Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Robert LelandKellogg prófess- or, fæddist í Ionia County, Michigan, 2. september 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu West- minster Canterbury of the Blue Ridge Nursing Home í Charlottesville, Virginia, 3. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Lucille Reasoner Kellogg húsmóðir, f. 11.9. 1905, og Charles E. Kellogg jarðvegsfræðingur, f. 2.8. 1902, d. 9.3. 1980. Systir Roberts var Mary Alice Kellogg, f. 28.2. 1930, d. 26.1. 2000. Árið 1951 kvæntist Robert eft- irlifandi eiginkonu sinni, Joan Montgomery Kellogg efnafræð- ingi, f. 1.9. 1929. Börn Roberts og lensku við Háskóla Íslands og safn- aði gögnum fyrir doktorsritgerð sína. Árið 1957 var honum veitt staða í eitt ár við Virginíu-háskóla, en ílentist þar í 42 ár, sem prófessor, forstöðumaður enskudeildar, og deildarstjóri heimspekideildar 1978-1985. Sem deildarstjóri stofn- aði hann Brown College í Monroe Hill, fyrsta heimavistaskóla við Virginíu-háskólann, og var rektor þar 1985-1989; hann var einnig stofnandi the Alumni Council, sem er samtök fyrrverandi nemenda heimspekideildar og er nú mikil- vægt stuðningsfélag deildarinnar. Árið 1999 fór hann á eftirlaun, en kenndi tvisvar við Háskóla Íslands, vorið 1999 og vorið 2001. Eftir Robert Kellogg liggja bæði fræðirit og greinar, m.a. bókin the Nature of Narrative, sem um ára- bil hefur verið eitt helsta kennslu- rit á sínu sviði. Ösku Roberts var komið fyrir í múrveggi í Columbarium í Há- skólakirkjugarðinum í Charlottes- ville hinn 16. janúar síðastliðinn og fór athöfnin fram í kyrrþey. Í dag, 3. apríl, verður haldin minningar- athöfn í kapellu Virginíu-háskóla. Joan eru: 1) Elizabeth Joan, f. 1.10.1959, rekstrarstjóri á sviði heilsugæslu, gift Charles Garrison, sér- fræðingi um hollustu- vernd. 2) Jonathan Montgomery, f.19.7. 1961. 3) Stephen Ro- bert, f. 5.6. 1962, kennari, kvæntur Marina DeFazio, f. 9.4.1955, háskóla- kennara. Árið 1950 útskrifað- ist Robert frá Univers- ity of Maryland með B.A. próf í ensku. Þaðan fór hann í framhaldsnám í Harvard Univers- ity, þar sem hann tók M.A. próf 1952 og lauk doktorsgráðu í ensku 1958. Hann var kvaddur í herinn sem óbreyttur hermaður árið 1954 og þjónaði í Pentagon í Wash- ington í leyniþjónustinni til 1956. Á árunum 1956-1957 las hann ís- Hann unni Íslandi. Til Íslands kemur aragrúi af „mennskum far- fuglum“ á hverju sumri, þar á meðal fræðimenn sem koma til að leggja stund á rannsóknir á sínu sviði og treysta gömul vinabönd. Tengsl Ro- berts við Ísland voru einstaklega sterk. Hann elskaði hvaðeina sem tengdist landinu og þjóðinni. Í hvert skipti sem hann kom, sagði hann jafnan eftir fárra daga dvöl yfir sig hrifinn: „Mér líður svo vel hér!“ Og þetta sagði hann þótt íbúðin á Bald- ursgötu (sem hann keypti árið 1987) væri örlítil í samanburði við rúmgott þriggja hæða hús þeirra hjóna í Charlottesville. Á Íslandi elskaði hann loftið, sumarbirtuna – og vetr- armyrkrið! – fólkið, rigninguna, matinn, og jafnvel dagblöðin, sem hann las af áhuga og nákvæmni dag hvern til að geta fylgst með öllu því sem gerðist á landinu. En fyrst og fremst elskaði hann íslenskar bók- menntir. Önnur ástríða Roberts var kennsla, en hann var afar vel metinn kennari við Háskólann í Virginíu og víðar. Ást hans á kennslu og Íslandi fléttaðist saman þegar hann fór á eftirlaun í Virginíu og kenndi við enskuskor Háskóla Íslands, á vor- misserum 1999 og 2001. Á síðustu árum helgaði hann Íslandi æ meiri tíma og varði miklum tíma í þágu annarra, sem var dæmigert fyrir hann: hann sat í stjórn Fulbright- stofnunarinnar og var stjórnarfor- maður sjóðs sem hafði umsjón með útgáfu myntar í minningu Leifs Ei- ríkssonar. Seðlabanki Íslands og U. S. Mint stóðu að útgáfunni, og var myntin slegin árið 2000. Hún seldist mjög vel og safnaðist í sjóðinn um 1 milljón bandaríkjadala vegna sölu á íslenska peningnum og um 1,7 milljónir bandaríkjadala vegna sölu á þeim bandaríska. Pen- ingunum er varið í að efla samskipti stúdenta landanna tveggja. Fyrsta heimsókn Roberts til Ís- lands var veturinn 1956–1957. The American-Scandinavian Foundation styrkti níu mánaða dvöl hans hér. Hann notaði tækifærið til þess að læra nútímaíslensku og vinna að doktorsverkefni sínu, orðstöðulykli eddukvæða. Vegna fjölda áskorana var verkið gefið út árið 1988 og reyndist mjög nytsamlegt í rann- sóknum á íslensku máli og fornbók- menntum. Árið 1957 var hann ráð- inn í eitt ár sem aðstoðarkennari við Háskóla Virginíu; skólinn sá strax hver gersemi Robert var og sleppti honum ekki fyrr en hann fór á eft- irlaun árið 1999; en þá hélt hann áfram að kenna í hálfu starfi. Robert Kellogg var ekki aðeins frábær kennari, heldur einnig fjöl- hæfur. Hann gat kennt allt frá Bjólfskviðu til nútímabókmennta, en hann hafði sérstakan áhuga á Chaucer og endurreisnarbókmennt- um. William Morris var Robert hug- leikinn. Frá föður sínum, sem hafði safnað öllum frumútgáfum James Joyce, erfði Robert ástríðufullan áhuga á írska snillingnum. Eitt af óbirtum verkum Roberts, sem hann tók saman í samvinnu við kínverska Joyce-fræðinginn Jin Di, er A First Reader’s Guide to James Joyce. Þegar hann hélt námskeið um Joyce við Háskóla Íslands á vormisseri 1999 dreifði hann þessum ágætu leiðbeiningum, hundruðum blað- síðna, meðal nemenda. Hann eyddi ótöldum klukkutímum, vikulega í mörg ár, í að gefa Jin Di ráð um þýðingu Ulysses á kínversku. Árið 1996 hélt Robert fyrirlestur í Peking á fimm daga ráðstefnu um James Joyce. Robert var framúrskarandi bók- menntafræðingur, bæði víðlesinn og djúpsær túlkandi, en starfsferill hans einkenndist af lítillæti, hjálp- semi og samvinnu. Í grein sem birt verður innan skamms í James Joyce Quarterly hrósar Jin Di „kyrrlátri stórmennsku“ (quiet magnanimity) Roberts, sem gerði Jin Di kleift at kynna Ulysses fyrir meira en millj- arði jarðarbúa. Ritaskrá Roberts, sem fyllir varla fjórar blaðsíður, myndi koma mönn- um í opna skjöldu: hann birti frekar lítið, miðað við frægð. En hver grein, hver kafli, hver ritdómur, er perla – hann var ólíkur mörgum fræðimönnum nútímans, sem hlaða upp greinum og bókum – oftast með endurteknu efni – í leit að peningum og upphefð, frama og frægð. Eitt sinn kom hann til New Orleans og hélt framúrskarandi erindi um frá- sagnaraðferðir frá Homer til nú- tímans fyrir framan marga áheyr- endur. Á eftir spurði ég hvar hann ætlaði að birta ræðuna en hann svaraði að verkið var ekki ætlað til birtingar: „Þetta voru bara nokkrar smávægilegar athugasemdir fyrir þetta tækifæri.“ Það hlýtur að vera hrúga af góðu en óbirtu efni í skúff- um (og tölvu) hans. Þó að hann skorti hvorki sjálf- stætt innsæi né ímyndarafl, var það dæmigert að Robert var oft í sam- vinnu við aðra. Með Oliver Steele, sem þá var samkennari við Virginíu- háskólann, gaf hann út á árinu 1965 fyrstu tvo kafla The Faerie Queen, eftir Edmund Spenser (1552–1599), með ítarlegum inngangi og mörgum athugasemdum. Ég á ennþá eintak sem ég notaði í kennslu árið 1965, og ég held að enn í dag sé ekki til vand- aðri útgáfa þessara kafla. Með öðr- um samstarfsmanni í Virginíu, Ro- bert Scholes, gaf hann út The Nature of Narrative árið 1966, víð- lesna bók um frásagnarlist sem er enn í fullu gildi. Merkilegt er hvernig þessum ungu snillingum – báðir voru á fer- tugsaldri – tókst að lýsa á kerfis- bundinn hátt öllum vestrænum bók- menntum, þar á meðal munnmenntum (en þær voru í umsjá Kelloggs). Nýlega bað Oxford Uni- versity Press Kellogg og Scholes að endurskoða bókina, en nú verður ekkert af því. Eins og Robert sagði við mig í fyrra, „Scholes skortir tíma, og mig skortir orku.“ Við kynntumst fyrst um páskana 1969, þegar Robert og fjölskyldan voru nýkomin til Íslands til að rannsaka Íslendingasögur með styrk frá Guggenheim Foundation. Í upphafi var ég eilítið feiminn að kynnast höfundi þeirra frábæru bóka sem ég hafði dáðst að, en áður en langt um leið vissi ég að ég hafði eignast traustan vin. Vorið og sum- arið 1969 hittumst við næstum dag- lega, í hádegismat í Sælkeranum í Hafnarstræti, eða í síðdegiskaffi í Mokka á Skólavörðustíg. Við töluð- um mikið um Íslendingasögur – eða réttara sagt, „hann talaði.“ Það kom fljótlega í ljós að hann hafði miklu dýpri þekkingu á umræðuefninu. Öll þau ár sem við þekktumst var hann eins og kennari og ég eins og nem- andi. Hann var ótrúlega vel lesinn, hafði ágætt minni, og skorti aldrei ferskar og spennandi hugmyndir. Hvassyrtur vinur minn sagði einu sinni við mig: „Það eina vitræna við þig er að þú ert vinur Bobs Kell- ogg.“ Ég móðgaðist ekki. Í Ameríku er ekki venja að birta minningargreinar í dagblöðum held- ur eru bréf send beint til fjölskyld- unnar. Joan, ekkja Roberts, sagði við mig nýlega að hún væri búin að fá yfir 150 samúðarbréf, úr öllum stéttum, frá háum sem lágum, lærð- um sem leikum. Orðið sem kemur oftast fyrir í þessum bréfum, segir hún, er „gentle“, og mér finnst þetta alveg við hæfi. „Gentle“ er rétta orð- ið fyrir Robert. Hann var gamaldags „gentleman“ og hann var rólegur, ljúfur, viðmótsgóður, hugsaði alltaf um aðra umfram sjálfan sig. Maðurinn Robert Kellogg var af sama meiði og fræðimaðurinn Ro- bert Kellogg, óvenjulega djúphugull og gáfaður, en samt lítillátur, hjálp- samur, óeigingjarn, elskulegur. Erf- itt væri að ímynda sér betri mann- eskju. Tilvera hans fágaði líf okkar. Robert Cook. Minningar mínar um Bob Kellogg má rekja aftur til háskólaársins 1956–57. Hann var þá styrkþegi American-Scandinavian Foundation við Háskóla Íslands. Þá hafði ég ein- mitt verið settur til að gegna hér starfi sænsks sendikennara. Ásamt styrkþegum frá ýmsum heimshorn- um vorum við margir nemendur Halldórs Halldórssonar í íslensku og fylgdumst með fyrirlestrum Einars Ólafs Sveinssonar og Steingríms J. Þorsteinssonar. Voru það eigi lítil forréttindi að kynnast svo framúr- skarandi kennurum og fræðimönn- um í íslenskri tungu, bókmenntum og menningu. Þýðingarmikið var fyrir okkur að kynnast öðrum styrkþegum ásamt íslenskum stúdentum sem við tengdumst í námi og félagslífi. Sjón- deildarhringur okkar víkkaði svo um munaði. Bob Kellogg var nokkru eldri en flest okkar hinna, giftur yndislegri konu, Joan. Var hún glað- vær veitandi í þessum fjölþjóðlegu menningarsamskiptum. Bob tókst með ágætum að kynna okkur og hvetja til lesturs á enskum fornbókmenntum og tengja þær Ís- lendingasögum. Einkum var hann aðdáandi Beowulf, Canterbury Tal- es og Sir Gawain and the Green Knight. Hann þekkti vel til Lord og Parry áður en rannsóknir þeirra urðu almennt kunnar. En ekki síst var eggjandi að fylgjast með rann- sóknum Bobs á Eddukvæðum sem voru vísir að doktorsverkefni hans og ritgerð. Rannsóknir hans voru yf- irgripsmiklar og flóknar. Á tölvuöld skilur maður tæpast hvernig þær voru framkvæmanlegar. Hlutskipti mitt var um skeið að hjálpa Bob við að klippa niður ódýrar útgáfur af Eddukvæðum og líma á spjöld og tengja tilvitnanir saman til að rann- saka stíl kvæðanna. Enn líða sumar Eddutilvitnanirnar mér ekki úr minni. Bob einskorðaði sig ekki við mið- aldabókmenntir. Nútímabókmenntir var áhugamál hans. Hann hreifst af James Joyce og aflaði hann sér þekkingar á verkum hans. Bob átti einstaka gamansemi sameiginlega með Joyce og hafði margvíslega fyndni hans á hraðbergi. Fyrsta minning mín um Bob er atvik sem hefði getað sómað sér vel í Finneg- ans Wake. Þegar við sátum saman á Gildaskálanum í Aðalstræti gerði hann heiðarlega heimsbókmennta- lega tilraun til að panta sér egg og skinku skriflega með orðunum FUNEX og FUNEM (= „Have you any eggs?/Have you any ham?“). Sennilega var hann hér framsýnni en aðrir að sjá fyrir heimsbylgju skammstafana. Eftirminnileg var rausn Gylfa Gíslasonar menntamálaráðherra er hann bauð okkur stúdentum í Ráð- herrabústaðinn. Í einni veislunni handleggsbrotnaði styrkþegi í dans- inum. Kom í hlut Halldórs Halldórs- sonar, Bobs og mín að fara með hann á slysavarðstofuna í Heilsu- verndarstöðinni. Halldór lét aldrei neitt tækifæri framhjá sér fara að læra erlend orð og orðatiltæki af nemendun sínum. Hann spurði Bob hvað heilsuverndarstöð kallaðist á ensku. Bob taldi að orðið hlyti að vera „Emergency Station“. Þetta féll Halldóri sannarlega vel í geð. Á leiðinni endurtók hann orðin aftur og aftur. Er þangað kom sagði hann hróðugur: „Well, here we are at the emergency station!“ Þetta orðatil- tæki flaug um bæinn og varð að vin- sælu spaugsyrði í þröngum hópi okkar erlendra stúdenta. Kær minning af samferðinni með Bob Kellogg var sú er við gengum saman á Snæfellsjökul eftir að hafa lesið Eyrbyggju og Bárðar sögu Snæfellsáss. Nóttinni eftir eyddum við með sjómanni í Ólafsvík sem kvað Núma- rímur þar til sól var komin í hádeg- isstað. Tveim árum síðar naut ég þess að heimsækja Bob og Joan þar sem þau bjuggu vestra. Við gistum nótt á æskuheimili Bobs í Washington. Við þurftum í banka, en Bob var án per- sónuskilríkja. Það reyndist nóg er Bob sagði: „I used to come here as a kid.“ Þegar við komum suður til Charlottesville í Virginíu kom í ljós að hann þekkti nánast alla íbúa þar. Allir þekktu hann. Gaman var að kynnast vísindalegu og ánægjulegu menningarandrúmslofti sem hann hafði mótað í kringum sig í háskól- anum. Því hélt hann áfram og jók enn við þá fjóra áratugi sem hann gegndi prófessorstöðu. Sjálfur var ég og er mikill aðdáandi Edgar Alan Poe og kynntist háskólabænum sem hann hafði numið og búið í. Um skeið fækkaði gagnvegum okkar á milli. Eigi að síður fylgdist ég með störfum Bobs. Ekki síst gladdi það mig að finna í vísinda- samfélaginu þá almennu aðdáun sem hann vakti með brautryðjanda- verki sínu og R. Scholes: The Nat- ure of Narrative. Bókin kom fyrst út 1960 og síðar aftur í mörgum út- gáfum. Upp úr 1970 komu þau Bob og Joan til mín í Dublin. Þar gat Bob kynnt sér grundirnar sem Leopold Bloom hafði helgað. Þótt áratugir liðu milli þess að við Bob hittumst var hann alltaf jafn ná- inn vinur. Ógleymanlegt er þegar við settumst óvænt hlið við hlið á ferð okkar til að kynnast heimaslóð- um Eiríks rauða á ráðstefnunni: Approaches to Vínland 1999. Við tókum upp þráðinn eins og við hefð- um aldrei skilið. Enn var það gleði- efni konu minni og mér að fá þau hjónin í heimsókn til Þjóðsagn- astofnunarinnar í Dublin. Þau færðu okkur eintak af því merka glæsi- verki: The Complete Sagas of Ice- landers. Tileinkunarorð hans til stofnunarinnar minnar met ég meira en hugsanlega nokkurs manns annars. Formáli Bob Kel- loggs í þessu merkilega ritsafni ber vott um víðfeðma þekkingu, ná- kvæmni og ritsnilld. Síðari árin hafði Bob eignast íbúð við Baldursgötu í Reykjavík. Var einkennandi fyrir tryggð hans við Íslendinga að hann gaf á nafnspjaldi sínu og öðrum upplýsingum upp tvö heimilisföng: Reykjavík og Charlot- tesville, Virginia, USA. Átthagar hans voru bæði löndin. Hann hafði gefið báðum mikið auk þess sem vís- indin nutu hans sem háskólakennara og menntamanns. Við sem vorum þeirrar gæfu að- njótandi að þekkja Bob Kellogg frá fornu fari höfum nú misst traustan vin. Við erum á þessari stund hlut- takendur í sorg fjölskyldunnar. Við minnumst Bobs Kellogs fyrir allt hið góða sem hann veitti okkur í lífinu og þá gleði sem við urðum aðnjót- andi fyrir atbeina hans. Bo Almqvist. Vammlausum hal og vítalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei að reyna, banvænum þarf hann oddum eiturskeyta aldrei að beita. Þessi vísa Horatiusar í þýðingu Gríms Thomsens kemur mér í hug þegar ég minnist Roberts Kelloggs, fv. prófessors við Virgínuháskóla í Bandaríkjunum. Hann var heill, ráðvandur, velvilj- aður og gagnmenntaður maður. Ég kynntist fyrst Kellogg gegn- um skrif hans. Hann var annar höf- unda bókarinnar The Nature of Narrative, sem kom út 1966 og var lesin í háskólum vestan hafs og aust- an, þegar ég var í háskólanámi. Hann var í hópi margra annarra er- lendra fræðimanna á þeim tíma sem tóku til endurskoðunar hinn svokall- aða íslenska skóla í fornsagnarann- sóknum og lögðu af nýju áherslu á munnlegan uppruna sagnanna. Auk þess leit hann á íslenskar fornbók- menntir í ljósi þekkingar sinnar á miðaldabókmenntum frá öðrum löndum. Bókin var því fengur hverj- um þeim sem var gagnrýnin á þröng, þjóðernisleg viðmið, sem þá voru við lýði í sagnarannsóknum, og krytur milli Norðurlanda um hvert þeirra ætti mestan rétt til þessara fornu bókmennta. Í bókinni eru ís- lenskar fornbókmenntir metnar að verðleikum sem hluti af menning- arverðmætum vestrænna þjóða. Rétt eins og bókmenntaleg víð- sýni Roberts Kelloggs var einstök var þekking hans yfirgripsmikil, allt frá miðaldabókmenntum til 20. aldar höfunda. Hins vegar átti hann til að bera slíka hógværð í framkomu og varkárni í dómum um annarra verk, sem fáum er lagin í akademíunni, að mönnum gat sést yfir hversu vitur og einarður hann var að segja skoð- un sína. Það var mikill fengur fyrir fimm binda þýðingu Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar á Íslendingasög- unum á ensku að Robert Kellogg rit- aði formála að henni. Þar naut sín þekking hans á fornbókmenntunum og rannsóknum á þeim og leikni hans að koma þekkingu sinni á framfæri við almenning á skýru og lipru máli. Ungur átti Robert Kellogg þess kost að nema við Háskóla Íslands með tilstyrk íslenskra stjórnvalda. Fremur en nokkur annar styrkþegi launaði hann þann velvilja og hafa þó styrkir til erlendra námsmanna til að nema íslensk fræði við Háskól- ann löngum sannað gildi sitt. Það var ekki einasta að hann fjallaði um íslenskar fornbókmenntir í rann- sóknum sínum heldur var hann gistikennari í ensku við Háskólann eftir að hann hætti störfum vestra og sinnti ýmiss konar dómnefndar- störfum við skólann. Slík var ánægja Roberts Kelloggs ROBERT KELLOGG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.