Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ 1 w w w. g u l a VORIÐ ER Vertu vel upplýstur með ljósum frá Ljósbæ Faxafeni 14 s. 568 0850 CD-diskur fylgir ókeypis með framköllun 24 myndir 1.290kr. 36 myndir 1.890kr. APS 25 myndir 1.390kr. APS 40 myndir 1.990kr. Fyrir páska og fermingar 50% afsláttur PERLU: JAKKAR, SJÖL TOPPAR og BRJÓSTAHÖLD Mikið úrval fermingargjafa Sigurstjarna Bláu húsin v/Fákafen s. 588 4545 Ný og glæsileg verslun Í MORGUNBLAÐINU 31. mars er birt yfirlýsing frá rektor Há- skóla Íslands þar sem segir m.a. að harmað sé að meiðandi ummæli um einn af fjórum umsækjendum um starf kennara í fornleifafræði við skólann árið 2002 hafi ratað í dómnefndarálit um hæfi umsækjenda. Til- efnið er dómur hæsta- réttar í fyrri viku þar sem hann dæmir þennan þátt álitsins dauðan og ómerkan og telur hann fela í sér meiðandi siðferð- isdóm. Undirrituð er ein þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessu dómnefndaráliti sem var svo dæmafátt í þessum efnum að það rataði í fjölmiðla, þó að fara eigi með dóm- nefndarálit sem trúnaðarmál innan skólans. Það er því fleira sem há- skólarektor ætti að harma op- inberlega ef vel ætti að vera, en hann var varaður við því öllu í and- mælum mínum áður en hann sam- þykkti umdeilt dómnefndarálit. Yfirlýsing rektors nú er að mestu orðrétt upptalning úr reglu- gerð Háskólans um dómnefndir, kerfinu til varnar. Að tína þetta til er miður heppilegt fyrir skólann í þessu tilfelli, því að í flestu var ekki farið eftir reglum í þessu máli. Í auglýsingu (sem fletta má upp í Mbl. 30. des. 2001) var starf- ið því sem næst ekkert skilgreint (eins og kveðið er á um) og þar með hafði dómnefnd frjálsar hend- ur varðandi sérsvið og sérstakar hæfniskröfur, og formaður dóm- nefndar hafði ekki hlotið hæfn- isdóm dómnefndar til að gegna sambærilegu starfi og þessi dóm- nefnd átti að fjalla um (eins og kveðið er á um) og tilnefning er- lenda huldumannsins í dómnefnd- ina, sem átti að heita sá dómnefnd- arfulltrúi sem ráðherra tilnefndi, kom í raun frá Háskólanum. Í yf- irlýsingu rektors segir einnig að dómnefnd beri ábyrgð á dóm- nefndaráliti sínu. En ábyrgð gagnvart hverjum? Dómnefnd er ráðgefandi gagn- vart rektor sem veitir starfið. En dómur Hæstaréttar lenti á dómnefndarmönnum sökum þess að málið var sótt sem meið- yrðamál. Það má því segja að rektorsemb- ættið hafi sloppið fyrir horn í þetta sinn vegna þess hvernig málið var flutt og bók- stafs laganna. Háskólarektor rekur í yfirlýs- ingu sinni skilmála fyrir skipun dómnefnda sem tryggja eigi að málefnaleg sjónarmið ráði för. Skipunin sé byggð á tilnefningum frá háskólaráði, ráðuneyti og við- komandi deild, og hlutleysis sé gætt m.a. með því að bæði karlar og konur sitji í dómnefnd eftir því sem kostur er. En ekki er minnst á hvaðan t.d. háskólaráð og ráðu- neytið (sem yfirleitt hafa enga sér- þekkingu né yfirsýn á viðkomandi sérsviði) hafa sínar tilnefningar. Þær koma yfirleitt innanhúss frá Háskólanum sjálfum. Það var auð- velt í könnun minni að rekja upp- runa þeirra til innherja í sagn- fræðiskor í þessu tilfelli. Það orkaði ekki tvímælis að búið var – með samanteknum ráðum innherja og vinnubrögðum dómnefndar sem þeir réðu – að ákveða útkomuna í þessu máli fyrirfram. Og þegar upp var staðið reyndist svo. Í þessu makalausa stöðumáli, taldist sagnfræðingur „hæfari“ til að leiða kennslu til BA- og MA- prófs í fornleifafræði við Háskóla Íslands en sérfræðimenntaðir forn- leifafræðingar með heildstætt há- skólanám og vísindaþjálfun í forn- leifafræði! Þar með bættist 14. læristóll sagnfræðinga við þá sem fyrir voru í þessari ríkisstofnun, í hópi hvers er að finna eina konu, svo við minnumst rómaðrar jafn- réttisáætlunar Háskóla Íslands! Af þremur fornleifafræðingum og ein- um sagnfræðingi sem sóttu um starfið voru 2 sérfræðimenntaðir fornleifafræðingar í samanburði við sagnfræðinginn, taldir að mati dómnefndar „óhæfir“ til að kenna sitt fag!? Þetta „álit“ dómnefndar dæmdi svo stöðunefnd í heim- spekideild hlutdrægt (sbr. Mbl. 11. júní 2002). Auk þess hafði meiri- hlutinn á fundi í sagnfræðiskor (sem kennarastarfið heyrði undir) komist að þeirri niðurstöðu að vísa bæri frá þessu hlutdræga dóm- nefndaráliti og auglýsa bæri starf- ið á ný (Mbl. 12. júní 2002). Há- skólarektor lét þetta þó yfir sig ganga og réð sagnfræðinginn, sem lét svo verða eitt sitt fyrsta verk að ráða erlenda huldumanninn í dómnefndinni (sbr. viðtal í Mbl. 12. sept. 2002) sem ráðgjafa við upp- byggingu kennslu í „sagn- fræðilegri“ fornleifafræði við Há- skóla Íslands. Sem ábyrgðarmanni var rektor skylt að taka tillit til andmæla undirritaðrar sem hún bar upp við rektorsembættið vorið 2002 vegna þess sem að ofan er greint. Það er því harla seint í rassinn gripið að „harma“ eigin mistök nú löngu síð- ar og misfarið að vísa í lög og regl- ur Háskóla Íslands, sem voru snið- gengin út í gegn í þessu stöðumáli. Og andmæli umsækjenda voru ekki virt! Embætti háskólarektors, brynjað lögfræðingum, tók ekki til- lit til kvörtunar minnar þegar skip- an dómnefndar lá fyrir í mars 2002, og ég benti á að meirihluti dómnefndarmanna væri í samstarfi við sagnfræðinginn meðal umsækj- enda, í berhögg við greind vanhæf- isákvæði stjórnsýslulaga. At- hugasemdir mínar um að formaður dómnefndar uppfyllti ekki skilmála um hæfi sem kveðið er á um í lög- um og reglum skólans voru ekki virtar svars. Og þegar umsækj- endum var birtur dómurinn og okkur gefnar 2 vikur til andmæla, var ekkert mark tekið á ítarlegum andmælum mínum (sem einn dóm- nefndarmanna hafði á orði í svör- um sínum að væru meiri að vöxt- um en dómnefndarálitið). Með öðrum orðum, öllu dustað undir teppið. Hvað er þetta annað en skrípaleikur? Með þessu er búið að gera forn- leifafræðina að undirgrein við sagnfræði í Háskóla Íslands þó um óskyldar háskólagreinar sé að ræða, sem er gersamlega á skjön við þarfir lögbundinnar forn- leifaverndar í okkar landi og ís- lenskrar fornleifafræði þar með. Og reyndar einnig á skjön við leið- beiningar í Evrópusamningnum um vernd fornleifaarfsins frá 1969 (sem Ísland gerðist aðili að 1988) og í Stokkhólmsskránni um vernd og stjórnun fornleifaarfsins frá 1990 þar sem m.a. er lögð rík áhersla á umtalsverða menntun og vísindaþjálfun í fornleifafræði (ekki sagnfræði) til styrktar lög- bundinni fornleifavernd. Ljóst er að þessi alþjóðlegu tilmæli teljast léttvæg í Háskóla Íslands, þrátt fyrir væntingar háskólarektors um stöðu skólans sem „alþjóðlega samkeppnisfærs rannsóknahá- skóla“! Með engan stjórnsýsludómstól í þessu landi berjast einstaklingar við kerfi sem þetta á eigin kostnað vonlítilli baráttu við að ná rétti sín- um. Í einstökum tilfellum má þó greina smásigra, t.d. það álit frá Umboðsmanni Alþingis í október 2002 vegna ráðningar í lekt- orsstöðu við mannfræðiskor Há- skóla Íslands í ársbyrjun 2001 (sbr. Mbl. 24. okt. og leiðara 27. okt. 2002). Það álit, sem í raun er margþættur áfellisdómur um mið- ur góða stjórnsýsluhætti í manna- ráðningum í þeim ríkisrekna skóla, er í fyllsta samræmi við þá reynslu sem ég er að skýra frá. Í ljósi yf- irlýsingar háskólarektors í Morg- unblaðinu, er það mér deginum ljósara að breytingar í þessum efn- um munu EKKI koma innan frá, og því spurning hvort ekki sé löngu orðið tímabært að stjórnvöld innleiði tilhlýðilegan áfrýjunarrétt umsækjenda um opinberar stöður innan sem utan Háskóla Íslands áður en að ráðningu kemur? Enda um almannahagsmuni að tefla, því slíkar stöður eru að öllu jöfnu fjár- magnaðar með almanna fé. Skrípaleikur! Margrét Hermanns Auðardóttir skrifar um yfirlýsingu rektors HÍ ’Með engan stjórn-sýsludómstól í þessu landi berjast einstak- lingar við kerfi sem þetta á eigin kostnað vonlítilli baráttu við að ná rétti sínum.‘ Margrét Hermanns Auðardóttir Höfundur er dr. í fornleifafræði og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni með ára- tuga feril í fornleifarannsóknum hér á landi sem erlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.