Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 50
MINNINGAR
50 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Bjarni SigurðurÁgúst Ársælsson
fæddist í Eystri-
Tungu í Vestur-
Landeyjum 29. októ-
ber 1928. Hann lést í
Landspítalanum 29.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ársæll Jónsson frá
Álfhólum, f. 7. maí
1889, d. 9. mars 1964
og Ragnheiður
Guðnadóttir frá
Eystri-Tungu, f. 8.
desember 1893, d.
24. júní 1974. Systk-
ini Bjarna eru: Guðni, f. 28. júní
1920, d. 16. júlí sama ár, Þórar-
inn, f. 28. júní 1920, d. 3. júlí sama
ár, Guðríður Bjarnheiður, f. 17.
febrúar 1923, búsett á Skúms-
stöðum í Vestur-Landeyjum,
Guðni, f. 16. nóvember 1924, d.
18. september 1989, var búsettur
í Reykjavík, Sigríður, f. 6. mars
1926, búsett í Reykjavík, Jón, f.
16. febrúar 1927, d. 14. desember
2003, var búsettur í Bakkakoti og
Ingi Björgvin, f. 24. júlí 1932, d. 2
apríl 1992, var búsettur í Reykja-
vík.
Eftirlifandi eiginkona Bjarna
er Sigríður Ólafsdóttir, f. í
Syðstu-Mörk Vestur-Eyjafjöllum
26. september 1921. Foreldrar
hennar voru Ólafur Ólafsson
bóndi frá Dalseli, f. 24. maí 1891,
d. 13. júlí 1973 og Halla Guðjóns-
dóttir frá Hamragörðum, V-Eyja-
fjöllum, f. 7. ágúst
1892, d. 7. apríl
1970.
Dóttir Bjarna og
Sigríðar er Halla,
bóndi í Ártúnum, f.
15. september 1965,
sonur hennar og
Hauks Einarssonar,
bónda á Hryggstekk
í Skriðdal, f. 3. apríl
1965, er Ársæll, f. 9.
febrúar 1983, unn-
usta hans er Guðrún
Freyja Daðadóttir, f.
27. apríl 1986. Sam-
býlismaður Höllu er
Niklas Hyström, frá Mariannel-
und í Svíþjóð, bóndi í Ártúnum, f.
29. september 1972. Börn þeirra
eru: Sigríður Linda, f. 14. febrúar
1994, Bjarni Kristófer, f. 18. nóv-
ember 1995 og Jóhanna Sóldís, f.
26. nóvember 2000.
Bjarni fluttist ásamt foreldrum
sínum og systkinum að Bakkakoti
frá Eystri-Tungu 1946 og vann
þar að búi foreldra sinna. Þegar
móðir hans lést 1974 tóku hann
og Jón við búi í Bakkakoti þar
sem hann bjó til dauðadags.
Haustið 1962 hóf Bjarni ásamt
Jóni bróður sínum að keyra slát-
urfé fyrir Sláturfélag Suðurlands
og vann hann ýmis störf fyrir
Sláturfélagið næstu áratugina.
Útför Bjarna fer fram frá Ak-
ureyjarkirkju í Vestur-Landeyj-
um í dag og hefst athöfnin klukk-
an 14.
Nú er Bjarni frændi okkar dáinn,
einungis þremur mánuðum eftir að
Jón bróðir hans og pabbi okkar dó.
Þeir bræður voru afar samrýndir þó
ekki væru þeir sammála. Í minning-
unni er ekki annar heldur báðir.
Það var alltaf líf og fjör að vera með
þeim bræðrum í bíl og sér í lagi þegar
Bjarni keyrði, því hann þurfti svo
mikið að fylgjast með umhverfinu að
aksturinn varð þá oft aukaatriði, þá
hvein í pabba; Bjarni, gættu að akstr-
inum, og um leið og Bjarni reif bílinn í
rétta átt svaraði hann; hvað er þetta,
Jón, sérðu ekki að ég er að keyra bíl-
inn? Bjarni las mikið og voru í sér-
stöku uppáhaldi hjá honum; Einar
Ben og Kiljan eins og Bjarni kallaði
hann alltaf, eins kunni hann Njálu allt
að því utanbókar. Bjarni átti það til að
fara með ljóð fyrir okkur eða segja
einhverja setningu úr ýmist „Kiljan“
eða Njálu og segja; þekkið þið þetta?
Yrði fátt um svör, sagði hann; hvað er
þetta, hafið þið ekkert lesið? Ekki er
hægt að skrifa staf um Bjarna frænda
án þess að nefna hvað hann söng mik-
ið og fallega og hafði af því sérstakt
yndi. Bjarni var sterkur og litríkur
persónuleiki, sem virtist kannski
hrjúfur á yfirborði en við sem þekkt-
um hann vissum að undir sló hlýtt og
örlátt hjarta.
Það er með sárri sorg og þakklæti í
hjarta sem við kveðjum hann Bjarna
frænda okkar í dag. Elsku Sigga,
Halla og fjölskylda við vitum að þið
hafið misst mikið. Megi góður guð
styrkja ykkur og hugga á þessari
stund.
Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir
inn á fyrirheitins lönd.
Einum lífið arma breiðir,
öðrum dauðinn réttir hönd.
Einum flutt er árdagskveðja,
öðrum sungið dánarlag,
allt þó saman knýtt sem keðja,
krossför ein með sama brag.
Veikt og sterkt í streng er undið,
stórt og smátt er saman bundið.
(Einar Benediktsson.)
Ragnheiður, María og
Sigríður Vaka Jónsdætur.
Nú þegar komið er að kveðjustund
og við munum kveðja hann Bjarna í
Bakkakoti hinstu kveðju, þyrlast um
hugann minningar frá því að ég var
lítil stelpa komin til sumardvalar í
Bakkakoti. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að dvelja níu sumur hjá þeim
Bjarna og Siggu frænku minni, það
eru stundir sem ég vildi ekki hafa far-
ið á mis við. Það að alast upp í Bakka-
koti, á þessum stóra bæ þar sem allt
iðaði af lífi voru viss forréttindi. Alltaf
var jafn gaman að koma í sveitina á
vorin, sauðburður og önnur störf
heilluðu þorpsstelpuna sem var alveg
staðráðin í því á þessum árum að
verða bóndi eins og Bjarni. Það eru
einnig ógleymanlegar stundir þegar
við Halla vorum með honum á fjár-
flutningabílnum á haustin, hann var
óþreytandi í að fræða okkur um
bæina og gjarnan fylgdu einhverjar
sögur af bæjunum og ábúendum með.
Bjarni var iðinn við að drífa okkur
krakkana á hestbak og þá gjarnan til
að ríða út í mýri og fylgjast með
skepnunum. Einnig hafði hann mjög
gaman af að bregða sér með okkur
krökkunum á hestbak á kvöldin og
var þá oft glatt á hjalla. Hann hafði á
því einstakt lag að hvetja mann áfram
við það sem maður var að gera, með
hrósi og skjalli. Það heyrðist ekki svo
sjaldan „óskaplega fer hann vel hjá
þér sá jarpi“ og við þetta fylltist mað-
ur áhuga og krafti.
Bjarni var afskaplega barngóður
maður, hann sá ekki sólina fyrir
elskulegri dóttur sinni og ekki var svo
gleðin minni yfir barnabörnunum.
Bakkakot hefur alla tíð verið barn-
margur bær, þar átti hann að auki 6
systkinabörn sem einnig voru honum
mjög kær. Þar var líka alltaf fjöldinn
allur af sumarbörnum, sem flest
komu ár eftir ár í sveitina.
Bjarni var mjög ræðinn og vel
BJARNI
ÁRSÆLSSON
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við útför eiginmanns
míns, föður okkar og afa,
BRAGA DÝRFJÖRÐ,
Kolbeinsgötu 15,
Vopnafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri.
Sigrún Svanhvít Kristinsdóttir,
Finnur Þór Dýrfjörð,
Kristín Hallbjörnsdóttir,
Bragi Björn Kristinsson,
Sigrún Svanhvít Kristinsdóttir.
Þökkum auðsýnda vináttu og samúð við and-
lát og útför
ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR
múrara,
Smáraflöt 6,
Garðabæ.
Fyrir hönd aðstandenda,
Fanney Hjaltadóttir.
Við þökkum af alhug öllum sem sýndu okkur
samúð og vinsemd við andlát og útför
BALDVINS HILMARS ÓSKARSSONAR,
Klömbrum,
Aðaldal.
Sérstakar þakkir fær allt starfsfólk á dvalar-
heimilinu Hvammi á Húsavík og á Heilbrigðis-
stofnun Þingeyinga á Húsavík fyrir góða
umönnun. Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna
andláts eiginmanns míns,
JÓNS ÁRNASONAR
frá Syðri-Á,
Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir færi ég félagasamtökum í
Ólafsfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Það var miðvikudag-
inn 24. mars að konan
mín hringdi til mín og
sagði að hún hefði sorg-
legar fréttir að færa mér, hann Gest-
ur vinur okkar væri dáinn.
Svo snöggt og alltof snemmt, þú
varst í brúnni á fullu í vinnu og allt í
einu dáinn.
Er á grálúðuslóð, frekar tregt hér,
leiðinda bræla.
Kv. Gestur.
Þau verða ekki fleiri skeytin frá
þér, vinur, við ræðum víst ekki meira
um veiðarfærin okkar, nú vísar þú
ekki á lóðið, það heyrist ekki á leyni-
bylgjunni: „Gummi, komdu, það er
fiskur hérna.“
Við mætumst ekki oftar á miðun-
✝ Gestur Breið-fjörð Sigurðsson
fæddist á Brunnstíg
4 í Hafnarfirði 2.
október 1943. Hann
varð bráðkvaddur
um borð í skipi sínu
að kvöldi 23. mars
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju
2. apríl.
um, semjum um að
beygja báðir 5 í bak og
koma svo 2 til 3 til baka
aftur og þrasa svo um
hvor var að svindla. Nú
heyrum við þig ekki
melda oftar í talstöð-
inni, vinur. Það verður
ekki þín rödd sem
meldar næst á Þór.
Svona er þetta víst þeg-
ar almættið kallar, þó
mér finnist kallið hafa
komið allt of fljótt.
Við höfum þekkst frá
unglingsárum, en það
var 1978 að við fórum
að starfa saman á togaranum Maí
GK. Okkar samstarf gekk mjög vel
enda varst þú með færustu stýri-
mönnum, verklaginn, útsjónarsamur
og mikill aflamaður. Á Maí var oft
verið að ræða um veiðarfærin, veiði-
slóð og margt fleira, ekki alltaf sam-
mála, stundum hvessti, en aldrei var
staðið upp nema báðir væru sáttir og
ágreiningur leystur. Ég minnist þess
tíma á Maí sem við störfuðum saman
sem skemmtilegs og ljúfs, það gekk
allt svo vel enda áhöfnin eins og vel
smurð vél sem þú áttir svo mikinn
þátt í. Oft þurfti að taka til hendinni
og þá voru þínar hendur alltaf fyrst-
ar.
Þessi samvera okkar á Maí leiddi
til mikillar vináttu okkar á milli og
fjölskyldna okkar. Við úti á sjó og
konurnar og börnin heima, þær áttu
sömu hagsmuna að gæta og milli
þeirra skapaðist mikil vinátta. Við
áttum margar ánægjulegar samveru-
stundir enda alltaf gott að koma í
heimsókn til ykkar.
Ég sit hérna í káetunni og hugsa til
þess að þú sért búinn að yfirgefa
þennan heim og að ekki spjöllum við
meira saman um veiðina, fréttir af
miðunum, drekkum ekki kaffi hvor
hjá öðrum. Nú kveð ég þig, kæri vin-
ur, og þakka þér öll okkar góðu sam-
skipti. Megi góður Guð geyma þig og
svo tökum við það óklárt þegar ég
kem yfir móðuna miklu.
Elsku Elsa, börn, barnabörn og
tengdabörn, megi góður Guð styðja
ykkur og styrkja í sorg ykkar.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf að þakka
þetta sem eitt sinn var
(Starri í Garði.)
Guðmundur Jónsson.
Ímynd sjómannsins í dag er önnur
en hún var fyrri hluta síðustu aldar.
Þá þótti staða sjómannsins tákn
hetjudáða og hugrekkis. Skipstjórar
voru mikilsmetnir af þegnum þessa
lands. Þá skildi almenningur það, að
þjóðin lifði á því sem hafið gaf, og galt
þess, sem hafið tók. Skipstjóri á
frystitogara hefur ekki aðeins stjórn
á siglingu og veiðum, heldur er í orðs-
ins fyllstu merkingu framkvæmda-
stjóri stærðar frystihúss. Stjórn fisk-
veiða, sem og verðlag sjávarafurða
hefur mikil áhrif á þátt fiskveiða í
dag. Sem eykur á hlut skipstjóra, að
skipuleggja veiðar með tilliti til
kvótastöðu skipsins, sem og verð-
mætasköpun afurða. Er álag á einn
mann komið yfir öll takmörk? Okkur
setti hljóða, þegar fréttist af því, að
skipstjórinn á flaggskipi Hafnfirð-
inga hefði kvatt þennan heim og að
skipið væri á leið til lands með hans
jarðnesku leifar.
Í dag kveðjum við Gest Breiðfjörð
Sigurðsson skipstjóra. Auk sinna
starfa hafði hann mikinn áhuga á fé-
lagsmálum, sem leiddi til okkar
kynna. Hann gegndi mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Kára og síðar
Félags ísl. skipstjórnarmanna. Hann
sýndi talsverðan áhuga á tilurð Sjó-
mannadagsins í Hafnarfirði og vann
að honum, m.a. að stjórnun skemmti-
dagskrár dagsins. Við viljum bera
fram okkar þakklæti á kveðjustund
þessari. Eiginkonu, börnum og
barnabörnum, sem og öðrum vinum
og vandamönnum, færum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Einnig
færum við áhöfn m/s Þórs HF sam-
úðarkveðjur. Guð styðji ykkur og
styrki á stundu sem þessari. Við
kveðjum góðan dreng. Fari Gestur í
friði Drottins, er hann leitar á önnur
mið fyrir handan móðuna miklu.
Ingvi R. Einarsson,
fv. form. Skipstjóra- og
stýrimannafélagsins Kára.
Harmafregn berst yfir öldur hafs-
ins - Gestur skipstjóri á togaranum
Þór bráðkvaddur um borð - talstöðv-
ar þagna; fánar togara dregnir í hálfa
stöng. Íslands Hrafnistumenn vott-
uðu á sinn hátt skipstjóra og vini,
virðingu sína og þökk fyrir áratuga
samstarf. Farsæll skipstjóri kvaddi
sínar fískislóðir og stýrði á Drottins
fund.
Líf Gests snerist um sjóinn og fjöl-
skylduna. Velja miðin og mannskap-
inn, stjórna af festu en drengskap,
stýra fleyi heilu til hafnar, landa,
fylgjast með viðgerðum og búnaði;
ræða við útgerðina. Hins vegar að
nýta fríin með fjölskyldunni sem var
honum svo kær og hann stoltur af.
Heimilið var hans griðastaður og
höll. Elsa með veislu á borðum og allt
annað það besta sem hún gat gefið.
Börnin fögnuðu þegar pabbi var í
landi. Þá var gaman. Gestur sinnti
þörfum barnanna og dyttaði að fal-
legu heimili þeirra hjóna. Hann var
laghentur og vann öll þau verk sem
hann ætlaði sér. Svo fæddust barna-
börnin eitt af öðru og í fangi afa var
gott að kúra; þar var hlustað og sagð-
ar sögur.
Þegar við fluttum til Hafnarfjarðar
var sonur okkar Elvar fljótur að finna
sér jafnaldra og vin sem aldrei brást,
hann Gest, son þeirra hjóna. Bragð er
að þá barnið finnur og hjá Elsu og
Gesti voru börnin okkar öll velkomin
hvernig sem á stóð og ómetanlegt var
að vita af slíku athvarfi þegar vinna
varð frameftir. Yngsti sonur okkar,
Helgi, átti meira að segja fastan
svefnstað milli þeirra hjóna. Slíkir
vinir eru vandfundnir. Börn þeirra
Gests og Elsu standa okkur nær en
flest önnur - okkur finnst við eiga
eitthvað í þeim eins og sagt er. Þar er
góður hópur. Minningar um liðnar
samverustundir eru dýrmætar. Þar
GESTUR
BREIÐFJÖRÐ
SIGURÐSSON