi nefnir líka að það skekki
samanburð við löndin tvö að verð á
markaði þar hefur verið í sögulegu
lágmarki vegna mikils verðstríðs.
Mun færri
íbúar á bak
við hvert
apótek hér ANDRÉS Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Félags íslenskra
stórkaupmanna, FÍS, segir skýrslu
Ríkisendurskoð-
unar staðfesta að
ekki sé um að
ræða óhóflega
heildsöluálagn-
ingu á lyfjum hjá
innflutningsfyr-
irtækjum. „Einn-
ig segir skýrslan
það berum orð-
um að afkoma fyrirækja í þessari
grein sé ekki þess eðlis að þau
maki krókinn,“ segir hann.
„Að öðru leyti lýsir skýrslan
þáttum sem innflutningsaðilar ráða
ekki við. Staðreyndin er sú að það
er hlutfallslega dýrara að skrá og
markaðssetja lyf á Íslandi en í við-
miðunarlöndunum. Um er að ræða
sama kostnað sem fyrirtækin þurfa
að leggja í á þessum 300 þúsund
manna markaði. Við höfum hins
vegar alla tíð verið tilbúin til að
leita allra leiða til að lækka lyfja-
kostnað. Þessa stundina erum við í
viðræðum við lyfjaeftirlitsnefnd um
þau mál.“
Þess má geta að FÍS hét Samtök
verslunarinnar frá 1997 en gamla
heitið FÍS var tekið upp aftur nú í
aprílbyrjun.
Álagningin
ekki óhófleg
Andrés Magnússon,
framkvæmdastjóri FÍS
HRUND Rúdolfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Lyfja og heilsu,
segir að fara þurfi varlega í hug-
myndir þess efn-
is að fækka apó-
tekum til að
lækka lyfja-
kostnað eins og
bent er á í
skýrslu Rík-
isendurskoð-
unar. „Ef ætl-
unin er að taka
slíkar ákvarð-
anir verða menn að gera upp við
sig hvaða stefnu á að taka varð-
andi lyfjaþjónustu úti á landi,“
segir hún. „Ljóst er að óhagstæð-
ustu einingarnar eru úti á landi og
vilji menn skera niður þar er það
orðin pólitísk ákvörðun að mínu
mati.
Varðandi samanburð við Dan-
mörku og Noreg má benda á að
þar fer lausasala lyfja fram á
bensínstöðvum og fleiri stöðum
þannig að lyfjaafgreiðsla er á mun
fleiri stöðum en fjöldi apóteka
segir til um.
Við styðjum á hinn bóginn þá
tillögu sem fram kemur í skýrsl-
unni um að skoða hvort afnema
eigi sérkröfur til starfsemi og
búnaðar apóteka. Til okkar eru
gerðar kröfur sem þekkjast hvergi
annars staðar og hafa í för með
sér aukinn rekstrarkostnað,“ segir
Hrund.
„Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt
að skoða lyfjaverð, -framboð og
-notkun reglulega. Ég held að
þessi skýrsla sé mjög vandlega
unnin og þær tillögur sem kynntar
eru verðskulda vandlega skoðun.“
Fækkun apó-
teka yrði póli-
tísk ákvörðun
Hrund Rúdolfsdóttir,
framkvæmdastjóri
Lyfja og heilsu
VIÐ fögnum þessari skýrslu og telj-
um að loksins hafi verið dregin upp
rétt mynd af lyfjamarkaðnum,“ segir
Hreggviður Jóns-
son, fram-
kvæmdastjóri
Pharmanor. „Við
sem störfum á
heildsölustiginu
teljum mjög gott
að það skuli hafi
komið fram í
skýrslunni að af-
koma fyrirtækja í þessari grein bendi
ekki til þess að álagningin sé óeðlilega
mikil. Menn verða að skilja hvað það
kostar að vera lítill á þessum markaði.
Það kostar jafnmikið að skrá lyf inn á
íslenskan markað eins og t.d. þann
þýska og danska. Fasti kostnaðurinn
við skráningu er því hlutfallslega mun
meiri hér en annars staðar. Því má
svo bæta við að á sama tíma og til-
hneiging hefur verið til lækkunar á
lyfjaverði og -kostnaði, hækkaði
Lyfjastofnun gjaldskrá sína um 10–
13% þann 1. mars. Það má því spyrja
sig hversu vel þetta fer saman, ekki
síst í samhengi við þá staðreynd að
lyfjainnflutningsfyrirtækin standa
undir 93% af kostnaði Lyfjastofnunar
sem nam í heild sinni 139 milljónum
króna árið 2002.“
Rétt mynd
af lyfja-
markaðnum
Hreggviður Jónsson,
framkvæmdastjóri
Pharmanor
„ÞETTA kallar maður að skjóta
fyrst og spyrja svo. Það á t.d. að
taka ýmis lyf úr greiðsluþátttöku
almannatrygg-
inga og ef það
virkar ekki, þá á
að athuga málið
samkvæmt gefn-
um forsendum,“
segir Árni Þór
Árnason for-
stjóri Aust-
urbakka um
skýrslu Ríkisendurskoðunar. „En
þessar forsendur þýða náttúrlega
biðraðir og tafir. Því miður eru
þeir sem stjórna heilbrigðismálum
í dag, sterkastir í því að búa til
biðlista,“ segir hann. „Það er
mjög taktískt hjá ríkinu, að á
sama tíma og það er að berja nið-
ur lyfjakostnað og við eigum að
semja um betra verð erlendis, þá
eru öll eftirlitsgjöld hækkuð um
10-13%.“
Eitt af því sem gerir lyfjakostn-
að meiri hérlendis en í Danmörku
og Noregi er að Íslendingar nota
minna af samheitalyfjum og meira
af, einkum tauga- og geðlyfjum.
Árni Þór segir að auðveldara væri
að skipta út magalyfjum en
hjartalyfjum og þunglyndislyfjum
og erfitt væri að finna út milliveg
í því samhengi. „Ef menn ætla
haga málum á þann veg að hinir
efnuðu geti verið á betri lyfjum en
hinir, þá er það alveg nýtt. En ég
hefði viljað sjá lengra gengið í að
sameina eftirlitsiðnaðinn í kring-
um lyfjageirann og minnka hann
stórlega.“
Skjóta fyrst
og spyrja svo
Árni Þór Árnason,
forstjóri Austurbakka
Ingi Guðjónsson,
framkvæmdastjóri Lyfju