Morgunblaðið - 03.04.2004, Page 32
LISTIR
32 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SIGURVEGARAR tónlistarkeppn-
innar Kammertónlist til framtíðar
verða kynntir í Ráðhúsi Reykjavíkur
kl. 17–18 á sunnudag.
„Þessi dagskrá er í beinu fram-
haldi af keppninni Kammertónlist til
framtíðar sem KaSa hópurinn aug-
lýsti sl. haust,“ segir Nína Margrét
Grímsdóttir. „Það er Samstarfs-
sjóður
Nuuk-Reykjavíkur-Þórshafnar sem
styrkir viðburðinn og er markmið
KaSa hópsins að efla samstarf við
efnilega tónlistarnema á Grænlandi,
Íslandi og Færeyjum. Þónokkur
fjöldi umsókna barst, fyrst og fremst
frá Íslandi en einnig frá Færeyjum.
Því miður bárust engar umsóknir
frá Grænlandi þótt keppnin væri
auglýst í fjölmiðlum þar á sama hátt
og í hinum löndunum tveimur.“
Þrír tónlistarnemar urðu hlut-
skarpastir: Jákup H. Lützen frá
Færeyjum, sem er fimmtán ára
fiðlunemi sem leikur jafnframt með
Sinfóníuhljómsveit Færeyja, Arn-
björg María Danielsen sópr-
ansöngkona, sem stundar fram-
haldsnám við Tónlistarskólann í
Reykjavík, og Elfa Rún Krist-
insdóttir sem er við framhaldsnám
við Tónlistarháskólann í Freiburg í
Þýskalandi. Þau starfa með KaSa
hópnum um helgina við masterclass-
kennslu og æfingar. Flutt verða
verk eftir Händel, Haydn, Vivaldi,
Jón Ásgeirsson og Schumann. Öll
dagskráin er opin almenningi báða
dagana frá kl. 10–18.
Meðlimir KaSa hópsins eru, auk
Nínu Margrétar, Sigrún Eðvalds-
dóttir, Áshildur Haraldsdóttir, Þór-
unn Ósk Marinósdóttir og Sigurður
Bjarki Gunnarsson.
Morgunblaðið/Ásdís
Tveir sigurvegaranna, Arnbjörg María Danielsen og Elfa Rún Kristins-
dóttir, með hluta KaSa hópsins. Á myndina vantar Jákup H. Lützen.
Sigurvegarar í
kammerkeppni KaSa
Selið, Skólavörðustíg 16 kl. 16
Vera Sörensen opnar sýningu á olíu-
málverkum máluð 2003 og 2004.
Verkin eru öll til sölu. Vera málar ein-
göngu með olíulitum. Hún hefur sér-
hæft sig í landslagsmálun, ásamt
dýra- og kyrralífsmyndum. Vera er
íslenskur ríkisborgari fædd og uppal-
in í Úkraínu. Hún stundað listarnám
frá 1974– 1985, í Rússlandi áður en
hún fluttist til Íslands. Í Bandaríkj-
unum lauk hún kennaramenntun í
landslagsmálun, kyrralífsmyndum og
portrett. Vera hefur einnig sótt fjölda
námskeiða í Myndlistaskólanum í
Reykjavík og víðar. Hún hefur haldið
nokkrar sýningar hérlendis og erlend-
is Opin alla daga, nema sunnudaga, kl.
11–17. Sýningin stendur til 20. apríl.
Gallerí Tukt, Hinu húsinu kl. 16
Nemendur frá Myndlistaskólanum í
Reykjavík sýna keramikverk. Þeir
eru þátttakendur í verkefninu
„Grunnatriði í keramik“ sem er þró-
unarverkefni milli Iðnskólans í
Reykjavík, Menntaskólans í Reykja-
vík og Myndlistaskólans í Reykjavík.
Sýningin samanstendur af fyrsta
hluta verkefnisins þar sem unnið var
með ytra form hlutanna.
Sýningin stendur til 24. apríl.
Í DAG
YFIRSKRIFT sýningarinnar frá
Barcelona er Litið lengra – Horft í
gegn, en listamennirnir sjö sem eiga
þar verk eru allir samtímalistamenn,
þó að á ólíkum aldri séu. Að sögn sýn-
ingarstjórans David G. Torres, átti
hann ekki í vandræðum með að velja
hvaða sjö listamenn frá Barcelona
hann fengi til að taka þátt í sýning-
unni. „Þau sem ég valdi voru eðlilegt
val, að minnsta kosti fyrir mig og
mína sýningarstjórn,“ segir hann.
Þeir sjö listamenn sem hann hefur
valið eru Antonio Ortega, Martí An-
son, Tere Recarens, Mabel Palacín,
Ignasi Aballí, Daniel Chust Peters og
Carles Congost. Torres segir þau
eiga margt sameiginlegt í listsköpun
sinni, fyrst og fremst vegna sameig-
inlegs bakgrunns sem listamenn frá
Barcelona. „Sterkasta aflið í list-
sköpun þar í borg er konseptlist, og
þannig hefur það verið lengi. Borgin
á sér auðvitað langa sögu í nútímalist,
eins og flestir þekkja, til dæmis með
súrrealismanum og Dalí, Picasso og
fólkinu í kring um hann og dadastefn-
unni, en það má segja að Barcelona
hafi verið ein af fjórum höfuðborgum
hennar, og svo konseptlistinni, síðast
en ekki síst. Þessi saga hefur haft
mikil áhrif á listsköpun listamanna
borgarinnar og þess ber enn merki,“
segir hann.
Torres segir að sýninguna á Kjar-
valsstöðum megi kalla konseptsýn-
ingu á vissan hátt. Miðlarnir sem slík-
ir sem listamennirnir vinna í skipti
litlu máli, aðalmálið sé hugmyndir
þeirra um samspil listar og umhverf-
is, hvaða hugmyndir þau setji fram
fremur en hvernig. Hann tekur sem
dæmi eitt verkanna á sýningunni, þar
sem myndlistarmaðurinn Antonio
Ortega setur fram þrjár myndir, sem
ekki eru eftir hann sjálfan. „Þetta eru
ljósmyndir, sem myndlistarmaður
nokkur í Barcelona tók til að mála eft-
ir stór málverk. Bróðir hans fékk
myndirnar hjá honum og lék sér svo-
lítið að þeim í Photoshop og gerði þær
að teikningum. Myndlistarmaðurinn
varð svo hrifinn af útkomunni, að
hann bað bróður sinn að hengja þær
upp í stúdíói sínu. Þangað kom svo
Ortega, sá þær og keypti þær af
myndlistarmanninum á uppsprengdu
verði. Nú er hann að hengja þessar
myndir upp sem verk eftir sig á Kjar-
valsstöðum á Íslandi. Þetta verk velt-
ir upp afar áhugaverðum spurningum
um hvenær list verði list, hvort þess-
ar myndir sem ekki voru í raun list,
verði núna list, og hvort að það sé
vegna þess að þær hanga í sýning-
arsal, eða vegna þess að það er þekkt-
ur listamaður sem setur þær fram.
Þetta er spurning um framsetningu,
frekar en listsköpun.“
Torres tekur einnig sem dæmi
verk sem nefnist Mistök, þar sem
nokkrar myndir hafa verið algjörlega
þaktar með Tipp-ex, og myndband,
þar sem myndlistarmaðurinn sést
„þrífa himininn“ – sem ekki er hægt
að útskýra betur á prenti. „Konseptið
er tvímælalaust sterkasta aflið hér á
sýningunni, og það lýsir list frá
Barcelona mjög vel, að mínum dómi.
Að auki er hér góður skammtur af fá-
ránleika, exístensíalisma og ekki síst,
húmor,“ segir Torres að lokum.
Silfrið er sálarlýsingarefni
„Corpus lucis sensitivus er sá ljós-
næmi líkami sem hefur orðið til úr lit-
ardufti, línolíu, silfri og tíma. Hann á
uppruna sinn að rekja til óefnis-
kenndra þátta; sameiginlegrar und-
irvitundar og nálgunar við það sem
gerist innra með okkur. Hann tilheyrir
einnig tilveru málverksins, er abstrakt
og konkret og gerir ekki tilkall til þjóð-
ernis. Ég hef leyft honum að koma í
ljós með viðveru, treyst á tilveru hans,
ýmist þjappað og þétt eða fylgt honum
eftir. Líkaminn er viðkvæmur, hann
umbreytist í ljósi í tíma og ótíma. Við
áhorf bregst hann við…“
Þannig byrjar Erla Þórarinsdóttir
að lýsa olíumálverkunum átta sem
sett hafa verið upp í miðrýminu á
Kjarvalsstöðum, en sýningin ber ein-
mitt yfirskriftina Corpus lucis sensiti-
vus. Í málverkum sínum notast Erla
við oxunareiginleika blaðsilfurs. „Það
má kalla silfrið einskonar „sálarlýs-
ingarefni“, eins og Laxness hefur
orðað það. Ég lít á það sem líf, ein-
hverja viðkvæmni, það sem umbreyt-
ist og ég fæ ekki ráðið við,“ segir hún.
„Það sem hefur gerst í þessum mynd-
um, er að olíuliturinn hefur haft áhrif
á silfrið – það er misjafnt hvernig það
oxast eftir því hvaða lit ég set hjá því
og hvað ég set undir það. Þar sést
greinilega hvaða áhrif mismunandi
litur hefur á ferlin.“
Aðspurð hvort hægt sé að sjá mál-
verkin breytast á meðan sýningin
stendur yfir, segist Erla ekki viss.
Breytingar á þeim eigi sér stað mjög
hægt. „Þetta eru hæg ferli og allt í
einu sér maður að myndin hefur
breyst. Það er svipað því að taka
skyndilega eftir því að einhver hafi
elst. Það verða því engar dramatískar
breytingar á verkunum frá degi til
dags. Á mennskum tíma gerast því
breytingarnar í málverkunum hægt.
En ef við lítum á jarðartíma, þá er
það auðvitað ekki hægt.“
Málverkin á sýningunni eru eins-
konar framhald af gegnumgangandi
viðfangsefni Erlu í listsköpun sinni
undanfarin ár. „Oft þegar maður
vinnur með eitthvað, veit maður ekki
alveg hvert það fer,“ segir Erla. „Það
var árið 1991 að ég vann verk fyrir
Ráðhús Reykjavíkur og þar notaði ég
spegla, sem eru úr silfri, þá fyrst og
fremst til að varpa ljósi. Nokkru síðar
fór ég að nota blaðsilfur með ljós-
myndum, annars vegar sem end-
urkast og hinsvegar sem útgeislun og
einskonar ekki-efni – það var í raun
leitin að slíku ekki-efni sem gerði það
að verkum að ég fór út í þetta. Í fram-
haldi af því fór ég að fikta með blað-
silfur og olíuliti, á svipaðan hátt og
verkin hér á Kjarvalsstöðum eru
gerð. Í þeirri vinnu tók ég eftir því að
silfrið umbreyttist og fór þá að þetta
skoða nánar. Þetta hefur verið um
1996–7 og síðan þá hef ég unnið mjög
mikið á þennan hátt.“
Þó að verk Erlu á sýningunni nú
láti tímann vinna með sér með bein-
um hætti, bendir hún á að málverk
fjalli í raun alltaf um tíma. Það taki
langan tíma að gera þau og þyki í
raun klikkun á nú á dögum. „Það er
ögrandi, en það er líka dálítið þakk-
látt að tefja tímann á þann hátt sem
gert er þegar verið er að mála mál-
verk. Þeim fylgir einhver nærvera
sem orkar mjög sterkt á okkur, og
það stafar meðal annars af tímanum
sem gefinn hefur verið í að vinna
þau.“
Hvenær er list list?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég lít á silfrið sem líf, það sem umbreytist og ég fæ ekki ráðið við,“ segir
Erla Þórarinsdóttir um verkin á sýningu sinni, Corpus lucis sensitivus.
„Konseptið er sterkasta aflið á sýn-
ingunni,“ segir David G. Torres.
ingamaria@mbl.is
Tvær sýningar verða
opnaðar á Kjarvals-
stöðum í dag. Inga
María Leifsdóttir
ræddi við David G.
Torres og Erlu
Þórarinsdóttur.
MYNDLISTARKONAN Mireya
Samper opnar í dag sýninguna Man-
asthihi – Hugarástand í Ingólfsnausti
í Aðalstræti 2. Sýningin samanstend-
ur af verkum þar sem tvær myndir
eru rammaðar inn saman þannig að
það verður ákveðinn samruni og þær
virka fyrir vikið ýmist tví- eða þrívíð-
ar. Auk þess má sjá innsetningu sem
er efnisleg framlenging myndanna,
en innsetningin er samsett af litlum
plasthylkjum fullum af lituðu vatni í
öllum regnbogans litum sem hanga í
stórum glugga er snýr út að Vestur-
götu vegfarendum til ánægju og ynd-
isauka.
Aðspurð segist Mireya hafa unnið
myndirnar á sýningunni á Indlandi í
fyrra fyrir einkasýningu sem hún hélt
í Bombay, en Mireya hefur á síðustu
fimm árum farið fjórum sinnum til
Indlands enda segist hún hafa fallið
kylliflöt fyrir landinu þegar hún kom
þangað fyrst. Í myndunum er Mireya
að vinna með indverska liti og pappír
og í innsetningunni með sömu liti í
fljótandi formi. „Á ferðalögum mínum
erlendis, hvort sem það er í Japan,
Chile eða Indlandi, reyni ég alltaf að
finna fyrir áhrifum frá landinu bæði
andlega og efnislega. Ég vil þannig
vinna með það sem landið er að gefa
mér og sýna. Litirnir sem ég nota í
verkunum hér eru litir sem Indverjar
nota í trúarathöfnum sínum, en mér
vitandi er engin hefð fyrir því að nota
þá liti í myndlist og það fannst mér
mjög spennandi.“
Að sögn Mireyu er hins vegar
býsna snúið að vinna með litina.
„Þetta er púður sem samlagast vatni
mjög illa, hins vegar er ekki hægt að
blanda það olíu því það gengur ekki á
pappírinn. En þótt það felist mikið
sullumbull í því að vinna með litina,
þar sem ég þarf að vinna þetta mest
með puttunum, þá er það ofsalega
skemmtilegt, ekki hvað síst sökum
þess hve sterkir litirnir eru og vanda-
samt er að hafa stjórn á þeim.“
Aðspurð segir Mireya yfirskrift
sýningarinnar, Hugarástand eða
Manasthihi á indversku, vísa til þess
að við verðum öll stöðugt fyrir áhrif-
um af hugarástandi fólksins í kring-
um okkur, hvort sem við viljum það
eða ekki. „Líkt og við höfum öll áhrif
hvert á annað þá er t.d. ekki hægt að
horfa á myndirnar í rammanum og
sjá bara eina mynd, þú sérð hina líka
alltaf í gegn. Í innsetningunni má sjá
hið endalausa mannhaf og minna lit-
irnir okkur á að allar manneskjur
hafa ákveðinn lit sem umlykur þær,
sem er áran, og sá litur hefur áhrif á
lit annarra manneskna í samskiptum
fólks.“ Aðspurð segist Mireya hafa
byrjað að vinna að hugmyndinni um
samruna fyrir fimm árum. „Hérna á
sýningunni má þannig sjá myndir þar
sem ég er að vinna með tengsl macro-
cosmo og microcomso, þ.e. alheimsins
og heimsins í hnotskurn, því mann-
eskjan er í raun aðeins smækkuð
mynd af alheiminum,“ segir Mireya
og bendir á hvernig hún í myndum
sínum reyni að samþætta þessa tvo
heima.
Spurð hvernig Ingólfsnaust hafi
orðið fyrir valinu sem sýningarstaður
segist Mireya strax hafa heillast af
rýminu. „Ég sá strax að myndirnar
myndu njóta sín vel í þessu bjarta og
opna rými. Í framhaldinu leitaði ég til
Borgarstofu og fór fram á að fá að
sýna hérna, en mér vitandi hefur það
aldrei verið gert áður og verður
kannski aldrei aftur. Það gladdi mig
því mjög mikið hve vel var brugðist
við þessari undarlegu beiðni minni,“
segir Mireya og brosir.
Myndlistin er fyrir fólkið
En Mireya er ekki óvön því að sýna
myndlist sína utan gallería á fremur
óvenjulegum stöðum og hefur hún t.d.
sýnt úti undir berum himni annars
vegar í hótelgarði á eyjunni Nida í
Litháen og hins vegar í japönskum
skógi. Fyrir fjórum árum sýndi hún
síðan í yfirgefnu fangelsi í Valparaiso
í Chile. „Þetta fangelsi var eitt hrylli-
legasta fangelsi í Suður-Ameríku og
því ákveðin þversögn fólgin í því að
það væri í Valparaiso sem þýðir para-
dísardalurinn, enda notaði ég það sem
konsept í sýningunni.“
Aðspurð segist Mireya hafa mjög
gaman af því að sýna myndlist sína
utan gallería og sýningarstaða. „Það
hljómar kannski klisjulega, en mig
langar að færa myndlistina nær al-
menningi enda er listin fyrir fólkið, en
ekki bara fyrir myndlistarmenn. Það
er nefnilega fullt af fólki sem fer aldr-
ei í gallerí bara af því það þorir það
ekki eða kann ekki við það, þótt það
hafi áhuga á myndlist. Þannig að þeg-
ar maður sýnir í galleríi þá er maður
ávallt að sýna fyrir ákveðinn hóp, en
með því að sýna hérna nær maður til
nýrra áhorfenda sem reka kannski
bara óvart augun í verkin.“
Sýning Mireyu verður opnuð kl. 15
í dag og stendur til 18. apríl nk.
Áhugasömum er bent á vef listakon-
unnar á slóðinni: www.mireya.is.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Langar að færa myndlistina nær
almenningi,“ segir Mireya Samper.
Hugarástand
sem áhrifavaldur
silja@mbl.is