Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 28

Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 28
28 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Selfoss | Bæjarráð Árborgar lýsti á fundi sínum 1. apríl yfir stuðningi við áform um upp- byggingu hestaíþróttasvæðis á Rangárbökkum og telur að það geti verið mjög jákvætt fyrir atvinnulíf á Suðurlandi. Í bókun bæjarráðs segir: „Bæjarráð vill undirstrika þennan stuðning með því að styrkja verkefnið með framlagi að fjárhæð kr. 500.000. Bæjar- ráð telur hins vegar ekki fært að leggja fram hlutafé þar sem sveitarfélagið er að leggja á annan tug milljóna til uppbygg- ingar hestaíþróttasvæðis í Sveitarfélaginu Árborg.“ Árborg styrkir Rang- árbakka Eyrarbakki | Lúðvík Karlsson, öðru nafni Liston, verður með sýningu á verkum sínum í Óðinshúsinu á Eyr- arbakka dagana 8.–12. apríl nk. Sýningin er opin frá kl. 14–18 og um helgarnar 17.–18., 24.–25. apríl og 1.–2. maí. Liston sýnir að þessu sinni bæði skúlptúra og málverk. Hann segir verk sín sprottin beint úr reynslu- heimi umhverfisins. Í fyrra sýndi Liston nokkur verk í Óðinshúsi á samsýningu með þrem öðrum listamönnum, en þeir fé- lagar kalla sig Breiðumýrarmenn og vilja stuðla að því að hvers konar listir megi dafna og blómstra á Eyr- arbakka. Morgunblaðið/Óskar Magnússon Á sýningu Liston í Óðinshúsi eru bæði skúlptúrar og málverk. Myndlistar- sýning í Óðinshúsi Borgartún 26 sími 535 9000 Öll Mont Blanc farangursbox á tilboði kr. 32.900,- meðan birgðir endast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.