Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 18
ERLENT
18 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í HÖFUÐBORGUM nýju NATO-ríkjanna sjö
fóru fram hátíðarathafnir í gær í tilefni af inn-
göngu þeirra í Atlantshafsbandalagið. Hér
ganga rúmenskir hermenn með rúmenska þjóð-
fánann og NATO-fánann í bakgrunni við slíka
athöfn í rúmensku höfuðborginni Búkarest.
„Loksins finnst okkur við vera örugg,“ sagði
Vaire Vike-Freiberga, forseti Lettlands, við at-
höfn í Riga. Hátíðarstemmning var af sama til-
efni í Tallinn og Vilnius, höfuðborgum Eistlands
og Litháens, sem og í Bratislava í Slóvakíu,
Ljubljana í Slóveníu og Sofiu í Búlgaríu.
AP
„Loksins finnst okkur við vera örugg“
HERMENN frá sjö nýjum aðildar-
ríkjum Atlantshafsbandalagsins í
Austur-Evrópu drógu þjóðfána landa
sinna að húni við höfuðstöðvar
bandalagsins í Brussel í fyrsta sinn í
gær. Fánahyllingin var hluti af hátíð-
ardagskrá í höfuðstöðvunum í tilefni
af fjölgun aðildarríkjanna úr 19 í 26,
en þessi mesta stækkun í 55 ára sögu
NATO komst formlega til fram-
kvæmda í vikunni.
Við fánahyllingarathöfnina stilltu
utanríkisráðherrar Eistlands, Lett-
lands, Litháens, Slóvakíu, Slóveníu,
Rúmeníu og Búlgaríu sér upp við hlið
starfsbræðra sinna frá hinum banda-
lagsríkjunum nítján, Íslands þar á
meðal.
„Upp frá þessari stundu munu 26
bandamenn vera sameinaðir í skuld-
bindingu til að verja öryggi hvers
annars og landhelgi,“ sagi Jaap de
Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri
NATO, við þetta tækifæri. „Þetta er
mesta skuldbinding sem þjóðir geta
gengizt undir.“
Í kjölfar stækkunar NATO fylgir
stækkun Evrópusambandsins um 10
ríki um næstu mánaðamót, en þetta
tvennt bindur lokahnútinn á endalok
kaldastríðsskiptingar Evrópu.
„Ásamt stækkun Evrópusam-
bandsins sýnir dagurinn í dag það
skýrt að landfræðileg lega jafngildir
ekki lengur örlögum,“ sagði de Hoop
Scheffer. „Ekkert fær betur sýnt að-
dráttarafl, styrk og varanlegt gildi
tengslanna yfir Atlantshafið,“ sagði
hann um þessa stækkunarlotu
NATO, en með henni eru alls 10 ríki
gengin til liðs við bandalagið sem áð-
ur tilheyrðu Austurblokkinni. Pól-
land, Tékkland og Ungverjaland
gengu í NATO árið 1999.
Rússar hafi sig hæga
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sat einnig fundinn. Í
viðtölum sem birtust í gær í dagblöð-
um í nýju aðildarríkjunum sjö sagði
hann Rússa ekki hafa neitt að óttast
þótt Atlantshafsbandalagið stækkaði
upp að rússnesku landamærunum.
Hvatti hann valdhafa í Moskvu jafn-
framt til að leggja sig meira fram um
að uppfylla eigin hernaðarlegu skuld-
bindingar í Evrópu, samkvæmt al-
þjóðasamningnum um hefðbundinn
vígbúnað í álfunni, CFE.
Ráðlagði Powell Rússum að hætta
að gera sér rellu út af eftirlitsflugi
NATO í Eystrasaltsríkjunum. Sagð-
ist hann hafa fullvissað rússneska ut-
anríkisráðherrann Sergei Lavrov í
samtali á miðvikudag um að með flugi
F-16-þotna NATO væri einfaldlega
verið að sýna að lofthelgi nýju aðild-
arríkjanna væri orðin hluti af loft-
helgi bandalagsins. Powell reyndi að
gera sem minnst úr þýðingu þess að
rússneska þingið hefði á miðvikudag
samþykkt harðorða ályktun þar sem
NATO-stækkuninni var mótmælt,
hún sögð ógnun við öryggi Rússlands
og hvatt til þess að varnir Rússlands
yrðu efldar, ekki sízt á landamærun-
um við Eystrasaltsríkin.
Lavrov var einnig staddur í Bruss-
el í gær til að sinna reglubundnu
samráði NATO og Rússa, en slíkur
samráðsfundur fór fram að hátíðar-
fundi NATO-ráðherranna loknum.
„Þetta var fyrsti fundurinn þar sem
þjóðirnar 27 sitja við sama borð og
sýnir hvað menn hafa náð langt í
þessu samstarfi,“ sagði Halldór Ás-
grímsson utanríkisráðherra í samtali
við Morgunblaðið eftir fundinn.
Fyrsta fánahylling
26 bandamanna
Hátíðarfundur í
höfuðstöðvum
NATO vegna
stækkunar
bandalagsins
Brussel. AFP, AP.
MÁLEFNIN sem voru efst á baugi
ráðherrafundar NATO í gær voru
ástandið á Balkanskaga, í Afganist-
an, Írak og fyrir
botni Miðjarð-
arhafs, svo og
baráttan gegn
hryðjuverkum.
Fyrir hönd ríkja
sinna áréttuðu
ráðherrarnir
þann staðfasta
ásetning sinn að
berjast gegn því
meini, sem al-
þjóðleg hryðju-
verk væru, og sú barátta yrði eitt
helsta mál á dagskrá bandalagsins
á komandi árum. Morgunblaðið
náði tali af Halldóri Ásgrímssyni
eftir fundinn og lýsti hann inntaki
hans á þessa leið:
„Það má segja að það varði
mestu að það takist að viðhalda
stöðugleika á Balkanskaga; það
takist að byggja upp lýðræðisríki í
Afganistan; það takist að byggja
upp frjálst og fullvalda ríki í Írak
sem virðir mannréttindi og sjón-
armið allra íbúa landsins og að það
takist að koma á friði í Ísrael og
Palestínu; það er alveg ljóst að
hryðjuverkamennirnir vilja að upp-
lausn og skálmöld ríki á þessum
svæðum sem yrðu þá gróðrarstía
enn frekari hryðjuverka.“
Aðspurður segir Halldór Ísland
koma inn í þetta starf NATO fyrst
og fremst „með því að gera það
sem í okkar valdi stendur til að
hjálpa til á þessum svæðum sem ég
hef nefnt og vinna náið með öðrum
þjóðum að öryggismálum. Við er-
um hluti af Schengensvæðinu og
það er frjáls för fólks milli allra
þessara landa og þar með er okkar
landsvæði ekkert undanskilið í
þessum málum og við verðum að
vera meðvituð um það,“ segir utan-
ríkisráðherra.
„Okkar landsvæði ekki undanskilið“
Halldór
Ásgrímsson
SPRENGJA fannst á járn-
brautarteinum milli Madrídar
og Sevilla á Spáni í gær, rúm-
um þremur vikum eftir hryðju-
verkin í Madríd sem kostuðu
191 mann lífið.
Angel Acebes, innanríkisráð-
herra Spánar, sagði að sprengj-
an væri af svipaðri tegund og
sprengjurnar sem notaðar voru
í árásunum á fjórar farþega-
lestir í spænsku höfuðborginni
11. mars.
Poki með tíu kíló af sprengi-
efni og 136 metra sprengiþráð-
ur fundust á teinum fyrir hrað-
lestir milli bæjanna Mocejon og
Algodor í Toledo-héraði. Rann-
sókn á sprengiefninu var ekki
lokið í gær.
Sprengja
finnst á
Spáni
Madríd. AFP.
PALESTÍNSKA heimastjórnin for-
dæmdi í gær lítt dulbúna hótun Ar-
iels Sharons, forsætisráðherra Ísr-
aels, um að ráða
Yasser Arafat
Palestínuleiðtoga
af dögum. „Þetta
er alvarleg hótun
sem miðar að því
að hefta friðar-
umleitanir,“ sagði
Nabil Abu Ru-
deina, ráðgjafi
Arafats.
Ísraelska dag-
blaðið Haaretz spurði Sharon að því,
hvort Arafat og Hassan Nasrallah,
leiðtogi líbönsku samtakanna Hez-
bollah, væru ef til vill á lista Ísraela
yfir þá menn sem ráða skyldi af dög-
um, og svaraði Sharon: „Ég held að
hvorugur þeirra geti talist óhultur ...
Hver sá, sem myrðir gyðing eða vinn-
ur ísraelskum ríkisborgara mein, ell-
egar gerir fólk út til að myrða gyð-
inga, er útskúfaður.“
Ísraelski herinn hefur haldið Ara-
fat innikróuðum í bækistöðvum hans
í Ramallah á Vesturbakkanum frá því
í desember 2001. Í september í fyrra
samþykkti öryggisráð Ísraels að Ara-
fat skyldi „fjarlægður“ úr Ramallah,
og sagði einn ísraelskur ráðherra að
til greina kæmi að myrða hann.
Segir Ara-
fat ekki
óhultan
Ramallah, Jerúsalem. AFP.
Yasser Arafat
ÞINGIÐ í þýska sambandsríkinu
Baden-Württemberg samþykkti í
fyrradag með nær öllum atkvæðum
tillögu um að kennarar mættu ekki
bera hefðbundna slæðu múslíma í
stofum ríkisskólanna. Leyft verður
sem fyrr að kristin tákn á borð við
krossinn séu notuð. Annette Schav-
an, ráðherra menntamála, sagði að
þau væru hluti vestrænnar hefðar
en slæðan væri „hluti af sögu
kvennakúgunar“.
Schavan sagði að slæðuna mætti
auðveldlega túlka sem tákn um
stuðning við stjórnmálaskoðanir
öfgafullra bókstafstrúarmanna í
heimi íslams. Hún væri þannig ekki
eingöngu trúartákn heldur hefði
víðtækari skírskotun og ætti ekki
heima í skólastofunum. Nemendur
fá þó áfram að nota slæðuna en í
frönskum ríkisskólum er jafnt
kennurum sem nemendum bannað
að bera slæðuna.
Kennarar
fleygi músl-
ímaslæðu
Stuttgart. AP, AFP.
MICHAEL Grade, sem áður var yf-
irmaður bresku sjónvarpsstöðvar-
innar Channel 4, var útnefndur
stjórnarformaður breska ríkisút-
varpsins, BBC, í gær. Tekur hann
við embættinu af Gavyn Davies, sem
sagði af sér í kjölfar gagnrýni á BBC
sem kom fram í svonefndri Hutton-
skýrslu.
Grade, sem er 61 árs, hefur mikla
reynslu af fjölmiðlastarfi en hann
var eitt sinn einn af yfirmönnum
BBC. Torin Douglas, sem fjallar um
fjölmiðla fyrir BBC, segir að stofn-
unin verði í góðum höndum eftir að
Grade hafi tekið við stjórnarfor-
mennskunni. Eitt fyrsta verk Grad-
es verður að ráða nýjan útvarps-
stjóra. Greg Dyke sagði af sér því
starfi vegna Hutton-skýrslunnar þar
sem stofnunin var gagnrýnd fyrir að
hafa ekki haft nægilegt eftirlit með
vinnubrögðum fréttamanns.
Grade er ekki tengdur neinum
stjórnmálaflokki, að sögn fréttavefj-
ar BBC og fulltrúar breska Íhalds-
flokksins fögnuðu tilnefningu hans.
Julie Kirkbride, talsmaður flokksins
í menningarmálum, sagði í gær að
flokkurinn bæri fullt traust til hans.
Michael Grade hefur lengi starfað
við sjónvarp og skemmtanaiðnað en
sjónvarps- og kvikmyndaframleið-
andinn Lew Grade, einn af stofnend-
um ITV-sjónvarpsstöðvarinnar, var
frændi hans.
Nýr formaður stjórnar BBC.
Grade nýr
stjórnarfor-
maður BBC
♦♦♦