Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 19

Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 19 alltaf á laugardögumLESBÓK MORGUNBLAÐSINS GRÆNLENZKA landstjórnin opn- aði í fyrradag sjöttu útboðslotuna í olíuleitarheimildir í grænlenzkri lögsögu, undan vesturströnd lands- ins. Skýrðu fulltrúar námu- og olíu- málaráðuneytis landstjórnarinnar frá þessu í Kaupmannahöfn. Er reiknað með því að nánari útlistun útboðsskilyrðanna verði lögð fram í Houston í Texas 6. apríl. Fyrirtæki sem vilja taka þátt í úboðinu þurfa að skila inn tilboðum fyrir 1. októ- ber. „Svæðið sem um ræðir er milli 62. og 69. breiddarbaugs og er skipt niður í fjögur svæði sem ná hvert fyrir sig yfir 5.000 til 11.000 ferkíló- metra,“ sagði Flemming Christian- sen, jarðfræðingur við dönsku jarð- fræðirannsóknastofnunina. Hann tjáði AFP að hann ætti von á því að stór bandarísk og evrópsk olíufélög myndu sýna útboðinu áhuga; enda væru þau að leita öruggari aðgangs að olíulindum en í Mið-Austurlöndum. Sex tilraunaboranir hafa verið gerðar á síðustu árum undan vest- urströnd Grænlands, allt niður á 3.000 til 4.000 metra dýpi, án þess að olíulindir fyndust sem arðbært væri að nýta. „En við höfum góðar ástæður til að trúa að olía finnist þar sem rannsóknir sem gerðar hafa verið á jarðlögunum á þessu svæði hingað til hafa verið jákvæð- ar; þær benda til að kolvatnsefni sé að finna undir sjávarbotninum,“ segir Christiansen. Þá hafi jarð- fræðingar nokkrum sinnum fundið „olíusmit á steinum á landi“ í Disko- flóa. Grænland Nýtt olíu- leitarútboð Kaupmannahöfn. AFP. BANDARÍSK kona, Betty Gooch, sem grunuð er um að hafa svindlað á meira en tug bílasala með því að borga með innistæðulausum ávís- unum, gúmmítékkum, hefur nú misst verjanda sinn. Hann hætti á miðvikudag vegna þess að Gooch borgaði honum líka með gúmmí- tékka. Gooch er 75 ára gömul, hvíthærð og vinaleg amma. Hún notar göngugrind og þarf auk þess að hafa færanlegan súrefnisvagn inn- an seilingar. Hún var í október í fyrra sektuð fyrir að hafa keypt sér Harley-Davidson mótorhjól með falskri ávísun. „Hún sagði mér hjartnæma sögu sína og lét mig hafa tékka sem tryggingu og ég tók við honum,“ sagði verjandinn, Stephen Ford, í samtali við blaðið Chicago Tribune. Dómari gaf á miðvikudag út hand- tökuskipun á Gooch vegna þess að hún trassaði að mæta í réttarsal í Woodstock í Illinois-ríki á til- skildum tíma. Amma til vandræða Chicago. AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.