Morgunblaðið - 03.04.2004, Síða 68
ÍÞRÓTTIR
68 LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
REINER Calmund, framkvæmdastjóri Bayer Leverkus-
en, segist vilja sjá Rudi Völler, landsliðsþjálfara Þýska-
lands í knattspyrnu, setjast í sinn stól þegar hann hættir
stjórnunarstörfum hjá Leverkusen 2006.
„Þegar ég dreg mig í hlé er Rudi besti kosturinn til að
taka við,“ sagði Calmund í gær í viðtali við þýska blaðið
Express.
„Hann er efstur á óskalistanum og hefur verið það
lengi. Ástæðan er einföld – hann er maðurinn sem getur
náð árangri, þar sem hann hefur yfirburðaþekkingu á
knattspyrnu og er vel liðinn og vinsæll.“
Völler lauk glæsilegum keppnisferli sínum sem leik-
maður Leverkusen 1996, en gerðist síðan tæknilegur
ráðgjafi liðsins þar til hann tók við starfi landsliðsþjálf-
ara af Berti Vogts 2000.
Samingur hans við þýska knattspyrnusambandið
rennur út eftir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi
2006 en gríðarlegur áhugi er á keppninni þar í landi á
meðal stuðningsmanna þýska landsliðsins.
Vill fá Rudi Völler til
Bayer Leverkusen
LANDSLIÐ kvenna í knattspyrnu, skipað leik-
mönnum undir 19 ára aldri, leikur í riðli með Sviss,
Írlandi og Grikklandi í undankeppni Evrópukeppni
19 ára liða, sem hefst í haust. Dregið var í riðla í
gær. Stúlkurnar sem skipa liðið eru fæddar 1986 og
síðar. Ólafur Þ. Guðbjörnsson er þjálfari liðsins.
Þess má geta til gamans að 19 ára stúlknaliðið,
skipað leikmönnum fæddum 1985 og síðar, var
ósigrað á síðasta ári og tryggði sér rétt til að leika í
milliriðli, sem verður í Póllandi 19.–25. apríl, þar
sem leikið verður við Pólland, Þýskaland og Ung-
verjaland. Ef Ísland nær efsta sætinu þar tryggir
liðið sér rétt til að leika í úrslitakeppni EM í Finn-
landi í júlí.
Á þessu sést að það verður síðan nýtt lið, annar
aldursflokkur, sem fer á ferðina næsta haust.
Stúlkurnar leika
við Sviss, Írland
og Grikkland
FÓLK
BJARNI Þór Viðarsson, drengja-
landsliðsmaður í knattspyrnu úr
FH, dvelur í rúma viku hjá And-
erlecht í Belgíu, og síðan í nokkra
daga hjá Everton í Englandi. Þetta
skolaðist aðeins til í frétt af ferða-
lögum Bjarna í blaðinu í gær en
hann fer utan á morgun.
INGA Birna Friðjónsdóttir, 17
ára stúlka úr Tindastóli, er gengin
til liðs við úrvalsdeildarlið Þórs/
KA/KS. Inga Birna varð marka-
hæst í 1. deild í fyrra, skoraði þá 24
mörk í 12 leikjum fyrir Tindastól
og lék ennfremur með stúlkna-
landsliðinu.
JÓHANN Helgason, leikmaður
með úrvalsdeildarliði KA í knatt-
spyrnu, ristarbrotnaði á æfingu í
vikunni og verður tæpast orðinn
leikfær þegar Íslandsmótið hefst
um miðjan maí.
BJARNÓLFUR Lárusson og Ian
Jeffs skoruðu mörk ÍBV sem gerði
jafntefli við portúgalska 2. deild-
arliðið Imortal, 2:2, í fyrradag.
Eyjamenn dvelja í æfingabúðum í
Portúgal þessa dagana.
CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, var í gær útnefndur
knattspyrnustjóri marsmánaðar.
Leikmaður mánaðarins er Finninn
Mikael Forssell, miðherji Birming-
ham, sem er í láni hjá liðinu frá
Chelsea. Hann skoraði sex mörk í
fimm leikjum.
BARCELONA reynir nú allt til að
fá franska landsliðsmanninn David
Trezeguet til sín frá Juventus og
segir spænska blaðið Marca að hon-
um hafi verið boðnar 250 millj. ísl.
kr. í árslaun ef hann skrifi undir
þriggja ára samning.
ÚRVALSDEILDARLIÐ Víkings
í knattspyrnu karla tapaði í gær
3:1 gegn rússneska úrvalsdeild-
arliðinu Cobonik en liðin áttust
við í Antalya í Tyrklandi. Þor-
valdur Már Guðmundsson skor-
aði mark Víkings.
Aðalsteinn Guðjónsson fram-
kvæmdastjóri Víkings sagði að
markvörðurinn
Martin Trancík frá Slóvakíu,
sem er til reynslu hjá félaginu
hefði leikið vel það sem af er æf-
ingaferðinni í Tyrklandi en hann
er 28 ára gamall. „Við höfum
ekki tekið ákvörðun um hvort
samið verður við Trancík og
væntanlega verður ekkert gert í
þeim málum fyrr en við komum
heim. En hann hefur staðið sig
vel og er góður markvörður.“
Á miðvikudaginn lék Víkingur
gegn Qizilqum frá Kasakstan og
tapaði íslenska liðið, 1:0.
Martin Trancík hefur
staðið sig vel í Tyrklandi
Platini sagði í viðtali við vefFIFA að hann óttaðist að inn-
an fárra ára færi að draga úr vin-
sældum knattspyrnunnar ef blaðinu
yrði ekki snúið við.
„Við þurfum að opna umræðuna
um hvernig sem flestir eigi mögu-
leika á að stunda íþróttina. Er í lagi
að sum félagslið tefli nánast ein-
göngu fram erlendum leikmönnum?
Er í lagi að Beveren skuli vera með
heila tylft af Afríkubúum í sínu liði
– í Belgíu? Hvers vegna er félagið
ennþá kallað Beveren og hvers
vegna spilar það ennþá í Belgíu?
Ég spyr mig svona spurninga æ
oftar,“ sagði Platini, sem jafnframt
sakar evrópsk félög um að ræna
hæfileikaríkum piltum frá Afríku.
„Evrópufélögin sem setja á stofn
æfingamiðstöðvar í Afríku gera það
af eigin hagsmunum, ekki til að
hjálpa til við að þróa afríska knatt-
spyrnu. Afríkubúar ættu sjálfir að
taka frumkvæðið í því að þróa og
þroska sína knattspyrnumenn, til
dæmis með því að nota fjármunina
sem þeir fá frá FIFA.
Ef þetta heldur svona áfram,
hver á þá að sinna krökkunum í
Evrópu? Hvers vegna ætti ungur
strákur í Beveren að leggja á sig
það erfiði að reyna að verða betri
knattspyrnumaður, ef hann á enga
möguleika á að spila með knatt-
spyrnuliði bæjarins?
Verðum að fara yfir
reglurnar á ný
Platini sagði að hann hefði sjálfur
aldrei orðið atvinnumaður í knatt-
spyrnu ef hann hefði ekki fengið
tækifæri til þess að spila með sínu
bæjarliði þegar hann var strákur.
„Ég tel að knattspyrnuyfirvöld
þurfi að setjast niður á ný með
Evrópubandalaginu og fara yfir
reglurnar um óheft flæði vinnuafls.
Ef við lítum nokkur ár aftur í tím-
ann sjáum við svo ekki verður um
villst að Evrópusambandið og
íþróttaforystan höndluðu þessi mál
ekki rétt. Við gleymdum að leggja
línurnar fyrir knattspyrnu framtíð-
arinnar, bæði á fjárhagslegan hátt
og hvernig ætti að standa að fé-
lagaskiptum á milli landa.“
Platini sagði að knattspyrnufélög
víðs vegar um Evrópu hefðu geysi-
lega mikla þjóðfélagslega þýðingu.
„Það eru knattspyrnusamböndin og
félögin, sem víða hafa að miklu leyti
verið skipuð sjálfboðaliðum, sem
hafa fengið börn til að snúa sér að
knattspyrnunni í stað þess að slæp-
ast um á götum úti. Núna eru fé-
lögin farin að sækja sér efniviðinn
annað og hvað verður þá um þessi
börn?“
Stóru liðin vilja ekki spila í
Gdansk og Reykjavík
Platini varð á sínum tíma Evr-
ópumeistari með Juventus á Ítalíu
og lék þá meðal annars gegn Vals-
mönnum á Laugardalsvellinum, ár-
ið 1986. Þá hét keppnin Evrópu-
keppni meistaraliða, og hann er
óhress með hvernig Meistaradeild
Evrópu hefur þróast.
„Það er synd að bestu lið Evrópu
skuli nú aðeins leika hvert gegn
öðru. Þegar ég lék með Juventus,
spiluðum við í Gdansk og í Reykja-
vík, í fyrstu umferð, gegn svoköll-
uðum „smáþjóðum“ þar sem vell-
irnir voru troðfullir og stemningin
stórkostleg. Nú vilja stóru félögin
ekki lengur leika gegn litlu félögun-
um og telja að með því að mætast
stöðugt innbyrðis, leysi þau sín
fjárhagslegu vandamál. En um
þetta á knattspyrnan ekki að snú-
ast. Er það rétt að meistaralið allra
þjóða skuli ekki taka þátt í sömu
keppninni?“
Hann er þó ekki á því að of mikil
knattspyrna muni smám saman
leiða til minnkandi áhuga.
„Sjónvarpsstöðvum fjölgar stöð-
ugt. Ef leikjum fjölgar, hafa sjón-
varpsáhorfendur úr meira að velja.
Þetta snýst um gæði. Eftir því sem
leikurinn er áhugaverðari, því fleiri
horfa á hann, og þar með eykst
gildi hans. Áhuginn beinist að
þrennu, deildakeppni viðkomandi
lands, Meistaradeild Evrópu og
heimsmeistarakeppninni.
Urðum að stækka heims-
meistarakeppni félagsliða
Platini var spurður hvernig stæði
þá á því að FIFA hefði beitt sér
fyrir því að stækka heimsmeistara-
keppni félagsliða en til þessa hafa
meistaralið Evrópu og Suður-Am-
eríku leikið árlega um heimsbik-
arinn. Frá og með árinu 2005 leika
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Michel Platini, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, kom til
Íslands á síðasta ári en þar var Frakkinn heiðursgestur í loka-
hófi íslenskra knattspyrnumanna á Broadway í Reykjavík.
Michel Platini, fyrrverandi knattspyrnukappi, stjórnarmaður
í FIFA og UEFA, hefur áhyggjur af þróun knattspyrnunnar
„Hver á að sinna
krökkunum í Evrópu?“
MICHEL Platini, frægasti knattspyrnumaður Frakklands á sínum
tíma og núverandi stjórnarmaður í Alþjóða knattspyrnusamband-
inu, FIFA, og Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, hefur miklar
áhyggjur af þróun mála í íþróttinni. Sérstaklega hvað varðar óheft-
an innflutning á erlendum leikmönnum og takmarkaða möguleika
barna og unglinga til að ná langt í knattspyrnunni á sínum heima-
slóðum.
’ Þegar ég lék meðJuventus, spiluðum
við í Gdansk og í
Reykjavík, í fyrstu
umferð, gegn svo-
kölluðum „smáþjóð-
um“ þar sem vell-
irnir voru troðfullir
og stemningin stór-
kostleg. ‘