Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 63

Morgunblaðið - 03.04.2004, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 63 LANDSLIÐSFLOKKUR á Skák- þingi Íslands hófst af miklum krafti eins og viðeigandi er þegar taflsviðið er hús Orkuveitu Reykjavíkur. Ein- ungis einni skák lauk með jafntefli. Þetta var fyrri einvígisskákin í fyrstu umferð, en að þessu sinni er landsliðsflokkur útsláttarmót. Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.600) hóf titilvörnina á sannfærandi hátt með sigri á Sigurði Daða Sigfússyni (2.330) í 26 leikjum. Hinir tveir stórmeistararnir á mótinu, Helgi Áss Grétarsson (2.525) og Þröstur Þórhallsson (2.470), sigr- uðu einnig í sínum skákum. Gengi al- þjóðlegu meistaranna fjögurra var hins vegar misjafnt. Þeir tveir yngstu, Bragi Þorfinnsson (2.420) og Stefán Kristjánsson (2.410) náðu að knýja fram sigur. Jón G. Viðarsson (2.375) varð hins vegar að gera sér jafntefli að góðu gegn Snorra Bergs- syni (2.275) og Sævar Bjarnason (2.345) tapaði sinni skák gegn Þor- steini Þorsteinssyni (2.255). Síðari skák fyrstu umferðar var tefld í gær. Standi jafnt í einhverjum viðureignum að loknum tveimur ein- vígisskákum verður tefldur bráða- bani og hefst hann kl. 9 í dag í húsi Orkuveitunnar. Önnur umferð, átta manna úrslit, hefjast síðan klukkan 13 í dag. Áhorfendur eru velkomnir, en að- stæður til að fylgjast með skákunum eru með því besta sem sést hefur á Skákþingi Íslands. Skákáhugamenn eru því hvattir til að fjölmenna í hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 og drekka í sig þá mögnuðu spennu sem fylgir þessari baráttu um Íslands- meistaratitilinn. Í dag hefst einnig taflmennska í öðrum flokkum Íslandsmótsins: kvenna-, áskorenda-, unglinga- og öldungaflokki. Enn er hægt að skrá sig í þá flokka með því að mæta á skákstað áður en fyrsta umferð hefst kl. 13 í dag. Allir eru velkomnir. Allir flokkar, frá landsliðsflokki til ung- lingaflokks, eru tefldir á sama stað, þ.e. hjá Orkuveitunni, og umferðir í öllum flokkum hefjast á sama tíma. Um helgar hefjast umferðir kl. 13, en kl. 17 á virkum dögum. Hannes Hlífar Stefánsson hóf tit- ilvörnina á góðum sigri. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Sigurður Daði Sigfússon Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 Rc6 8. Dd2 0–0 9. Bc4 Bd7 10. 0–0–0 Re5 11. Bb3 Da5 12. h4 Hfc8 13. Kb1 Rc4 14. Bxc4 Hxc4 15. Rb3 Dc7 16. g4 Hc8 17. e5!? – Einnig er oft leikið 17. h5 í þessari stöðu, t.d. 17. -- Bxg4 (17. ... g5!?) 18. fxg4 Rxe4 19. Dg2 Dc6 20. Rd5 Hxc2 21. Rxe7+ Kf8 22. Rxc6 Hxg2 23. Rcd4 Hxg4 24. Hc1 He8 25. h6 Bh8 26. Hhe1 og hvítur vann (Gashimov– Lie, ólympíuskákmótinu í Bled 2002). 17. ... Rxg4 Þessi mannsfórn virðist ekki gefa svarti nægilega góð færi á gagnsókn. Eftir 17. ... Re8 18. Rd5 Dd8 19. exd6 Rxd6 20. c3 er hann einnig í vanda staddur, t.d. 20. -- Bc6 21. Hhe1 Bxd5 22. Dxd5 b5 23. Bg5 Bf8 24. De5 b4 25. Bxe7 Bxe7 26. Dxe7 Dxe7 27. Hxe7 Rb5 28. cxb4 Hxb4 29. h5 Kg7 30. h6+ Kf6 31. Hdd7 Hf8 32. Rd2 Kg5 33. Hxf7 Hc8 34. Re4+ Kh4 35. Hd3 Kh3 36. Hxh7 Hbc4 37. a3 Rd4 38. Rd6 og svartur gafst upp (Tímosj- enkó-Mutsjnik, Alushta 2001) Ekki gengur 17. ... dxe5 18. g5 og biskupinn á d7 fellur, ef riddarinn hreyfir sig. 18. exd6 exd6 19. fxg4 Bxg4 20. Hc1 Be6 Svartur getur ekki bjargað sér með 20. ... Hxc3, t.d. 21. bxc3 Bxc3 22. Df2 a5 23. Df4 Bf5 24. Hhg1 Bg7 25. Bd4 Bxc2+ 26. Kb2 a4 27. Bxg7 Kxg7 28. Dd4+ f6 29. Hg2 axb3 30. axb3 Dc5 31. Dxc5 dxc5 32. Hgxc2 og hvítur vann í skákinni Al Sayed-Rajlich, Búdapest 2001). Eftir 20. ... Bxc3 21. bxc3 Hxc3 22. Bd4 ráða veikleikarnir í svörtu kóngsstöðunni fljótlega úrslitum. 21. Rb5 – 21. ... Dc6 Eða 21. ... De7 22. Bg5 f6 23. Bf4 f5 24. Bg5 Bf6 25. Dxd6 Df7 26. Bxf6 Dxf6 27. R3d4 og hvítur á unnið tafl. 22. R5d4 -- Ekki verður séð, að svartur fái mótspil, ef hvítur tekur skiptamun- inn: 22. Rxa7, ásamt 23. Rxc8 o.s.frv. 22. ... De4 23. Rxe6 fxe6 24. Dd3 De5 25. c3 a5 26. h5 og svartur gafst upp, því að hann hefur litlar bætur fyrir manninn, sem hann fórnaði, t.d. 26. ... Df5 27. Dxf5 gxf5 28. Rxa5 H4c7 29. Hcd1 d5 30. Hhg1 Kf8 31. Bf4 Hd7 32. Hde1 o.s.frv. Guðmundur og Hjörvar skóla- skákmeistarar Reykjavíkur Guðmundur Kjartansson varð skólaskákmeistari Reykjavíkur í eldri flokki, og Hjörvar Steinn Grétarsson í yngri flokki. Í yngri flokki urðu þrír skákmenn jafnir í 2.–4. sæti og þurfa að heyja aukakeppni um tvö laus sæti á landsmóti í skólaskák. Eldri flokk- ur, röð efstu manna: 1. Guðmundur Kjartansson 5½ v. 2. Aron Ingi Óskarsson 4 v. (9 st. ) 3. Ólafur Evert Úlfsson 4 v. (7,5 st. ) 4. Arnar Sigurðsson 4 v. (7,5 st. ) Aukakeppni um 3. sætið: Ólafur Evert Úlfsson – Arnar Sig- urðsson 2–1. Yngri flokkur, úrslit: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 8½ v. (af 9) 2.–4. Ingvar Ásbjörnsson 7 v. 2.–4. Helgi Brynjarsson 7 v. 2.–4. Vilhjálmur Pálmason 7 v. 5. Hörður Aron Hauksson 6 v. 6. Daði Ómarsson 6 v. 7. Hallgerður Helga Þorsteinsdótt- ir 5½ v. 8. Matthías Pétursson 5½ v. 9. Guðni Fannar Kristjánsson 5½ v. 10. Sverrir Ásbjörnsson 5 v. 11. Torfi Karl Ólafsson 5 v. 12. Einar Sigurðsson 5 v. 13. Mikal Luis Gunnlaugsson 5 v. 14. Kristinn Jens Bjartmarsson 5 v. 15. Aron Björn Bjarnason 4½ v. 16. Einar Ólafsson 4½ v. 17. Grétar Atli Davíðsson 4½ v. o.s.frv. Í eldri flokki hafa því Guðmundur Kjartansson, Aron Ingi Óskarsson, Ólafur Evert Úlfsson og Arnar Sig- urðsson unnið sér rétt til þátttöku á landsmóti í skólaskák. Í yngri flokki þurfa þeir sem lentu í 2.–4. sæti að tefla aukakeppni um tvö laus sæti á landsmóti. Skákstjórar og kjördæmisstjórar Reykjavíkur eru Torfi Leósson og Vigfús Ó. Vigfússon. Páskamót VN, Nóa- Síríusar og Hróksins Sunnudaginn 4. apríl fer fram Páskamót VN, Nóa-Síríusar og Hróksins í Rimaskóla. Mótið er fyrir krakka í 1.–10. bekk og verður þeim skipt í sex flokka. Glæsileg verðlaun eru í boði. Allir verðlaunahafar fá páskaegg frá nr. 4 til nr. 7, sem og medalíu frá Árna Höskuldssyni. Einnig verður dregið í happdrætti þar sem í boði eru margir glæsilegir vinningar og verða þeir kynntir sér- staklega á heimasíðu Hróksins síðar í vikunni. Í happdrættinu verða m.a. 20 páskaegg og fjallahjól að verðmæti 20.000 krónur frá Erninum. Þátttaka í mótinu er ókeypis Tekið er við skráningum á skak- skoli@hrokurinn.is. Mikilvægt er að skrá sig sem fyrst, til að tryggja sér þátttöku í Páskamótinu. Allir kepp- endur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Hver keppandi hefur 7 mínútur á hverja skák. Húsið opnað klukkan 12, mótið verður sett kl. 13 og strax að því loknu hefst taflmennskan. Gert er ráð fyrir að mótinu ljúki kl. 15.15 og þá hefst lokahóf og verðlaunaafhending auk þess sem dregið verður í happdrætti með fjölmörgum glæsilegum vinning- um. Verðlaun: 1. sæti í öllum flokkum: Páskaegg nr. 7 2. sæti í öllum flokkum: Páskaegg nr. 5 3. sæti í öllum flokkum: Páskaegg nr. 4 Allir verðlaunahafar fá medalíu frá Árna Höskuldssyni. Kraftmikil byrjun á Íslandsmóti SKÁK Orkuveita Reykjavíkur Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is SKÁKÞING ÍSLANDS 1. –12. apríl 2004 Hannes Hlífar Stefánsson Íbúð á Florida Cocoa beach Til leigu glæsileg íbúð (3 svefnh. og 2 baðh.) með húsgögnum til lengri eða skemmri tíma. Stutt í Disney World og Kennedy Space Center. Aðeins 5 mín. frá ströndinni. Upplýsingar í síma 001 3218685582, Eygló, eða 899 3119, Jóhann. TIL SÖLU Lagersala — veiðarfæri Í dag, laugardaginn 3. apríl, heldur lagersalan á veiðarfærum o.fl. áfram. Opið frá kl. 13.00 til kl. 16.00. Á mánudag, þriðjudag og miðviku- dag, 5. til 7. apríl, verður opið frá kl. 13.00 til kl. 17.00. Gefum 50% afslátt af heildsölu- og kostnaðarverði leikfanga meðan birgðir end- ast. Allri leikfangasölu verður hætt. Við höfum enn á boðstólum nokkra „EXPRESSO“-kaffivélar með allt að 50% afslætti. Mikið af herðatrjám, plast og tré, fægiskóflur, uppþvottaburstar, áklæði á strauborð, plastborðdúkar, plasthnífa- pör, brauðristar, hárþurrkur, rafmagnsrakvélar á tilboðsverði, verkfærakassa á niðursettu verði, trjágreinasagir á hagstæðu verði, sam- anbrotnir stólar og borð á mjög góðu verði, geisladiska- og videó-spólu geymslur. Veiðar- færi: ABU-, Berkley-, Fenwick- og Daiwa-stang- ir og hjól ásamt ýmsu fleiru frá þessum fram- leiðendum verður selt á mjög hagstæðu verði, þó nokkuð af ABU-spúnum, önglum og fleira verður fyrirliggjandi. Ekki má gleyma Daiwa- vöðlunum. Lítið við og gerið góð kaup. Þessi sala verður ekki endurtekin. I. Guðmundsson ehf., Skipholti 25, 105 Reykjavík. TILKYNNINGAR Bækur Full búð af úrvalsgóðum bókum T.d. Eyfirskar ættir, Ættir Síðu- presta, Bergsætt, Ættir Austfirð- inga, Islandica, Þingeysk ljóð, Ísl. Söguatlas, Ísl. fornrit, hátíðarútg. Ferðabækur, æviminningar, bækur um andleg málefni, fágætar LP plötur o.fl. o.fl. Komið og gerið skemmtileg kaup. Heitt á könnunni. Opið laug. frá kl. 11-17. Gvendur dúllari - alltaf góður Klapparstíg 35, sími 511 1925. EINKAMÁL Vil komast í samband við ljóshærða, bláeygða konu sem var á Lækjar- brekku sunnudaginn 28. mars milli kl. 16 og 17. Hún var klædd í „camel“ litaða kápu, svartar buxur og svarta peysu og sat á borði með eldri konu. Ég er gráðhærði maðurinn sem sat á næsta borði. Myndir þú vilja eiga með mér kvöldverð í Reykjavík eða Boston? Hafðu samband í síma 001 508 966 5291. HÚSNÆÐI Í BOÐI Svölur Þriðjudaginn 6. apríl verður félagsfundur Svalanna haldinn í Borgartúni 22, 3. hæð, kl. 20.00. Gestur fundarins, Gerður Gunn- arsdóttir, listamaður, segir frá verkum sínum í Kína. Gestir velkomnir. Stjórnin. Páskar í Þórsmörk 8.-12. apríl 2004. Skálinn í Langadal verður opinn. Boðið verður upp á leiðsögn um svæðið og kveikt á grillinu. Ferðalangar komi á eigin vegum. Leiðsögumenn: Helga Garðars- dóttir og Þórunn Þórðardóttir. Dagsferð páskadag 11. apríl. Hringferð um uppsveitir Árnes- sýslu. Gengið um Haukadals- skóg og hlýtt á hátíðarmessu í Skálholti. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 10. Verð kr. 4.000/4.500. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Landsst. 6004040313 IX á Akureyri kl. 13:00 4. apríl. Akrafjall. Fararstj. Gunnar Hólm Hjálmarsson. Brottför frá BSÍ kl. 9:00. V. 2.400/2.900. 4. apríl. Skíðaferð. Fararstj. Ing- ibjörg Eiríksdóttir. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. V. 1.900/2.300. 5. apríl. Myndakvöld. Húnabúð, Skeifunni 11, kl. 20:00. Myndir úr Skaftárhreppi og frá Toscana, Mallorca, Pýren- eafjöllunum og Krít. 8.-12. apríl. Skíðaferð í Strút að Fjallabaki. Fararstjóri Ingibjörg Eiríksdóttir. 8.-11. apríl Skíðaferð um Kjöl. Fararstj. Sylvía Kristjánsdóttir. Sjá www.utivist.is R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUAUGLÝSINGAR sendist á augl@mbl.is ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.