Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helga Stefáns-dóttir fæddist í
Arnardrangi í Land-
broti 14. janúar 1915.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Klaust-
urhólum 27. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Stef-
án Þorláksson, bóndi
í Arnardrangi, f. í
Þykkvabæ 15.8.
1877, d. í Þykkvabæ
31.12. 1967, og Mar-
grét Davíðsdóttir
húsfreyja, f. í Fagur-
hlíð 21.11. 1891, d. í
Þykkvabæ 26.2. 1966. Systkini
Helgu eru: Pálína Margrét, f.
1913, Ingibjörg, f. 1914, d. 1991,
Davíð, f. 1916, Katrín, f. 1920, d.
1982, Þorlákur, f. 1924, d. 2004,
og Sigrún, f. 1930, d. 2000. Upp-
eldisbróðir þeirra var Karl
Bjarnason, f. 1918, d. 1994.
Maður Helgu var Jón Skúlason,
f. í Mörtungu á Síðu 16.8. 1904, d.
á Kirkjubæjarklaustri 26.2. 1985.
Foreldrar hans voru Skúli Jóns-
son, bóndi í Mörtungu, f. í Blesa-
hrauni 16.2. 1872, d.
í Mörtungu 19.11.
1959, og Rannveig
Eiríksdóttir hús-
freyja, f. í Svínholti
19.1. 1877, d. í
Reykjavík 10.11.
1958. Börn Helgu og
Jóns eru: 1) Stefán
Þorláksson, f. 9.1.
1940, d. 9.11. 1946,
2) Hilmar Sigurður
Jónsson, f. 15.8.
1943, sambýliskona
Soffía Guðrún Gunn-
arsdóttir. 3) Skúli, f.
11.7. 1945. 4) Stefán,
f. 11.11. 1946. 5) Ragnar, f. 15.2.
1948, maki Ásdís Eyrún Sigur-
jónsdóttir, börn þeirra Sigurjón
Fannar, f. 1980 og Helga Björg, f.
1987. 6) Elín Halla, f. 20.4. 1950,
maki Guðbjörn Vilhjálmsson, þau
skildu, börn þeirra Jón Helgi, f.
1975, Alda, f. 1976 og Hildur, f.
1982. 7) Ásta, f. 26.9. 1955, dóttir
hennar Jóna, f. 1994.
Útför Helgu fer fram frá
Prestsbakkakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ljúfum ferli lokið er,
lífsins bók er skráð,
upp þú skerð af akri hér,
eins og til var sáð.
Til ljóssins heima lífið snýr,
langt með dagsverk þitt,
Drottinn sem þér bústað býr,
barnið þekkir sitt.
Í margra huga er minning skær,
og mynd í hjarta geymd.
Stöðugt okkur stendur nær,
stund sem ekki er gleymd.
Nú komið er að kveðjustund,
klökkvi hjartað sker,
gengin ertu Guðs á fund
sem góður líknar þér.
(Kristján Runólfsson.)
Aðstandendum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur,
Björgvin Snorrason
og fjölskylda.
Látin er í hárri elli elskuleg kona,
Helga Stefánsdóttir, húsfreyja að
Þykkvabæ III í Landbroti. Okkar
fyrstu kynni voru á vordegi í maí
1945 þegar ég kom með Jóni Skúla-
syni eiginmanni hennar úr verinu til
sumardvalar, eins og algengt var
með unglinga í þá daga. Foreldrar
mínir höfðu komið mér í umsjá
þeirra hjóna sem vikapiltur á heim-
ilinu til sumardvalar. Mér eru enn
minnisstæðar móttökur hennar á
hlaðinu í Þykkvabæ þegar hún faðm-
aði mig að sér og bauð mig velkom-
inn eins og nákominn, eftir 16
klukkustunda rútuferð frá Reykja-
vík. Þannig voru allar hennar mót-
tökur æ síðan.
Fljótlega eftir komu mína að
Þykkvabæ trúði ég Helgu fyrir því,
kvíðafullur, að ég gæti ekki borðað
hrossakjöt. Svaraði hún þá brosandi:
„Það er allt í lagi, vinur, þú borðar
bara kindakjöt.“ Fékk ég svo ávallt
mitt kindakjöt, soðið saman með
hrossakjötinu. Ég var svo í Þykkva-
bæ 4 sumur í röð og hlakkaði alltaf til
vorsins og fékk alltaf að fara úr skól-
anum eilítið fyrr til þess að komast í
sauðburð, vorréttir og fjallarekstur.
Jón og Helga byrjuðu sinn búskap
nokkru áður en ég kom til þeirra og
voru Skúli og Hilmar þá á 1. og 3. ári.
Starf mitt var fyrst og fremst alls-
konar snúningar við heimilisstörfin
og búskapinn. Ég var aldrei vakinn
fyrr en um 8 á morgnana, í tæka tíð
til þess að reka beljurnar í haga. Síð-
an færði ég Jóni bónda morgunkaffi
út á engjarnar. Kaffibrúsar þekktust
ekki þá og flutti ég kaffið í mjólk-
urflösku í ullarsokkum til þess að
halda kaffinu heitu. Jón var árrisull
og yfirleitt kominn út á engjarnar kl.
5 á morgnana. Á engjunum hjálpaði
ég Jóni við heyskapinn, rakaði og
snéri heyinu, sá um hestana og flutti
heyið heim í hlöðu. Allt var unnið á
handafli, heyið á engjunum baggað
og eina tækið á heimilinu var hesta-
dregin sláttuvél. Hádegismatinn
sótti ég svo og fór tímanlega af engj-
unum, því ég þurfti líka að hjálpa
Helgu við heimilisstörfin, passa
strákana, fara niður í læk og
„klappa“ þvottinn og tæma bleiurn-
ar. Leiðinlegast þótti mér að
strokka.
Í Þykkvabæ var tvíbýli og voru
hinir ábúendurnir hjónin Pálína
(systir Helgu) og eiginmaður hennar
Þorleifur Pálsson. Áttu þau stóran
hóp barna og fengum við öll nægan
tíma til leikja í lok anna dagsins. Á
sunnudögum var ávallt frí og fórum
við, börnin, í útreiðartúra og heim-
sóknir, aðallega að Arnardrangi, til
foreldra Helgu og Pálínu og var þar
ávallt glatt á hjalla. Strax fyrsta
sumarið fékk ég að velja mér lamb til
eignar og um haustið fór ég heim
lambinu ríkari ásamt heimaprjónuð-
um nærfötum, „föðurlandi“, ullar-
sokkum og stóru stykki af smjöri.
Þóttu þetta ærin laun fyrir sumar-
snatt 11 ára barns, en slíkur var
rausnarskapur þeirra hjóna eins og
ávallt síðan þau 4 sumur sem ég
dvaldi í Þykkvabæ.
Eftir nokkurra ára búsetu í
Bandaríkjunum sneri ég heim til Ís-
lands 1958, kvæntist og eignaðist
fjölskyldu. Fljótleg fórum við Beta
að venja komur okkar í Þykkvabæ
III, en Jón og Helga höfðu reist nýtt
íbúðarhús við þjóðveginn. Voru ætíð
miklir fagnaðarfundir en ég var ætíð
„drengurinn“ í hennar huga og er
mér vel kunnugt um að slíkar voru
tilfinningar hennar í garð allra
„drengjanna“ sem hún ól önn fyrir á
sumrin eftir mína veru þar. Þegar
Gunnar, sonur minn, hafði aldur til
varð hann einn af „drengjunum“
hennar nokkur sumur, og svo fylgdu
synir hans, Jón Ómar og Gunnar, í
sporin okkar.
Jón og Helga eignuðust 6 börn
sem öll lifa móður sína. Áður átti
Helga soninn Stefán. Man ég vel eft-
ir honum en hann var alinn up hjá
afa sínum og ömmu í Arnardrangi.
Stefán átti við veikinda að stríða
strax í barnæsku og lést aðeins 6 ára
gamall og varð hann Helgu mikill
harmdauði.
Eins og áður sagði byrjuðu Jón og
Helga búskap stuttu áður en ég kom
til þeirra. Var bústofn þeirra 3 kýr, 3
hestar og um 50–60 kindur. Með
miklum dugnaði og samheldni
hjónanna og þrotlausri vinnu heim-
ilisfólksins í Þykkvabæ III skila þau
nú börnum sínum einhverju stærsta
búi sveitarinnar.
Ég veit að Helga er okkur horfin
og hefur nú fengið hinstu ósk sína
uppfyllta, að hverfa á braut á annað
tilverustig til fundar við ástvini sína
þar. Hennar verður, að sjálfsögðu,
sárt saknað af afkomendum, ætt-
ingjum, vinum og hinum stóra hópi
„drengja“ sem urðu þeirra forrétt-
inda aðnjótandi að dvelja hjá henni
sumarlangt og eiga hana að æ síðan.
Ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf,
englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi
né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né
dýpt, né nokkuð annað skapað muni geta
gjört oss viðskila við kærleika Guðs, sem
birtist í Kristi Jesú Drottni vorum.
(Rm.8.38-39.)
Júlíus P. Guðjónsson (Bússi).
Þú ert farin til fegurri heima,
frænka mín hjartahlýja.
Ég góða vil minningu geyma
sem gull set í sjóðina nýja.
Heil varstu heim að sækja
við höfðum um nóg að spjalla.
Vináttu vildir þú rækja
og varst ekki orðinu að halla.
Ég man hversu heit þín var höndin
og háttur þinn allur mjúkur.
Þá kviknuðu kærleikans böndin
er kom ég með kaldar lúkur.
Sælt var að sitja hjá þér,
þú settir í fléttur, lokka
og sérlega fín ég þá fannst mér
á fótum með nýja sokka.
Oft áttir í kassanum kleinur
og kankvís þú bauðst mér í búrið
og plástur á putta skeinur
ef pínu var skapið mitt stúrið.
Veit ég að guð vill þér vísa
veginn til ástvina þinna.
Um aldur og eilífð mun lýsa
hans elska til barnanna sinna.
(S. R.)
Kveðja,
Lilja Harðardóttir
frá Efri-Vík.
HELGA
STEFÁNSDÓTTIR
Elsku Helga, þú varst
uppáhalds frænka mín, ég
man alltaf þegar ég kom í
heimsókn, þá fór ég beint til
þín og faðmaði þig og kyssti.
Nú veit ég að þér líður vel því
þú ert komin til himna þar
sem allt er gott og þú búinn
að hitta marga sem þú þekkt-
ir og Guð á eftir að passa þig.
Mér fannst alltaf gott að vera
hjá þér.
Elsku besta frænka mín,
takk fyrir þetta allt.
Helga Rún
Björgvinsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Minningargreinum þarf að
fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar
og hvenær dáinn, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað.
Formáli
minning-
argreina
Okkar ástkæri,
JÓN GUÐMUNDSSON
rafvélavirki,
Lyngbrekku 5,
Kópavogi,
sem varð bráðkvaddur að kvöldi sunnudags-
ins 28. mars, verður jarðsunginn frá Digranes-
kirkju mánudaginn 5. apríl kl. 13.30.
Steinunn Ingimundardóttir,
Svala Jónsdóttir,
Harpa Jónsdóttir, Kristinn J. Níelsson,
Telma, Ragnar
og Þórhildur Kristinsbörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
GRÍMS JÓNSSONAR
fyrrverandi héraðslæknis,
Fjarðargötu 17.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
gjörgæsludeildar Landspítala Hringbraut.
Gerda M. Jónsson,
Grímur Jón Grímsson, Helga Guðjónsdóttir,
Lárus Grímsson, Jóhanna D. Kristmundsdóttir,
Þórarinn Grímsson, Sigrún Sæmundsdóttir,
Jónína R. Grímsdóttir, Ágúst Ólafsson,
Bergljót Grímsdóttir, Gunnar Friðriksson,
Egill Grímsson, Guðrún Garðarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er
sýndu okkur samúð og vinarhug vegna and-
láts og útfarar
ELÍ RÓSINKARS JÓHANNESSONAR
húsasmíðameistara.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjólbrekku og
Sunnuhlíðar.
Gunnar Stefán Elíson,
Kristín Elídóttir, Þórir Þórarinsson,
Agnes Elídóttir,
Málfríður Elídóttir, Víðir Þormar Guðjónsson,
Kristbjörg Elídóttir, Sigurjón Guðmundsson,
Steindór Jóhannes Elíson, Valgerður G. Guðgeirsdóttir,
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, vinarhug og hlýhug vegna and-
láts og útfarar elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
KONRÁÐS E. GUÐBJARTSSONAR,
Unnarstíg 8,
Flateyri.
Elinóra K. Guðmundsdóttir,
Petrína Konráðsdóttir, Rúnar Garðarsson,
Guðmundur Konráðsson, Bergþóra Ólafsdóttir,
Konráð K. Konráðsson, Jónína K. Sigurðardóttir,
Guðbjörg Konráðsdóttir, Ólafur Kristjánsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR,
Borgarbraut 21a,
Borgarnesi,
síðast til heimilis á
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarnesi,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnu-
daginn 28. mars, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju mánudaginn
5. apríl kl. 14.00.
Ása Gústafsdóttir, Birgir Þórðarson,
Þráinn Gústafsson,
Ingibjörg Gústafsdóttir, Guðmundur Benjamínsson,
Sveinn Svavar Gústafsson, Elín Kristín Helgadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.