Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 37
FERÐALÖG
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 37
Góð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
Fjölskyldan saman í fallegum bæ!
Velkomin í Stykkishólm!
Hótel - heimagistingar - farfuglaheimili - tjaldstæði - veitingastaðir - verslanir
UM ENGLAND, Wales, Skotland
og Írland liggja vatnaleiðir. Upphaf
þeirra má rekja til Rómverja, sem
grófu skurði og tengdu ár svo þeir
ættu greiða leið um eftir að þeir
hernámu England. Á 18. öld fjölg-
aði skurðunum verulega þegar í
ljós kom hversu hagkvæmir þeir
voru sem flutningaleið. Skurðirnir
liggja um mishæðótt land og eru
víða bátalyftur, sem eru verk-
fræðileg afrek, og víða eru jarð-
göng. Í fyrstu drógu hestar bátana
en á tuttugustu öldinni voru bát-
arnir vélvæddir.
Sigla á vatni yfir dal
Víða eru skurðirnir byggðir yfir
ár, og sums staðar yfir heilu dalina
og segir Dagbjört Höskuldsdóttir
að það sé stórfenglegt að fara hátt
yfir dal, á vatni, í bát og horfa tugi
metra niður en vatnaleiðirnar er nú
notaðar til skemmtiferða. Gömlu
bátunum var breytt í „sumarhús“ á
vatni, og byggðir voru nýir í sama
stíl. Margir Bretar eiga báta og
nota þá sem sumarhús um helgar.
Eru gjarnan með föst stæði þar
sem þeir eru með garð og grill og
fara þaðan í styttri ferðir. Svo eru
það ferðaþjónustuaðilar sem
stunda útleigu á bátum í stórum og
smáum stíl.
Rákust á bátalægi
„Okkur hafði hjónin í mörg ár
dreymt um að fara í ferðalag á bát-
um um skurðina á Bretlandi,“ segir
Dagbjört. „Eyþór hafði á þeim tíma
sem hann var í millilandasiglingum
rekist á bók um svona ferðamáta og
heillast. Svo vorum við eitt sinn í
London og fórum út fyrir borgina
og rákumst á bátalægi og þar og þá
ákváðum við að skipuleggja slíka
ferð.“
Í fyrstu útveguðu þau sér bækur
um vatnaleiðir og árið 1999, þegar
ákvörðun var tekin um nú yrði farið
af stað, leituðu þau á Netinu og
fundu þar upplýsingar. „Við fund-
um mörg fyrirtæki sem leigja báta
og pöntuðum bæklinga sem skiluðu
sér með hraði,“ segir Dagbjört.
„Einn vefur hefur reynst okkur vel
en það er britishwaterways.co.uk.
Við ákváðum fljótlega að fara svo-
kallaðan Warwikshire hring. Það er
falleg leið með hæfilegri blöndu af
sveit og þéttbýli. Á leiðinni er kast-
ali, fallega borgin Coventry og stór-
borgin Birmingham, þar sem við
stoppuðum í 2 daga. Við lögðum
fjögur af stað en í Birmingham
höfðum við áhafnaskipti. Vinir okk-
ar sem lögðu upp með okkur fóru
frá borði en aðrir komu í staðinn en
alls vorum við hálfan mánuð í ferð-
inni.“
Árið eftir var ferðinni heitið um
Llangolinskurðinn.
„Það er nú svo að það dýrasta við
svona ferðalag er að koma sér frá
London á staðinn þaðan sem lagt er
upp,“ segir Dagbjört. „Í fyrri ferð-
inni fórum við með lest, en að þessu
sinni tókum við leigubíla, þó að 4ra
stunda akstur væri. Samt reyndist
það hagkvæmara. Í þessari ferð
vorum við sjö. Við, afi og amma,
mamma og pabbi, og þrír krakkar,
11, 13 og 5 ára. Við sömdum við
bátafyrirtækið Black Prins og
stóðst allt eins og stafur á bók sem
um var samið. Við komum degi fyrr
og gistum í rólegri bændagistingu
skammt frá. Reyndar rákum við
okkur fljótlega á að það sem Bret-
um finnst skammt frá – a few min-
utes walk – reynist vera talsverður
spölur. En við Chirk er ákaflega
fallegt og að leggja þaðan upp og
horfa á umhverfið er mikil upp-
lifun.“
Við öllu búin
Ferðin var farin í lok júlí og fram
í ágúst, en sú fyrri í júní. Veðrið var
gott í báðum tilvikum en Dagbjört
bendir á að það getur rignt og að
gott er að hafa góða peysu þegar
kvöldar. „En það þarf líka að huga
að sólarvörn, því að veðrið getur
verið hreint himneskt,“ segir hún.
„Og fátt er skemmtilegra en að
vakna að morgni og dóla sér af stað
í morgunsólinni. Við fórum niður í
borg sem heitir Chester og er mjög
falleg og í gegnum löng jarðgöng,
við Hardcastle á leiðinni til Stoke.
Þar snerum við við en enduðum í
Wales og fórum þar á brú yfir
Deedal, í ríflega 70 metra hæð.
Heita þau mannvirki Pontcysyllte.
Þessi ferð var ekki hringur og fór-
um við sömu leið til baka. Það hafði
sína kosti og galla. Gallinn er sá að
komist er yfir minna svæði, en
kostirnir að hægt er í bakaleið að
skoða ýmislegt sem fórst fyrir.“
Skipuleggja vel
Dagbjört ráðleggur öllum sem
ætla eftir vatnaleiðum að skipu-
leggja ferðina vel, panta bækling,
ætla sér ekki um of og kanna hvern-
ig best er að komast á staðinn sem
lagt er upp frá. Velja rúmgóðan bát
og er best að enginn sofi í setustof-
unni. „Þetta eru ekki dýrar ferðir
miðað við t.d. sólarlandaferðir,“ seg-
ir hún. „Þú bæði býrð, eldar og
ferðast í bátnum. Allur aðbúnaður er
góður og þeir bátar sem við fórum í
voru nýlegir og þeim vel við haldið.
Rúm eru góð og baðaðstaða ágæt.“
Rétt er að minna á að takavatn
reglulega og pumpa úr klósettum
en við skurðinn eru þjónustuaðilar
sem það annast fyrir gjald. Vatnið
er yfirleitt ókeypis.
Góðir veitingastaðir eru víða við
bakkann og krár með ágætan há-
degismat á þokkalegu verði. „Við
elduðum oftast kvöldmat, því að-
staðan um borð er góð,“ segir hún.
„Og það er gott að vera með krakka
í svona ferðum. Barnabörnunum
okkar leiddist ekki lífið. Þau höfðu
nóg að gera að hjálpa til í lokunum
við bátalyfturnar og skoppuðu fram
og aftur eftir bökkunum. Gaman er
að hafa sjónauka í för og fuglabók
því að fuglalíf er mikið. Og kvöldin
liðu við spilamennsku og spjall og
var lítið horft á sjónvarp þó að það
væri í bátnum. Reyndar var yf-
irleitt farið skikkanlega að sofa því
að erfiðið var oft talsvert. Já, þetta
er ekki alger afslöppun, þó að oft
komi mjög rólegar leiðir. Það er
ekki nauðsynlegt aðkunna skil á
bátum til að takast svona ferðalag á
hendur og fyrir sjóhund úr Breiða-
firðinum og bátavant eyjafólk var
þetta auðveldara en sumum þeim
sem við mættum og sýndu oft
hreint ótrúlegan klaufaskap.“
FERÐALÖG| Siglt um England og Wales
Létu draum-
inn rætast
Ferðir eftir vatnaleiðum í sumarfríinu hafa freistað
margra og hér gefa þau Dagbjört Höskuldsdóttir
og Eyþór Ágústsson góð ráð.
Á siglingu: Dagbjört Höskuldsdóttir.
Kyrrð: Eyþór Ágústsson með afastelpunni sinni, Dagnýju Rún.
britishwaterways.co.uk
Fallegt: Við Lapworth-lokurnar.
SMS
tónar og tákn